Morgunblaðið - 28.11.1981, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 28.11.1981, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1981 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 85 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 5 kr. eintakið. Heimatilbúið hallæri Aætlað verðmæti sjávarvöruframleiðslunnar 1981 er 5,4 milljarðar króna og hefur aukizt um 59% frá fyrra ári. Þetta kom fram í ræðu Kristjáns Ragnarssonar, form- anns LÍÚ, á aðalfundi samtakanna. Verðmætaaukningin, mæld í íslenzkum krónum, skiptist þannig, að magn eykst um 2,6%, erlendar verðhækkanir skila 3% hækkun en fall nýkrónunnar gagnvart erlendri mynt 50,5% hækkun. Ytri skilyrði sjávarútvegs hafa verið góð, að dómi form- anns LIÚ, verðlag á helztu afuröum hagstætt og aflabrögð góð. Gengi Bandaríkjadals miðað við helztu myntir heims hefur hækkað verulega, sem reynzt hefur þjóðinni hag- kvæmt, þar sem meirihluti útfluttra sjávarafurða er seld- ur í dollurum en mestur hluti innflutnings greiddur í Evrópumynt. Er talið, sagði formaður LÍÚ, að þessi geng- isþróun hafi lækkað verðbólgu hér landi um 12 — 14% frá því sem hún hefði ella orðið. Þrátt fyrir þessi hagstæðu ytri skilyrði, sem að öllu eðlilegu hefðu átt að leiða til verulegs hagnaðar í útvegi, hefur rekstrarstaða útgerðarinnar verið mjög slæm. Að mati Þjóðhagsstofnunar vóru rekstrarskilyrði eftir síð- ustu fiskverðshækkun 12,4% halli á stærri togurum, 4,1% halli á minni togurum, 0,9% hagnaður á bátum, sem ekki stunda loðnu, — eða meðalhalli flotans 3,1% af tekjum. Líkur benda til að afkoma loðnubáta í heild sé mun lakari en annarrar útgerðar. Samtök útvegsmanna hafa ávallt lagzt gegn millifærsl- um og mismununum, en talið rétt, að jafna aðstöðu ein- stakra greina með því að þær sem betur mega sín leggi í Verðjöfnunarsjóð. Nú er hinsvegar svo komið að nær allar deildir Verðjöfnunarsjóðs eru tómar. Síðastliðn 3 ár hafa verið greiddar inn í sjóðinn 17,4 millj. kr. en út úr honum 232,9 millj. kr. Þessi óeðlilega þróun hefur átt sér stað, án þess að um verulegt verðfall hafi verið að ræða, sagði formaður LIU, enda hefur vísvitandi verið gengið á sjóð- inn og honum eytt. Kristján Ragnarsson sagði að fiskveiðistefnan hefði í meginatriðum reynzt vel, en stjórnvaldsaðgerðir hafi hinsvegar leitt til of mikils innflutnings skipa, of stórs skipastóls, miðað við veiðiþol fiskistofnanna, sem vóru fullnýttir. Afleiðing er sú að þorskveiðidögum þeirra skipa, sem fyrir eru, fækkar stöðugt. Afleiðingin hlýtur að segja til sín í lakari nýtingu og rekstrarafkomu veiðiflot- ans. Ennfremur að setja mörk sín á tekjumöguleika sjó- manna. Fyrir fjórum árum var að frumkvæði LÍU stofnaður aldurslagasjóður, sem hafði tekjur af iðgjöldum á skip, og gera átti útgerðaraðilum kleift að hætta rekstri úreltra skipa og vinna gegn fjárfestingu í gömlum skipum. Síðan kom til úreldingarsjóður, sem fékk tekjur að hluta af útflutningsgjaldi. Annar megintilgangur þessara sjóða var að fækka fiskiskipum — og draga þann veg úr þeim miklu veiðitakmörkunum, sem útgerðin býr við. Þesöi markmið hafa verið gerð ómerk af stjórnvöldum með óhóflegum innflutningi skipa. Svona vinnubrögð gera okkur ókleift að halda þessu starfi áfram, sagði Kristján, enda samþykkti aðalfundur LÍÚ tillögu um að leggja skyldi niður aldurslaga- og úreldingarsjóð, þar sem þeir hafi ekki þjónað þeim tilgangi, sem þeim var ætlað. Ekki verður önnur niðurstaða dregin af ræðu Kristjáns Ragnarssonar, formanns LÍU, á aðalfundi samtakanna, en að vandi útvegsins sé að hluta til, svo ekki sé fastara að orði kveðið, heimatilbúinn, og eigi rætur í stjórnvaldsað- gerðum. Aflaaukning, erlendar verðhækkanir og hagstæð gengisþróun, sem byggist á stöðu dollarans gagnvart Evr- ópumynt, hafi hinsvegar komið í veg fyrir enn alvarlegri áföll og enn verri stöðu rekstrargreina í sjávarútvegi. Þetta þýðir í raun, að án utanaðkomandi ávinninga í þjóð- arbúskapnum, hefði stjórnarstefnan leitt okkur í algjört kreppuástand. ATKVÆÐASEÐILL i PRÓFKJÖRI SJÁLFSTÆÐÍSMANNA i REYKJAVÍK 29.-30. NÓVEMBER 1981 Albert Guðmundason, stórkaupmaður, Laufásvoyl 6ð Andeni Hans«n, bfaðamaðúr, Dvertjabakka 22. Anno K, Jónsdóttir, aðstoðoríyfjafríKóinðúr, Unyboltavogl 82. Amf Bergur Elrlkason, fffimkveesmdaatjóH, Grioðsrvogi 74 Oavíð Oddason. frfimkv®máastjóri, tynghaga 5. Elnar Hákonarson, listmálfiri, Vogaraeti t. Erofi ftagnaradótiir, ímianhússafkítckt, Gfirófifttrœti 15, Guðmundur Araawn, forítjóri. Fjarðarási 1. Guðmundnr i. Oakaratwn. kaupmaður, Biörmaiandi 12. Hiimfif Guðlaugftson. múrari, Háaiaitisbraut 18. Huida Vaitýadóttir, bladamaður, Sdíh«ímum 5. ingibjðfg Rfifnar, Mraðsdómsidgmaður, örúnafandi 3. Jdna Grófi Sigurðafdóttir. akrifatofwmaður. Búiandi 28. Júiíua Hafstfiir., framkv*mda»tjó*í. Engj»*ell 23 Koibeinn H. Páisson. sðiufulitrúi, Eyjabakke 24. Magnú* L. Svelnaaon, formsður V. R., Galtastekk «. Máihiidur Angantýsdóttir, ajúkraliði, Bústaðavegi 55. Margrét S. Einaradóttir, ajúkraliði, Gnrðastrsjtí 47. Mfifkús öm Antonason. ritstjórl, Kfurnmahóium 6. Óíafur Haukur ólftlason. Iwknlr, Austurgerði f. Páii Gfsiaaon, iwknir, Huldulandl ð. Bagn«f Júiíusaon, skólastjófi, Háaleitísbraut 91. Slgfíður Ásgeífftdóttir, hérfiðsdómsiögmaður, Fjðlniavcgi 16. Sígurður Sigurðftfson. rttstjóri, ÆsuteiM 4. SiswjiSn A. Pjetdsted. Brekku»elt 1. Skafti Harðerson. vefaiunarmaður, Boðagranda 5. Sveínn Björnsson. v#rkfrwðif>gur, Gfundarlandi 5. Svfiinn 8|ómsson, kaupmsður, Leifagötu 27. Vlihjálmur P Viihjéimsson. ffamkv«md**tjóri, Auaturbergi 12. Þódr Lóruaaon, refverktaki, Hiíðargerði 1. ATHUGIO: Kjósa sfcal fæst 8 frambjóftandur og flest 12. - Skal þaft gert meó því að setja krossa f reitina fyrir framan nöfn frambjóðenda, sem óskað ar að skipi endantegan framboðslista _______________________________________FÆST 8 FLEST 12.______________________________________________ Sýnishorn af atkvædaseðli í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vegna framboðslista til borgarstjórnar. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík á morgun og mánudag: Kosið á fjórum stöðum í borginni á morgun PRÓFKJÖR um skipan fram- boðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík við borgarstjórn- arkosningarnar vorið 1982 fer fram á morgun, sunnudag, og mánudag. Kosið verður á 4 kjörstöðum á sunnudaginn, en á mánudag fer kosning aðeins fram í Valhöll. Hér fara á eftir leiðbeiningar fyrir þá sem vilja taka þátt í prófkjörinu. Atkvæðisrétt hafa allir fé- lagsbundnir sjálfstæðis menn í Reykjavík. Stuðn- ingsmenn Sjálfstæðisflokks- ins, sem ekki eru félags- bundnir geta gengið í flokk- inn fram að kjördegi. Á kjör- degi getur kjósandi gerst flokksbundinn verði hann orðinn 20 ára 23. maí 1982. Hafi kjósandi flutt til Reykjavíkur eftir 1. desem- ber 1980 þarf hann að fram- vísa flutningsvottorði frá Hagstofunni. Borginni er skipt í 5 kjör- hverfi: 1. kjörhverfi: Nes- og Mela-, Vestur- og Miðbæjar- og Austur- og Norðurmýr- arhverfi. Öll byggð vestan Snorrabrautar og einnig byggð vestan Rauðarárstígs að Miklubraut. Kjörstaður: Hótel Saga, Átthagasalur. 2. kjörhverfi: Hlíða- og Holta-, Laugarnes- og Lang- holtshverfi. Öll byggð er af- markast af 1. kjörhverfi í vestur og suður. Öll byggð vestan Kringlumýrarbrautar og norðan Suðurlandsbraut- ar. Kjörstaður: Valhöll, Háa- leitisbraut 1, vestursalur 1. hæð. 3. kjörhverfi: Háaleitis- og Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfi. Hverfið af- markast af Kringlumýrar- braut í vestur og Suður- landsbraut í norður. Kjör- staður: Valhöll, Háaleitisbr- aut 1, austursalur 1. hæð. 4. kjörhverfi: Árbæjar- og Seláshverfi og byggð Reykja- víkur norðan Elliðaáa. Kjör- staður: Hraunbær 102 B, suðurhlið. 5. kjörhverfi: Breið- holtshverfin. Öll byggð í Breiðholti. Kjörstaður: Seljabraut 54, 2. hæð, hús Kjöts og fisks. Kjósa skal í því hverfi sem búseta var í 1. desember 1980. Til að atkvæðaseðill verði gildur, skal kjósa fæst 8 frambjóðendur og flest 12. Skal það gert með því að setja krossa fyrir framan nöfn frambjóðenda. Kjörstaðir verða opnir á morgun kl. 10 til 20 og á mánudag kl. 15 til 20 þegar aðeins er kosið í Valhöll. Athugasemdir við bráðabirgí um breytingar á lögum um Athuga.semdir við bráðabirgða- ákvæói frumvarps að lögum um breytingar á lögum um Hæstarétt ís- lands. 1. Akvæði 61. gr. íslensku stjórnarskrárinnar nr. 33/1944 er byggt á því að umboðsstarfalausir dómendur skuli skipaðir til óákveðins tíma. Fræðimenn sem ritað hafa um 61. gr. íslensku stjórnarskrárinnar eða sambæri- legt ákvæði í dönsku stjórnar- skránni eru í aðalatriðum sam- mála um þessa skýringu (sbr. t.d. Stjórnskipun íslands eftir Ólaf Jó- hannesson, útg. 1955 í Reykjavík, bls. 278-279, ný útg. 1978 í Reykjavík bls. 276—279, Dansk Statsforfatningsret eftir Poul Andersen, útg. í Kaupmannahöfn 1954, bls. 158—159 og Dansk Statsforfatningsret II, eftir Alf Ross, útg. í Kaupmannahöfn 1960, bls. 466-467.) Efnisrökin að baki reglunni eru mikilvægi þess að dómarar séu sjálfstæðir og óháðir í störfum sínum. Er leitast við að koma í veg fyrir að framkvæmdavaldið geti beitt dómara þrýstingi, en einniitt slíkt ástand gæti skapast við það að dómarar væru settir eða skip- aðir til ákveðins tíma. Þetta á sér- staklega við þegar atvik benda til þess að áframhaldandi setning, að fyrra tímabilinu loknu, sé ekki útilokuð (sbr. t.d. fyrrgreint rit, Dansk Statsforfatningsret II. bls. 466). Ljóst er t.d. að erfitt væri að fylgja fram banni 61. gr. íslensku stjórnarskrárinnar við því að víkja umboðsstarfalausum dóm- ara úr embætti, nema með dómi, ef almennt mætti setja eða skipa dómara til tiltekins tíma. Þá er einnig vandséð hvernig ákvæði sömu greinar um að dómari skuli ekki missa neins í af launum sín- um þegar starfstíma lýkur, sam- rýmist því fyrirkomulagi sem frumvarpið gerir ráð fyrir. 2. Akvæði stjórnarskrárinnar um sjálfstætt og óháð dómsvald eru byggð á meginreglunni um þrígreiningu ríkisvaldsins. 61. gr. stjórnarskrárinnar er einungis staðfesting á þeirri meginreglu að því er dómara varðar. Af fram- ansögðu leiðir að allar lagaheim- ildir sem fela í sér skerðingu á því réttaröryggi sem 61. gr. stjórn- arskrárinnar veitir, verður að rökstyðja sérstaklega ef þær eiga að teljast hafa gildi. Því meira sem frávikið er þeim mun ræki- legri verður rökstuðningurinn að vera. 3. I bráðabirgðaákvæði fyrr- greinds frumvarps er gert ráð fyrir því að dómarar séu settir í nýjar „stöður". Þarna er því ekki um sambærilegt tilvik að ræða og um getur í 4. gr. 1. nr. 73/1975 en þar er gert ráð fyrir að unnt sé að setja dómara í tilteknu máli eða í tiltekinn tíma sé um forföll reglu- legs dómara að ræða eða leyfi frá störfum um stundarsakir eða þeg- ar sæti hans verður autt af öðrum ástæðum. Umrædd lagagrein gerir ráð fyrir því að dómari sé settur í stað annars fasts dómara sem hverfur frá störfum um stundar- sakir. Munurinn er m.a. fólginn í því að hinar nýju „stöður" gefa auknar líkur um framlengingu setningartímans. Umræddri 4. gr. er fyrst og fremst ætlað það hlutverk að mæta vissum ófyrirséðum atburð- um sem gera það að verkum að hinn reglulegi dómari getur ekki rækt starf sitt um stundarsakir. Heimildinni ber að beita í hófi skv. stjórnarskrárheimildum þeim

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.