Morgunblaðið - 14.11.1981, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.11.1981, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1981 27 Ólafur Sigurðsson Vatnskoti - Minning \ 11 I *mm jtleðöur á morgun Guðspjall dagsins: Matt. 18.: Hve oft á að fyrirgefa? OÓMKIRKJAN: Kl. 11 messa. Sr. Hjalti Guðmundsson. Kl. 2 messa. Sr. Þórir Stephensen. Fermingar- börn lesa bæn og ritningartexta. Þess er vænt að börnin og foreldr- ar þeirra fjölmenni til messunnar. Dómkórinn syngur, organleikari Marteinn H. Friðriksson. ÁRBÆJARPRESTAKALL: Barna- samkoma í safnaðarheimili Árbæj- arsóknar kl. 10.30 árd. Guðsþjón- usta í safnaöarheimilinu kl. 2. Fermd verður i messunni Hjördis Ólöf Jóhannadóttir, Hjallaseli 14. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. ÁSPRESTAKALL: Messa aö Norö- urbrún 1 kl. 2. Sr. Árni Bergur Sig- urbjörnsson. BREIOHOLTSPRESTAKALL: Barnasamkoma kl. 11 árd. Messa kl. 2 e.h. í Breiöholtsskóla. Sr. Lár- us Halldórsson. BÚSTADAKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11. Messa kl. 2. Organ- leikari Guöni Þ. Guðmundsson. Sr. Ólafur Skúlason. DIGRANESPRESTAK ALL: Barna- samkoma í safnaöarhoimilinu viö Bjarnhólastíg kl. 11. Guösþjónusta í Kópavogskirkju kl. 2. Sr. Þorberg- ur Kristjánsson. ELLIHEIMILIO GRUND: Messa kl. 14. Séra Sigurjón Guðjónsson fyrrv. prófastur messar. Félag fyrrverandi sóknarpesta. FELLA- OG HÓLAPRESTAKALL: Laugard.: Barnasamkoma í Hóla- brekkuskóla kl.2 e.h. Sunnud.: Barnasamkoma í Fellaskóla kl. 11. Guösþjónusta í safnaöarheimilinu að Keilufelli 1 kl. 2 e.h. Samkoma n.k. þriöjudag kl. 20.30 í safnaö- arheimilinu. Sr. Hreinn Hjartarson. GRENSÁSKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11. Guösþjónusta kl. 2. Guösþjónusta með altarisgöngu kl. 20.30. (Ný tónlist.) Almenn sam- koma nk. fimmtudagskvöld kl. 20.30. Sr. Halldór S. Gröndal. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Þriöjud. 17. nóv. kl. 10.30: Fyrirbænaguös- þjónusta. Beðið fyrir sjúkum. Kirkjuskóli barnanna er á laugar- dögum kl. 2 í gömlu kirkjunni. LANOSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Karl Sigurbjörnsson. HÁTEIGSKIRKJA. Barnaguösþjón- usta kl. 11. Sr. Tómas Sveinsson. Messa kl. 2. Sr. Arngrimur Jóns- son. KÁRSNESPRESTAKALL: Barna- samkoma í Kársnesskóla kl. 11 árd. Guösþjonusta í Kópavogs- kirkju kl. 11 árd. Prestur sr. Lárus Halldórsson. Sóknarnefndin. LANGHOLTSKIRKJA: Óskastund barnanna kl. 11. Söngur, sögur, myndir. Guösþjónusta kl. 2. Organleikari Jón Stefánsson. Prestur sr. Sig. Haukur Guöjóns- son. Minnum á aðalfund safnaöar- ins eftir messu. Sóknarnefndin. LAUGARNESKIRKJA: Barnaguös- þjónsta kl. 11. Messa kl.2. Þriðjud. 17.: Bænaguðsþjónusta kl. 18. Alt- arisganga. Æskulýösfundur kl. 20.30. Miðvikud. 18. nóv.: Almenn samkoma kl. 20.30. Föstud. 20. nóv.: Siödegiskaffi kl. 14.30. Sókn- arprestur. NESKIRKJA: Laugard. 14. nóv.: Samverustund aldraðra kl. 3.00. Bingó, félagsvist. Sunnud. 15. nóv.: Barnasamkoma kl. 10.30. Guös- þjónusta kl. 2. Sr. Frank M. Hall- dórsson. SELJASÓKN: Barnaguösþjónusta í Ölduselsskóla kl. 10.30. Barna- guðsþjónusta aö Seljabraut 54 kl. 10.30. Guösþjónusta i Öldusels- skóla kl. 2.00. Sóknarpestur. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Messa kl. 2. Organleikari Siguröur Isólfs- son. Prestur sr. Kristján Róberts- son. Gestur frá Alkírkjuráöinu: Á sunnudaginn kl. 17 mun Canon Tatchell frá Alkirkjuráöinu halda fund meö prestum og öörum for- ráöamönnum safnaöa. Umræöu- efniö er endurnýjun safnaöanna og eru allir þeir sem áhuga hafa á mál- efninu velkomnir. Fundurinn veröur í Safnaöarheimili Bústaöakirkju. DÓMKIRKJA Krists konungs Landakoti: Lágmessa kl. 8.30 árd. Hámessa kl. 10.30 árd. Lágmessa kl. 2 síöd. Alla rumhelga daga kl. 6 siðd. nema á laugardögum, þá kl. 2 díös. FELLAHELLIR: Hámessa kl. 11 árd. KFUM & KFUK, Amtmannsstíg 2b: Fórnarsamkoma kl. 20.30. Stuttur þáttur frá starfinu í Kópavogi. Sr. Frank M. Halldórsson flytur hug- leiöingu. FÍLADELFÍUKIRKJAN: Sunnu- dagaskóli kl. 10.30. Almenn guös- þjónusta kl. 20. KIRKJA Jesú Krists hinna síðari daga heilögu (Mormónar), Skóla- vöróustíg 46: Sakramentissam- koma kl. 14. Sunnudagaskóli kl. 15. LÁGAFELLSKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11 og almenn guösþjón- usta kl. 14. Sóknarprestur. GARDAKIRKJA: Barnasamkoma í skólasalnum kl. 11 árd. Guösþjón- usta kl. 14. Sr. Bragi Friöriksson. KAPELLA St. Jósfessystra Garöab: Hámessa kl. 14. VÍDISTADASÓKN: Barnaguös- þjónusta kl. 11 árd. Almenn guös- þjónusta kl. 14. Sr. Siguröur H. Guömundsson. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Barna- tíminn kl. 10.30. Aöstandendur sér- staklega velkomnir. Guösþjónusta kl. 14. Á eftir messu fundur með fermingarfólki. Arnþór Helgason og Kristín Sverrisdóttir kynna málefni fatlaöra. Safnaðarstjórn. HAFNARFJARDARKIRKJA: Guös- þjónusta kl. 11 árd. Ath. breyttan messtuíma. Sóknarprestur. KAPELLA St. Jósfesspítala: Messa kl. 10 árd. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30. Rúmhelga daga er messa kl. 8 árd. KÁLFATJARNARSÓKN: Sunnu- dagaskóli kl. 14. Sr. Bragi Friö- riksson. YTRI-NJARDVÍKURKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11 árd. Messa kl. 14. Fundur með foreldrum fermingarbarna eftir messu og æskulýösfélagsfundur kl. 20.30. Sóknarprestur. KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11 árd. Efni: Góðvild. Munið skólabílinn. Sóknarprestur. GRINDA VÍKURKIRK J A: Barna- guösþjónusta kl. 11 árd. Sóknar- prestur. KIRKJUVOGSKIRKJA: Messa kl. 14. Sr. Jón Kr. ísfeld messar. EYRARBAKK AKIRK JA: Barna- samkoma kl. 10.30 árd. Sóknar- prestur prédikar á Laugarvatni kl. 14. KOTSTRANDARKIRKJA: Messa kl. 14. Safnaöarfundur eftir messu. Sr. Tómas Guðmundsson. HVERAGERDISKIRKJA: Barna- messa kl. 11 árd. Sr. Tómas Guð- mundsson. AKRANESKIRKJA: Barnasam- koma kl. 10.30. Fjölskyldumessa kl. 14. Vænst er þátttöku fermingar- barna og foreldra þeirra. Sr. Björn Jónsson. Hann var fæddur 21. október 1907 að Háarima í Þykkvabæ, Rangárvallasýslu. Sonur hjón- anna Guðfinnu Sveinsdóttur frá Vatnskoti í Þykkvabæ og Sigurðar Guðnasonar frá Þúfu í Vestur- Landeyjum. Olafur ólst upp hjá foreldrum i Háarima við algeng sveitastörf og var sjötti af tíu börnum þeirra, en eitt dó ungt. Ungur kynntist hann sjómennsku á áraskipum frá Þykkvabæjar- sandi og hóf snemma að sækja vetrarvertíðir til Vestmannaeyja. Þar reri hann m.a. mörg ár á vél- bátnum Maí með Sigfúsi Scheving skipstjóra. Skipsfélagar Ólafs munu fljótt hafa veitt athygli þeirri elju og ósérhlífni, sem áttu eftir að einkenna störf hans allt hans tíf. Árið 1933 byrjaði Ólafur að stunda sjó frá Akranesi og haustið 1935 hóf hann þar búskap með eft- irlifandi eiginkonu sinni, Ástrósu Guðmundsdóttur frá Sólmundar- höfða í Innri-Akraneshreppi. Þau bjuggu mörg ár í húsinu Teig, nú Suðurgötu 20, en byggðu síðan húsið Skarðsbraut 2 og bjuggu þar til vorsins 1949. Þá fluttust þau með börn sín, sem orðin voru fjög- ur, á heimaslóðir Ólafs í Þykkva- bænum. Er í Þykkvabæinn kom, settust þau að í húsinu Baldurshaga og vann Ólafur þá á sumrin á skurðgröfu Ræktunarsambands Djúpárhrepps, en á veturna á vertíðum í Þorlákshöfn. Árið 1963 keypti hann í félagi við son sinn, Óla Ágúst, jörðina Vatnskot I í Þykkvabæ og stundaði þar búskap fram á síðustu æviár. Fáum árum eftir að Ólafur hóf búskap í Vatnskoti, fór hann að kenna heilsubrests, en sjúkdóm sinn bar hann jafnan með slíku æðruleysi, að fáa mun hafa rennt grun í hve illa horfði undir lokin. Síðastliðinn mánudag var hann lagður inn í Landspítalann og lézt þar að kvöldi þess dags. Þeim Ólafi og Ástrósu varð sex barna auðið. Þau eru: Sigurður Guðmann f. 17. janúar 1936? sjó- maður bús. í Kópavogi, Óli Ágúst f. 11. ágúst 1940, bóndi Vatnskoti í Þykkvabæ, kvæntur Jóhönnu B. Bjarnadóttur frá Tjörnesi, Guð- mundur f. 2. október 1942, starfs- maður við Búrfellsvirkjun, kvænt- ur Ingibjörgu H. Guðmundsdóttur og bús. á Selfossi, Ágústína f. 1. desember 1947, húsmóðir Hrauk í Þykkvabæ,gift Ágústi Karli Sig- mundssyni bónda, Hugrún f. 9. nóvember 1949, húsmóðir Hvera- gerði.gift Helga Haukssyni sölu- manni. Ásmundur Þórir f. 15. september 1958, stýrimaður, til heimilis í foreldrahúsum. Barna- börnum eru nú orðin fjórtán og eitt barnabarnabarn. Ólafur var mesta prúðmenni í allri umgengni, oft glaðsinna og spaugsamur. Hann var mjög ljóð- elskur og sjálfur vel hagorður. Ég undirritaður bar gæfu til að þekkja Ólaf tengdaföður minn í rúman áratug. Þar fór hinn óeig- ingjarnasti og sannasti maður, sem ég hef fyrirhitt á lífsleiðinni. Ef slíkur maður uppsker eigi að leiðarlokum, þá er til lítils sáð. Kæra þökk fyrir ógleymanlegar samverustundir í faðmi fjölskyld- unnar og í hofi Braga. Að lokum bið ég góðan guð og hugga og blessa eiginkonu og börn hins látna og varðveita með þeim til hinztu stundar minninguna um ástríkan eiginmann og elskandi föður. Helgi Hauksson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.