Morgunblaðið - 28.11.1981, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1981
25
Hjörleifur Guttormsson iðnaðarrádherra:
Verði ekki ráðist í Blönduvirkjun nú,
komi Fljótsdalsvirkjun í hennar stað
TILLÖGURNAR eru með þeim
fyrirvara. að hagkvæmnismarkmið
náist fyrir orkuna. Ef ekki verður
aukið við iðnað í landinu, þyrfti ekki
að koma til aukning virkjana-
framkvæmda fram yfir þær fram-
kvæmdir sem nú eiga sér stað á
Þjórsár/Tungnársvæðinu. Hraðinn
og skömmtunin fer eftir því hvað
líklegt verður um orkuframleiðslu-
þörf, miðað við iðnað, sagði Hjörleif-
ur Guttormsson, iðnaðarráðherra,
m.a. á fréttamannafundi { gær, þar
sem hann kynnti niðurstöður ríkis-
stjórnarinnar um röðun næstu stóru
vatnsaflsvirkjana landsmanna og
hugmyndir hennar um orkufrekan
iðnað til nýtingar orku frá þeim
virkjunum.
Samþykkt ríkisstjórnarinnar er
svohljóðandi:
1. Samhliða næstu meiriháttar
vatnsaflsvirkjun verði unnið að
orkuöflunarframkvæmdum á
Þjórsár/Tungnársvæðinu, sem
auki núverandi afkastagetu um
allt að 750 GWh á ári.
2. Blönduvirkjun, samkvæmt
virkjunartilhögun I, verði
næsta meiriháttar vatnsafls-
virkjun á eftir Hrauneyjafoss-
virkjun, enda takist að ná um
það samkomulagi við heima-
menn.
3. Fljótsdalsvirkjun og Sultar-
tangavirkjun verði næstu
meiriháttar vatnsaflsvirkjanir
á eftir Blönduvirkjun. Ákveðið
er að framkvæmdir við Fljóts-
dalsvirkjun og Blönduvirkjun
skarist, og að Sultartangavirkj-
un verði samhliða Fljótsdals-
virkjun, eftir því sem orkunýt-
ing gefur tilefni til.
4. Ráðist verði í orkufrekan iðnað
með ótvíræðu íslensku forræði,
sem tryggi hagkvæma nýtingu
orku frá ofangreindum virkjun-
um. Skal í því skyni hraða hag-
kvæmniathugunum á m.a.: Kís-
ilmálmverksmiðju á Reyðar-
firði, áliðju, stækkun járn-
blendiverksmiðjunnar á
Grundartanga, trjákvoðuverk-
smiðju og sjóefnaiðnaði, svo
sem natríumklóratvinnslu og
magnesíumframleiðslu. Við
niðurröðun og staðsetningu
slíkra iðjuvera verði tekið mið
af þjóðhagslegri hagkvæmni og
æskilegri byggðaþróun og í því
efni m.a. gert ráð fyrir slíkum
iðnaði á Suðurlandi og Norður-
landi.
5. Við tímasetningu virkjunar-
framkvæmda og byggingu iðju-
vera, skal leitast við að haga
framkvæmdum á þann veg, að
mannafla- og vinnuvélaþörf
verði sem jöfnust á fram-
kvæmdatímabilinu. Tilgangur-
inn með þessari tilhögun er að
gera íslenskum verktökum
kleift að annast þessar fram-
kvæmdir og koma í veg fyrir
tímabundin og staðbundin
vandamál á vinnumarkaðnum.
6. Verði ekki ráðist í Blönduvirkj-
un nú, komi Fljótsdalsvirkjun í
hennar stað sem næsta meiri-
háttar vatnsaflsvirkjun fyrir
landskerfið, enda geti hún hafið
orkuframleiðslu fyrir árslok
1987.
Iðnaðarráðherra upplýsti að í
framhaldi af þessari samþykkt
yrðu ofangreindar tillögur fljót-
lega lagðar fyrir Alþingi, og jafn-
framt leitað eftir afstöðu hlutað-
eigandi aðila í héraði til virkjun-
artilhögunar við Blöndu. Aðspurð-
ur sagðist ráðherra reikna með, að
tillögurnar yrðu lagðar fyrir sam-
einað Alþingi í formi þingsálykt-
unar. Þá sagði hann einnig að rík-
isstjórnin hefði nú þegar tryggt
sér meirihluta á Alþingi til sam-
þykktar þeim.
Ráðherrann sagði í upphafi
fundar að mál þetta hefði verið til
meðferðar á fjölmörgum fundum
ríkisstjórnarinnar. Fyrir lægi
skýrsla Orkustofnunar — sem
lögð var fram á fundum — sem
staðfesti, að þessi röðun væri sú
hagkvæmasta, þ.e. Blanda númer
eitt, þá Fljótsdalsvirkjun og síðan
Sultartangi. Landsvirkjun og
Rafmagnsveitur ríkisins væru
einnig sammála um að Blanda
væri hagkvæmasti kosturinn, en
RARIK legði ekki sömu áherslu á
röðun virkjana eftir að Blöndu
sleppti.
Kísilmálmverksmiðja á Reyð-
arfirði er eina stóriðjan sem stað-
sett er sérstaklega í tillögum rík-
isstjórnarinnar, þ.e. á Reyðarfirði.
Ráðherrann var að því spurður
hvort líta mætti á þessa staðreynd
sem friðþægingu til Austfirðinga,
kjósenda hans, þar sem Blöndu-
virkjun ætti að vera númer eitt.
Hann svaraði því til að svo væri
ekki. Einn þriðji hluti af hag-
kvæmu vatnsafli á landinu væri á
Austurlandi. Hagkvæmnisat-
hugun og -hönnum að hluta til
slíkrar verksmiðju á Reyðarfirði
væri langt komin og því eðlilegt að
hún yrði staðsett þar.
Nokkrar umræður urðu um af-
stöðu landeigenda vegna Blöndu-
virkjunar og ráðherrann spurður
hvort hann reiknaði ekki með að
samningar við heimamenn næð-
ust. Hann sagði að ekkert væri
hægt að fullyrða í því sambandi.
Hann sagðist ekki líta á eignar-
námsheimild sína sem persónu-
lega heimild heldur heimild ríkis-
stjórnar og Alþingis. Ríkisstjórn-
in hefði enga afstöðu tekið í því
máli, en það yrði kannað, ef til
kæmi. Þá sagði hann norðanmenn
hafa kvartað yfir að ekki lægi
fyrir ákvörðun um röðun. Nú væri
hún borðföst og eftir að sjá hver
viðbrögð þeirra yrðu.
Þá var hann spurður hvort
Landsvirkjun yrði framkvæmda-
aðili. Hann kvað samningaviðræð-
ur, sem virtust jákvæðar, í gangi
og ætti þeim að ljúka í upphafi
næsta árs. Þá sagði hann einnig að
ef samningar tækjust ekki væri
ríkisstjórnin ekki bundin við
Landsvirkjun, aðrir aðilar s.s.
RARIK gætu komið inn í dæmið.
„Ótvírætt íslenzkt forræði sem
um getur í 4. lið samþykktarinnar,
sagði ráðherra aðspurður þýða, að
umrædd iðjuver ættu að vera í
meirihlutaeign Islendinga og ef til
einhverrar erlendrar eignaraðild-
ar kæmi, yrði það tryggt að ís-
lenzk stjórnvöld hefðu stjórn á öll-
um meiriháttar þáttum, eins og
öflun hráefnis, sölu framleiðsl-
unnar o.fl.
Nokkur umræða varð um hvort
óeðlileg töf hefði orðið á ákvörðun
um röðun virkjananna. Hjörleifur
lýsti því yfir að hann teldi að rik-
isstjórnin hefði að fullu staðið við
gefin fyrirheit um að ákvörðun
þessi yrði lögð fyrir Alþingi fyrir
lok ársins 1981. Hann sagðist ekki
telja að unnt hefði verið að taka
þessar ákvarðanir fyrr, en þess
bæri að geta að þrátt fyrir það
væru undirbúningsframkvæmdir
hafnar, bæði við Fljótsdalsvirkjun
og Blönduvirkjun. Hann sagði
einnig að hvort sem um yrði að
ræða Fljótsdalsvirkjun eða
Blönduvirkjun sem næstu virkjun
landsmanna gæti hvor þeirra sem
væri komist í gagnið fyrir árslok
1987.
Auk ráðherrans og fréttamanna
sátu fundinn orkumálastjóri, Jak-
ob Björnsson, Magnús Torfi
Olafsson, formaður samninga-
nefndar við landeigendur fyrir
norðan, og Páll Flygering ráðu-
ne.vtisstjóri.
Frá fréttamannafundinum: Tryggvi Sigurbjamason lengst til vinstri, þá Jakob Kjörnsson, Hjörleifur Guttormsson,
Páll Flygering og Magnús Torfi Olafsson lengst til hægri. l.jósm. Mbl. Kmilto.
iaákvæði frumvarps
Hæstarétt íslands
sem fyrr var getið. Sé þess ekki
gætt og dómari t.d. settur til
lengri tíma, kynni slíkt tilvik að
vera talið andstætt 61. gr. stjórn-
arskrárinnar jafnvel þótt um
setningu fyrir annan sé að ræða,
allt þó nánar eftir aðstæðum
hverju sinni.
4. Það hefur lengi tíðkast að
setja dómara til skamms tíma í
hæstarétti. Þau fordæmi eru ekki
sambærileg og geta ekki orðið til
þess að skjóta stoðum undir þá
skipan sem nú er fyrirhuguð með
bráðabirgðaákvæði fyrrgreinds
frumvarps. Þetta verður ljóst ef
bornar eru saman forsendur,
tímalengd og umfang á þessum
setningum í hverju tilviki fyrir
sig.
Framkvæmdin í hæstarétti hef-
ur hingað til verið sú að í öllum
tilvikum var um setningu í stöðu
annars dómara að ræða vegna
orlofs eða forfalla. í einu tilviki
var einn dómari settur í nær tvö
ár vegna leyfa hins reglulega dóm-
ara. Þar er að vísu um ærið langan
tíma að ræða en þó setning fyrir
annan. I öðru tilviki var dómari
settur í nokkur ár. Stóð svo á að
ákveðin hafði verið fækkun
hæstaréttardómara úr fimm í þrjá
í sparnaðarskyni, með lögum frá
1924. Sú breyting átti þó ekki að
koma til framkvæmda fyrr en
sæti tveggja fastra dómara losn-
uðu. í septembermánuði 1923, þeg-
ar menn þóttust sjá fram á laga-
breytinguna, lést einn af dómur-
um hæstaréttar og var þá annar
settur til að gegna stöðu hans þar
til sæti annars fasts dómara losn-
aði. Hér var um mjög sérstætt til-
vik að ræða. Verið var að koma á
nýrri skipan á dómstólana, og enn
var um setningu að ræða í stöðu
annars.
5. Bráðabirgðaákvæði fyrr-
greinds frumvarps um setningu
dómara ganga lengra en áður eru
dæmi til. Nefna má fáein atriði:
a. Þeir eru ekki settir í stöðu
annars dómara heldur er gert ráð
fyrir nýjum stöðum, þar sem um
endurtekna skammtímasetningu
gæti orðið að ræða, en einmitt sú
tilhögun er til þess fallin að móta
annað viðhorf hins setta dómara
til stöðunnar þegar fram líða
stundir. Slíkt veikir tiltrú almenn-
ings til dómstólanna.
b. Gert er ráð fyrir að settir
dómarar verði tveir eða þrír sem
er hátt hlutfall miðað við þann
fjölda dómara sem fyrir er.
c. Samkvæmt frumvarpinu er
við það miðað að umræddar heim-
ildir geti gilt í tvö ár hið lengsta.
Þetta telst langur tími miðað við
þau störf sem hér ræðir um. Sam-
kvæmt greinargerðinni með frum-
varpinu ber auk þess að „taka
málið til athugunar á ný“ að þeim
tíma liðnum. Ljóst er því, að höf-
undar frumvarpsins útiloka ekki
að um áframhald geti orðið að
ræða.
6. Ákvæði frumvarpsins um
dómara til bráðabirgða verður
ekki rökstutt:
a. Með því að vísa til reynslu
Finna, þar sem ákvæði 53,—60. gr.
stjórnarskrár Finna eru alls ekki
sambærileg ákvæðum íslensku
stjórnarskrárinnar um þau atriði
sem hér skipta máli.
b. Með því að vísa til fordæmis
Norðmanna eftir síðari heims-
styrjöldina, því að ástand þjóð-
mála í Noregi á þeim tíma er alls
ekki sambærilegt við ástandið á
Istandi nú.
c. Með því að vísa til þess að um
neyðarráðstöfun sé að ræða því að
auðvelt er að sýna fram á aðrar
leiðir sem í aðalatriðum leiða til
sömu niðurstöðu, en rýra þó ekki
sjálfstæði dómstólanna. Þessar
leiðir hefðu varla verulega aukin
útgjöld í för með sér. Má reyndar
taka fram að aukin útgjöld í þess-
um mæli geta aldrei talist grund-
völlur fyrir neyðarrétti sem rétt-
lætt geti frávik frá stjórnar-
skránni.
d. Með því að vísa til þess að
.dómarar til bráðabirgða verði
alltaf í minnihluta í hæstarétti.
Ekkert segir um það í fyrirliggj-
andi frumvarpi að umræddir dóm-
arar skuli ávallt vera minnihluti
dómara í hverju máli. Auk þess
st.vrkir það tæpast traust almenn-
ings á hæstarétti að skipta dómur-
um hans þannig í flokka.
e. Með því að vísa til þess að
dómarar til bráðabirgða verði að-
eins settir samkvæmt tillögu
hæstaréttar. Sá stuðningur sem
þetta kann að veita er veikur mið-
að við þá tryggingu sem stjórn-
arskráin veitir dómendum. Kjarni
málsins er krafa stjórnarskrár-
innar um skipan dómara til ótil-
tekins tíma.
7. Verði umrætt frumvarp um
dómara til bráðabirgða að lögum
er stigið varhugavert skref í sögu
íslenskrar dómskipunar.
a. Því kann að verða haldið
fram að um sé að ræða brot á 61.
gr. íslensku stjórnarskrárinnar. í
þessu sambandi skal á það bent að
líklegt er að einmitt komi til kasta
hæstaréttar sjálfs að skera úr um
það hvort umrætt bráðabirgða-
ákvæði fái staðist skv. 61. gr.
stjórnarskrárinnar. I greinargerð
með frumvarpinu kemur fram að
það sé samið af dómurum hæsta-
réttar. Ef úrlausnarefni þetta
kemur til kasta hæstarréttar er
líklegt að allir hinir reglulegu
dómarar hæstaréttar verði að
víkja sæti, sbr. 6. gr. 1. nr.
75/1973.
b. Jafnvel þó menn treysti sér
ekki til að fullyrða að umrætt
bráðabirgðaákvæði brjóti berlega
í bága við stjórnarskrána, má
vekja athygli á að hér er stigið
nýtt skref, sem gengur gegn meg-
inhugsun 61. gr. hennar. Vekur at-
hygli að lögmæti þessarar breyt-
ingar er m.a. rökstutt með fyrri
skrefum á sömu braut, sem ekki
hafa náð jafn langt. Er þá eins
víst að bráðabirgðaákvæðið, ef að
lögum verður, verði síðar notað til
rökstuðnings því að enn lengra
megi ganga. Hlýtur þetta að vera
umhugsunarefni.
c. Verði frumvarpið að lögum
má ætla að hæstiréttur dragist
inn í umræður um það hvort hann
sé löglega skipaður eða ekki. Slík-
ar umræður eru til þess fallnar að
rýra álit hæstaréttar út á við. Yrði
að telja það illa farið.
Reykjavík, 20. nóvember
1981,
Steingrímur Gautur Kristjáns-
son borgardómari, Jón Steinar
Gunnlaugsson hæstaréttarlög-
maður, Björn Þ. Guðmundsson
prófessor, Baldur Guðlaugsson
héraðsdómslögmaður, Stefán
M. Stefánsson prófessor, Frið-
geir Björnsson borgardómari,
Már Pétursson héraðsdómari,
llrafn Bragason horgardómari,
Björn Friðfinnsson fjármálastj.
Reykjavíkurborgar og Kiríkur
Tómasson héraðsdómslögmað-
ur.