Morgunblaðið - 28.11.1981, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.11.1981, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1981 9 Sóttmálsörk lanckog þjóðar Þegar fyrsta bindi endurútgáfu hins mikla ritverks Þorsteins Jósefssonar og Steindórs Steindórssonar „LANDIÐ ÞITT“ kom út í fyrra komst einn gagnrýnenda dagblaðanna, Andrés Kristjánsson, þannig að orði að bókin væri á allan hátt öndvegisverk og einskon- ar sáttmálsörk lands og þjóðar. Voru það orð að sönnu þar sem í engu öðru einstöku ritverki verður að finna eins mikinn fróðleik um ísland og í þessu, þar sem saga og sérkenni þúsunda staða, bæja, kauptúna, héraða og landshluta er rakin. Þeir sem nota þessa bók munu öðlast nýjan skilning á landi sínu og opnast sýn til fjölmargra staða, sem þeir til þessa hafa varla heyrt getið um, hvað þá meira. Segja má að bókin LANDIÐ ÞITT — ÍSLAND sé lykillinn að leyndardómum landsins og sögu þess, og því er þetta ekki aðeins glæsileg og falleg bók, heldur óþrjótandi fróðleiksnáma allra þeirra er leitast viö aö kynnast og þekkja landið sitt. í bókinni LANDIÐ ÞITT — ÍSLAND er gífurlegt magn litmynda. Munu þær skipta þúsundum þegar útgáfu ritverksins lýkur, og myndir þessar auðvelda mönnum að kynnast staðháttum og þekkja staðina. í bókinni eru einnig fjölmargar gamlar litmyndir sem fengnar eru úr ýmsum áttum, og auka þær enn gildi bókarinnar, svo og myndir af merkum byggingum og munum sem eru í byggingum, t.d. kirkjum, víöa um land. ÚR RITDÓMUM UM 1. BINDI LANDIÐ ÞITT - ÍSLAND ER ÚT KOM í FYRRA „Ekki er að efa að margir munu fagna útkomu þessa þarfa uppsláttarverks um island. Þaö ætti þá ekki aö spilla ánægju manna aö verkið er prýtt fjölda afbragösgóöra Ijósmynda og öll er bókin stórfalleg og vel unnin." Jón Þ. Þór. (Tíminn) „... Þessi bók er því mjög falleg og í henni er óhemjumikill staðfræðilegur og sögulegur fróöleikur." Gunnlaugur Ástgeirsson (Helgarpósturinn) „Áður en Þorsteinn Jósepsson lést haföi hann bent á Steindór sem langsamlegasta hæfasta manninn til þess aö Ijúka þessu mikla verki og bæta þaö. Steindór Steindórsson er fáum mönnum líkur og margra manna maki aö dugnaöi. Hann hefur ekki brugöist í þeim vanda, sem Þorsteinn vék til hans, og ekki aðeins lokiö verkinu, heldur aukiö þaö, bætt og lyft því, svo aö þaö er nú orðiö sérstætt ágætisverk, ein besta og traustasta brú í sam- búö þjóöar og lands, óbrotgjörn gjöf þessara tveggja afreksmanna til þjóöar sinnar. Útgef- andinn hefur einnig lagt sitt fram til þess aö færa verkið í þann búning sem því hæfir, enda er þaö þeirrar geröar og náttúru, aö þaö hæfir jafnt sem hátíðargestur og hversdagslegur feröafélagi. ... Þessi bók er á allan hátt öndvegisverk og eins konar sáttmálsörk lands og þjóðar.“ Andrés Kristjónsson (Vísir) ÖRN&ÖRLYGUR Siðumúlan, sími 84866 LANDID ÞITT ISLAND LANDIQÞlll ISLAND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.