Morgunblaðið - 07.11.1981, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.11.1981, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1981 11 Samvinnuferðir-Landsýn: Leiguflug til skíða staða í Austurríki SJÁLFSTÆTT leiguflug hefur á undanrórnum árum opnað lands- mönnum nýjar leiðir til sólarstranda og valdið straumhvörfum í sólar landaferðum íslendinga. Samvinnu- ferðirLandsýn hefur nú bryddað upp á þeirri nýjung að efna til fimm skíðaferða til Austurríkis í beinu leiguflugi. Hefur á þann hátt tekist að lækka verð skíðaferðanna veru- lega frá því sem verið hefur og um leið hafa skapast nýir möguleikar á hópafslætti, barnaafslætti, greiðslu- skilmálum og annarri fyrirgreiðslu sem illmögulegt er að veita í áætlun- arflugi. Skíðaferðirnar í leigufluginu eru fimm talsins. Flogið er til Miinchen og ekið þaðan beint til áfangastaðanna þriggja, Sölden, Zillertal og Niederau. Er þar um að ræða þrjá austurríska skíða- bæi, sem skíðasérfræðingar Sam- vinnuferða-Landsýnar hafa valið vegna fjölbreyttra skíðamöguleika "yrir bæði börn og fullorðna. Skíðaferðirnar eru tveggja vikna ferðir og innifalið í verði ferðanna er flug, flutningur til og frá áfangastað, gisting með hálfu fæði og íslensk fararstjórn. Er það raunar einnig nýmæli að íslenskur fararstjóri fylgi skíðahópum frá upphafi til enda ferðar og annast hann m.a. útvegun lyftukorta, skíðakennara og annars sem óskað er. Samvinnuferðir-Landsýn von- ast til þess að beina leiguflugið verði landsmönnum hvatning til aukinna ferða i skíðaparadís Alpafjallanna og er sérstaklega vakin athygli á þeim afsláttar- möguleikum sem bjóðast smærri og stærri hópum. Verð skíðaferð- anna er frá kr. 5.800,00. Hópaf- sláttur er kr. 500,00 fyrir einstakl- ing og barnaafsláttur kr. 1.000,00. Bæklingur með öllum upplýsing- um og skíðakortum er fyrirliggj- andi á skrifstofunni í Reykjavík og hjá umboðsmönnum víða um land. (I’réllatilkynning.) Vísnakvöld í Þjóð- leikhúskjallaranum VÍSNAKVÖLD, hið þriðja í röðinni, verður haldið nk. mánudagskvöld, þ. 9. nóvember. Meðal gesta kvöldsins má nefna t.d. dönsku vísnasöngkon- una Hanne Juul sem dvelst hér á landi um þessar mundir í boði félags- ins. Elísabet Erlingsdóttir mun syngja nokkur íslensk þjóðlög við undirleik Jónasar Ingimundarson- ar, jafnframt er von á sönghópi frá Breiðholtsleikhúsinu. Venja er að * Agúst sýnir í Norræna húsinu MÁLVERKASÝNING Ágústs Pet- ersen stendur yfir í Norræna húsinu. Sýningin er opin klukkan 14—22 daglega. ljóðskáld lesi upp úr verkum sínum á hverju vísnakvöldi. Að þessu sinni verður það Hjörtur Pálsson. Auk framangreindra aðila má telja víst að fleiri muni láta frá sér heyra. Þann 11. nóvember verður félag- ið Vísnavinir 5 ára. Af þeim sökum verður haldið afmælishóf í Þjóð- leikhúskjallaranum þ. 15. þessa mánaðar, á sunnudagskvöldi. Hófið hefst kl. 18.00 með borðhaldi. Að því búnu verða rifjuð upp nokkur hinna fjölmörgu atriða sem fram hafa komið á þessum 5 árum. Að öllu þessu loknu munu Vísnavinir stíga dans. Aðgöngumiðar verða seldir á næsta vísnakvöldi. Á laugardaginn, þ. 7. nóvember, verða tónleikar í Norræna húsinu með Hanne Juul, en hún var einn af stofnendum félagsins. Henni til að- stoðar verður hópur vísnavina sem nefndir sig „Hálft i hvoru“. Tón- leikarnir hefjaát kl. 15.00. i V m ...» iiL- V‘‘ '* 'U'* ÆTLARÐU AÐ GERA ÞÉR DAGAMUN UM HELGINA? VETRARFAGNADUR í minningu liðins sumars á Costa del Sol, Mallorca, Ítalíu og Júgó- slavíu. Ljúffengur lystauki (ókeypis milli kl. 19:00—19:45). t, ’Ti' "W ’W Austurlensk veizla Oriental Delight Verð kr. 100,00 3 kínverskir réttir sem kitla bragðlauk- ana. Kvikmyndir frá sumrinu í gangi á skjánum allt kvöldið. Glæsileg hárgreiðslusýning — snillingurinn Brósi — og frábær tízkusýning frá 5 fyrir- tækjum — Endur & hendur — Bikarinn — Verzlunin Sonja — Herragarðurinn — Vuokko-kjólar — Módelsamtökin. Heimssöngvarar skemmta: Kristján Jóhannsson, tenór, Dorriet Kav-1 anna, sópran. Vinsæl óperulög og ítölsk lög. Fegurðarsamkeppni — Glæsileg ferða- verðlaun. Okeypis ferðahappdrætti. Spenn- andi Ferðabingó — 3 stórvinningar. Dunandi dans til kl. 1:00 — Hljómsveit Z, Ragnars Bjarnasonar og diskófjör undir stjórn Þorgeirs Ástvaldssonar. •w vL4- Nú rúmast færri en vilja - Tryggið ykkur borð í tæka tíð Borðapantanir í síma 20221 / 25017 frá kl. 16:00 í dag á vetrarfagnaðinn Hótel Sögu, sunnudaginn 8. nóvember. Munið að húsið opnar kl. 19:00 og kvöldverður hefst kl. 19.30. Borðum ekki haldið eftir þann tíma. khibbur Einkum fyrir UTSYNARFARÞEGA en aðgangur heimill öllu skemmtilegu fólki, meðan rúm leyfir. VANTAR ÞIG VINNU VANTAR ÞIG FÓLK tP Þl ALGLÝSIR L'M AU.T LAND ÞEGAR Þl ALG- LYSIR í MORGl'NBLAÐINT' Skátafélagid Kópar heldur hlutaveltu til styrktar félagsstarfsemi sinni, sunnudaginn 8. nóv. kl. 14.00, í Hamraborg 1, Kópavogi. Á hlutaveltunni veröur fjöldi glæsilegra vinninga, t.d. innanlandsflugferöir, reiöhjól, gastæki, ábreiöur, fatahreinsanir, klippingar, myndatökur o.fl. Engin núll. Einnig veröur kökusala á staönum. ^tópaí Bakarf Frlðriks Haraldssonar sl Kársnasbraut 96 Kópavogi Íl S.HELGASON HF I STF.INSMIÐJA Skommuvegi 48 - Kópavogi - Slmi 76677 - Fósthólf 195

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.