Morgunblaðið - 14.11.1981, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1981
29
Guðrún
Kristjáns-
dóttir -
Minning
Fædd 24. febrúar 1893.
Dáin 15. október 1981.
„Eitt hlýjubros eiil ástúdleikanH orð,
eitt ylríkt handtak stundum meira vegur.
En pyngja full og borin krás á bord
og bikar veiga dýr og glæsilegur**.
(C.G.)
Vegna fjarveru minnar, átti ég
þess ekki kost að fylgja Guðrúnu
til grafar, þess vegna er þessi litla
kveðja svo seint á ferð. Ég mat
Guðrúnu mikils vegna hennar
mörgu kosta og vinátta okkar var
gagnkvæm vegna sameiginlegra
áhugamála. Barnabörn okkar
felldu hugi saman og vitanlega
vildum við í sameiningu hag
þeirra sem mestan. Síðar kom svo
langömmudrengurinn, sem varð
okkar sameiginlega stolt og gleði.
Það sem mér fannst seinna mest
um vert í fari Guðrúnar var henn-
ar mikla bjartsýni. Kæmi maður
með smávegis áhyggjur til hennar
var viðkvæðið alltaf það sama:
„Þetta fer allt vel.“ Þess vegna sá
hún alltaf björtu hliðarnar á
sérhverjum hlut og trúði á sigur
hins góða, og þess vegna leið
manni svo vel í návist hennar og
fór ríkari til baka. Litla húsið
hennar við Fálkagötuna var henn-
ar helgireitur og þar hefði hún
viljað deyja helst úti í garðinum
sínum meðal blómanna.
Með söknuði kveð ég svo þessa
góðu og merku konu, en umframt
allt þakklæti fyrir að hafa kynnst
henni, þakklæti fyrir allt það góða
sem ég hefi notið vegna þeirra
kynna.
Blessuð veri svo minning þess-
arar mætu konu.
Friðrika Guðmundsdóttir
SPOR er nýtt hljómplötu útgáfufyrirtæki, sem nú tekur
sín fyrstu SPOR.
Meginmarkmið Sporsins er að gefa út hljómplötur með
innlendum og erlendum _ _
listamönnum og komu fyrstu
erlendu plötur fyrirtækisins út í gær.
Fyrstu
sporin
GOSH ITS...
Það eru plötur
brezku hljómsveit-
anna Matchbox og
Bad Manners.
'■>k
Grýlurnar eru fyrstu íslenzku lista-
mennirnir sem gert hafa samning
við Spor og hafa þær nú lokið við að
hljóðrita 4 lög sem koma út á plötu
fyrir jólin.
Viðræður standa yfir við fleiri aðila.
Bad Manners — Gosh It’s
Mun Spor leggja áherzlu á að fá til
liðs við sig ungar og framsæknar
hljómsveitir.
Breska hljómsveitin Bad Manners flytur sprellfjöruga tónlist á plötunni Gosh it’s
... Það er ríkir glens og grín á plötunni og hafa lögin Can Can og Walking in the
Shunshine notið hörkuvinsælda í Bretlandi að undanförnu. Bad Manners er ekki
bara grín hljómsveit því alvöruneisti leynist ætíð undir yfirborðinu. Láttu kitlandi
fjörið, sem Bad Manners, skapa með tónlist sinni ná tökum á þér.
r l r / w • a c 01. o u n s
mKHBOX
Matchbox
— Flying Colours
Rokkabillý hljómsveitin Matchbox er í
miklum metorðum í Bretlandi og er skip-
uð afbragðs hljóðfæraleikurum, sem gert
hafa ófá lög vinsæl í heimalandí sínu.
Platan Flying Colours inniheldur 12 þrumuhress lög, þar á meðal Babes in the Wood, Angels on Sunday,
Don’t let the Stars Get in Your Eyes, Love Star Dreamer og Wish I’d Never. Þetta eru allt mjög góð lög, sem
koma þér í gott skap og létta áhyggjum, af herðum þínum.
Við kynnum nú
hljómveitirnar
Matchbox og Bad
Manners á Islandi,
en þetta eru fyrstu
plötur þeirra, sem
framleiddar eru hér
á landi.
Hvernig væri
að taka fyrstu
sporin með
okkur?
Sími 85055
Dreifing
sfcdnorhf
Sími85742