Morgunblaðið - 28.11.1981, Page 12

Morgunblaðið - 28.11.1981, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1981 Vildi ekki vera fátækur eins og meistari Kjarval! - lagði því myndlistina ekki fyrir mig Haukur við eina mynda sinna á sýningunni á Kjarvalsstöðum, sem verður opnuð í dag: Hrauneyjaíoss. „Eg held að þetta sé eina málverkið af fossinum, alla vega frá þessu sjónarhorni,“ segir llaukur, „enda er það nú orðið of seint að gera aðra, vatnið er farið af fossinum í virkjunina fyrir fullt og allt.“ Athyglisverð málverkasýning verður opnuð á Kjarvalsstöðum í dag, laugardag. Haukur Clausen heldur þar sína fyrstu málverkasýningu og sýnir 105 olíumyndir, vatnslitamyndir og pastelmyndir, flestar málaðar á tímabilinu 1967 til ársins í ár. Landslagsmyndir eru í fyrirrúmi á sýning- unni, og sækir listamaðurinn sér einkum innblástur og „mótív“ austur í Rangárþing og til Hornafjarðar. Til dæmis má nefna myndir frá Rangá, úr Landsveit og Suðursveit, en einnig myndir frá Lómagnúpi, Þingvöllum og Húsafelli. Haukur Clausen er annars betur kunnur sem ráðsettur tannlæknir í höfuðborginni, og áður sem hlaupagarpur með Erni bróður sínum, en sem myndlistarmaður. Blaðamaður fór á stúfana, hitti Hauk á Kjarvalsstöðum eftir vökunótt við uppsetningu sýningarinnar, og spurði meðal annars, hvort hann hefði lengi fengist við að mála svona „í laumi“. i.josm.: nrisijan i-.inarsson. Spjallad við Hauk Clausen, sem í dag opn- ar sína fyrstu málverkasýningu að Kjarvals- stöðum Vildi ekki vera fátækur eins og Kjarval „í laumi er nú ef til vill ekki rétt að kalla það,“ segir Haukur hlæjandi, „þó fáir hafi ef til vill vitað það. — En ég hef eitthvað fengist við þetta allt frá átta ára aldri; ég lærði hjá Arreboe Clau- sen listmálara, föður mínum, og það er sú kennsla sem ég hef búið að. Annað myndlistarnám hef ég ekki stundað, nema þá sjálfsnám af bókum og sýningum, — ég á mikið safn bóka um myndlist sem ég að stofni til erfði frá föður mínum, og svo hef ég alla tíð gert mikið af því að fara á málverka- sýningar, bæði hér heima og er- lendis. Nei, einhvern veginn kom það aldrei til að ég gerði myndlistina að mínu aðalstarfi, eða reyndi að „helga mig listinni" eins og það er kallað. Jóhannes Kjarval var heimilisvinur heima hjá mér þeg- ar við vorum að alast upp, og það var hann sem gaf mér minn fyrsta alvöru litakassa. Hann vildi að ég yrði listmálari, en mér bannig sfr listamaðurinn kýrnar í AusturSkaftafellssýslu, og mega háðir aðilar vel við una, kýr og listamaður, að því er virðist. ' * * “ gast einhvern veginn aldrei að því. Ég man vel, hve Kjarval var oft fátæklega til fara, og sem barn hafði ég orð á því að ég vildi ekki verða fátækur eins og Kjarval. — Ætli það sé ekki ástæðan fyrir því að ég vildi ekki helga mig myndlistinni einni og alfarið. Alls til um 200 málverk Ég hef alla tíð málað eitthvað, en þó var það nú ekki mikið á tímabili. Eitthvað á ég til af „bernskubrekum" mínum á þessu sviði en flestar gömlu myndirnar mínar eru þó í eigu vina og kunn- ingja. Arið 1967 verður svo nokkur breyting á mínum högum, þá flytjumst við búferlum út á Arn- arnes, og þá skapast miklu betri aðstaða til að sinna þessu áhuga- máli. Síðar hef ég svo byggt við húsið vinnustofu, þar sem ég get gripið í pensil og liti þegar mig lystir. — Já, núna mála ég alltaf eitthvað á hverju ári, svona 10,15 eða 20 myndir á ári ef til vill, en allt í allt eru líklega ekki til nema 200 myndir eftir mig. Málverk fyrir gjaldeyri í gamla daga seldi ég nokkuð af myndum til útlendinga, og var það þó í rauninni ekki komið til af góðu. Við bræðurnir vorum á kafi í íþróttunum, og því fylgdu fjölmörg ferðalög til útlanda, íþróttamenn voru nú bara eigin- lega þeir einu, sem fóru til út- landa í þá daga. En sá annmarki var á þessum ferðum, að afar erf- itt var að fá gjaldeyri til ferð- anna. Urðu þær því oft styttri en óskað var, og minna hægt að leyfa sér. Þá var það að sænskur þjálfari okkar komst á snoðir um að ég málaði, og hann benti mér á að taka með mér myndir til út- landa. Nú, það gerði ég, við fórum með upprúllaðar olíumyndir af ís- lensku landslagi, og í útlöndum rann þetta út eins og heitar lummur, svo við gátum verið lengur en ella, fatað okkur upp og fleira þessháttar fyrir þessa pen- inga. Örn málaði líka, en er betri á píanó Jú, jú, Örn bróðir málaði líka, en þó minna. Hann getur þó vel málað, og hefur gert það. En hann hefur sennilega ekki til að bera jafn mikla þolinmæði við þetta eins og ég. — En hann spil- ar á píanó, og það miklu betur en ég þó ég kunni lítið eitt fyrir mér á því sviði. Raunar segir Örn, að hann vilji ekki mála meira en hann gerir, því ef hann máli svona lítið, þá verði myndir hans óhjákvæmi- lega langtum verðmætari. En af því að við erum að tala um píanó. — Það er margt líkt með tónlist og myndlist að mínu mati, til dæmis það, að það er svo margt í þessum fræðum, sem ekki er hægt að kenna. Sjáðu tón- skáldin til dæmis: Það er engin trygging fyrir því að sá hámennt- aði semji betri tónverk en sá er lítið kann, — menn verða að hafa þetta í sér. Sama á við um mynd- listina. Það er auðvitað hægt að kenna ýmis undirstöðuatriði, svo sem teikningu og meðferð lita, en ég hef ekki trú á löngu myndlist- arnámi, þetta verður að vera fyrir hendi í viðkomandi manni, ef árangur á að nást. „Impressioniskur natúralismi“ Abstrakt hefur aldrei höfðað til nu'n, þó ég geti ekki sagt að ég hafi neitt á móti slíkri list, ég fer oft á slíkar sýningar, en ég er nú aldrei lengi inni á þeim. — Ef þú vilt setja mig undir einhvern „isma“, þá hugsa ég að helst megi kalla mig „impressioniskan nat- úralista". — Já, landslagið á hug minn allan í þessum efnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.