Morgunblaðið - 14.11.1981, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1981
Kveðja til Kaldals
Það skiptir minnstu máli þó að
kveðjuorð til látins listamanns
birtist nokkrum dögum fyrr eða
síðar eins og nú. Tímaskyn
margra listamanna hefir löngum
þótt bágborið. Auk þess er fólki
támt að trúa því, að listamenn
stilli gjarna tíma sinn og sigur-
verk upp á eilífðina og ódauðleik-
ann. Hér verður tímahjólinu aftur
á móti snúið afturábak og birtar
nokkkrar gamlar glefsur, auknar
og endurbættar í upphafi þessa
pistils, sem ég reit um Jón Kaldal
þegar frægðarsól listferils hans
var í hádegisstað. En sá sérstæði
og sjarmerandi listamaður er ný-
látinn og orpinn moldu fyrir
nokkrum dögum.
Jón Kaldal er sá nákominna
frænda minna, sem ég mat hvað
mest. Báðir vorum við komnir í
beinan karllegg af Jóni nokkrum
berbelli, húnvetnskum grallara-
spóa og „zígauna", sem fór á flakk
um strjálar byggðir Norðurlands í
Móðuharðindunum og gleypti í sig
allt, sem að kjafti kom. Þá var oft
tekið á honum stóra sínum, tveim
jafnfljótum og farið geyst og yfir-
ferðin feikileg. Hann varð síðar
mikill ættfaðir og búhöldur í Sól-
heimum á Asum. Það er ekki að
undra þó að afspringur slíks
hlaupagikks skyldi verða einn
mesti langhlaupari, sem þessi þjóð
hefir alið. Fimm kílómetra Is-
landsmet Kaldals stóð óhaggað í
þrjátíu ár, eða frá 1923. Hann
rann sama skeið í sveit Dana á
Ólympíuleikjunum 1922 er hann
dvaldist með dönskum við ljós-
myndaranám.
Það er ekki vegna fótamenntar
Jóns, sem ég mat hann svo mjög,
heldur sakir mannkosta hans,
bjarts og heiðríks hugarfars þessa
listræna, vandvirka, hljóðláta og
yfirlætislausa listamanns, eigin-
leika, sem okkur, mörgum lista-
manninum, hefir reynzt harla erf-
itt að tileinka okkur. Þó eru hún-
vetnskar ættir okkar Jóns sam-
tvinnaðar og samvafnar eins og
brauðfætur undir síðasta skokk-
ara í mark. Jón rak aldrei lestina.
Hann var jafnan langt á undan
keppinautum sínum á loka-
sprettinum. Þannig var hann líka
alltaf í fararbroddi á listrænni
skeiðbraut myndsköpunarinnar.
Hann var mikill listamaður, sem
kunni að smjúga léttilega vand-
rataða og villugjarna biiið milli
ljóss og skugga og skjóta upp ljós-
opinu á rétta sálræna andartak-
inu. Mannamyndir hans hlutu al-
þjóðlegt lof á fjölda samsýninga,
sem honum var jafnan boðið til
þátttöku í, vítt og breitt um ver-
öldina, allt frá kóngsins Kaup-
mannahöfn til Hong Kong og frá
Berlín til Brazilíu. Gull-, silfur- og
bronzmedalíum rigndi yfir Kaldal
úr öllum heimshornum fyrir af-
burða andlitsmyndir eins og
skæðadrífa verðlaunapeninganna
á hlaupabrautinni forðum daga.
Þessar listrænu myndir hans og
verðlaunaportret voru tekin á
ævafornan linsurokk frá upphafs-
árum aldarinnar og fýrað var af
með eldgömlum gúmmípung. List-
in er annað og meira en steindauð
og leiðigjörn tækni, sem margur
lítur til sem æðsta hnoss og sálu-
bótaratriði nútímans. Japönsku
Cannon-vélarnar, Rolliflex og
Hasselblad og hvað þær nú allar
heita, rándýru og tæknilega
flóknu og fullkomnu myndavél-
arnar, duga seint til listsköpunar
ef hið sjáandi listræna auga þess,
sem á heldur, vantar. Það sýndi og
sannaði snillingurinn Jón Kaldal
áþreifanlega með sínum ellilúna
linsukassa.
Hér áður fyrr birtust sjaldan
fréttir í fjölmiðlum af listafrekum
Jóns á erlendri grund. Hann faldi
jafnan sigra sína fyrir almenningi
og fréttasnápum af meðfæddu lít-
illæti og hógværð hins sanna lista-
manns. Hann átti hátt í þyngd
sína í gömlum bikurum og verð-
launapeningum á sviði íþrótta og
listar. Það merkilega við meðfætt
látleysi hans ofan á allt annað,
var, að hann átti einvörðungu til
húnvetnskra og skagfirzkra að
telja í allar ættir. Hvaða glópar
voru að segja að flestir Húnvetn-
ingar og allir Skagfirðingar væru
montnir?
Jón Kaldal var fæddur 24. júlí
1896, á höfuðbólinu Stóradal í
Húnaþingi. Jón, faðir hans, var
sonur Jóns alþm. eldra Pálmason-
ar og Salóme Þorleifsdóttur ríka
Þorkelssonar í Stóradal. Jón
alþm., afi Kaldals, var sonur
Pálma í Sólheimum, sonar fyrr-
getins Jóns berb. Benediktssonar
í Sólheimum. Kona Pálma var
Ósk, dóttir Hrakninga-Erlends,
sem lenti í frægum svaðilförum
og sjóhrakningum fyrir Norður-
landi er hann reri fari sínu til
fiskjar frá Skagaströnd við sjötta
mann. Fjögur börn Pálma í Sól-
heimum gengu í hjónabönd með
Sérhæfum okkur í gerð
eldhúsinnréttinga.
Bjóðum upp á framúr-
skarandi fallegar eldhús-
innréttingar.
Einnig margar gerðir út-
dreginna skápa, auk
fjölda fylgihluta.
Leitið verðtilboða, geriö samanburð. Sýningareldhús á staðnum.
Ef þig vantar sérsmíðaöa eldhúsinnrétt-
ingu, smíðaða á ÍSLANDI, þá er
Eldhúsval ávallt í leiðinni.
Víðíshúsið
Brautarholt
Eldhúsval s/f
Brautarholti 6 3
7T
0)
3
fjórum börnum Þorleifs ríka í
Stóradal. Föðurafi minn, Guð-
mundur hreppstjóri á Æsustöðum
og Mjóadal, faðir Sigurðar, skóla-
meistara á Akureyri, var einn af
ávöxtum þessa mikla systkina-
samruna og þvi var afi minn
tæknískur albróðir föður Jóns
Kaldals. Þeir voru bæði bræðra-
synir og systrasynir og áttu sömu
afana og ömmurnar og alla sömu
áana og formæður. Svo var og um
Pálma, föður Jóns alþingisforseta
og ráðherra á Akri, sem og Þor-
leif, alþm. og póstmeistara í
Reykjavík, föður Jóns Leifs, sem
hámenntaðir músíkusar nútímans
álíta eitt mesta tónskáld, sem
þessi þjóð hefir eignazt ásamt
þeim læknislærða Sigvalda Kalda-
lóns, sem að þeirra mati kunni
flestum betur að hafa hina svo-
kölluðu laglínu í hávegum. Ef
framleiðsla á framagjörnum
stjórnmálamönnum er einhverri
ætt til inntektar, þá sakar ekki að
geta þess, að Skeggstaðaætt hefir
peðrað úr sér rúmum tuttugu al-
þingismönnum síðan Jón eldri
Pálmason, afi Jóns Kaldals, settist
fyrstur þeirra frænda á þingbekk-
ina á liðinni öld. í annað sæti í
alþingismannaproduktion kemur
Reykjahlíðarættin. (Blessuð sértu
ættin mín, sumar vetur ár og
daga ... raula þeir stundum í rétt-
unum um Þingeyjarþing.) Það er
föðurætt Geirs Hallgrímssonar.
Þá geta menn rifizt og deilt enda-
laust um hvort Skeggstaðaætt sé
til vegsauka eður ei að eiga tvo
' ráðherra í núverandi ríkisstjórn.
Það eru þeir Pálmi á Akri og Ingv-
ar Gíslason, dóttursonur Ingvars
Pálmasonar þingmanns Sunnmýl-
inga, sem var barnfæddur Hún-
vetningur af sama stofni.
Að móðurkyni var Jón Kaldal af
skagfirzku bergi brotinn. Ingi-
björg, móðir hans, var dóttir Gísla
hreppstjóra Jónssonar í Hvammi í
Ytri-Laxárdal og Ragnheiðar Egg-
ertsdóttur Þorvaldssonar hrepp-
stjóra á Skefilsstöðum á Skaga.
Systkini Jóns eru listamaðurinn
Leifur Kaldal gullsmiður og Ingi-
björg Kaldal, kona Magnúsar í
Pfaff. Æska þeirra Kaldalssyst-
kina í Stóradal var dapurleg vegna
tíðra andláta í fjölskyldunni. Með
stuttu millibili féllu foreldrarnir
frá og litlu síðar fósturmóðir
þeirra og Guðmundur bróðir
þeirra barnungur.
„The loneliness of the long-
distance runner" eða Einmana-
leiki langhlauparans" er einn til-
finningalegasti titill á kvikmynd,
sem ég hefi séð. Ef gerð yrði ein-
hvern tíma heimildamynd um líf
langhlauparans og listamannsins
Jóns Kaldal, mætti hún frekar
heita fyrir erlendan markað: „The
happiness of the long-distance
runner", eða: Hamingja lang-
hlauparans. Lífshlaup þessa góða
og glaða hæfileikamanns var
sannarlega hamingjusamt þegar
frá eru skilin fyrstu bernskuárin
vegna ástvinamissis og síðustu
elliárin vegna ótímabærrar hrörn-
unar.
Á fimmtugsaldri gekk Jón að
eiga unga og myndarlega stúlku
úr Reykjavík, Guðrúnu Sigurðar-
dóttur, af vestfirzkum meiði.
Börnin eru: Jón byggingafræðing-
ur, Dagmar, lærði gluggaskreyt-
ingar, og Ingibjörg ljósmyndari.
Þau eiga maka og börn. Það tók
langhlauparann ólseiga, Jón Kal-
dal, drjúgan tíma að tapa síðasta
langhlaupinu fyrir sigurvegaran-
um mikla, sem alltaf vinnur að
lokum hverja keppni á margvís-
legum og óútreiknanlegum
skeiðbrautum dauðans.
Ég votta öllum vandamönnum
einlæga samúð um leið og hægt er
að gleðjast yfir, að löngu töpuðu
og vonlausu sjúkdómsstríði er
loksins lokið. Ég er þakklátur
fyrir að hafa átt þennan hjarta-
hlýja og merka listamann að
frænda. Skeggstaðaættin reis
sjaldan hærra en þegar hún skóp
Jón Kaldal.
Örlygur Sigurðsson
Basar Kvennadeildar R.K.Í.
KVENNADEILD Reykjavíkur-
deildar Rauða kross Islands held-
ur hinn árlega basar sinn í félags-
heimili Fóstbræðra að Lang-
holtsvegi 109—111 sunnudaginn
15. nóv. og hefst hann kl. 2 e.h. —
Þar verða konurnar með á boðstól-
um allskonar handavinnu, heima-
bakaðar kökur og fleira. — Allur
ágóði sölunnar rennur til bóka-
kaupa fyrir sjúklingabókasöfn
spítalanna. — Á myndinni er sýn-
ishorn þeirra muna, sem verða á
basarnum.
Selfoss
Til sölu eru glæsilegar og nýtízkulegar 2ja, 3ja og 4ra
herbergja íbúöir meö bílskúr sem veriö er aö hefja
byggingu á viö Álftarima á Selfossi. Húsiö er hannaö
af Teiknistofunni Arko og buröarvirki og lagnir hann-
aöar af Verkfræðistofunni Ferill. íbúöirnar afhendast
tilbúnar undir tréverk í október 1982 meö fullfrá-
genginni sameign. Húsiö afhendist tilbúiö undir
málningu aö utan. Beöiö veröur eftir 1. og 2. hluta
láns Húsnæöisstofnunar. Byggjandi hússins er Smiö-
ur hf., Gagnheiöi 25, Selfossi, sími 99-2025.
Bjarni Jónsson, viðskiptafræðingur, lögg. end.,
Selfossi, sími 99-1265. Heimasími 99-1265.