Morgunblaðið - 28.11.1981, Síða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1981
Á kristniboðsári
Spurt er:
Það er nú svo
mikið gagnrýnt til-
standið kringum
jólin, að maður hef-
ur hálfslæma sam-
visku af þessum
venjulega jóla-
undirbúningi
ofsókn gegn honum, sem lagður
var í jötu, átti hvergi höfði að
halla á jörðu, og var síðast seld-
ur fyrir 30 silfurpeninga.
Hin fyrstu jól, sem kristnir
menn halda, eru í rauninni svar
við heiðinni sóldýrkun. Þeir tóku
að minnast fæðingar frelsarans,
sem er hin sanna sól réttlætis-
ins. Og trú þeirra bar sigurorð af
heiðninni.
En hvað eru vor jól? Hvort eru
þau fremur heiðin eða kristin?
Sr. Guðmundur Óli Olafsson er
dómkirkjuprestur í Skálholti.
Þessi orð hafa eilíft gildi. Það
varðar öllu, að erindi Guðs kom-
ist til manna. Þetta erindi er
fólgið í textum, sem lesnir eru á
helgidögum. Þeir eru svo mikils
háttar, að hvorki amstur né hé-
gómi mega glepja svo fyrir læri-
sveininum, að hann fari á mis
við þá. Aðventukransar með
fjórum kertum tíðkast álieimil-
um á seinni árum. Sums staðar
erlendis er venja að lesa ein-
hvern texta dagsins, þegar
kveikt er á hverju kerti. Þann sið
mætti gjarna taka upp ásamt
stuttri bænagjörð eða söng.
Heimilisguðrækni er orðin fá-
tækleg á Islandi. Það mun fátítt,
að fjölskylda hafi sameiginlega
helgistund. Morgunbænir og
borðbænir munu sjaldgæfar.
Kvöldbænir munu þó víðast
En hvernig vill kirkjan að mað-
ur undirbúi sig fyrirjólin ?
Ogger þú nú snjallræði nokkurt, svo fólkið finni
í fordæmi þínu hygginn og slóttugan mann:
Með kurteisum svip skaltu kveikja í stofunni þinni,
og kauptu svo sóknarprestinn — og éttu hann.
Þetta lagði Steinn Steinarr til
málanna. Þau eru þó nokkur, ís-
lenzk skáld, sem tekið hafa i
streng með honum um jólin og
undirbúning þeirra. Einhver bit-
ur fleinn virðist hafa stungizt á
hol og sitja fastur þar, — í sam-
vizkunni. Steinn segir um kapp-
átið í koti og höllu á jólum, um
klukknahringingar, messur og
bænagjörð:
Það er kannski heimskast og and-
styggilegast af öllu, / sem upp var
fundið á þessari voluðu jörð.
Islenzku skáldin segja þó ekki
annað en það, sem H.C. Ander-
sen sagði fyrir löngu í sögu um
litla stúlku með eldspýtur: Jól
fara svo oft hjá garði þess, sem
þurfti þeirra mest. Slíku reiðast
skáld. Heimur mannsins er ekki
sannur. Stundum er hann líkast-
ur allsherjar kaupstefnu. Þar er
allt til sölu, en ekkert gefið, og
allt er keypt og selt við hæsta
verði. Þar er glaumur, glys og
flæðandi sóun annars vegar,
hins vegar hungur, örbirgð og
myrkasta vonleysi.
Kristin jól eða heiðin
Margt sem fylgir nú jólahaldi
á Islandi, virðist fara lærisvein-
um Jesú Krists heldur illa. Óhóf
í mat og drykk dögum saman á
ekki mikið skylt við hann, sem
sagði: „Minn matur er að gera
viija þess, sem sendi mig og full-
komna hans verk.“ Sóun fjár-
muna í stundargleði og hégóma
er varla annað en spott og
Erindi Guðs til manna
Erindi Guðs til manna í Jesú
Kristi er harla ljóst, bæði í spá-
dómum og guðspjöllum: „Sjá,
yngismær verður þunguð og fæð-
ir son og lætur hann heita Imm-
anúel." — Nafnið Immanúel
merkir. Guð er með oss. — Og
engillinn kom til Maríu og sagði:
„Vertu óhrædd, María, því að þú
hefur fundið náð hjá Guði. Ög
sjá: þú munt þunguð verða og
fæða son. Og þú skalt láta hann
heita Jesúm." — Nafnið Jesús
merkir: Guð frelsar.
Jólafasta heitir aðventa á
gömlu kirkjumáli, en merking
orðsins er koma. Það lýtur að
komu Krists. Fyrsti sunnudagur
í aðventu er fagnaðardagur.
Skrúðinn er hvítur, allt ljósum
prýtt, og söfnuðurinn syngur.
„Hósanna Davíðs syni! Blessaður
sé sá, er kemur í nafni Drottins!"
Og þessi er hinn blessaði boðsk-
apur: Hann kemur, já, er þegar
kominn, hann Jesús, Immanúel.
— En minnstu þess þá einnig, að
enn sitja margir í myrkrinu
fyrir utan.
Víða tíðkast að hringja um
miðjan aftan á laugardegi til
þess að minna á hið nýja kirkju-
ár, sem hefst með aðventu. Þá er
gott að lúta höfði, þakka Guði
gæzku hans á liðnu ári og fela
sig náð hans á því nýja. Á þeirri
stundu væri við hæfi sá eldforni
aðventusálmur, sem hérra Sig-
urbjörn Einarsson færði í nýjan
búning:
Kom þú, kom, vor Immanúel,
og leys úr ánauð ísrael —.
Er ekki jólafastan kjörinn tími til þess að neita sér um eitthvað, spara
örlítið öðrum til hjálpar?
Hví ekki syngja sálm eða lesa biblíuvers þegar kveikt er á nýju kerti á
aðventukransinum.
Eitt er nauðsyn
Frá því segir í Lúkasarguð-
spjalli, að Jesús kom til Mörtu
og Maríu, og María settist við
fætur hans og hlýddi á orð hans.
Mörtu mislíkaði hins vegar, og
hún átaldi hann. Hann svaraði:
„Marta, Marta, þú ert áhyggjuf-
ull og mæðist í mörgu. En eitt er
nauðsynlegt. María hefur valið
góða hlutann. Hann skal ekki
verða frá henni tekinn."
kenndar börnum. Það er mikils
vert, því að dagleg iðkun verður
gróin venja.
Ekki er minna vert um þátt-
töku í helgihaldi safnaðarins.
Kristnu lífi er þannig farið, að
það þrífst ekki í einangrun. „Ég
er vínviðurinn. Þér eruð grein-
arnar," sagði Jesús. Hann er
frumgróðurinn, rótin og stofn-
inn. Enginn grein fær þrifizt
nema hún þiggi líf og næring af
honum. Og þannig verða þær all-
ar eitt í honum. Það er lífsnauð-
syn og dýrðleg lífsreynsla að fá
að sameinast trúuðum í húsi
Guðs. Þar verður allt dýrara,
fyllra og meira: gleðin, lofsöng-
urinn, fagnaðarerindið og máltíð
Drottins — á fyrsta sunnudegi í
aðventu, — síðan fastan í fjólu-
bláum skrúða með iðrun og yfir-
bót, áminning þess, að Jesús
kemur aftur, — vitnisburður Jó-
hannesar, sem var röddin í
óbyggð og ruddi hinum hæsta
veg, lagði frelsi sitt og líf í sölur
fyrir sannleikann.
Hverju hef ég til kostað?
Enn er margt ósagt. Guð á
ekki aðeins erindi við mig, held-
ur alla menn. Jóhannes kostaði
miklu til að flytja kynslóð sinni
hinn dýra boðskap. Hverju hef
ég til kostað?
Sagt er, að dýrt sé að halda jól
á íslandi. En hví skyldi ég eta
mér til óbóta á fæðingarhátíð
frelsarans, þegar milljónir líða
skort og hungur? Hví skyldi ég
sóa hundruðum og þúsundum
króna í gjafir til þeirra, sem
hafa allsnægtir, á meðan millj-
ónir manna þekkja ekki gjöf
Guðs, hið sanna ljós heimsins?
Hvern gieð ég með slíku? Er
jólafasta ekki kjörinn tími til að
neita sér um eitthvað, spara ör-
lítið öðrum til hjálpar? Víðast
erlendis hafa kristnir menn
þann sið að færa fram einhverja
fórn, tíðast peninga, í hverri
messu. Þannig minnast þeir í
þökk hinnar mestu fórnar, sem
færð var á krossinum. Fátæk-
ustu menn skorast ekki undan
slíku, eigi þeir nokkuð til að
gefa. Þessi háttur hefur fylgt
kristninni frá öndverðu. Hér er
hann ekki tíðkaður í þjóðkirkj-
unni og íslenzk kristni er stórum
fátækari fyrir bragðið, því að
„sælla er að gefa en þiggja".
Oft gefa íslendingar rausnar-
lega til hjálparstarfs. Þó vita
allir, að þær gjafir eru aðeins
brotabrot þess, sem þjóðin sóar
að þarflausu. Slíkt er ekki lofs-
vert. En þótt margir vilji rétta
hjálparhönd í hungursneyð og
hörmungum, eru þeir í raun fáir,
sem styðja vilja kristniboð að
nokkru gagni. Fáein hundruð
manna kosta að mestu það
merka starf, sem íslenzkir
kristniboðar vinna í Afríku.
Ætla mætti, að þúsund ára
kristin þjóð, sem búið hefur við
nágrenni kristinna frænda alla
tíð, vissi betur en svo, hvað í húfi
er.
Eða leiðir enginn maður á ís-
landi huga að því, hvar bæri-
legust og mannsæmandi lífskjör
séu meðal manna?
Hér er ekki amazt við sannri
jólagleði. Gleðjumst, fögnum,
kristnir menn, því að lausnari
heimsins kemur, og velþóknun
Guðs stígur af himnum ofan. —
En minnumst þess, að vér erum
kallaðir til að færa þeim, sem
enn sitja í myrkrinu fyrir utan,
erindi Guðs, — frið, fögnuð og
Ijós.
Hve margir komu til kirkju
Á morgun er fyrsti sunnudag-
ur í aðventu og kirkjuárið hefst.
Þetta er að sjálfsögðu hátíðis-
dagur í kirkjunni og ættu sem
flestir að halda hátíðlegt og
koma til kirkju.
Það er lítið vitað um almenna
kirkjusókn hérlendis. Gjarnan
er sagt að „fáeinar hræður" séu í
kirkjunum. Hins vegar virðist
sem kirkjusókn sé oft betri en
almennt er álitið.
Á fyrsta sunnudegi í aðventu í
fyrra, 1980, voru kirkjugestir
taldir í ýmsum söfnuðum víða
um landið.
Fjöldi kirkjugesta var talinn
við hinar almennu helgisam-
komur dagsins, þ.e. hinar venju-
legu guðsþjónustur, barnaguðs-
þjónustur og safnaðarkvöld, t.d.
aðventukvöld. Hins vegar eru
ekki taldir gestir við sérathafnir
svo sem skírnir, hjónavígslur
eða við helgihald utan kirkju-
hússins, t.d. á sjúkrastofnunum.
Aðventukvöldin voru yfirleitt vel
sótt og hleypa því upp prósentu
kirkjugesta þennan dag í þeim
söfnuðum sem þau vöru haldin.
Sums staðar hamlaði veður
kirkjusókn þennan dag.
Staðir þeir sem hér eru nefnd-
ir eru valdir af handahófi meðal
þeirra sem upplýsingar fengust
frá. Kirkjusókn er reiknuð í pró-
sentum miðað við fjölda skírðra.
Höfn, Hornafirði, 9,6%, Stóri-Dalur,
RanK-, 115%, (margt aðkomufólk var viö
kirkju), Vestmannaeyjar, 6,6%, Víðistaða-
sókn, Hafnarfirði, 15,6%, Seljasókn, Rvík,
6,7%, Rústaðasókn, Rvík, 17,4%, Dómkirkj-
an Rvík, 9,8%, Brautarholt, Kjalarnesi,
15%, Mosfell, Mosfellssveit, 16,2%, Innri-
Hólmur, Bíir^arfjaröarpróf.d., 16,8%, Bol-
unKarvík, 10,2%, Sauðárkrókur, 9,6%,
Ljósavatn í Þin>?., 22%, Svalbarð í Þistil-
firði, 8%, Kgilsstaðir, 10,5%, Neskaupstað-
ur, 14,1%.