Morgunblaðið - 07.11.1981, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.11.1981, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1981 Máttur skynseminnar og mannleg fræði Bókmenntír Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Inga Huld Hákonardóttir: Hélstu að líflð væri svona? Viðtól við verkakonur. lltg. Iðunn 1981. Inga Huld Hákonardóttir hefur um árabil skrifað viðtöl við allra handa fólk, ég minnist þó sér- staklega margra góðra samtala sem hún skrifaði í Sunnudagsblað Tímans (hið fyrra) sem var þá undir stjórn Jóns heitins Helga- sonar. Nú sendir hún frá sér sína fyrstu bók, það eru viðtöl við tíu verkakonur, þar sem þær segja frá harðri lífsbaráttu sinni, sem hefur Er lífíð þó ald. ei fært þeim annað en strit og heilsuleysi í aðra hönd. Auk þess er þarna grein um Félag starfsfólks í veitingahúsum og á sá kafli út af fyrir sig ekki sjáan- legt erindi í þessa bók, öllu nær hefði verið að hún hefði fundið einn viðmælanda til viðbótar. Höfundur skrifpr inngangsorð. Fyrsta samtalið lofar góðu, það er við 35 ára gamla saumakonu í sjó- klæðagerð, þrjú börn hefur hún á framfæri sínu og segir: „Nú eiga allar konur að vera píslarvottar, svo það þýðir ekkert fyrir þig að tala við mig, mér finnst svo gam- an að lifa!“ Hressileg byrjun og það gefur góð fyrirheit. Raunar er það aðalsmerki þessara kvenna sem Inga Huld ræðir við, að þær eru fjarskalega jákvæðar og taka basli sínu og erfiði af hugprýði og jafnvel með ákveðnum húmor. Það er þó víðs fjarri, að hér sé nokkuð verið að spauga með efnið, því að lesanda er Ijóst, að þessar konur mæla af alvöru og mikilli reynslu. Að mínum dómi hefði það aukið gildi bókar á borð við þessa, ef Inga Huld Hákonardóttir svona ? viðtölin hefðu verið ítarlegri, stundum fær maður á tilfinning- una, að yfirborðið hafi rétt verið gárað og það hefði mátt kafa dýpra. Sömuleiðis finnur lesandi, að minnsta kosti ef hann telur sig reyndan blaðamann eins og undir- rituð, að Inga Huld nær misjöfn- um tökum á konunum sínum og er ekki óeðlilegt, það þekkja allir sem fást við að tala við fólk til að birta á prenti það sem eftir því er haft. En á stundum hefur höfundi og viðmælanda bersýnilega fallið svo vel saman að það hefði verið feng- ur að því að fylla meira út í þessar myndir. Baráttuþrek og dugnaður þessara kvenna, sem margar eða flestar hafa staðið einar uppi með börn, ellegar í bezta falli sitja uppi með drykkjumenn, sem þær eiga erfitt með að slíta tengsl við, hlýt- ur að vekja aðdáun. I sljóu og mettuðu velferðarþjóðfélagi okkar er fengur að slíkri bók, og vonandi Inga Huld skrifi fleiri bækur þar sem efni á borð við þetta eru gerð skil. En mætti að skaðlausu, kafa dýpra, sem sagt. Það er eflaust ekki augljóst, hvað átt er við með mannlegum fræðum, og eðlilegast væri að skilja orðin þannig, að það væru öll fræði, sem fjölluðu um mann- inn. En svo er ekki. Hér er einungis átt við þau fræði, sem stundum eru kölluð húmanísk. Þær fræðigreinar skiljast frá náttúruvísindum og stærðfræði annars vegar og félagsvísindum hins vegar. Mannleg fræði teljast því vera saga, bókmenntafræði, textafræði, ritskýring og heim- speki. Það getur orkað tvímælis að fella guðfræði í þennan flokk, en það er beinlinis gert í þessari bók. Þessi hópur fræðigreina er skilinn frá félagsvísindum, vegna þess að í mannlegum fræðum er ómögu- legt að koma nokkrum tilraunum við eða tölfræðilegri úrvinnslu, svo að nokkru verulegu skipti, og rannsóknir felast nánast einvörð- ungu í að leggja réttan skilning i ritaðar heimildir. En í félagsvís- indum, sem eru skyldust mann- legum fræðum, hefur verið reynt að styðjast við tilraunir, eftir því sem frekast er unnt. Ritgerðarsafnið Mál og túlkun ber undirtitilinn „Safn ritgerða um mannleg fræði“, og fjalla ritgerðirnar um þau fræðasvið, sem þær greinar, sem áður eru nefndar, hafa hefðbundið markað sér. Þessar ritgerðir eru upphaf- lega skrifaðar og fluttar sem fyrirlestrar í heimspekilegum for- spjallsvísindum við Háskóla Is- lands, í fílunni, sem svo er nefnd. Fyrirkomulaginu á kennslunni i heimspekilegum forspjallsvísind- um hefur veriþ breytt á allra síðustu árum. Aður voru þau þrískipt: Sálarfræði, heimspeki- saga og svolítil rökfræði. Nú velja Guömund Heiöar Frímannsson menn sér efni í fílunni, sem tengist þeirri grein, sem þeir leggja stund á. Því eru fengnir fyrirlesarar úr hverri grein til að kynna viðfangsefni sín. Af þessari nýbreytni í kennsluskipan Háskól- ans eru þessir fyrirlestrar sprottnir. Það er þrenns konar tilgangur með fyrirlestrum af þessu tæi, ef marka má þá, sem hér koma út í bók. í fyrsta lagi kynna fyrirlesar- ar efni greina sinna og hvaða tökum þau eru tekin. I öðru lagi gera þeir gjarnan grein fyrir tengslum sinnar fræðigreinar við aðra. í þriðja lagi fjalla þeir um heimspeki hverrar greinar og spyrja spurninga eins og: Af hverju er þessum tegundum skýr- inga beitt í fræðigreininni en ekki öðrum? Að sjálfsögðu blandast þessir þættir í fyrirlestrunum, og sumir þeirra þjóna einungis ein- um tilgangi en ekki öðrum. Ein undantekning er þó frá þessari lýsingu. Það er fyrirlestur Hall- dórs Halldórssonar um málvönd- un. í þessari bók birtast sjö fyrir- lestrar. Sá fyrsti er eftir Jakob Benediktsson og lýsir viðfangsefn- um og sögu textafræði (fílólógíu) og hvernig til að mynda er fund- inn upprunalegur texti bók- menntaverks. Ingi Sigurðsson á hér fyrirlestur, sem nefnist „Sagnfræði og söguspeki". Hann fjallar um löggengi sögunnar, hvernig beri að skýra einstök atvik eða rás atvika í sögunni og tengsl sagfnræði við aðrar grein- ar. Gunnar Karlsson gerir grein fyrir orsakaskýringum í sagn- fræði. Fyrirlesturinn skiptist í tvennt. í fyrri hlutanum skýrir höfundur á hverju orsakaskýr: ingar í sagnfræði eru reistar. I seinni hlutanum rekur hann, hvernig sagnfræðingar velja orsakir atburða. Vésteinn Ólason á fyrirlestur, sem nefnist „Bók- menntir og bókmenntatúlkun" og rekur þar tengsl bókmenntafræði við aðrar fræðigreinar og hvernig hún er saman sett. Gunnar Krist- jánsson talar um viðfangsefni ritskýringar Biblíunnar og viðhorf tveggja guðfræðinga til slíkra skýringa. Páll Skúlason skýrir hugtakið túlkunarfræði, hvaða máli þessi grein skiptir fyrir aðrar greinar mannlegra fræða og hver er helzti vandi allrar túlkunar. Að síðustu er fyrirlestur Halldórs Halldórssonar, sem ber heitið „Um málvöndun". Halldór leiðir glögg rök að því, af hverju okkur ber að stunda málvöndun og hver eru megin viðfangsefni málvönd- unar. „En aðalmarkmið málvöndunar er skýrleiki í framsetningu. Þetta boðorð bið ég menn að muna,“ (bls. 222) segir Halldór í lok fyrirlesturs síns. í þessu ritgerða- safni brennur það allt of oft við, að höfundarnir hafa ekki þetta boðorð í huga. A þessu eru þó mjög heiðarlegar undantekningar. Mig langar að víkja fáeinum frekari orðum að tveimur ritgerð- um í þessari bók. Það er ritgerð Halldórs, af því að ég held, hún sé í meginatriðum rétt, og að ritgerð Gunnars Karlssonar af því ég held hún hafi á röngu að standa um Sungið fyrir fugla Stefán Hörður Grímsson: FARVEGIR. Ijóð. Bókarkápa: Þórður Hall. Iðunn 1981. Stefán Hörður Grímsson sendir nú frá sér Ijóðakver eftir ellefu ára hlé, en það er kannski órétt- mætt að tala um hlé því að öðru hverju hafa birst ljóð eftir Stefán Hörð í tímaritum síðan Hliðin á sléttunni kom út 1970. Afkasta- mikill verður Stefán Hörður naumast talinn, en þrjár fyrri bækur hans sem gefnar voru út í safnritinu Ljóðum, 1979, sýna að þáttur hans í íslenskri nútíma- ljóðlist er síður en svo lítill. Farvegir eru eðlilegt framhald ljóðanna í Hliðin á sléttunni. Heimspekileg yrkisefni eru áber- Bókmenntír Jenna Jensdóttir Ernest Nister: Litlu ömmusögurnar Góðu, gömlu sögurnar Þýddar. Iðunn. 1981 Hvort tveggja eru þetta gamlar, enskar sögur, sem líkast til hafa komið út á íslensku fyrr á árum í barnablöðum, að minnsta kosti nokkrar þeirra. En í sínu heimalandi Englandi komu þær út 1890—1892. Litlu ömmusögurnar (1890) skiptast í fjórar sjálfstæðar sögur, sem hver um sig er snotur, iítil bók, en síðan eru þær allar í sarha hulstrinu, Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson andi eins og áður. íslensk náttúra virðist skáldinu áleitin, auk þess hefur glettni víða tekið við af heldur myrkri lífssýn. Þetta ljær Ijóðunum aukinn þokka og gæðir þau mannlegri hlýju, en ekki er hún ný af nálinni í skáldskap Stef- áns Harðar. Ljóðstíll Stefáns Harðar er knappur. Það skiptir miklu að finna rétt orð, ofhlaða ekki mynd: irnar sem skáldið laðar fram. í samræmi við þetta eru ljóðin stutt í Farvegum, sum þeirra aðeins nokkrar línur, jafnvel ekki fleiri en tvær eða þrjár. Jöklar er eitt þeirra ljóða í Far- sem skreytt er myndum úr sögun- um. „Draumur Dísu“ er hugljúf saga um telpuna Dísu og kisurnar hennar. Dísu dreymir að hún sé orðin ein af kettlingunum hennar Snotru — og tekur þátt í daglegu kattarlífi með Snotru og börnun- um hennar. Mikið er Dísa fegin þegar hún vaknar. „Voffó listmálari" fjallar um það er hundurinn Voffó segir Snotru spennandi ævintýri meðan hann málar mynd af henni. „Litlu stúlkurnar þrjár". Þær áttu heima í Indlandi en voru á heimavistarskóla í London. Mikil var gleði þeirra er amma Lillu, sem er ein af þeim, býður þeim öllum heim í Skógardal um jólin. vegum sem koma upp í fangið á lesandanum, þurfa ekki skýringa við: Á sumrin fagna jöklarnir heidríkjunni skína j;laöb<*iUir heita .sólskin.sdaga oy Ijúga ókkur full. Á veturna segja |>eir satt þá þurfa þeir ekki ad látast þeir falla inn í tíðarfarið. Jöklar minna á vel orta vísu. Það hvarflar að lesanda hvort síð- ustu línunni sé ekki ofaukið. En það er líklega misskilningur. Allt er þrauthugsað og yfirvegað í ljóð- um Stefáns Harðar. Eitt bjartsýnasta ljóðið í Far- vegum heitir Mynd án veggs. Það sýnir okkur hve ástin er lífseig í skáldskap, einkum ef hún er orðuð á nýjan og óvæntan hátt: O í .sumar a'ltum Vað synda í hláaata valninu á fslandi Og þar gerist nú ýmislegt skemmtilegt. „Þrír vinir" er saga frá bænum Sjávartúni sem „... stóð efst á há- um hamri sem gnæfði yfir dimm blátt hafið ...“. Þar á hún Magga litla heima og bestu vinirnir henn- ar eru hundurinn Snati og dúfan Blíða. Góðu, gömlu sögurnar eru einn- ig sjálfstæðar sögur og þrjár litlar bækur í myndskreyttu hulstrinu (1892). „Kettlingarnir þrír“ er saga um þrjár litlar systur, Maju, Ósk og Dóru sem langar ákaft til að fá litla kettlinga þótt þær eigi nóg af öllu og umgangist mörg dýr í þorpinu og jafnvel gamla, stóra garðinum sem er umhverfis húsið þeirra. Hún Sigga gamla sér um Stefán Hörður Grímsson og við skulum láta solina þurrka okkur og úg á að horfa á þig en þú átt að horfa á vatnið. Mynd án veggs er búið sömu kostum og Ef. Þar er hamingja ástarinnar orðuð á hógværan hátt. Konan en minnt á að lesi hún ein- hvern tíma ljóðið megi hún ekki gleyma „að þetta er ekki ljóð þú að þær fái kettlingana og þá er nú gaman. „Eins og afi“ gerist á sveitabæn- um hans afa. Þar er bókstaflega allt til sem börnum þykir skemmtilegt. Þar þótti Ellu og systkinum hennar gott að vera. Og best var að stutt var niður að bláa hafinu. „Þar var gul sandfjara, grænir klettar og rauðir sand- steinshellar ...“. „Ekki nema fuglar." Sagan fjall- ar um samskipti fuglanna litlu og barnanna sem gefa þeim brauð- mylsnu í vetrarhörkum. Fuglarnir tala saman um sig og sín vanda- mál — og eru þakklátir góðum börnum. Allar eru þessar litiu sögur sagðar með þeim hætti að börn í nútímanum hljóta að hafa gaman af þeim, ef þau hafa gaman af vel sögðum sígildum sögum. Ekki er þess getið hver þýðir nú þessar ert stödd í / draumi um þig sjálfa". Stundum eru ljóðin rómantísk eins og til dæmis Dögun þar sem talað er um stúlku á bláum hesti sem veifar við einstigið. Það er galdur þjóðvísu og ljúflingsljóða sem hér birtist. Meiri alvara býr að baki ljóða eins og Syngjum fyrir fugla, en þar er minnt á að „hvað sem öðru líður / þá sofum við ekki lengi vært á þessu fjalli / brátt loga svæflarnir". Syngjum fyrir fugla er eitt eftirminnilegasta ljóðið í Farvegum, vegsömun íslenskrar náttúru og um leið aðvörunarorð. Skáldið veit að ekki verður tjaldað nema um hríð. Farvegir eru að mínu mati dýrgripur, viðkvæmur en ákaflega heillandi. Þessi bók er tilvalinn lestur þeim sem enn hafa ekki átt- að sig á snilld Stefáns Harðar. Hann er óneitanlega það skáld úr hópi atómskáldanna sem einna best hefur varðveitt ljóðræna kennd og sífellt unnið á. gömlu sögur — en að mínu mati hefur sá vandað verk sitt. Myndirnar bráðskemmtilegar lifandi myndir úr fortíðinni. Eigi er þess getið hver gerði þær. Og um höfund þessara ágætu sagna veit ég — því miður — ekki neitt. Sígildar og skemmtilegar sögur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.