Morgunblaðið - 28.11.1981, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1981
13
Ég ferðast talsvert um, tek
ljósmyndir og kannski frumskiss-
ur, sem ég síðan fullvinn heima.
Ljósmyndirnar nota ég til að gefa
mér innblástur, til að minna á
viðfangsefnið — þó konan mín
segi nú reyndar að ég noti þær
aldrei þegar ég fer að mála. — En
úti í náttúrunni vinn ég ekki, mér
finnst veðurfarið hérna ekki leyfa
það, svei mér þá. Það er alltof
kalt, menn gera sér sjálfsagt ekki
í hugarlund hvað þessir gömlu
meistarar lögðu á sig til að vinna
að list sinni hérna áður fyrr.
En landslagið hérna er ein-
stakt, og þetta tæra loft. Ég gæti
aldrei búið annars staðar held ég,
það væri lítið gaman að búa í
landi þar sem engin væri Lands-
sveitin og enginn Hornafjörður-
inn. Enda leggja menn ýmislegt á
sig til að búa hér, menn þreyja
jafnvel vinstri stjórnir og hvers
kyns óáran bara fyrir þetta land.
En áður en við skiljum við
landslagið og ljósmyndirnar: Ég
nota aldrei myndvörpu við mál-
unina, mér líkar ekki við það
verkfæri. Sumir kunna að segja
að þetta sé bara ný tækni, og
kann að vera að það megi til
sanns vegar færa, en mér finnst
að það sé eitthvað „óekta" við
málverk sem unnin eru eftir
myndvörpu. Ég ætla því aldrei að
eignast slíka, svo ég falli ekki í
freistni. En ég er oft óhemju
lengi að „dedúa“ við myndirnar,
sumir segja of lengi, þær tapi
hugsanlega einhverju við það. En
ég geri mjög lítið af þessum
„quick-sketches", ég vil leggja
meira í mínar myndir.
Örn morgunsvæfur
— Jón í Ríkinu
árrisull
Ég vakna oft um helgar klukk-
an fimm á morgnana, og fer þá að
mála, mála þá oft fram undir sjö,
átta í lotu. Én þá verð ég yfirleitt
að sýna einhverjum það sem ég
hef verið að gera, ég hef mikla
þörf fyrir það. Yfirleitt fer ég þá
til hans Jóns Bárðarsonar ná-
granna míns, hann er forstjóri
fyrir Ríkinu í Keflavík, en hann
fæst við að mála eins og ég. Ég
veit af honum á fótum, því hann
vaknar svo snemma, og mér
finnst óskaplega gott að geta sýnt
honum það sem ég hef verið að
gera.
Örn? — Jú, ég sýni honum mik-
ið myndir líka, en hann sefur
bara svo lengi frameftir, að hann
er ekki vaknaður þegar við Jón
erum að skoða morgunverkin.
Ég held að ekki geti verið mikið
gaman að mála, ef enginn sæi það
sem maður hefur gert. Þeir, sem
segja að þeim sé alveg sama um
hvað aðrir segja, þeir eru bara að
ljúga til um tilfinningar sínar
held ég.
Metnaðurinn úr
íþróttunum
Já, metnaðinn hef ég kannski
úr íþróttunum, það er rétt. Ef til
vill er það metnaðurinn sem hef-
ur gert þessa sýningu að veru-
leika. Það var hann Jónas Guð-
mundsson málari og rithöfundur,
sem var alltaf að segja mér að
Morgunn vid Reykjavíkurhöfn.
Fyrsta sýning
— yfirlitssýning
Á sýningu Hauks eru sem fyrr
segir 105 málverk, olía, vatnslitir,
pastel. Með tiliiti til þess, að að-
eins eru til um 200 m.vndir eftir
Hauk, þá má segja að hér sé ekki
aðeins um fyrstu sýningu að
ræða, heldur einnig nokkurs kon-
ar yfirlitssýningu, þó myndir frá
bernsku vanti.
Óhætt er að hvetja fólk til að
leggja leið sina að Kjarvalsstöð-
um á þessa sýningu, þar sem ís-
lensk náttúra er dregin fram eins-
og best gerist. Hér er þó ekki ætl-
unin að leggja dóma á eitt eða
neitt, það bíður þeirra Braga eða
Valtýs, en „leikmaðurinn" á þó
erfitt með að dylja hrifninguna á
mörgum myndanna sem þarna
sækja um Kjarvalsstaði, og það
fór svo að ég sendi inn bréf í vor.
Ekki átti ég nú von á því að fá hér
inni, en svo fór þó, og hér stend
ég og get ekki annað.
Þú spyrð hvort erfitt hafi verið
að hverfa úr sviðsljósinu eftir að
hafa verið frægur íþróttamaður.
Ég svara því neitandi. það var
ekki erfitt, það kom bara af sjálfu
sér, og nú er það ekki nema þegar
gamlir vinir hittast, að menn
fara að grobba af gömlum afrek-
um.
En þátttaka okkar í íþróttun-
um hafði bæði jákvæðar og
neikvæðar hliðar seinna, þegar út
í lífið var komið, og á meðan á
„ævintýrinu" stóð. Við höfum
mætt velvild, því það hjálpar að
vera þekktur, en um leið hefur sá
böggull fylgt skammrifi, að við
höfum oft verið harðar dæmdir,
fyrir ýmislegt sem við höfum gert
eða höfum átt að hafa gert. Það
hafa því bæði fylgt því kostir og
gallar, að hafa náð langt á
íþróttasviðinu hér áður fyrr.“
Kjarval meiri
en Picasso
Við göngum um sýní^funa, og
talið berst að uppáhaidsmálurum
Hauks.
„Af gömlu meisturunum finnst
mér Ásgrímur vera konungur ís-
lenskra málara. Og svo náttúru-
lega Kjarval, hann er án efa einn
mesti málari heims, hann var
betri en Picasso finnst mér, það
máttu hafa eftir mér, og það hef
ég lengi sagt. Kjarval var bara
fæddur hér inn í einangrunina,
en hinn var í stærra samfélagi.
Ég get nefnt Kristínu Jónsdótt-
ur, hún var frábær listamaður,
einnig er ég mjög hrifinn af Jóni
Engilberts. Af yngri málurum
má nefna ýmsa, þar fer nú að
vandast málið. Sverrir Haralds-
son er ofsalegur málari. Ég hef
alltaf haldið upp á Pétur Friðrik,
ég er hrifinn af Baltasar, þannig
mætti áfram telja. Ég var búinn
að segja að ég hef ekki dálæti á
abstrakt var það ekki?
Af erlendum mönnum gæti ég
líka nefnt fjölmarga, mér detta
þó einkum í hug þeir Andrew
Wyeth og Winslov Homer, þeir
eru góðir."
sjást nú í fyrsta skipti.
„Já, þetta er sölusýning," segir
Haukur, „þó talsvert af myndun-
um sé að vísu í einstakiingseigu.
En hvort sem ég sel vel eða illa,
þá mun ég eftir helgina halda
áfram í tannlækningunum, það
var aldrei ætlunin að gera þetta
að ævistarfi, og það verður ekki
nú. — Það getur þó verið gott að
eiga þetta til góða þegar ellin
sækir að.“
Þar með kvöddum við Kristján
Ijósmyndari Hauk, eldhressan og
sprækan þrátt fyrir 30 klukku-
stunda vöku, enda „er það ekki
vafamál, hvað sem gott og slæmt
má segja um íþróttaiðkun okkar
bræðranna, að góða heilsu höfum
við að minnsta kosti haft upp úr
krafsinu." Anders Hansen
l próf kjöri
minnum viö á
Markús örn
Antonsson
Hann er ötull og stefnufastur talsmaður Sjálfstæðisflokksins í borgarstjóm Reykjavíkur, íjölmiðlum og
á öðrum opinberum vettvangi.
Markús Öm hefur mikla reynslu í meðferð borgarmála og glögga þekkingu á hagsmunamálum Reykvíkinga.
Markús örn Antonsson, ritstjóri, Krummahólum 6.
Sjálfstæðisflokkurinn þarf á slíkum mönnum að halda.
val þitt nú skiptir máli
Stuöningsmenn