Morgunblaðið - 14.11.1981, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1981
19
• •
TROLL
Myndlist
Valtýr Pétursson
Ef meistari Þorbergur hefði
verið ofanjarðar, fer það ekki milli
mála, að honum hefði bætzt einn
sérfræðingur í þann merka hóp
þeirrar stéttar, er hann kom sér
upp um ævina. Það er tröllateikn-
arinn Haukur Halldórsson, sem ég
á hér við, en hann hefur efnt til
sýningar á teikningum sínum af
tröllum í Gallery Lækjartorgi.
Það eru eingöngu myndir úr
þjóðsögum okkar á þessari fyrstu
einkasýningu Hauks. Hann hefur
lagt sérstaka stund á tröll og allt,
er þeim fylgir. Á miðju gólfi er
risastór krumla, er gefur manni
þá tilfinningu, að komið sé á fund
hinna ofurvöxnu, og þessi skúlptúr
verkar eins og áminning til
mennskra manna um stórleik og
mátt þess óskynjanlega. Á sýn-
ingu Hauks eru eingöngu teikn-
ingar, enda er hann að atvinnu
auglýsingateiknari. Samt virðast
tröllin eiga hug hans að mestu, ef
ekki að öllu. Þarna eru saman
komin 38 verk, og komið víða við í
þjóðtrú og réttast sagt: Tröll ráða
hér ríkjum. Það er stemmning
þjóðsögunnar, sem er hér við-
fangsefni teiknarans, og hann seg-
„Uppgjörið“
— farandsýning
í skólum og
á vinnustöðum
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ mun um
næstu mánaðamót hefja far-
andsýningar á nýju verki eftir
Gunnar Gunnarsson, sem nefn-
ist „Uppgjörið", eða „hvernig
ung kona kemst í vanda og gerir
upp hug sinn“.
Aðalhlutverk eru í höndum
Eddu Þórarinsdóttur og Guð-
mundar Magnússonar, en hann
hefur ekki leikið lengi vegna
lömunar sem hann hlaut fyrir
nokkrum árum. Leikritið er
samið í tilefni af ári fatlaðra, og
verður sýnt í skólum og á vinnu-
stöðum í vetur. Karólína Ei-
ríksdóttir semur tónlistina og
leikstjóri er Sigmundur Örn
Arngrímsson.
Leikhópurinn á æfingu fyrir
skömmu. Krá vinstri: Karólína,
Gunnar, Guðmundur, Kdda og Sig-
mundur Örn.
ir sjálfur, að efnið sé hvergi tæmt.
Hann eigi enn eftir efnivið í
marga mynd, og er það vart að
efa. Sem tjáningarform er teikn-
ing sérlega viðkvæm listgrein og
verður að hafa afar næma tilfinn-
ingu fyrir línu og formi, ef vel á að
vera. Haukur Halldórsson hefur
hugmyndaflug og kemur efni
hverrar sögu vel til áhorfenda.
Hann nær í sum þessara verk
spennu, sem nátengd er þjóðsögu
og trú á hið yfirnáttúrulega. Hann
hefur visst áræði í teikningu sinni,
en á stundum vill vanta átak, og
því ber nokkuð á grátónum, sem ef
til vill eru ekki æskilegir. Haukur
vinnur myndir sínar af natni og
leggur í þær mikið handbragð, og
enginn efast um, að þessi verk eru
gerð af upplifun og kunnáttu á
sínu sviði. Islenskar þjóðsögur eru
guilnáma fyrir þá er vilja
myndskreyta þær, og margir af
okkar bestu listamönnum voru á
sínum tíma iðnir við þessi við-
fangsefni. Má í því sambandi
nefna Ásgrím Jónsson og Mugg.
Það er því skemmtilegt til þess að
vita, að á þeirri tækniöld, er við nú
lifum, skuli vera til menn, er
sækja í þessa fjársjóði.
Tröll og aftur tröll og enn tröll,
gæti þessi sýning í Gallery Lækj-
artorgi heitið. Hún hefur sérstak-
an blæ og teikningarnar segja
okkur mikla sögu. Þegar ég leit
þarna við, fannst mér þessar
myndir vera nokkuð jafngóðar í
byggingu og meðferð allri. Það
mætti því segja með sanni, að
þetta væri jöfn sýning. Hlutirnir
eru í föstu formi, og teiknarinn
gerir fáar kórvillur. Enda hættu-
legt, þegar tröll eiga í hlut.
Mér finnst Haukur Halldórsson
komast vel frá verkefnum sinum,
en hann nær hvergi þeim styrk,
sem til að mynda Muggur gæðir
sín tröll, en þau eru sérstakur
kapítuli í íslenskri myndlist.
Þarna í Gallery Lækjartorgi er
ágætt sýningaraðsetur, og verkin
fara vel þar á veggjum. Þetta er í
fyrsta skipti, sem ég kem þarna
inn fyrir dyr, og hafði ég ánægju
af.
Litlu
pakkarnir
fara líka í gáma
fljótt og örugglega
WESTON POIM^
BIRMINGHAM
^ELIXSTOWE
<-T^\ LONDON
Fimm vörumóttökustöðvar
í Englandi auðvelda flutninginn
London
McGregor Cory Cargo
Services,
Bridgewater Road,
Stratford,
London, E15 2 JZ.
Birmingham
Guymers (Transport) Ltd.,
Ten Acres,
Station Road.
RUSHALL,
Staffs.
Leeds
Archbold Freightage Ltd.
Albert Road,
Morley,
Nr. LEEDS, LS27 8TT.
2 hafnir
Vikulega frá
Felixstowe
Mc Gregor Gow and Holland Ltd.
Trelawny House.
The Dock, Felixstowe,
Suffolk IP 118TT,
England.
Hálfsmánaöarlega frá
Weston Point
C. Shaw Lovell and Sons Ltd.
Dockside.
Weston Point Docks,
Runcorn Cheshire, WA 7 4HG,
Scotland.
Taktu ný skip og nýja tækni í þína
þjónustu
Alla leið með
EIMSKIP
SIMI 27100
*
(Ijósm. Mbl.: Kri.stján)