Morgunblaðið - 14.11.1981, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 14.11.1981, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1981 41 Sveinsína Asta Krist- *¦ *¦ insdóttir - Arni Olafs- son - Hjónaminning Sveinína Ásta Fædd24.júní 1900. Dáin 3. júní 1965. Vrni fæddur 8. júní 1897. Dáinn 4. nóvember 1981. Mánudaginn 16. nóvember ve- rður tengdafaðir minn Árni Ólafs- son til grafar borinn. Ekki er hægt að minnast Árna án þess að geta samtímis eiginkonu hans, þeirrar ágætiskonu Sveinínu Ástu Kris- tinsdóttur, en Ásta lést 3. júní 1965. Þau hjónin höfðu verið gift nærri 40 ár, þegar Ásta lést. Börn eignuðust þau þrjú, Margréti, Sig- ríði og Kristin, barnabörn eru el- lefu og þegar nokkur barnabarna- börn. Heimili þeirra var lengst af á horninu á Sólvallagötu og Hofs- vallagötu — á Sólvallagótu 27. Þau voru því ^óðir og grónir Ves- turbæingar á Sólvöllum, þar sem eitt sinn var leið Sólvallastrætis- vagnsins, sem meira að segja hafði viðkomustað svo að segja við hús þeirra. Hús sem þá var lítið og snoturt, en þau svo eftir síðari heimsstyrjóldina stækkuðu svo úr varð stórhýsi — stórhýsi byggt af stórhug og bjartsýni, en af litlum efnum og því uppbyggt að mestu af eigendunum. Ég tengdist og kynntist þeim hjónum um miðjan fimmta áratu- ginn. Ásta varð mér tengdamóðir eins og eftir óskalista. Hún var fædd og uppalin í Reykjavík — sannkallað Reykjavíkurbarn, eins og sagt var í þá daga, því þá voru innfæddir Reykvíkingar ekki svo fjölmennir. Góðvild og hjálpsemi hennar við vandamenn jafnt sem vandalausa var einstök og henni svo eðlileg og sjálfsögð. Smekkvísi hennar, dugnaði og myndarskap á heimili þeirra hjóna var við- brugðið, en það hlýtur að hafa verið erfitt að halda heimilinu fá- guðu og smekklegu öll þau ár, sem verið var að byggja við gamla húsið og þá einkum í byrjun, þegar búa varð í húsinu tæplega fok- heldu nokkurn tíma. Hvernig sem ástatt var hjá Ástu var hin smi- tandi glaðværð hennar og kímni- gáfa stöðug uppörvun og gleði öðrum. Guð gaf henni skapferli, sem fjöldi fólks naut endurnær- ingar af meðan hún lifði. Hún mátti ekkert aumt sjá og í fjólda ára var hún í forystuliði Thorvald- senfélagsins og ein af frumherjum þess félags, sem barðist fyrir lítil- magnanum og þeim, sem erfitt eiga í þjóðfélaginu. Þá hafði hún sinn fasta vinnutíma á Thorvaldsenbasarnum í áratugi — allt í sjálfboðavinnu, eins og svo margar konur í því félagi og án þess að ætlast til, að þau störf væru henni þökkuð. Sem Reykja- víkurbarn var hún lengi virk í Reykvíkingafélaginu. Hún tengdamóðir mín heitin var ein af þeim fáu, sem ég hefi kynnst á lífsleiðinni, sem með fordæmi sínu hefur kennt mér að rækta hið góða í sjálfum mér. Árni tengdafaðir minn lést 4. nóvember sl., en um hann má segja, að hann var einn af landsins þúsund þjala smiðum, áræðinn, hugvitssamur, duglegur og sívin- nandi, allt fram á siðustu ár — eða nálægt áttræðu, þegar heilsan fór að bila. Hann Árni lærði til stýrimanns í Stýrimannaskólanum og starfaði sem stýrimaður um tíma, en það atvikaðist nú svo, að hann hætti því og fór að starfa sem loft- skeytamaður og hefur þá verið vaknaður áhugi hans á loftskey- tum og útvarpi. Eftir nokkur ár hætti hann á sjónum og starfaði við veggfóðrun í mörg ár, sem sý- nir fjölhæfni hans og áræði. Hann dvaldist um hálfs árs skeið í Kaupmannahófn á árunum fyrir síðari heimsstyrjöldina við að vinna við og kynna sér útvarpsiðn- ina, sem eftir það varð hans aðals- tarf um áratuga skeið. Þeir eru margir, sem fengu gert við út- varpstæki sín hjá Árna á þessum árum. A fyrstu árum Ríkisút- varpsins ferðaðist hann m.a. um æskuslóðir sínar í Flóanum með útvarpstæki til að leyfa fólki að hlusta á Útvarp Reykjavík og er ánægjulegt, að margir minnast þess enn í dag, því í þá daga áttu fáir útvarpsviðtæki. Þá eru þau mörg útvarpsviðtækin, sem hann bjó til frá grunni á árum síðari heimsstyrjaldarinnar, þegar út- varpstæki voru ófáanleg að mestu. Dætur hans hjálpuðu þá við að fægja kassana utan um viðtækin til að fá þau glansandi fín. Allt þetta sýnir hugvitssemi hans og handlagni. Þrátt fyrir þessi störf sín um áraraðir fengust yfirvöld ekki til að veita honum formlega viðurkenningu sem útvarpsvirkja- meistara. Greinilegt var að það voru honum mikil vonbrigði. Hugur hans leitaði oft út á sjóinn og af hugvitssemi sinni hannaði hann flotvörpu fyrir tog- ara sem hann prófaði, en ekki náði hún að verða til nytja, sennilega mest vegna peningaleysis á þeim árum. Ekki fannst honum nóg að vinna við útvarpsviðgerðir heldur setti hann upp verzlun í húsi sínu að Sólvallagötu 27 og gerðist kaupmaður og seldi ýmsan varn- ing auk útvarpsvarnings um tut- tugu ára skeið. Og enn færðist hann í aukana og gerðist einnig um árabil stórkaupmaður og in- nflytjandi á fiskileitartækjum, út- varpsvörum og ísskápum frá Ja- pan og V-Þýskalandi. Þetta framkvæmdi hann, þótt ekki væri hann lærður í erlendum tungumá- lum. Þannig dreif áræðnin hann áfram um lífsins vegu. Ég kveð nú með þessum fáu minningarorðum Árna tengda- föður minn og veit, að honum og Ástu tengdamóður fylgir blessun Guðs. Dauðinn er Drottins dýrðleg gjöf, segir skáldið. Ég þakka mínum ágætu tengda- foreldrum samveruna, þessu dug- naðarfólki af þeirri kynslóð ís- lendinga, sem upp úr þjóðfélagi mikillar fátæktar byggði grun- ninn að því velferðarþjóðfélagi, sem við búum við í dag. Blessuð veri minning þeirra. Jóhann Guðmundsson. Móðursystir mín t SIGRÍDUR JÓHANNESDÓTTIR, Hátúni 6, veröur jarösung n frá Fossvogskirkju, þriöjudaginn 17. nóv. kl. 10.30 f.h. Fyrir hönd systkinabarna. Ásta Stefánsdóttir. + Útför BJARNHIl DAR ÞORLÁKSDÓTTUR, Kárastíg 10, fer fram frá Fossvogskapellu, þriöjudaginn 17. nóv. kl. 13.30. Börnin. t Útför fósturmóöur okkar, ÁSTU EYGLÓAR JÓNSDÓTTUR, Alfhólsvegi 119, veröur gerö frá Fossvogskirkju, miövikudaginn 18. nóvember kl. 3.00. Guðrún Friðriksdóttir, Ástþór Oskarsson t Útför móður minnar, tengdamóður og ömmu, GUDMUNDU S. GUOMUNDSDÓTTUR, Hagamel 52, veröur gerö frá Dómkirkjunni, þriöjudaginn 17. nóvember kl 13.30. Blóm afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Guðrún Þorsteinsdóttir, Gunnar I. Hafsteinsson og dóttir. + Útför eiginkonu minnar, móöur, tengdamóöur, ömmu og tengda- dóttur, SIGURLÍNU GfSLADÓTTUR, Sogavegi 92, fer fram frá Fossvogskirkju, þriöjudaginn 17. nóvember kl. 15.00. Þeir, sem vildu minnast hennar, vinsamlegast láti Styrktarfélag lamaöra og fatlaöra njóta þess. Hannes Hafliöason, Sigurður H. Tryggvason, Guöbjörg H. Traustadóttir, Kolbrún I. Benjamínsdóttir.Þorfinnur Kristjánsson, Margrót Benjamínsdóttir, Basring Sæmundsson, Pálína Þorkelsdóttir og barnabörn. + Utför systur okkar, RÓSU J. GUDLAUGSDÓTTUR, Kleppsvegi 40, Rvík.. fer fram frá Aðventkirkjunni, mánudaginn 16. nóvember kl. 3. Jarösett veröur í Fossvogskirkjugarði. Pélína Guölaugsdóttir, Sveinbjörn Guölaugsson, Helgi Guðlaugsson. + Móöir okkar, GUÐRÚN MATTHfASDÓTTIR fra Holti. Sólvallagötu 52, Reykjavík, veröur jarösungin frá Dómkirkjunni, miövikudaginn 18. nóvember kl. 15. Ragna Samúelsson. Erla Poschmann. + Útför fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa, ÁRNA ÓLAFSSONAR, kaupmanns, Sólvallagötu 27, fer fram frá Fossvogskapellu, mánudaginn 16. nóvember kl. 13.30. Margrét Árnadóttir, Sigríöur Árnadóttir, Kristinn Árnason barnabörn og barnabarnabörn. Aðalsteinn Hjálmarsson, Jóhann Guömundsson, + Þökkum auösýnda samúö og hlýhug við fráfall, SIGURÐAR FRÍMANNSSONAR, rafverktaka. Ragnheiöur Halldórsdóttir, Frimann Stefánsson. Unnur Sveinsdóttir. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúö vegna andláts systur minnar, KRISTfNAR SIGURBJÖRNSDÓTTUR. Fyrir hönd ættingja, Guðríöur Sigurbjömsdóttir. + Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vinarhug viö andlát og útför eiginkonu minnar, móöur okkar, dóttur, systur, mágkonu og dótturdóttur, RAGNHEIDAR SKULADOTTUR Jón Barðason, Skúli Björn Jónsson, Barði Már Jónsson, Aðalbjörg Björnsdóttir, Skúli Guðmundsson, Margrét B. Skúladóttir, Árni Tómasson, Erla B. Skúladóttir, Margrót Ásgeirsdóttir. + Þökkum auðsýnda samúð viö andlát og jaröarför eiginmanns mins og föður, JÓNS INGIMARSSONAR, Túngötu 12, Súgandafiröi. Margrét Njálsdóttir, Ásdís Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.