Morgunblaðið - 28.11.1981, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1981
Nitze mætir til
Genfar-fundar
(ienf, 27. nóvember. Al*.
I’AUL NITZE, gamalreyndur samn-
ingamadur Bandaríkjastjórnar, kom
í dag til Genfar að ræða við Rússa
um takmörkun kjarnorkuvopna í
Evrópu og sagði að hann yrði
„sanngjarn og harður“.
Hann sagði að það væri hagur
bæði Bandaríkjamanna og Rússa
að reyna af einlægni að ná sam-
komulagi um fækkun kjarnorku-
vopna. Hann kvaðst telja horfur á
því að takast mætti að ná sam-
komulagi, sem gæti lagt grundvöll
að nýju tímabili í samskiptum
austurs og vesturs.
Viðræðurnar hefjast á mánu-
daginn og munu standa í marga
mánuði. Nitze er formaður banda-
rísku sendinefndarinnar í viðræð-
unum, hinum fyrstu um kjarnor-
kuhergögn í forsetatíð Ronald Re-
agans.
Formaður sovézku sendinefnd-
arinnar er Yuli Kvitsinsky og er
væntanlegur á morgun, laugardag.
Mikið tjón eftir
átök f Kandahar
Nýju Delhi, 27. nóvember. Al*.
KANDAHAR í Afghanistan lítur út
eins og borg að lokinni loftárás í
heimsstyrjöldinni, eftir þriggja mán-
aða stöðuga bardaga afghanskra
skæruliða og stjórnarhermanna
samkvæmt heimildum sem áður
hafa reynzt áreiðanlegar. Vestrænir
stjórnarerindrekar hafa einnig skýrt
frá miklu tjóni í Kandahar og miki-
um fólksflótta frá borginni.
Hundruð íbúðarhúsa hafa eyði-
lagzt í Kandahar, sem er fylkis-
höfuðborg 500 km suðvestur af
Kabúl. Verulegur hluti 200.000
íbúa borgarinnar hefur flúið til
nálægra sveita eða yfir landa-
mærin til Pakistans.
Matvælaskortur er orðinn al-
varlegur þar sem litlar birgðir
berast frá nágrannaþorpum vegna
bardaganna. Mörkuðum hefur ver-
ið lokað og aðeins örfáar matvöru-
verzlanir eiga nægar matvæla-
birgðir.
Skæruliðar hafa ráðizt á birgða-
Iestir ríkisstjórnarinnar og eyði-
lögðu í síðustu viku 42 fullhlaðna
vörubíla í nágrannabænum Puza.
Minna ber nú en áður á sovézk-
um hermönnum og stjórnar-
hermönnum í Kandahar. Embætt-
ismenn hafa hingað til komið til
Kandahar að degi til undir vopn-
aðri vernd og snúið aftur fyrir sól-
arlag til sovézkra herbúða nálægt
flugvellinum utan við borgina.
Skrifstofuembættismenn láta nú
ekki sjá sig lengur og aðeins sov-
ézkir skriðdrekar og brynvarðir
bílar fara inn í Kandahar þar sem
aðeins er höfð nokkurra klukku-
tíma viðdvöl í björtu.
Háttsettur maður sem ætlaði til
Kandahar snemma í október
komst ekki lengra en á flugvöllinn
og varð að snúa aftur til Kabúl án
þess að fara inn í borgina þar sem
ekki var hægt að veita honum
nógu örugga vernd.
Skæruliðar gerðu árás á afgh-
anskan herflokk nálægt flug-
vellinum 21. nóv. og rændu úr
vopnabúri með aðstoð nokkurra
liðhlaupa. Sovézkir hermenn
komu á vettvang og neyddu
skæruliða til að hörfa. Mikið
mannfall hefur orðið í bardögun-
um um borgina síðustu þrjá mán-
uði.
Kínversk leikkona
handtekin
samskipta
IVking, 25. nóvember. Al*.
LÖGREGLAN í Peking hefur hand-
tekið 23ja ára kínverska leikkonu
sem hafði á prjónunum að giftast ít-
ölskum kennara í Shanghai. Heimild-
ir AP fréttastofunnar segja að stúlk-
an hafi verið handtekin þann 19. nóv.
Hjónaleysin höfðu ekki sótt um
giftingarleyfi, en ætluðu að gera
það að mánuði liðnum, um svipað
leyti og stúlkan hefði lokið prófi
frá leiklistarskólanum í Shanghai.
vegna
við ítala
Þau sátu oft saman á almannafæri,
en bjuggu ekki saman. -
Mönnum er í fersku minni hand-
taka annarrar kínverskrar stúlku í
haust, sem var handtekin og úr-
skurðuð í endurhæfingarbúðir
vegna áætlana um að giftast
frönskum diplómat sem hún bjó
með. Þykir mönnum sýnt að Kín-
verjar séu staðráðnir í að koma í
veg fyrir að Kínverjar giftist fólki
af öðru þjóðerni.
Max Euwe látinn
Amstt rdam, 27. nóvember. Al*.
DR. Max Euwe, fyrrverandi heims-
meistari í skák og forseti Alþjóða-
skáksambandsins, Fide, lést úr
hjartaslagi aðafaranótt róstudagsins.
Ilann var áttræður að aldri.
Dr. Euwe varð skákmeistari
Hollands árið 1921 og 14 árum síð-
ar, 1935, sigraði hann Alexander
Aljekhine, útlægan, rússneskan
stórmeistara, í einvígi um heims-
meistaratitilinn. Tveimur árum
síðar endurheimti Aljekhine titil-
inn úr höndum Euwes.
Euwe þótti maður alvörugefinn
en þó góður samningamaður og
slunginn í því að umgangast
skáksnillingana, sem margir
hverjir eru ekkert lamb að leika
sér við. Hann var forseti Fide 1972
þegar Bobby Fischer og Boris
Spassky leiddu saman hesta sína
hér á landi og stóð sig þá vel í
viðskiptunum við Fischer. Margir
þakka honum það fyrst og fremst
að það tókst að ljúka einvíginu.
Max Euwe
Euwe hafði gengist undir mik-
inn uppskurð á Wilhelmina-
sjúkrahúsinu í Amsterdam og var
á batavegi þegar hann fékk
hjartaslag og lést. Hann lætur eft-
ir sig konu og þrjár dætur.
Getið í
tilraunaglasi og
tekið ined keisar skurói
.
Adrian litli, tíu ára gamall, heldur hér hreykinn á svip á Martin bróður sinum, sem getinn var i tilraunaglasi.
Talið er að Adrian sé fyrstur til að eignast glasabarn fyrir systkin og móðir þeirra bræðra, sem einnig sést á
myndinni, jafnframt fyrsta konan sem á hvort tveggja — glasabarn og barn getið með eðlilegum hætti.
Glasabarnið var tekið með keisaraskurði.
Rússnesk leynihreyfing skipu-
leggur „hljóðar mótmælaaðgerðir“
ANDKOMMÚNÍSK neðanjarðarhreyfing í Sovétríkjunum er að skipu-
leggja „hljóðlátar mótmælaaðgerðir“ til stuðnings kröfum af ýmsum toga,
meðal annars um að Sovétmenn hverfi með herlið sitt frá Afganistan, segir
í frétt brezka blaðsins Daily Telegraph.
Þar segir að Lýðræðishreyfing stuðningsmenn sína að virða
Sovétríkjanna hafi skorað á „hálfrar klukkustundar þögn“
þann 1. des. sem samtökin hafa
lagt til að verði vítt um landið, og
þessar hljóðu stundir verði síðan
1. vinnudag hvers mánaðar um
ótiltekna tíð. Hreyfingin segist
hafa nokkur þúsund félaga innan
vébanda sinna í Sovétríkjunum.
í yfirlýsingu samtakanna er og
hvatt til að Sovétríkin forðist
íhlutun um málefni Póllands,
krafizt er lausnar pólitískra
fanga og að virt verði aðskiljan-
leg atriði í Helsinki-sáttmálan-
um. Vestrænir sérfræðingar um
sovézk málefni segjast ekki geta
gert sér grein fyrir því hversu
víðtækur stuðningur sé við hreyf-
inguna né heldur hvort hún sé
raunverulega öflug og muni hafa
bolmagn til að verða einhver
ógnun við stjórnvöld.
Þá er álitið að KGB fylgist nú
orðið gaumgæfilega með athöfn-
um þeirra sem eru grunaðir um
trúnað við samtökin og það muni
aðeins verða þeir allra kjörkuð-
ustu sem þori að ljá fylgi sitt við
„hljóðlátu mótmælaaðgerðirnar"
enda sé sýnt, að KGB taki ekki
vettlingatökum á þeim, sem leggi
samtökunum lið.
Sergei Soldatov, einn af stofn-
endum Lýðræðishreyfingarinnar,
sem var rekinn frá Sovétríkjun-
um í maímánuði eftir að hafa af-
piánað sex ára þrælkunarbúða-
dóm, sagði í London á dögunum
að félagar í Lýðræðishreyfing-
unni sættu æ meiri áreitni af
Begin heldur stjórnar-
fund á sjúkrahúsinu
Sinai og sjálfsstjórnarmál Palest-
ínumanna, en ísraelar hafa látið í
Ijós mikla gremju vegna afstöðu
og afskiptasemi, eins og þeir kalla
það, sem Efnahagsbandalagsríkin
hafa sýnt í þessu máli. Begin hef-
ur ákveðið að fundurinn verði á
sjúkrahúsinu.
Læknir Begins sagði að ráðherr-
ann myndi geta unnið þótt hann
væri rúmliggjandi, en á spítalan-
um yrði hann að vera a.m.k. tvær
vikur.
JerÚKalem 27. nóvetnber. Al*.
TALSMAÐUR Hadassah-sjúkra-
hússins í Jerúsalem sagði í dag, að
líðan Begins forsætisráðherra væri
„eftir atvikum góð, en hann hefði átt
svefnlausa nótt“. Væri hann þó
furðu hress og væri í stöðugu sam-
bandi við skrifstofu sí«a. Begin var
lagður inn á sjúkrahús til uppskurð-
ar, eftir að hann beinbraut sig fyrir
fáeinum dögum.
Á sunnudag átti að vera mjög
mikilvægur ríkisstjórnarfundur
til að ræða brottför ísraela frá
Sjónvarpid neit-
adi beiðni Flint-
imlinbinwhin-
bimlim Bus Stop
FTang-FTang-
Ole-Biscuit-
Barrel
('rosby, 27. nóvember. Al*.
TARQUIN Fintimlinbinwhin-
bimlim Bus Stop rTang-fTang-
Ole-Biscuit-Barrel, frambjóðandi
í hinum mikilvægu aukakosning-
um í Crosby á Englandi í gær,
var neitað um þá kröfu að fullt
nafn hans, eins og það er ritað
hér að ofan væri lesið upp í sjón-
varpi, þegar atkvæði voru lesin
upp að lokinni talningu í Crosby í
morgun.
John Desmond Lewis, sem er
22ja ára háskólanemi, fékk
nafni sínu breytt með lögum í
Tarquin Fintimlinbinwhin-
bimlim Bus Stop f’Tang-
f’Tang-Ole-Biscuit-Barrel til
að taka þátt í kosningunum
sem frambjóðandi Larfaláka-
flokks Cambridge-háskóla.
Hann fékk 233 atkvæði. Shir-
ley Williams, sigurvegarinn í
aukakosningunum hlaut 28.118
atkvæði.
hálfu stjórnvalda, ekki hvað sízt í
Eistlandi, þar sem þjóðernistil-
finning er enn mjög sterk. Sold-
atov var einn þeirra sem Pyott
Yakir, sovézkur andófsmaður,
sveik í hendur KGB eftir að Yak-
ir var handtekinn fyrir undirróð-
ursstarfssemi.
Soldatov sagði að innanlands-
ólga víða í Sovétríkjunum hefði
magnazt og væri langtum meiri
en menn á Vesturlöndum grun-
aði. Þessa ólgu mætti meðal ann-
árs rekja til matarskorts og
bágra lífskjara þorra manna,
reiði vegna innrásarinnar í Afg-
anistan, Póllandsmálsins og
ofsókna á hendur hvers kyns
minnihlutahópum.
Tveir fundust
er skip fórst
New York, 27. nóvember. Al*.
BANDARÍSKA strandgæzlan hef-
ur fundið tvo menn af 24 manna
áhöfn vesturþýzka flutningaskips-
ins „Elma Tres“ þar sem þeir
héngu á kjölum björgunarbáta
austur af Bermuda þar sem skipið
sökk.
Þrjár flugvélar strandgæzl-
unnar og ein flugvél sjóhersins
halda áfram leit að öðrum
mönnum sem kunna að hafa
komizt af.
Stór olíubrák sást skammt frá
þeim stað þar sem mennirnir
sáust. Bandaríska olíuskipið
„Chancellorsville" var nærstatt
og búizt var við að það mundi
bjarga mönnunum og taka síðan
þátt í leitinni.
Síðasta neyðarkallið frá
vestur-þýzka skipinu barst þeg-
ar það var 346 km austur af
Bermuda.
Ekki er ljóst hvers vegna
skipið fór að sökkva, þótt í neyð-
arkallinu væri talað um að
farmur þess hefði færzt til.
Ölduhæð á svæðinu er þrír til
fjórir metrar og vindhraði 128
km á klst.
Dimmt var þegar skipið bað
um aðstoð og neyðarblysum var
varpað úr flugvél til að finna
svæðið þar sem skipið var statt.
Skipið fór frá Puerto Madryn
í Suður-Argentínu 9. nóv. með
ávaxtasafa, leður og ull. Ferð-
inni var heitið til Boston og
skipið var væntanlegt þangað á
sunnudaginn.