Morgunblaðið - 28.11.1981, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1981
33
Aðventukvöld í Árbæjarsókn
Kirkjudagur í Langholtssókn
SUNNUDAGINN 29. nóvember
verður kirkjudagur í LangholUsókn,
en það er afmælisdagur safnaóarins.
Dagskrá hefst kl. 9:30 með Oska-
stund barnanna og er þar sögumad-
ur Sigurdur Sigurgeirsson. Verða
sagðar sögur, sungið og sýndar
myndir.
Klukkan 11 er guðsþjónusta á
vegum Alfa-nefndarinnar, en þá
hefst vikan „Líf og list fatlaðra"
og verður dagskráin einnig út-
skýrð á táknmáli. Signý Sæm-
undsdóttir syngur einsöng. Klukk-
an 14 verður afmælisguðsþjón-
usta. Þá mun kór kirkjunnar
flytja kantötu nr. 61 eftir Bach
ásamt Garðari Cortes, Kristni
Sigmundssyni og Ólöfu K. Harð-
ardóttur. Að lokinni messu er
fjáröflunarkaffi kvenfélagsins til
styrktar kirkjubyggingunni.
Um kvöidið er síðan aðventu-
hátíð og hefst hún kl. 20:30. Ólafur
Örn Arnason formaður safnaðar-
stjórnar flytur ávarp, dr. Kristján
Eldjárn er ræðumaður kvöldsins
og Kór Langholtskirkju flytur að-
ventutónlist. Nemendur úr Tónl-
istarskólanum leika flautukvart-
ett eftir Mozart og Arngunnur Ýr
Gylfadóttir flytur franska tónlist
á flautu. Að samkomunni lokinni
verður kirkjukaffi.
Með aðventu eða jólaföstu hefst
nýtt kirkjuár í kristnum heimi, en
þetta fyrsta tímabil kirkjuársins,
aðventa, er undirbúningstími krist-
inna manna fyrir komu jólanna,
fæðingarhátíðar frelsarans. Og
mikill er hann vissulega ytri undir-
búningurinn fyrir þessa blessaða
hátíð lífs og ljóss í myrkum
skammdegisheimi. Síðustu vikurn-
ar fyrir jól einkennast af önn og
erli jafnt ungra sem aldinna, sem
mikið leggja á sig til þess að jólin
geti orðið þeim og vandamönnum
þeirra sem ánægjulegust og gleði-
ríkust.
En það hefur einnig færst í vöxt
meðal kristinna safnaða að menn
gefi hinum innra undirbúningi jól-
anna aukinn gaum á aðventunni,
en sá undirbúningur miðar að því,
að menn geti eignast heilög jól
friðar og kærleika í hug og hjarta.
Leiðrétting
í MORGUNBLAÐINU í gær urðu
þau mistök, að fyrirsögn vantaði á
umsögn um matreiðslubókina
„Áttu von á gestum?" Einnig féll
niður að umsögnin væri eftir Jó-
hönnu Kristjónsdóttur.
í því skyni eru aðventukvöldin
haldin í söfnuðum landsins, þar
sem boðið er upp á að menn geti
eignast kyrrar næðisstundir til
helgrar hugleiðslu um það, hvers
virði jólin raunverulega eru lífi
okknr allra og hvílík nauðsyn það
er hverjum manni að eignast hann,
sem minnst er á jólum, í hjarta og
sál. Og i öllu annríki og erli hins
ytra jólaundirbúnings, sem aðeins
er umgjörð um perluna dýru, sjálf-
an jólaviðburðinn, eru menn farnir
að skynja mikilvægi þess að koma
saman í húsi Drottins fyrir jólin til
innri undirbúnings og aðventu-
kvöld safnaðanna hafa því verið
mjög fjölsótt og mörgum til gleði
og gagns.
Að kvöldi fyrsta sunnudags í að-
ventu, hins 29. nóvember, verður
aðventukvöld haldið í Safnaðar-
heimili Árbæjarsóknar og hefst
samkoman kl. 20.30 (kl. 8.30 síðdeg-
is).
Dagskrá aðventukvöldsins verð-
ur sem hér segir:
1. Ávarp. Gunnar Petersen, safn-
aðarfulltrúi.
2. Einleikur á orgel. Unnur Jens-
dóttir.
3. Flautuleikur. Manuela Wiesler.
4. Ræða. Friðjón Þórðarson, dóms-
og kirkjumálaráðherra.
5. Einsöngur. Kolbrún á Heygum
Magnúsdóttir syngur við undir-
leik Unnar Jensdóttur.
6. Yngri kór Árbæjarskóla syngur
undir stjórn Áslaugar Berg-
steinsdóttur söngkennara.
7. Helgistund í umsjá sóknar-
prests.
Kynnir á samkomunni verður
Rannveig Guðmundsdóttir.
Árbæingar og Selásbúar.
Komum saman á nýársdegi
kirkjuársins í aðventubyrjun og
eignumst kyrra og helga stund í
húsi Drottins til undirbúnings há-
tiðinni æðstu, hátíð friðar og kær-
leika, lífs og ljóss, heilögum jólum.
Tendrum einnig aðventuljósin í
hug og hjarta. Fjölmennum í Safn-
aðarheimili Árbæjarsóknar annað
kvöld klukkan hálf níu.
Verið öll velkomin.
Sr. Guðmundur Þorsteinsson
Kirkjudagur Seltjarnarness
SÍÐASTLIÐIÐ sumar var tekin
fyrsta skóflustunga að væntan-
,Iegri kirkjubyggingu á Seltjarn-
arnesi. Næstkomandi sunnudag, á
fyrsta sunnudegi í aðventu, efnir
söfnuðurinn til hins árlega kirkju-
dags. Segja má að markmið
kirkjudagsins sé tvíþætt, annars
vegar efling trúarlífs safnaðarins
og hins vegar fjáröflun fyrir
væntanlega kirkjubyggingu. Allir
velunnarar kirkjunnar eru hvattir
til að sýna samstöðu og fjölmenna
til guðsþjónustu og á kökubásar
og kvöldsamkomu í félagsheimili
Seltjarnarness.
Kl. 11: Ljósamessa sem ferm-
ingarbörn annast. Blásarakvartett
leikur undir stjórn Skarphéðins
Einarssonar. Organisti: Sighvatur
Jónasson.
Kl. 3.: Kökubasar.
Kl. 8.30: Kvöldvaka. Skólakór
Seltjarnarness syngur undir
stjórn Hlínar Torfadóttur. Ein-
söngur: Kolbrún Harðardóttir
syngur við undirleik Kolbrúnar
Sæmundsdóttur. Erindi: Sr. Ólaf-
ur Oddur Jónsson ræðir um fjöl-
skylduvernd og trúarlegt uppeldi.
Hugvekja: Jóhann Guðmundsson.
Frank M. Halldórsson
L
TT rr
— i ii r * 11 m ii; ' i 1 1 'i L
jj- .L
Okkar verð Leyft verð
Rúsínur pr. kg.........
Sýróp 500 gr...........
Kókosmjöl 500 gr.......
Möndlur 250 gr.........
Heslihnetukjarnar 100 gr.
Valhnetukjarnar 100 gr. ..
Súkkat 100 gr..........
Kakó 400 gr............
Majones 400 gr.........
Kaffi .................
27,00
21,30
12,15
13,60
6,65
10,70
6,40
35,10
10,40
12,50
23,65
13,50
15,10
7,40
11.90
7,10
39,00
4,60
12.90
Dilkaskrokkar, niðursagaðir og
Vínarpylsur (afsláttarverð) ...
Yacuumpakkað saltkjöt ....
Úrbeinaður hangiframpartur .
Kjúklingar ...............
London-lamb ..............
Lambahamborgarahryggur ...
pakkaðir
46,62 pr. kg.
45,45 pr. kg.
76,76 pr. kg.
63,30 pr. kg.
116,00 pr. kg.
73,15 pr. kg.
JOLAMARKAÐUR
ALLT Á VÖRUMARKAÐSVERÐI
Frönsk BABYBOTTE bamaskómir í stæröunum 18—24. Verö frá 166 kr
Húsgögn í bama- og unglingaherbergi, svefnbekkir. veggeiningar,
skrifbord og stólar. Nýjar geröir sófasetta og einstaklingsrúm á góöu
verdi.
Ný komiö 82 modelin af GAGGENAU blástursofnum, sem em alveg
frábærir til baksturs og steikingar.
Vörumarkaðurinn hf.
ÁRMÚLAIa