Morgunblaðið - 28.11.1981, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.11.1981, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1981 23 Handtakið mig segir Paisley «Fp Ik lfa-st, 27. nóvember. Al*. Mótmælendaleiðtoginn séra Ian Paisley skoraði í dag á lög- regluna að handtaka sig ef hreyf- ing hans, „Þriðja aflið“, væri ólögleg. Þetta var svar hans við þeirri yfirlýsingu yfirmanns norður- írsku lögreglunnar (RUCP), Jack Hermon, að „engir einka- Þungir dómar Vínarborg, 27 nóvember. AP. FYRRVERANDI opinber starfsmaður og ellefu kaupsýslumenn fengu í dag dóma í einu mesta fjársvikamáli sem upp hefur komið í Austurríki síðustu áratugi. Adolf Winter, fyrrverandi for- stjóri fyrirtækis, sem tók að sér að byggja stærsta sjúkrahúsið í land- inu, var dæmdur til níu ára fangels- is vegna fjársvika og mútuþægni. Var hann sagður hafa þegið milljón- ir austurrískra schillinga. Kaup- sýslumennirnir ellefu fengu fang- elsisdóma frá einu ári upp í sex en þeir voru viðriðnir málið á mismun- andi máta. Einn þeirra er fyrrv. formaður austurríska iðnrekenda- sambandsins. herir utan ramma laganna" yrðu leyfðir. James Prior Norður-írlandsráðherra tók svipaða afstöðu eftir mótmæla- gönguna í Newtownards. Paisley sagði á blaðamanna- fundi að Þriðja aflið mundi halda áfram baráttu sinni þótt það yrði bannað. „Við munum verjast þó við þurfum að fara út fyrir ramma laganna til að verja okkur — það er ekki ólög- legt að verja sig,“ sagði hann. „Við látum ekki myrða okkur í bælinu," sagði séra Paisley. Vegfarendur í miðborg Bel- fast hlupu í skjól í dag þegar farþegi á vélhjóli skaut fimm skotum að kaþólskum götusala. Maðurinn var fluttur í sjúkra- hús. í írska lýðveldinu fundust vopnabirgðir í Tyholland, rétt hjá norður-írsku landamærun- um. í Dyflinni voru fjórir stuðn- ingsmenn hungurfanganna í Maze-fangelsi dæmdir í þriggja ára fangelsi, skilorðsbundið. í London ræddi Margaret Thatcher forsætisráðherra eins- lega við forsætisráðherra íra, Garret Fitzgerald, þótt mót- mælendur á Norður-írlandi leggi hart að henni að hætta við- ræðum við írsku stjórnina. N-írland: Sjö brezkir hermenn særðust Belfist, 27. nóvember. Al'. SJÖ hermenn særðust, þar af tveir alvarlega, þegar sprengja sprakk í grennd við landamærin við írska lýðveldið. Hermennirnir voru á eft- irlitsferð og námu staðar til að skoða bíl, sem hafði verið skilinn mannlaus eftir. Við könnun þeirra á bílnum sprakk sprengja, sem þar hafði verið komið fyrir, með fyrrgreindum af- leiðingum. Sprenging í Teheran Beirút, 27. nóvember. Al*. KRÖFTUGAR sprengingar urðu í stærstu kjörverzlun Tcheran í dag og tveir biðu bana og 15 slösuðust að sögn írönsku byltingarlögregl- unnar. Sprengingarnar voru þrjár og eldur kom upp í stórverzluninni sem er á fjórum hæðum. Fjórum öðrum sprengjum hafði verið komið fyrir í byggingunni, en þær sprungu ekki. „Hryðjuverkamönnum" er kennt um sprenginguna í frásögn írönsku fréttastofunnar. Þeir tveir, sem biðu bana, voru að fá benzín á bíla sína í benzínstöð gegnt verzluninni. Sprengju hafði verið komið fyrir í jeppa á bíla- stæði og eldur kom upp í nokkrum bílum. Sakharov máttfarinn Moskvu, 27. nóvember. AP. HJARTVEIKI Nóbelsverðlaunahaf- ans Andrei Sakharovs hefur ágerzt síðan hann hóf mótmælasvelti ásamt konu sinni á sunnudaginn að sögn fjölskylduvinar í dag, föstudag. Tilgangur sveltisins er að neyða sovézk yfirvöld til að leyfa tengda- dóttur þeirra, Lizu Alexeyevna, að flytjast úr landi. Sakharov hefur neitað að taka lyf við hjartasjúkdómnum síðan hann hóf föstuna, því að læknar segja að hann verði að taka lyfin með mat. Sakharov er sextugur Itölsk gullverólauna sófasett Opið i dag kl. 10—5. KM HÚSGÖGN LanttholtsveKÍ 111, Roykjavík, símar 37010 PREMKD LINEA DXJRO L .. „ Design&j I Gullverðlaun ^ I fyrir hönnun Tyrkland og Pakistan efli samskipti á hernaðarsviðinu kararhi 27. nóvember. Al'. KENAN Evren, hershöfðingi og hæstráðandi í Tyrklandi hvatti í dag til þess að upp yrði tekin nán- ari samvinna við Pakistan einkum á hernaðarsviðinu. Evren hefur verið í fimm daga opinberri heim- sókn í Pakistan og sagði á blaða- mannafundi við lok hennar að nauðsynlegt væri að Tyrkir og Pakistanir sneru bökum saman, ef öryggi þeirra væri á einhvern hátt ógnað. Evren sagði að Tyrkir myndu veita Pakistönum hernað- araðstoð ef til þess kæmi að á þá yrði ráðist og þeir bæru fram ósk um slíka hjálp. Evren sagði að nefnd hermálasérfræðinga myndi innan tíðar fara í heimsókn til Tyrklands, kynna sér varnir lands- ins og kanna möguleika á sam- vinnu á þessum sviðum. Þetta var fyrsta opinbera heimsókn Evrens síðan hann tók völdin í Tyrklandi fyrir um það bil fjórtán mánuðum. Hann for- dæmdi á blaðmannafundinum hryðjuverkastarfssemi hvar sem væri í heiminum og sagði að það væru jafnan hinir saklausu sem yrðu fyrir barðinu á ofstækis- mönnum. I yfirlýsingu sem þeir gáfu, Evren og Zia förseti Pakistan, er farið fögrum orðum um vináttu landanna og lögð áherzla á að ekki megi falla skuggi á hana. Þar segir að Afganistanmálið skuli leyst eftir pólitískum leið- um og helzt með milligöngu Sameinuðu þjóðanna og varð- andi Miðausturlönd kváðust þeir ekki telja að þar fyndist nein lausn nema Palestínumenn fengju að vera með í ráðum. Þá lagði Evren sérstaka áherzlu á að Kýpurdeiluna yrði að leysa eftir friðsamlegum leiðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.