Morgunblaðið - 28.11.1981, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1981
27
Hannes Lárus-
son í Rauða hús-
inu á Akureyri
LAUGARDAGINN 21. nóv.
opnaði Hannes Lárusson sýningu
í Rauða húsinu á Akureyri.
A henni eru sex verk í mis-
munandi einingum sem þó eru
lauslega samtengd í kringum
grundvallarhugmynd — hug-
myndina um alla hluti í heimi.
Verkin eru gerð á ýmsa vegu;
málverk, skúlptúr, ljósmyndir
eða ljóð. Sýningunni lýkur
sunnudaginn 29. nóv. og er opin
dag hvern frá kl. 16.00 til 20.00.
Sigfús Halldórsson
Bókasafn Kópavogs:
Eitt af verkum Hannesar Lárussonar.
Um skáldkonuna Látra-
Björgu hjá Grenvíkingum
Á AÐALFUNDI Átthagafélags
Grenvíkinga, sem haldinn verður
laugardaginn 28. nóv. kl. 3 í Hreyf-
ilshúsinu, flytur dr. Guðrún P.
Helgadóttir, skólastjóri. erindi um
l. áira-Bjiirgu, skáldkonuna á Látr
um á Látraströnd.
Atthagafélag Grenvíkinga var
stofnað fyrir tveimur árum og
hefur starfsemi þess verið lífleg,
m. a. hafa ýmsir góðkunnir fyrir-
lesarar flutt fyrirlestra um ýmis
sagnfræðileg efni.
Látra-Björg var uppi á 18. öld,
var förukona og er skáldskapur
hennar talinn mjög góður en hún
bjó við mjög kröpp ævikjör. Vísur
hennar lifa enn á vörum þjóðar-
innar. Má þar nefna:
(■rundar dóma, hvergi hann
hallar réttu máli.
Stundar sóma, aldrei ann
örgu pretta táli.
Dr. Guðrún er m.a. kunn fyrir
bók sína, Skáldkonur fyrri alda,
sem byggð er á víðtækum rann-
sóknum hennar um þau efni.
Pessa helgi í Blómaval:
AÓventukransar
aóventu-og
jólaskreytingar
W3BM
Sýning á mynd-
um Sigfúsar
Halldórssonar
í ANDDYKI Bókasafns Kópavogs
stendur nú yfir sýning á myndum
Sigfúsar Halldórssonar tónskálds og
myndlistarmanns. Á sýningunni eru
44 myndir, flestar gerðar með vatns-
litum, en einnig olíu og pastel.
Þarna er að finna nýjar og
gamlar myndir eftir Sigfús, mynd-
ir af gömlum húsum í Vestmanna-
eyjum og í Kópavogi. Einnig eru á
sýningunni landslagsmyndir úr
Heiðmörk og Þingvöllum og
myndir af Guðmundi G. Hagalín
og Vilhjálmi frá Skáholti eru
einnig á þessari sölusýningu lista-
mannsins.
Sýningin stendur til 5. des. og er
opin á sama tíma og bókasafnið
eða á virkum dögum frá 11.00 til
21.00 og á laugardögum frá 14.00
til 17.00.
Efna til
umræðna
um efni
Utlagans
SÉRSTAKAR pallborðsumræður
verða í dag í Austurbæjarbíói að lok-
inni sýningu á kvikmyndinni Útlag-
anum, sem gerð er eftir Gísla sögu
Súrssonar. Sýning myndarinnar
hefst kl. 13:30 og að tilhlutan sagn-
fræðistúdenta við Háskóla íslands
verður efnt til þessara umræðna.
Þátttakendur í umræðunum eru
Vésteinn Óiason, Gunnar Karls-
son, Jón Viðar Jónsson, Margrét
Hermannsdóttir, Ólafur Jónsson,
Jón Þórisson og Agúst Guð-
mundsson. Verður í umræðum
þessum fjallað um þá mynd sem
brugðið er upp í Utlaganum af
gömlum tíma.
Failegt úrval af jólastjömum,
rauðum og hvftum.
Nú er aðventan hafin. Margir haida þeim
góða sið að skreyta híbýli sín af því tilefni.
Komið við í Blómavali við Sigtún. Skoðið
hið stórkostlega úrval okkar af
aðventukrönsum og aðventuskreyting-
um, stórum sem smáum.
Eigum jafnffamt fyrirliggjandi alit efni til
aðventu- og jólaskreytinga.
Allskonar jóiaskraut jóiaskreytingar og
efni til slíks.
Opið alla daga til kl. 21.00.