Morgunblaðið - 28.11.1981, Side 11

Morgunblaðið - 28.11.1981, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1981 11 merkasta tónlistarviðburð vetr- arins þar sem mörg íslensk tón- verk voru frumflutt. Að mínu mati er þetta besta tónsmíð sem Askell Másson hefur sent frá sér. Með því hefur hann óum- deilanlega skipað sér í fremstu röð íslenskra tónskálda af yngri kynslóðinni. Konsertinn er bæði kliðmjúkur og grípandi og kæmi mér ekki á óvart þó hann ætti eftir að heyrast oft í framtíð- inni. Einleikari var Einar Jóhann- esson, enda konsertinn saminn sérstaklega fyrir hann. Einar hefur hlotið mikið og verðskuld- að lof fyrir leik sinn að undan- förnu, og hér bættist honum enn ein rósin í hnappagatið, því leik- ur hans var glæsilegur, enda ákaft fagnað af hrifnum áheyr- endum. Sömuleiðis skeiðaði hann í gegnum tilbrigði Rossinis af öryggi þess, sem hefur hljóð- færið á valdi sínu. Sem sagt, hér var um mjög ánægjulegan konsert að ræða. Vonandi fáum við oftar að sjá Gabriel Chmura leiða Sinfóníu- hljómsveit íslands til sigurs. Vilhjálmur Vilhjálmsson Sjálístœðisíólk ég óska eítir stuðningi ykkar. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Prófkjör Sjálfstæðisflokksins sunnudag og mánudag. Upplýsingasímar kjördagana eru 86301 og 86263. Þrautgóðir á raunastund Bókaflokkurinn „Þraut- góðir á raunastund", hef- ur stundum verið kallaður Stríðssaga íslendinga, og víst er að í hinni nýju bók er fjallað um grimmdar- lega baráttu sem Is- lendingar háðu við höfuð skepnurnar — stundum biðu þeir lægri hlut, en oftar endaði þó sagan vel, þótt illa horfði. — 13. bindi Björgunar- og sjóslysasögu Islands ÞRETTÁNDA bindi ritverksins Þrautgóðir á raunastund er nú komið út, en ritverk þetta hefur að geyma björgunar- og sjóslysa- sögu Islands. I hinni nýju bók er fjallað um atburði áranna 1900 til 1902 að báðum árum meðtöldum, en mörg söguleg atvik áttu sér stað á þessum árum. Sjóslys voru þá tíð við landið, enda skipakost- ur landsmanna ófull- kominn og menn höfðu ekki við annað að styðjast í sambandi við veðurútlit en eigið hyggjuvit. og meðal þeirra er hið hörmulega sjóslys er varð við Vestmannaeyjar á uppstigningadag árið 1901, og má mikið vera ef það er ekki eitt hrapa- legasta sjóslys sem orðið hefur við ísland. Tuttugu og átta manns lagði af stað frá landi til Vest- mannaeyja í góðu og björtu veðri. Á leiðinni til Eyja tók að kula, og þegar báturinn var kominn inn á höfnina í Eyjum hvolfdi honum. Aðeins einum manni tókst að bjarga. Þessi hrakfarasaga er rakin í bókinni og sagt frá furðum og fyrirboðum í sambandi við slysið. Einn komst af er Clcopatra strandaði Þetta sama ár, 1901, varð annað slys við Island er aðeins einn maður komst lifandi úr hildar- leiknum. Var það er breski togarinn Cleopatra strandaði við Ragnheið- arstaði í Árnessýslu. Tek- ist hefur að afla frásagn- ar frá þeim eina manni er komst lífs af og er hún í bókinni. Er það átakanleg frásögn um ótrúlega mannraun, fyrst um borð í hinu strandaða skipi og síðan segir maðurinn frá sundi sínu til lands þar sem Islendingar biðu í fjörunni, tilbúnir að veita aðstoð. Undarleg örlög sænska Nilssons í Þrautgóðum á rauna- stund er einnig sagt frá skipsstrandi við Grinda- vík í janúar 1902. Um það strand var ekkert vitað fyrr en brak og lík fund- ust á fjöru. Síðar kom í ljós að þarna hefði farist breskur togari og skip- stjóri á honum hefði verið hinn illræmdi sænski Nilsson, sá er varð tveim- ur mönnum að bana á Dýrafirði nokkrum árum áður. Ýmsar sagnir hafa gengið um strand þetta, og eru þær raktar í bók- Slysid mikla við Vestmannaeyjar Sagt er frá miklum fjölda atburða í bókinni Eyfirsk skúta á siglingu. Mynd úr bókinni. Auglýsing Kápa bókarinnar: Þrautgóóir á raunastund. inni og kemur þar m.a. fram að lík Nilssons fannst aldrei, gagnstætt því sem haldið hefur verið. Mannskaðinn mikli 20. september 1900 Sagt er ýtarlega frá mannskaðanum mikla er varð í ofsaveðri er gekk yfir landið 20. september árið 1900, en þá fórust margir bátar frá Vest- fjörðum og Norðurlandi og aðrir, svo og þilskip lentu í miklum hrakning- um og var þá oft skammt bil milli lífs og dauða. Hér hafa aðeins fáir at- burðir sem raktir eru í bókinni Þrautgóðir á raunastund verið nefndir, en geta má þess að í bók- inni eru, auk frásagna um atburði áranna 1900— 1902, viðaukar við fyrri bindi bókaflokksins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.