Morgunblaðið - 28.11.1981, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 28.11.1981, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1981 19 Aðventusamkoma helguð Tómasi Guðmundssyni, skáldi NÆSTKOMANDI sunnudag, 29. nóv., fcr fram aðventusamkoma í Garðakirkju. Verður hún helguð Tómasi Guðmundssyni skáldi. Dr. Gylfi Þ. Gíslason prófessor mun flytja ræðu um skáldið og sérstaklega fja.Ua um trúarlegan ' þátt skáldskapar hans. Einsöngv- ararnir Elísabet Erlingsdóttir og Kristinn Hallsson munu syngja lög við ljóð skáldsins og einnig munu Belcanto-kór Garðabæjar undir stjórn Guðfinnu Dóru Ólafsdóttur og Garðakórinn undir stjórn Þorvaldar Björnssonar fiytja verk eftir Tómas. Félagar úr Leikfélagi Garða munu og lesa upp úr ljóðum hans. Helgi K. Hjálmsson, formaður sóknar- nefndar flytur ávarp. Kaffiveit- ingar verða seldar á Garðaholti að athöfninni lokinni. Um þessa helgi fer fram hin ár- lega fjársöfnun Hjálparsjóðs Garðasóknar. Félagasamtök í Garðabæ aðstoða við söfnun þessa með því að bera út umslög til allra heimila í bænum, en gjafir fólks eru settar í þessi umslög og þeim síðan safnað saman. Allar gjafir munu dð þessu sinni renna til styrktar starfi fyrir fatlaða og aldna í Garðabæ. Tómas Guðmundsson Bókaforlagid Svart á hvítu hf.: Endurútgáfa á Ijóðabókum Einars Más BÓKAFORLAGIÐ Svart á hvítu hf., hefur sent frá sér aðra útgáfu á ljóðabókunum “Sendisveinninn er einmana" og „Er nokkur í Kór- ónafötum hér inni?“, eftir Einar Má Guðmundsson. Ný bók hefur verið þýdd og gefin út í Danmörku eftir Einar Má, „Frankensteins kup“ og hlotið jákvæða dóma í dönskum blöðum. Aðventuhátíð Víðistaðasóknar FRÁ ÞVÍ kapella sóknarinnar í Hrafnistu var vígð 1. sunnudag í aðventu 1977 hefur eitt og annað verið um að vera í sókninni þenn- an dag. Á sunnudaginn verður barnaguðsþjónusta kl. 11, hátíð- arguðsþjónusta kl. 14 og aðventu- kvöld kl. 20.30, þar sem boðið verð- ur upp á fjölbreytta dagskrá að venju. Ræðumaður kvöldsins verð- ur Árni Grétar Finnsson, bæjar- fulltrúi, Kór Víðistaðasóknar syngur, Lúsíur koma í heimsókn, þá verður einsöngur og tvísöngur, helgileikur o.fl. Systrafélag Víð- istaðasóknar verður með fjöl- skyldusamveru milli kl. 15 og 17 á sunnudaginn og að loknu aðventu- kvöldinu. Þar verða á boðstólum veitingar og skemmtidagskrá, m.a. skyndihappdrætti. Vonast er til að sem flestir geri þátttöku í dagskrá sunnudagsins að föstum lið í aðventuhátíðahaldi sínu. Sóknarprestur Aðventuhátíð í Neskirkju NÆSTKOMANDI sunnudag, 29. nóv- ember, verður aðventuhátíð í Nes- kirkju. Dagskráin verður sem hér segir: Kl. 2. Ljósamessa sem ferming- arbörn annast. Arnhildur Reynis- dóttir leikur á trompct. Organisti: Reynir Jónasson. Góðar kaffiveit- ingar í félagsheimilinu. Kl. 4. Davíð Oddsson borgar- fulltrúi flytur ræðu. Strengjasveit Tónlistarskóla Seltjarnarness leik- ur nokkur jólalög undir stjórn Hannesar Flosasonar. Kórsöngur og einsöngur: Kolbrún á Heygum syngur nokkur lög við undirleik Reynis Jónassonar. Sagt verður frá hjálparstarfi kirkjunnar í máli og myndum. Frank M. Halldórsson Fyrirlestur um franska plakatlist frá öndverðu MÁNUDAGINN 30. nóvember kl. 20.30 heldur franski málarinn Claude Verdier fyrirlestur um franska plakatlist frá öndverðu til okkar daga. > í Frakklandi hefur plakatlist löngum staðið með blóma og næg- ir að nefna listamenn á borð við Mucha, Cappiello og Toulouse- Lautrec. Verdier bregður upp fjölda piakata með myndvörpu og plakötin varpa síðan ljósi á það þjóðfélagsumhverfi sem þau eru sprottin úr. Claude Verdier er fæddur árið 1932 í París og hefur haldið fjölda einkasýninga, myndskreytt bækur og fjallað um myndiist í ræðu og riti. Þetta er þriðji fyrirlestur Verdier á Isiandi og fer fram í Franska bókasafninu, Laufásvegi 12. Öllum er heimill aðgangur. Sveinn Björnsson kaupmaður Á undanförnum árum hefur Sveinn Björnsson, vara borgarfulltrúi unniö markvisst aö hverskonar félagsmál um í borgarstjórn og innan frjálsra félagasamtaka. HANN HEFUR M.A. ÁTT SÆTI í: — í stjórn Varöar í 20 ár, formaöur í 3 ár. — í stjórn fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík í 3 ár. — í stjórn íþróttanefndar ríkisins í 9 ár. — í íþróttaráði Reykjavíkur í 8 ár, formaður í 4 ár. — í stjórn Verzlunarráös Islands og — í stjórn Kaupmannasamtaka Islands um skeið. — í stjórn ÍSÍ í 21 ár og nú forseti íþróttasambands islands. Stuðningsmenn. Sveinn Björnsson kaupmaður hefur upplýsingaskrifstofu að Laugavegi 1. Sími 11745. Ævar R. Kvaran: UNDUR ÓFRESKRA Síðan sögur hófust hafa lifað frásagnir um fólk, sem öðlaöist þekkingu án að- stoðar skynfæranna. Þessi óvenjulega bók hefur aö geyma fjölda sagna af slíku fólki, dularfullar furóusögur, sem allar eru hver annarri ótrúlegri, en einnig allar vottfestar og sannar. Enginn íslendingur hefur kynnt sér þessi mál jafn ítarlega og Ævar R. Kvar- an. Þessar óvenjulegu sögur bera því glöggt vitni hve víöa hann hefur leitaö fanga og hve þekking hans á þessum málum er yfirgripsmikil. SKUGGSJA BÓKABÚO OUVERS STEINS SE Ruth Montgomery: ÓVÆNTIR GESTIR Á JÖRÐU w ri'R.'iuMv.niuu | ÖWMR . „GESIIRA JORÐU ' SKirraiá ■■ SKUGGSJÁ Ruth Montgomery er vel kunn hér á landi af fyrri bókum sínum: .Framsýni og forspár", ,í leit aó sannleikanum“ og .Lífió eftir dauöann". Þessi bók hennar er óvenjulegust þeirra allra. Megin hluti hennar fjallar um þaó, sem höfundur- inn kýs aó kalla ,skiptisálir“ og hlutverk þeirra. Tugþúsundir skiptisálna eru meóal okkar, háþróaóar verur, sem hafa tileinkað sér Ijósa vitund um tilgang lífs- ins. Flestar þeirra starfa í kyrrþei mitt á meðal okkar og leitast vió að hjálpa okkur. Þetta fólk leitast vió aó þroska meó okkur lífsskoðun, sem stuölar að kjarki og góóleika. BÓKABÚO OUVERS STEIHS SE

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.