Morgunblaðið - 14.11.1981, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.11.1981, Blaðsíða 35
MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1981 35 Um O-punktinn eftir Guðmund H. Garðarsson Eiga íslendingar að lifa á O-punkti? Hvernig er komið stöðu ein- staklings, sem skyldaður er til að reyna að lifa á 0-punkti? Það er að hafa rétt til hnífs og skeiðar í daglegri afkomu. Hver er staða fyrirtækis, sem er dæmt til að búa við O-punktinn í rekstrarafkomu? Hvert stefnir það þjóðfélag, sem sættir sig við O-punktsregluna í afkomu ein- staklinga og fyrirtækja? Þetta er eða hljóta að vera brennandi spurningar í þjóðfélagi, þar sem valdhafarnir setja höfuð- atvinnuvegum landsins þá afar- kosti ár eftir ár, að þeir skuli búa við 0-punkts afkomu. Eða með öðrum orðum: Að fyrirtæki skuli ekki hafa neinn hagnað. „Hver er staða fyrir- tækis, sem er dæmt til að búa við Opunktinn í rekstrarafkomu? Hvert stefnir það þjóðfélag, sem sættir sig við O-punktsregluna í af- komu einstaklinga og fyrirtækja?" Lengri tíma niðurstaða slíkrar þróunar í 40—50% verðbólguþjóð- félagi, þar sem allar fjárskuldb- indingar eru verðtryggðar getur ekki orðið nema ein. Gjaldþrot einkafyrirtækja. Yfirtaka ríkis-, sveitar-, samvinnufélaga á fram- leiðslutækjum þjóðarinnar með þar af leiðandi ófrelsi og hnignun Skáldsögur eftir Tryggva Emilsson KONA SJÓMANNSINS og aðrar sögur ni'fnisl nv bók eftir Tryggva Kniilssnn sem komin er út hjá Máli og menningu. Á bókarkápu segir m.a.: „Æviminn- ingar Tryggva Emilssonar, Fátækt fólk, Baráttan um brauðið og r yrir sunn an, voru gefnar út fyrsta sinn á árun- um 1976—1979 og hlutu einstaklega góöar viðtökur. Þó var höfundur þekktur fyrir flest annað en ritstörf á langri ævi, hafði unniðerfiðsvinnu frá barnsaldri og varið ö!lum frístundum í þágu samtaka vinnandi fólks. Tvær fyrri bækurnar voru tilnefndar af Is- lands hálfu til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og fyrir þær var höf- undi veitt heiðursviðurkenning Verka- mannafélagsins Dagsbrúnar. Sögurnar í Kona sjómannsins og aðr ar sögur eru skáldsögur þó að þær sæki að einhverju leyti efnivið sinn til raunveruleikans. Sögusviðið í Konu sjómann.sins svipar að talsverðu leyti til æviminninganna, þar er lýst lífs- Tryggvi Emilsson baráttu fólks og byrjandi verkalýðs- baráttu í ungum og vaxandi kaupstað þar sem óbrúanlegt djúp er milli stétta. I bókarlok eru nokkrar smærri sögur." Kona .Kjómannsin.K og aðrar sögur er 263 bls. að stærð, sett og prentuð í Prentsmiðjunni Hólum hf., sem einnig annaðist bókband. Káputeikningu gerði Haraldur Guðbergsson. SKAUTAR - SKAUTAR Svartir skór, Stærðir 34—46. Verð kr. 329, % Hvítirskór, I # Stœrðir 33—41. Verðkr.312. Bamaskautar, Stærðir 28-35. Litir: Hvitt — svart. Verð kr. 125.- PÓSTSENDUM. eins og þekkist í sósíalískum ríkj- um. Eru þetta einhverjir hugarórar, fjarri öllum raunveruleika? Nei. Því fer fjarri. Tökum dæmi: Hvað gerist í útgerð og fiskiðnaði, þar sem markaðsverð afurðanna hækkar um nokkur prósent í takt við verðbreytingar á sambæri- legum vörum á sama tíma, sem innlendar kostnaðarhækkarnir eru 40—50% og genginu er haldið föstu. Jafnframt því sem vextir hækka í sama hlutfalli á öllum fjárskuldbindingum? — í fyrstu umferð í 2—3 ár, er ef til vill hægt að breyta lausaskuldum, laga greiðslustöðu, í lengri tíma lán, en áður en menn vita af verður skuldabyrðin orðin óbærileg eða réttara sagt óviðráðanleg og aðil- ar gefast upp á rekstrinum. Sá eða þeir einstaklingar eru ekki til á Islandi, sem geta staðið í fjár- Guðmundur H. Garðarsson magnsfrekum rekstri til frambúð- ar, þar sem heimatilbúið tap, verðbólga og röng gengisskráning, er látin ríða á þeim með fullum þunga. Þá kemur ríkið, sveitarfélagið og/ eða samvinnufélagið til skjal- anna. En leysir það nokkuð, ef rekstrargrundvöllurinn er ekki leiðréttur? Auðvitað ekki. En meðan á yfirtökunni stendur/eða eignarskipti fara fram, er þessu fleytt áfram. Síðan hefst hnignun- in og ófrelsið. Framleiðslutækin ganga úr sér og stöðugt verður erfiðara að endurnýja þau. Þá gerist það sama og með „Samningana í gildi" við stjórn- armyndun vinstri flokkanna. Valdið er orðið eitt að sósíalískum hætti. Fólkinu verða skömmtuð lífskjör við lakari framleiðsluskil- yrði. Hagvöxtur verður enginn og umhverfið fær þennan gráa dap- urlega svip, sem þeir kannast við, sem hafa ferðast um sósíalísku ríkin. Pólska ástandið hefur inn- reið sína. Skortur og ófullnægja einkennir þjóðfélagið. O-punktsaðferðin hef- ur þar með náð hámarki sínu. Er það þess konar þjóðfélag sem íslendingar sækjast eftir? Eða réttara spurt. Ætla íslendingar að veita vinstri mönnum það svig- rúm, að í skjóli 0-punkts reikn- ingsaðferða um afkomu atvinnu- veganna verði einkaframtak lagt í rúst á íslandi á örfáum árum? LAUGAVEG113. SIM113508.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.