Morgunblaðið - 14.11.1981, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.11.1981, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1981 7 Önnumst kaup og sölu allra almennra veöskulda- bréfa og ennfremur vöruvíxla. Getum ávallt bætt viö kaupendum á viöskiptaskrá okkar. Góö þjónusta. — Reynið viöskiptin. m Venll»i*éf;i - AinrluMliiriiin Urliintmui S-1} 12222 Bann við rjúpnaveiði Öllum óviökomandi er stranglega bönnuö rjúpnaveiöi og umferö meö skotvopn í landaeign eftirtalinna jaröa: Skeggjastaöa í Mosfellssveit, Hrafnhóla, Stardals í Kjalarneshr., Fellsenda, Stíflisdals, Sel- kots, Heiöarbæjar, Kárastaöa, Skálabrekku, Brúsa- staöa í Þingvallasveit, Fremra-Háls, írafells, Hækings- dals, Hlíöaráss í Kjósarhreppi. Brot gegn banni þessu veröa tafarlaust kærö. Landeigendur, ábúendur. Munið prófkjör sjálfstæðismanna vegna Borgarstjómar- kosninganna 29. og30. nóv. 1981. RAGNAR JÚLÍUSSON skólastjóri Nýtum reynslu Ragnars: ☆ ískólamálum ☆ í æskulýðsmálum ☆ í atvinnumálum ☆ ífélagsmálum Hann á erindi í Borgarstjóm Skrifstofa stuðningsmanna Ragnars er að Suðurlandsbraut 12, 3. hæð. Opiðkl. 17-22 um helgar kl. 13-19 Símar 81550 og 81551. ötankjörstaðakosning er daglega í Valhöll við Háaleitisbraut klukkan 16-18 meö vönduóum inni- og útihurðum Fulljárnaóar huröir frá kF. 642.- afhentar sam dægurs. Vönduð vara viö vasgu veröl. Bústofn Samskipti við aðrar þjóðir Olafur Jóhannes.son, utanríklsráóherra hélt eft- irminnilega tölu á Alþingi í umræóu um utanríkismál í fyrrakvöld. Hann varaði við þeim einangrunarsjón- armiðum, sem bryddaði á í máli sumra þingmanna, er einangra vildu okkur frá umheiminum með ein- hverskonar „kínamúr". Samskipti út á við eru nauðsynlega, menningar leg, viðskiptaleg og á öð- rum sviðum. Viðrasiur og kynning á gagnstæðum sjónarmiðum þjóða í milli eru forscnda þess, að deih umál verði leyst með frið- samlegum hætti. Að gagn- rýna heimsóknir íslend- inga til annarra þjóða er því bæði rangt og skaðlegt. En við eigum að umgang- ast aðra eins og frjáls þegn í samfélagi þjóðanna. Við eigum engri þjóð að fylgja í algjörri hlindni, sagði ráðherra, en ég tel hvorki rétt né heppilegt, að ísland verði hlutlaust. Illutleysi hefur aldrei verið virt af árásaraðila, þegar honum þykir henta að brjóta það. Ef til átaka kemur milli stórvelda verð- um við ekki látin afskipta- laus. I*að er því fyrirhyggja í því hafa hér varnir. Aðild- in að Atlantshafs- bandalaginu er hluti af utanríkisstefnu okkar — sem og að tryggja varnar öryggi okkar með samningi við Bandarfkin. En jafn- framt viljum við stuðla að gagnkvæmri afvopnun, eða gagnkvæmum takmörkun- um vígbúnaðar. Kisaveldin verða að setjast niður og semja. Annað er óraun- hæft, svo stór hluti vopna- búra veraldar er í þeirra höndum. Einhliða afvopn- un þarf ekki að tala um, hún er ekki annað en upp- gjöf! Við erum aðilar að varnarbandalagi, sagði ráðherra, og við viljum og verðum að fullnægja þeim skuldbindingum, sem við höfum tekið að okkur. „Ég er í þessum efnum á önd- verðum meiði við félags- málaráðherra (Svavar (festsson), scm telur aðild- ina ekki skapa öryggi, heldur hættu.“ „Kemur ekki máli við í þessu sambandi“ Frá stofnun Atlants- hafsbandaiagsins hafa ekki verið styrjaldir í Evr ópu, ef undan eru skilin vopnaátök í A-Evrópu (inn- skot: Al*ýzkaland, l'ng- verjaland, Tékkóslóvakía), sagði utanríkisráðhcrra, en vék síðan að ýmsum orða- skiptum í þessari utanrík- ismálaumræðu. í stjórnarsáttmála, sagði hann, stendur ekki stafur um, að það þurfi samþykki allrar ríklsstjórnarinnar fyrir meiriháttar fram- kvæmdum á Keflavíkur flugvelli. I*að stóð hinsveg- ar í eldri stjórnarsáttmála. Hér kallar Olafur G. Ein- arsson (S) fram í og spyr: „Hvað um neitunarvald- ið?“ Og ráðherra svarar: „l*að kemur ekki máli við í þessu samhandi." Eftir tektarvert er að ráðherra neitar ekki tilvist neitun- arvalds Alþýðubandalags í ríkisstjórninni. en telur það ekki ciga við þennan tih tekna málaflokk. Utanríkisráðherra sagði plagg það, sem Olafur Kagnar Grímsson hefði tah að svo mjög um (innskot: í 2 klst. og 15 mínútur!) vera þessefnis, að hver og einn geti að gengið, en þakkv- arvert sé, að þingmaðurinn hafi íslenzkað það! Ég er ekki sammála því að Olaf- ur Kagnar hafi sviðið fing- ur sína, eins og einn þing- maður orðaði það. Sprengjan, sem hann hugðist sprengja, sprakk ein- faldlega ekki l’ingræður (íuðrúnar llelgadóttur (Abl) bera þess vottinn að hún hefur skáldæð, sagði ráðherra. Sumt í ræðum hennar er snotur skáldskapur, eins og sú staðhæfing hennar, að hún stýri ulanríkismál- um með því að tipla á tám mér. Annað er lakari skáldskapur, eins og ræða hennar á útifundi á Lækj- artorgi í sumar, er hún sagði fulltrúa Alþýðu- bandalagsins f utanríkis- málancfnd þurfa að þröngva upplýsingar út úr mér. I*etta er rangt, enda hef ég lagt metnað minn í, að allar upplýsingar séu nefndinni tiltækar. (Hér kallaði Olafur Kagnar inn f: það get ég borið um að er rétt hjá ráðherra!) I*að vakti athygli í þess- ari umræðu allri, að þing- menn lýðræðisflokka, í stjóm og stjórnarandstöðu, snéru bökum saman um þá stcfnu, að ísland verði áfram í AtlanLshafsbanda- laginu og tryggi varnarör yggi sitt með samátaki lýð- raeðisríkja. Hinsvegar bæri okkur að stuðla að gagn- kvæmri afvopnum eða takmörkun vígbúnaðar beggja þeirra þjóðafylk- inga, er mynda annarsveg- ar AtlanLshafsbandalagið og hinsvegar Varsjár bandalagið. Einhliða af- vopnun væri hinsvegar uppgjöf, ýtti fremur undir ófrið en frið í veröldinni. Hlutleysi er aldrei virt Þaö er hvorki rétt né heppilegt aö island sé hlutlaust, sagði utanríkisráðherra á Al- þingi í fyrrakvöld. Viö vitum aö hluteysi hefur aldrei verið virt, ef árásaraðila þykir sér henta að brjóta þaö. Þann lærdóm má draga af tiltækri reynslu þjóðanna. Strand sovézka kafbátsins á bannsvæöi í sænska skerjagarðinum sýnir enn og aftur, aö hlutleysið felur ekki í sér neina vörn. VANTAR ÞIG VINNU VANTAR ÞIG FÓLK tP Þl At'tiLYSlR l'M ALLT LAND ÞEGAR Þl ALG- l.YSIR I MORGLNBLADfM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.