Morgunblaðið - 14.11.1981, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 14.11.1981, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1981 sterk kona, ákveðin, viljaföst og það sópaði að henni á þessum ár- um og alveg fram til síðustu ára að heilsan fór að bila. Þau Einar og Elísabet eignuðust 10 börn og hafa átta þeirra komist til fullorðinsára. Börn þeirra eru: Guðfinnur, framkvæmdastjóri i Bolungarvík, kvæntur Maríu Har- aldsdóttur frá Sauðárkróki, Hall- dóra, húsfrú í Reykjavík, gift Har- aldi Asgeirssyni, verkfræðingi og forstjóra Rannsóknastofnunar byggingaiðnaðarins, Hjalti, verk- fræðingur, forstjóri Sölumiðstöðv- ar hraðfrystihúsanna, kvæntur Guðrúnu Halldóru Jónsdóttur frá Bolungarvík, búsettur í Garðabæ, Hildur, gift Benedikt Bjarnasyni, kaupmanni í Bolungarvík, Jóna- tan, framkvæmdastjóri, Bolung- arvík, kvæntur Höllu Kristjáns- dóttur frá Isafirði, Guðmundur Páll, yfirverkstjóri, Bolungarvík, kvæntur Kristínu Marselíusdóttur frá Isafirði, Jón Friðgeir, bygg- ingameistari og kaupmaður í Bol- ungarvík, kvæntur Margréti Kristjánsdóttur frá Reykjavík, fyrri kona hans var Ásgerður Hauksdóttir frá Reykjavík, sem lést árið 1972, Pétur Guðni, bifreiðastjóri í Bolungarvík, kvæntur Helgu Aspelund frá ísa- firði. Afkomendur þeirra hjóna er 64 og þar af eru nokkur barna- barnabörn. Stjórn á stóru heimili og upp- eldi margra barna var ærið mikið verkefni fyrir húsmóðurina, en hún lét sér það ekki nægja því hún gaf sig mikiö að félagsmálum. Hún var félagi í kvenfélaginu Brautin í Bolungarvík, sem var stofnað 24. nóvember 1911 og verið mjög lifandi félag alla tíð. Elísa- bet var formaður þess félags á ár- unum 1935—’39 og einnig árið 1940—’44. Þetta félag tók ásamt öðrum félögum þátt í leiksýning- um og vann Elísabet þar mikið starf. Elisabet átti einnig sæti í stjórn Sambands vestfiskra kvenna frá 1945 og til ársins 1971. Einnig var hún stofnandi sjálf- stæðiskvennafélagsins Þuríðar sundafyllis, sem stofnað var 1941 og var hún formaður félagsins frá 1944—1951. Hún var heiðursfélagi þess félags. Þá starfaði hún einnig í kvennadeild Slysavarnafélags- ins. Elísabet átti sæti í skólanefnd Hólshrepps í 20 ár, frá 1951 til 1970, og einnig átti hún sæti í skólabyggingarnefnd, þegar gamli barnaskólinn var stækkaður. Hún hafði alla tíð mikinn áhuga á skóla- og uppeldismálum. I stórum dráttum eru þettá helstu félögin sem hún hefur starfað í, en fjöl- mörg eru önnur störf hennar á sviði félagsmála, einkum í Bolung- arvík, og þó að einhverju leyti utan kaupstaðarins. Þessi tak- markaða upptalning sýnir hversu mikið starf hún lagði á sig til þess að vinna byggðarlagi sínu sem mest gagn og starfa með fólkinu í sinni heimabyggð. Eg, sem þessar linur rita, átti því láni að fagna að kynnast El- ísabetu fyrir mörgum áratugum og manni hennar. Við höfðum oft átt samleið á ýmsum sviðum. Ég kom oft á þeirra heimili, og þar þótti mér jafnan gaman að vera. Mér fannst Elísabet alltaf taka mér af mikilli alúð og vinsemd allt frá okkar fyrstu kynnum og til þess siðasta. Ég hefi átt því láni að fagna að vera í vináttu við hana og Einar og flesta barna þeirra um langan tíma og það hefur mér alltaf verið mikils virði. Það hafa verið erfið síðustu árin hjá Elísa- betu, heilsu hennar og kröftum hefur hrakað mjög þar til yfir lauk. Einari og öllu hennar fólki var það þung raun að sjá hana fara svona, en nú er því lokið og þegar við nú kveðjum þessa mik- ilhæfu konu, þá er okkur fyrst og fremst efst í huga að minnast þróttmikillar dugandi manneskju, sem hefur skilið eftir sig mikið lífsstarf sem hefur haldið saman stórri fjölskyldu, og innrætt börn- um sínum að standa með föður sínum í atvinnurekstri hans og lífsstarfi. Ég leyfi mér að fullyrða að enginn átti stærri þátt en hún í að skapa þá samheldni, sem hefur verið ein mesta hamingja þessarar fjölskyldu. Samstarf og vinátta á milli þeirra bræðra, heimila þeirra og foreldra frá fyrstu tíð er til fyrirmyndar. Ég sendi Einari Guðfinnssyni og allri fjölskyldu Elísabetar inni- legar samúðarkveðjur. Við þökk- um öll Elísabetu Hjaltadóttur fyrir mikið og óeigingjarnt lífs- starf. Hún var manni sínum og börnum, tengdabörnum, systkin- um sínum og móður á meðan hún lifði mikilvæg, en mikilvægust var hún Einari Guðfinnssyni af öllum. Minningin um þessa konu lifir með okkur eins og hún var í blóma lífsins og eins og hún var á meðan hún var í starfi og sinnti sínum áhugamálum. Það er björt minn- ing og hrein. Hún var okkur góður vinur. Við óskum henni biessunar guðs i nýjum heimkynnum. Matthías Hjarnason í dag, 14. nóvember, verður til moldar borin frá Hólskirkju í Bol- ungarvík, merkiskonan Elísabet Hjaltadóttir, sem um áratuga skeið setti mikinn svip á byggðar- lag sitt. Elísabet andaðist í sjúkraskýli Bolungarvíkur 5. nóv- ember 1981 eftir langvarandi veik- indi. Elísabet var fædd í Bolungarvík 11. apríl árið 1900, foreldrar henn- ar voru hjónin Hildur Elíasdóttir frá Æðey, dáin 1949, og Hjalti Jónsson frá Ármúla, dáinn 1925. Þau hjónin voru af þekktum ætt- um þar vestra, hún af Eldjárns- ætt. í’oreldrar Hildar voru Hildur Kolbeinsdóttir og Elías Eldjárns- son, sem var merkur skipasmiður á sinni tíð. Hjalti var af Ármúla- ætt, foreldrar hans voru Ingibjörg Torfadóttir og Jón Hjaltason rímnaskáld. Hjalti var dáinn fyrir mitt minni, en mér er sagt að hann hafi verið stór og myndar- legur maður. ^ Hildi man ég eftir sem lítilli og elskulegri gamalli konu sem auð- velt var að þykja vænt um. Hildur og Hjalti eignuðust 5 börn, 2 eru á lífi, Gísli Jón og Júlíana, sem bæði eru í Bolungarvík, Kristjana lést á þessu ári, en Margrét lést 1977. Elísabet var næstelst systkin- anna. Hún giftist 21. nóvember 1919 Einari Guðfinnssyni frá Litlabæ í Skötufirði, syni Guð- finns Einarssonar Hálfdánarson- ar á Hvítanesi og konu hans Hall- dóru Jóhannsdóttur Þorvalds- sonar úr Skagafirði. Einar varð seinna landsþekktur atorku- og dugnaðarmaður, útgerðar- og kaupmaður í Bolungarvík. Þau Elísabet og Einar eignuðust 9 börn, fyrstu 3 fæddust í Hnífs- dal, þar sem þau hjónin hófu sinn búskap, hin fæddust öll í Bolung- arvík. Guðfinna, fædd 8. október 1920, dáin 29. desember 1920, Guðfinnur Ólafur, fæddur 17. október 1922, útgerðarmaður í Bolungarvík, kvæntur Maríu Kristínu Har- aldsdóttur, kaupmanns á Sauð- árkróki, Olgeirssonar, eiga þau 3 börn. Halldóra, fædd 13. júní 1924, gift Haraldi Ásgeirssyni verk- fræðingi, forstjóra Rannsóknar- stofnunar byggingariðnaðarins í Reykjavík, syni Ásgeirs Torfason- ar skipstjóra á Sólbakka í Önundarfirði, eiga þau 4 börn. Hjalti, fæddur 14. janúar 1926, verkfræðingur, framkvæmda- stjóri SH í Reykjavík, kvæntur Guðrúnu Halldóru Jónsdóttur, Guðna verkstjóra í Bolungarvík Jónssonar, eiga þau 5 börn. Hild- ur, fædd 3. apríi 1927, gift Bene- dikt kaupmanni Bjarnasyni, kaup- manns í Bolungarvík, Eiríkssonar, eiga þau 4 börn. Jónatan, fæddur 1. júní 1928, framkvæmdastjóri í Bolungarvík, kvæntur Höllu Pál- ínu Kristjánsdóttur, verkamanns á Isafirði, Magnússonar, eiga þau 5 börn. Guðmundur Páll, fæddur 21. desember 1929, verkstjóri frystihússins í Bolungarvík, kvæntur Kristínu Marselíusdótt- ur, skipasmiðs á ísafirði, Bern- harðssonar, eiga þau 5 börn. Jón Friðgeir, fæddur 16. júlí 1931, byggingarmeistari í Bolungarvík, kvæntur Ásgerði Hauksdóttur, prentara, Einarssonar í Reykja- vík. Ásgerður dó 3. júlí 1972, eiga þau 3 börn. Kvæntur Margréti Kristjánsdóttur, læknis í Rvik, Þorvarðssonar, eiga 1 son. Pétur Guðni, fæddur 20. ágúst 1937, bif- reiðarstjóri í Bolungarvík, kvænt- ur Helgu Aspelund, dóttur Harald Aspelund, bókara á Isafirði, eiga þau 3 börn. Helga átti dóttur áður og Pétur 2 börn. Auk þess ólst að mestu leyti upp á heimili þeirra Halldóra Pálína Halldórsdóttir, fædd 27. janúar 1929, gift ísleifi bifreiðarstjóra, Magnússyni, sjó- manns í Bolungarvík, Einarsson- ar, eiga þau 2 dætur. Barnabarna- börn þeirra hjóna eru 22. Eins og áður er sagt hófu þau hjónin sinn búskap í Hnífsdal, strax þá urðu mikil umsvif hjá þeim og var svo alla tíð. Árið 1920 taka þau systur Ein- ars, Guðrúnu, móður mína, til sín. Þau vildu að hún nyti skólagöngu allan veturinn, en um það var ekki að ræða í sveitinni. Vera hennar á heimilinu varð lengri en upphaf- lega var ætlað, því faðir þeirra systkina drukknaði þennan vetur, og dvaldi hún því áfram á heimili þeirra til fullorðinsára. Hún hefur sagt mér, að þar hafi hún lært sín fyrstu og haldbestu störf, því Elísabet var strax ákaflega reglu- söm og myndarleg húsmóðir og á þessari stundu þakkar móðir mín allt frá fyrstu tíð. Þeirra sambúð varð löng og man ég ekki eftir að skuggi félli á þeirra vináttu. Á þessum árum þeirra í Hnífsdal kom til þeirra Hrólfur Einarsson og var hann hjá þeim um margra ára skeið. Til Bolungarvíkur flytja þau 1925. Þá strax flytur til þeirra Hildur móðir Elísabetar, sem þá var orðin ekkja, og með henni Kristjana dóttir hennar. Hildur var á heimilinu þar til hún dó, og Kristjana þar til hún varð sjúkl- ingur og fór í sjúkraskýlið. Síðustu ár Halldóru ömmu minnar, móður Einars, annaðist Elisabet um hana og eftir lát hennar varð Kristján E. Krist- jánsson, sem búið hafði með ömmu, heimilisfastur hjá þeim hjónum, og með honum fluttu einnig Halldóra Pálína, bróður- dóttir Kristjáns, er hún áður nefnd, og Una H. Halldórsdóttir, dóttir Guðrúnar systur Einars, og var hún þar í nokkur ár, en mikill vinskapur hefur alla tíð haldist milli Unu og þessa fólks. Gísli, bróðir Elísabetar, og Guðjón, bróðir Kristjáns, voru heimilis- fastir þar um árabil og í mörg sumur dvaldist Valgerður Hrólfs- dóttir systurdóttir Elísabetar, þar. Af þessu má sjá að ætíð var fjölmennt í kringum þau. Mig langar að minnast Betu minnar eins og ég kallaði hana æf- inlega, eins og ég man hana best. Þá var hún glöð og kát og stjórn- aði sínu stóra og myndarlega heimili með skörungsskap. Sá siður hélst lengi frameftir að skrifstofu- og verslunarfólk kæmi tvisvar í kaffi „yfir“. Beta mín naut þess að hafa fólk í kringum sig og taka á móti gestum hvort heldur var til lengri eða skemmri tíma. Alltaf var nóg pláss í Ein- arshúsi, en svo var heimili þeirra kallað. Ein er sú minning sem ég aldrei gleymi, en það eru jólaboð- in, þá var ættingjum og vinum boðið heim, gengið í kringum jóla- tré, farið í leiki og notið góðgætis fram á kvöld. Beta mín var mikil félagsmann- eskja og tók virkan þátt í félags- starfi staðarins. Oft þurfti hún að vera að heiman, en aldrei kom það niður á heimilinu, hún hafði alltaf góðar stúlkur sér til hjálpar, en þá komu vel í ljós stjórnsemi hennar og skipulagshæfileikar, sem voru henni ríkulega í blóð bornir. Ég hefi hugsað um það sem fullorðin hversu dýrmætur tími það hlýtur að hafa verið fyrir þau hjónin en það voru kvöldgöngur þeirra, en þann sið höfðu þau árið um kring meðan heilsan leyfði. Af því sem áður er sagt má sjá að þetta hefur næstum verið eini tíminn sem þau voru tvö saman. Sjaldan mun hafa verið messað svo í Hólskirkju, að þau væru ekki þar og þeim sið héldu þau einnig meðan heilsan leyfði. Að leiðarlokum er mér efst í huga hversu gott mér þótti alltaf að koma í Einarshús og þá gjarn- an hlaupa í fang Elisabetar og finna þá miklu hlýju sem frá henni streymdi. Elsku frændi minn, Guðrún systir þín og við hjónin sendum þér og þínu fólki samúðarkveðjur við fráfall lífsförunautar þíns. Kristín Sigurðardóttir. Sól rennur upp að morgni og hnígur að djúpi að kvöldi. Milli þessara tímamarka er einn dagur — æfidagur, og hann er háður skýjafari. Æfidagur tengdamóður minnar, Elísabetar Hjaltadóttur, er liðinn; aðeins bjarminn stendur eftir. I fáum línum skal reynt aðeins að lesa í þetta skin endurminn- inganna. Elisabet fæddist í Bolungarvik, og þar rann reyndar æfidagurinn nær allur. Trúlega hefir æfimorg- uninn verið glaður, því gleðin var svo ríkur þáttur í skapferlinu og var raunar ættareinkenni. Á þessum árum var Bolungar- vík meira útræðisbær en útgerðar. Lífsstíllinn var einfaldur. Vinnan var fyrir öllu, og vinnan var sjó- sókn. Inndjúpsformenn komu til Bolungarvíkur, að sækja gull í greipar ægis. Einn þeirra var Ein- ar Guðfinnsson og leiðir þeirra Elíabetar lágu saman. Þau réðu ráðum sínum og stofnuðu til sam- eiginlegrar giftu. í dag lýsir af þeirri giftu. Tímarnir voru erfiðir. Auður var ekki fyrir. Það þurfti kjark, trú á lífið og skynugt mat á mögu- leikum til þess að komast áfram. Samhendi hjóna, stjórnsemi, hag- sýni og ástríki á heimili voru aðr- ar forsendur. Allt var til staðar. Við þetta bættist svo barnalán, sem varð mikið. Þau komu upp átta börnum auk fósturdóttur. Það ljómar af þessu farsæla hjónabandi þeirra Elísabetar og Einars. Sá sem þessar línur ritar tengd- ist fjölskyldunni þegar æfisól Elísabetar var komin hátt á Ioft. Elstu börnin voru að hefja ábyrga þátttöku í atvinnulífinu, en hin yngri enn í mótun. Heimilisbrag- urinn var einstakur. Húsmóðirin réði innan húss, og stjórnaði af glæsileika. Stundvísi og reglusemi ríktu og voru nánast ófrávíkjan- legar skyldur. Stjórnunin var þó jafnan með léttum blæ, og hús- móðirin tók ávallt þátt í gleðinni sem ríkti á þessu virðulega stóra rausnarheimili. Það stafar vissu- lega birtu af endurminningum um þetta merka heimili, og um hana sem mótaði það og réði þar flest- um ráðum. Elísabet var félagslynd og naut félagsskapar enda starfaði hún mikið að félagsmálum. Hún var afar hjálpfús, traust og nærfærin ef veikindi eða erfiðleika bar að, en hún gladdist líka gjarnan með glöðum. Hún naut ferðalaga, eftir að börnin komust upp. Frá einu slíku minnist ég hennar meðal frændfólks í Vesturheimi. Þá steig hún í ræðustól, — þetta var henn- ar frændfólk og því hennar að þakka. Það sindrar af slíkum at- burðum. Atvikin eru mörg og það merlar af minningunum um Élisabetu í hugum 63 afkomenda, átta tengdabarna, systkinanna beggja og fjölda náinna vina. Skírast hljóta þær þó að ljóma í huga eiginmannsins, Einars Guðfinns- sonar. Á síðustu stundum æfidagsins brá nokkuð birtu því veikindi birgðu sól. Þá naut hún samt sam- stilltrar fjölskyldu sinnar, og þó sérstaklega eiginmannsins, sem sýndi henni tryggð, umhyggju og ástúð sérhvern dag, til hins hinsta. Æfidagur Elísabetar Hjalta- dóttur er allur, en við sem á ströndinni stöndum, og höfum fyrir svo margt að þakka, biðjum að sól nýrrar tilveru hennar sé upp runnin. Ilaraldur Ásgeirsson t Móöir okkar, GUÐRÍÐUR GUNNLAUGSDÓTTIR, Sunnuhlíó, Hverageröi, lézt á Landsþítalanum 12. nóvember. Börnin 1 Faðir minn og tengdafaöir, t MAGNÚS GUDMUNDSSON póstmaður Irá Vorsabæjarhiáleigu, Kirkjuvegi 15, Selfossi, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 12. nóvember. Oddný Magnúsdóttir, Emil Guðjónsson. t Eiginkona min, móöir okkar og tengdamóöir, ELÍSABET HJALTADÓTTIR, Bolungarvík, veröur jarösungin frá Hólskirkju i Bolungarvík, laugardaginn nóv. kl. 2 e.h. 14. Einar Guöfinnsson, börn og tengdabörn. t Eiginmaður minn, faöir okkar og tengdafaöir, ÓLAFUR SIGUROSSON, Vatnskoti, Þykkvabæ, veröur jarösunginn frá Hábæjarkirkju, laugardaginn 14. nóvember kl. 14. Ástrós Guömundsdóttir, Sigurður G. Ólafsson, Óli Ágúst Ólafsson, Guömundur Ólafsson, Ágústina Ólafsdóttir, Hugrún Ólafsdóttir, Ásmundur Þórír Ólafsson og barnabörn. Jóhanna Bjarnadóttir, Ingibjörg Guömundsdóttír, Ágúst Karl Sigmundsson, Helgi Hauksson,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.