Morgunblaðið - 28.11.1981, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1981
17
„Þær hafa orðið til á síðustu
fjórum árum. Ég gerði margar
skissur við hverja mynd, af þess-
ari gerði ég til dæmis 14 skissur
áður en ég varð ánægður," sagði
Haukur og benti á mynd sem ber
nafnið „Illvætturinn."
Eru margar tegundir til af
tröllum?
„Já, það er fjöldinn allur til af
tröllum eins og sést á þessari
sýningu. Það eru nátttröll sem
urðu að steinum ef sól skein á
þau. Svo voru bergþursar. Þeir
bjuggu í bergi og komu lítið fram
í dagsljósið. Önnur voru kölluð
illvættir því þau réðust á fólk og
hremmdu. Það var mikið af þeim
í Skaftafellssýslu. Svo voru það
skessur.
Þekktasta sagan er eflaust af
Loppu og Jóni Loppufóstra og
þegar hún stækkaði hann með
þeim aðferðum sem ég var að
lýsa hér áðan. Þegar hann loks
slapp til byggða eftir stækkunina
sligaði hann þrjá hesta á leið-
inni. Hryggbraut þá.“
Þú hefðir ekki viljað lenda í
skessum?
„Ég held við séum meira og
minna í höndunum á skessum
dags daglega með allri virðingu
fýrir kvenþjóðinni að sjálfsögðu.
Ég ber mikla virðingu fyrir kven-
þjóðinni."
Ætlar þú að halda áfram að
teikna tröll?
„Ætli það bara ekki. Annars
hef ég hugsað mér að snúa mér
meira að álfum og þá ætla ég að
nota liti og breyta til með form
og annað."
En krumlan hér fyrir ofan
okkur?
„Hana gerði ég hér á staðnum.
Það væri ráð að gefa skattinum
hana til að hafa við innganginn á
gjaldheimtunni. Snúa henni bara
þannig að lófinn verði opinn í
staðinn fyrir krepptur. Svona
betlandi."
Að lokum Haukur Halldórs-
son, eiga tröllskessur erindi við
okkur í dag?
„Tvímælalaust. Hingað hefur
komið fólk og sagt mér hvað það
hefur séð í myndunum. Einn
sagði mér hann sæi fjölmiðlana
eða ríkið, það var í þessari," segir
Haukur og bendir á eina þar sem
gríðarlega ljót tröllskessa heldur
manni föngnum með sínum stóru
krumlum. „Önnur manneskja
sagði mér hún sæi í myndunum
þar sem skessurnar verða að
steinum, hvað allt væri njörvað
niður og fast í böndunum, stein-
runnið hér í þjóðfélaginu og
svona mætti lengi telja,“ sagði
Haukur og bætti við „jú, það hef-
ur verið fín sala.“
Sýningunni lýkur á sunnu-
dagskvöld.
— ai.
| Júlíus Hafstein
Frambjóðandi í prófkjöri
Sjálfstœðisflokksins 29. og30. nóv. n. k.
Sjálfstæðisfólk
Tryggjum
Júlíusi Hafstein
öruggt sæti
í komandi
meirihlutastjórn
okkar
í Reykjavík
Kosningaskrifstofan er aö
Garöastræti 6, 3. hæö s. 27930.
Stuðningsmenn.
VANTAR ÞIG VINNU (n)
VANTAR ÞIG FÓLK í
ff)
1*1 AL'GLYSIR I M ALLT
LAXD ÞEGAR ÞL AL'G-
LÝSIR I MORGLNBLAÐCSL
Gils Guömundsson: FRÁ YSTU NESJUM II
GILS GUÐMUNDSSON
SKUGGSJÁ
Safn skemmtilegra
vestfirskra þátta.
Meðal efnis þessa bindis er veigamik-
ill þáttur um höfudbóliö Vatnsfjörö við
ísafjarðardjúp og höföingja þá og
presta, sem þar hafa gert garðinn fræg-
an. Ritgerö er um Sigurö skurö, önnur
um skáldiö og ævintýramanninn Álf
Magnússon og hin þriöja um þróunar-
sögu Bolungarvíkur, auk margskonar
annars efnis i bundnu og óbundnu máli.
Þetta er þjóóleg bók og bráðskemmti-
leg aflestrar.
BÓKABÚO OUVERS STEINS SE
Hendrik Ottósson: GVENDUR JÓNS,
prakkarasögur
.^ úr Vesturbænum
—
GVFNDUR
M í-jfey 53%, ííí. :«
i
Þessar prakkarasögur úr Vesturbæn-
um eru fyrir löngu orönar sígildar. Hver
getur gleymt persónum eins og Hensa
og Kidda bróöur hans, bræðrunum Júlla
og Nílla, Eika Bech og Kela Grjóta,
Hákonarbæjarbræörunum og Sigga í
Kapteinshúsinu eöa Þorvaldi pólití. Þeir,
sem ekki hafa kynnst þessum persón-
um, eru öfundsveröir, svo skemmtilegar
eru frásagnir af þeim við fyrsta lestur.
Hinir rifja fagnandi upp gömul kynni við
þessa óviójafnanlegu prakkara.
SKUGGSJÁ
BÓKABÚO OUVERS STEINS SF