Morgunblaðið - 28.11.1981, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1981
Til sölu
Tilboö óskast í aflaskipiö, Erling RE-65, sem selst
meö þeim togveiöarfærum sem til eru. Skipiö er ný-
komið úr slipp og getur afhenst strax. Réttur áskilinn
til aö taka hvaöa tilboði sem er eöa hafna öllum.
Tilboöin berist Fasteignamiöstööinni, Austurstræti 7,
R. fyrir kl. 12 á hádegi 4. 12. nk.
A morgun
er fyrsti
sunnudagur
íaðventu
og þá kynnum við jólalitina okkar.
Við bjóðum aðventukransa, ótal tegundir.
Allt efni í aðventukransana færðu hjá okkur.
Á morgun, fyrsta sunnudag í að-
ventu, hóldum við upp á daginn og
bjóðum upp á heitt kakó og heima-
hakaðar smákökur.
OPIÐ ALLA DAGA OG UM HELGAR
FRÁ KL. 9-9
<BIX)MUAVEXnR
Hafnarstræti 3, sími 12717 — 23317
Austurstræti við hliðina á Búnaðarbankanum.
ALLAR SKREYTINGAR UNNAR AF FAGMÖNNUM
Sterk samstaða farstöðva-
eigenda tryggir fullt sendiafl
Það hefur orðið að ráði, að ég
sjái um þátt hér í blaðinu er fjalli
um svo nefndar ('B-talstöðvar. CB
er skammstöfun á ensku orðunum
„citizen band“ sem hefur verið
nefnt á íslensku, almenningstíðni-
svið, og þá skammstafað AT-tíðni-
sviðið, sem notað er í 27
MHz-tíðnisviðinu. Þegar rætt er
um þessar stöðvar eru þær einnig
nefndar FR-stöðvar, en FR stend-
ur fyrir Félag farstöðvaeigenda á
íslandi. Ég hef í hyggju að leggja
nokkra áherslu á félagslega þátt-
inn í dálkum þessum, en að sjálf-
sögðu mun tæknihliðin ekki verða
útundan. Þeir sem nota þessar
stöðvar í dag skipta orðið þúsund-
um. Félagar í FR munu vera nær
7.000, en skráðar stöðvar hjá Póst-
og símamálastofnun eru sennilega
nær 14.000.
En hvað er talstöð? Fyrir leik-
mann sem fær sér talstöð í
fyrsta sinn er þetta kassi með
tökkum og ljósum, sem viðkom-
andi veit harla lítið um. Og
margir álíta, að talstöðin sé slíkt
undratæki, að reglulega sé hægt
að ná sambandi um langan veg.
En það er mikill misskilningur.
Til þess að það sé hægt, þurfa
skilyrði í lofti að vera mjög góð.
Eftir því sem notendafjöldi hef-
ur aukizt og umræður orðið fjör-
ugri, þá hefur þekking á tak-
mörkunum og möguleikum
CB-stöðva vaxið að sama skapi.
Það er auðvitað mjög
skemmtilegt og spennandi að ná
sambandi um langan veg. Mér
fannst ég hefði fengið vinning í
happdrætti, þegar ég á sl. sumri,
þá staddur á Laugarvatni, náði
sambandi við FR 2473, en hann
var staddur á ísafirði. Þannig
samband næst stundum, en er
ekki reglulegt. En hverjir eru
möguleikarnir og hvað er gert
fyrir þá mörgu, sem talstöð eiga.
Eg ákvað að taka hús á Jónasi
Bjarnasyni frkvstj. FR, en sá fé-
lagsskapur hefur aðalskrifstofu
að Siðumúla 2.
— Hverjir eru möguleikar
þessara stöðva í þágu almenn-
ings?
— Möguleikarnir í dag eru
ótrúlega miklir og ekki hvað sízt
vegna þess, að einstaklingum
þeim er nota þessar stöðvar fer
sífellt fjölgandi. Enga þjónustu
er samt að fá frá hinu opinoera.
Stefna FR er að leitast við að
tryggja það sem allra bezt, að
félagsmaður nái sambandi undir
sem flestum kringumstæðum.
Félagið hefur i þessu efni m.a.
byggt upp radíó um land allt síð-
astliðin tíu ár. Þá er jafnt og
þétt unnið að fræðslu hvað varð-
ar búnað og fjarskipti. Um þess-
ar mundir er einmitt verið að
fara af stað með námskeið á veg-
um FR-deildar 4 hér í Reykjavík.
FR átti hvað mestan þátt í því að
ný reglugerð var sett um tíðni-
sviðið í desember 1979, þar sem
kveðið er á um alls 40 rásir og
aukið sendiafl. Með auknum
rásafjölda er rýmra um notend-
ur og fleiri komast fyrir. Hvað
þetta varðar, má nefna að við
höfum haft prýðilega samvinnu
við Almannavarnir ríkisins,
SVFÍ, FÍB og Öryrkjabandalag
Islands. Allt stuðlar þetta að
auknum möguleikum og ekki
hvað sízt, bættu öryggi.
— Félag farstöðvaeigenda á
íslandi er stórt félag sem nær
yfir allt landið, hvernig er
starfseminni háttað?
— FR er ákafiega lýðræðis-
lega uppbyggt félag, sem sam-
anstendur af 18 deildum og sú
19. er reyndar í burðarliðnum.
Og þar sem ekki eru starfandi
deildir höfum við umboðsmenn.
Farstöðvar
Ragnar Magnússon
Deildirnar halda sína aðalfundi,
þar sem kosnir eru fulltrúar,
sem síðan koma saman á árs-
þingi og mynda æðstu stjórn fé-
lagsins. Á milli þinga sjá deild-
arstjórnir um starfið á hverju
deildarsvæði í samráði við
landsstjórn, sem situr í Reykja-
vík. Vegna þessarar uppbygg-
Jónas Bjarnason
ingar og að landsstjórnarmenn
eru víðs vegar að af landinu, hef-
ur náðst mjög gott samstarf við
deildir og þær hafa í raun mjög
frjálsar hendur. Starfið í deild-
unum fer mikið eftir landfræði-
legri sérstöðu hvers svæðis og
fólkinu sjálfu. Deild 3 hefur til
dæmis töluvert byggt starfsemi
sína á uppsetningu á FR-rad-
íóum og viðhaldi þeirra, til dæm-
is í Þórsmörk, Landmanna-
laugum, Veiðivötnum og Nýjadal
undir Tungnafellsjökli.
Um starf landsstjórnar og
skrifstofu hennar hér í Reykja-
vík er það að segja, að stórt
verkefni er útgáfa árlegs félag-
atals. Álíka verkefni er dreifing
og vinna við blað félagsins, Rás-
6, sem kemur út sex sinnum á ári
og er ritstýrt með myndarbrag
frá Borgarnesi. Snar þáttur í
starfi landsstjórnar eru heim-
sóknir á deildasvæðin til eflingu
innri tengsla félagsins, milli
þess sem hún tekur ákvarðanir
um mikilvæg mál. Almennt starf
á skrifstofu fer í úrvinnslu
gagna og alhliða fyrirgreiðslu til
félagsmanna. Radíóþjónusta er
hér daglega í gangi og við verð-
um vör við að það kemur sér oft
vel. I víðara samhengi er starf-
semin héðan þó viðameiri og sem
dæmi má nefna, að oft er aðstoð-
að við skipulagningu deilda á
starfseminni, útvegun tækni-
fróðra manna og annars efnis.
— Aðhald og eftirlit af hálfu
FR gagnvart félagsmönnum?
— Sem reglu leggjum við
áherzlu á, að málin séu afgreidd
á viðkomandi deildasvæðum, án
beinnar íhlutunar héðan. Hins-
vegar er reynt til hins ýtrasta að
ná samkomulagi, þegar óskað er
aðstoðar. En til þess kemur
sjaldan að grípa þurfi til þeirra
örþrifaráða að senda kæru til
Póst- og símamálastofnunar. í
þessu sambandi má benda á, að
starfandi eru aganefndir. Einnig
er verið að koma upp sérstökum
sveitum, sem eiga að hafa uppá
þeim er truflunum valda, og í því
sambandi er verið að festa kaup
á slíkum búnaði þessa dagana.
— Hyggst félagið sækja um
annað tíðnisvið, og hvað með
SSB?
— Með hliðsjón af þróun þess-
ara mála í næstu nágrannalönd-
um okkar, hefur félagið í hyggju
að sækja um annað tíðnisvið án
þess að láta af hendi það sem
þegar hefur áunnizt. Þessir hlut-
ir eru til nánari skoðunar hjá
Landsstjórn. I þessu sambandi
hefur hvað helzt verið rætt um
metra- og centimetrabylgjuna.
Hvað SSB-tegund útgeislunar
varðar, þá þýðir umsókn af því
tagi í raun kollvörpun á grund-
vallarskilgreiningu notkunar
tíðnisviðsins. Þetta þýðir samt
ekki, að afstaða félagsins sé
neikvæð. Það verða síðar sett
fram rök fyrir því, að þessi teg-
und útgeislunar (mótunar) verði
leyfð. Eins og málin standa í
dag, þá teljum við hagkvæmast,
að leiða þau mál til lykta, sem
þegar hafa verið sett fram við
Póst- og símamálastofnun og
ráðuneyti.
— Nú er það Póst- og síma-
málastofnun, í umboði ráðuneyt-
is, sem talstöðvar og önnur fjar-
skipti heyra undir. Er búið að
skipuleggja 40 rása-bandið eins
og talað var um að gert yrði, eft-
ir að reglugerðin var sett í des-
ember 1979?
— Þessi mál eru einmitt í
vinnslu hjá samgönguráðuneyti.
Félagið hefur sem ábyrgur aðili
og fulltrúi notenda átt ákaflega
góð og náin samskipti við
starfsmenn ráðuneytisins. Við
erum mjög bjartsýnir á útkom-
una í ljósi þess, að öll gögn máls-
ins eru okkur í vil.
— Eru sambærileg félög til í
nágrannalöndunum, og ef svo er,
hefur FR einhverja sérstöðu?
— Þetta er að mörgu leyti
mjög ánægjuleg spurning vegna
þess, að FR hefur einmitt ein-
staka sérstöðu á þessum vett-
vangi, samanborið við önnur
lönd í okkar heimsálfu. Ekkert
land í Evrópu á eitt landsfélag
notenda í 27 MHz-tíðnisviðinu
sambærilegt við FR. Danskir
farstöðvaeigendur eru tii dæmis
mjög sundraðir, þar eru starf-
andi yfir eitt hundrað smáklúbb-
ar. Sömu sögu er að segja viðast
hvar í Evrópu, til dæmis frá
Frakklandi. Við erum sannfærð-
ir um að þessi sterka samstaða
farstöðvaeigenda hér á landi, að
skipa sér undir fána eins félags,
hefur tryggt okkur, einum allra
Evrópubúa, 40 rásir og fullt
sendiafl.
Að lokum er gaman að geta
þess, að við erum með ýmislegt
nýtt á prjónunum, sem þegar er
farið að vinna að, svo sem útgáfu
sérbæklinga sem koma inn á öll
notkunarsvið farstöðva án þess
að fara út í þungt tæknimál. Þá
eru tryggingarmál farstöðvaeig-
enda einnig til skoðunar hjá
okkur og væntum við þess að
geta boðið félagsmönnum upp á
mjög hagstæð kjör í þeim efnum
í framtíðinni. Samvinna á nýjum
vettvangi við önnur félaga-
samtök mun einnig gera okkur
kleift að standa enn betur vörð
um hagsmuni farstöðvaeigenda í
27 MHz tíðnisviðinu á komandi
árum.