Morgunblaðið - 14.11.1981, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.11.1981, Blaðsíða 31
MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1981 31 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Starfsmaöur á viðgerðarverkstæði Hljómtækjadeild Karnabæjar, Hverfisgötu 103 vantar röskan mann á viögeröarverk- stæöi. Aöalviöfangsefni verður ísetning bíl- tækja á staönum, innanhúss. Góö laun. Allar frekari uppl gefur Þorvaldur í síma 25725 á mánudag milli kl. 9—12. AÍ^m. HLJÓMTÆKJADEILD Sjp KARNABÆR ^^W Hverfisgötu 103. Snyrtifræðingur Óskum eftir að ráða snyrtifræöing, allan dag- inn í desember og hálfan daginn eftir áramót. Þarf helst að vera lærð í fótaaðgeröum. Umsóknir sendist augld. Mbl. fyrir 17.11. '81. merkt: „Snyrtistofa — 6396". Vanan réttinga- og sprautumann vantar á bifreiðaverkstæði úti á landi. íbúö til staðar. Uppl. í símum 17882 og 25531. Meistarasamband byggingamanna vill ráða starfsmann í fullt starf til ýmissa verkefna. Æskilegt aö umsækjandi hafi til aö bera góöa þekkingu á atvinnumálasviði og/eða við- skipta-, tæknifræöimenntun. Umsóknum með uppl. um menntun og fyrri störf skal skilaö á skrifstofu sambandsins aö Skiphoti 70, fyrir 25. nóvember nk. Meistarasamband byggingamanna. Fjármálastjóri og verksmiðjustjóri Við leitum að fjármálastjóra (viðskiptafræð- ingi) og verksmiðjustjóra fyrir iðnfyrirtæki í fataiönaöi úti á landi. Fyrirtækiö er í þéttbýli í góðum samgöngu- tengslum bæöi viö Reykjavík og aöra þétt- býlisstaöi. Starf fjármálastjóra felur m.a. í sér umsjón meö áætlanagerö varöandi fjármál fyrirtæk- isins, viöskipti við banka og sjóði og skýrslu- gerð út frá bókhaldi. Hann þarf aö hafa inn- sýn í tölvuvinnslu. Starf verksmiðjustjóra felur m.a. í sér skipu- lag framleiðslu ásamt yfirverkstjórn í fram- leiðslu, yfirumsjón með viðhaldi véla og sam- skiptum viö viöskiptavini. Leitaö er að mönnum — með kunnáttu á viökomandi sviði, — sem geta starfað sjálfstætt, — sem hafa frumkvæði, — sem eiga auövelt meö að umgangast fóttc. í boöi eru: — fjölbreytt störf við vaxandi iðnað, — útvegun húsnæöis, Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu vorri að Höfðabakka 9, Reykjavík, og er þar svaraö frekari fyrirspurnum. Hannarr RÁOGJAFAÞJÓNUSTA Höfðabakka 9 - Reykjavík - Slmi 84311 Áhugavert starf Hljómtækjaverslun Karnabæjar, Hverfisgötu 103 vantar röskan afgreiðslumann. Hann þarf að hafa staögóða þekkingu á hljómtækj- um og tölvum og vera 22—26 ára. Skemmtilegt vinnuumhverfi. Góð laun. Allar frekari uppl. gefur Þorvaldur í síma á mánudag. 17244 Hljómtækjadeild KARNABÆR Hverfisgötu 103. Sölumaður — afgreiðsla 29 ára gamall maöur óskar eftir lifandi og vellaunuöu sölu- eða afgreiöslustarfi. Allt kemur til greina. Margra ára reynsla. Tilboð sendist Morgunblaðinu fyrir 19. nóv- ember, merkt: „Reynsla — 8038". Bókaverslun Starfskraftur óskast strax, ekki yngri en 20 ára. Vinnutími 1—6. Umsóknir með uppl. um aldur, menntun og fyrri störf, sendist augl.deild Mbl. fyrir 20. nóvember merkt: „Áhugasöm — 7978". Endurskoðunar- skrifstofa óskar að ráða starfsfólk 1. Til bókhalds- og endurskoðunarstarfa. Verslunarskóla-, Samvinnuskóla- eða sam- bærileg menntun áskilin. 2. Til vélritunarstarfa, vélritunarkunnátta áskilin. 3. Til tölvuskráningar, starfsreynsla æskileg. Einungis er um heilsdagsstörf að ræöa. Eiginhandarumsóknir er greini aldur, mennt- un og fyrri störf sendist afgr. Mbl. fyrir 18. nóvember 1981, merkt: „E — 7968". Aðstoðar- framkvæmdastjóri Meöalstórt iönfyrirtæki í Reykjavík óskar eftir aö ráða aðstoðarframkvæmdastjóra. Hér er um að ræða rótgróðið fyrirtæki, á traustum grunni, sem framleiðir vel þekktan varning. Starfsmannafjöldi 40 og ársvelta 30 milljónir króna. Leitað er að viöskiptafræöingi eða manni með hliöstæöa menntun eöa reynslu. Æski- legur aldur er 25—40 ára. Starfiö felst einkum í eftirfarandi: 1. Yfirumsjón með daglegum fjármálum, skýrslugerö og áætlanagerö. 2. Yfirumsjón með tölvumálum og bókahaldi. 3. Almenn skrifstofustjórn. 4. Tiltekin verkefni og almenn þátttaka í stjórnun, sölu- og kynningarmálum og stefnumótun fyrirtækisins. Hér er því um mjög tilbreytingarríkt starf að ræöa. í boöi eru góð launakjör. Meö allar umsóknir veröur fariö sem algert trúnaðarmál. Þeir, sem áhuga kynni aö hafa, leggi nöfn sín og upplýsingar, sem máli skipta inn á auglýs- ingadeild Morgunblaösins fyrir 17. nóv. merkt: „Aöstoðarframkvæmdastjóri — 6393". Langar þig að vinna á Viö opnum nýjan skemmtistað á næstu dög- um og auðvitað vantar okkur mikið af góðu fólki sem er glaðvært, duglegt og með þjón- ustulund. Viökomandi verður að hafa gaman af að vinna með ööru fólki viö uppbyggingu á góöu andrúmslofti í nýju umhverfi. Afgreiðslustörf í vínstúkum. Við höfum sett upp nýja gerð af stúkum, þar sem þjónustan við gestina geng- ur hraðar fyrir sig, en áður hefur tíökast. Viö þurfum pví á fólki að halda sem getur unnið hratt viö góðar aöstæður. Um auka- störf getur verið að ræöa. Þjóna til almennra þjónustustarfa í vínstúkum og í sölum. Dyraverði til aö sjá um móttöku gesta á staðinn og tryggja að gestir séu vel tilhafðir, svo að þeir njóti þess aö skemmta sér á glæsilegum skemmtistaö. Þeir, sem við viljum fá í þessi störf, þurfa sannarlega að vera miklum mannkostum búnir því dyravaröarstarfiö er eitt hið vandasamasta í rekstri veitingahúss. Miðasala sem selja gestum rúllumiða. Fatageymsla Fólk sem tekur á móti yfirhöfnum gesta og tryggir fólki að vel sé farið með fötin á meðan fólkið skemmtir sér. Dömu- og herrasnyrting Karl og kona, sem sjá um að óvenju glæsileg snyrtiherbergi hússins séu í góðu lagi og að umgengni um þau verði til sóma. Viðkomandi þurfa þar að auki að reka litla verslun á snyrtiherbergjum þar sem verslað er með ýmsar snyrtivörur. Aðstoðarfólk í eldhús, þar sem unnið er við hvers kyns eldhússtörf og okkar ánægðu matsveinum er rétt hjálparhönd. Móttökustjórar eöa á fagmáli nefnt „Inspectorar". Menn sem taka á móti borðapöntunum og tryggja gest- um góða þjónustu. Þetta er starf, sem er mikilvægt og því þörf á vönu veitingahúss- fólki, sem þekkir þarfir íslenskra veitinga- hússgesta. Þetta er í stórum dráttum þau störf, sem um er að ræða og við vonumst til aö umsækj- endur geri sér grein fyrir að við óskum aðeins eftir dugmiklu og glaðværu fólki, sem á auð- velt með að umgangast aöra. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu okkar að Ármúla 5,3. hæð, á virkum dögum kl. 9—5. Öllum umsóknum þurfa aö fylgja myndir af viökomandi umsækjanda. HOLUiNOOD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.