Morgunblaðið - 28.11.1981, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1981
39
Cliff
+ Cliff Richards, poppsöngvari
og eftirlæti kvenna í mörg ár,
staðhæfir í nýjum enskum sjón-
varpsþætti, sem verður sendur
út í janúar, að hann hafi ekki
sofið hjá konu í 16 ár. — Nei,
nei, ég er ekki kynvilltur, sagði
Cliff, það er af og frá. Ég hef
einungis tamið mér einlífi sem
lífsmáta og líkar það vel...
Kjörn og hin rúmenska eiginkona hans, Marina.
Borg-hjónin
+ í amerískum blöðum mátti nýlega sjá þá staðhæfingu Björns Borg,
sænsku tennisstjörnunnar, að hann hefði kynmök við konu sína einu
sinni í viku, og ekki oftar. — Við höfum ekki þörf fyrir meira, játaði
hann við bandarískt blað. Ekki fylgdi fréttinni af hverju maðurinn
þurfti að básúna þessari staðreynd um einkalíf sitt yfir allan heims-
lýð — nema hann hafi verið að skopast að þessum villimönnum, sem
hafa það að atvinnu sinni að elta heiðarlegt fólk á röndum ...
ffclk f.
fréttum ýi
Yoko tekin sam-
an viö annan?
+ Það gengur nú fjöllum hærra í New York aö Yoko Ono sé
tekin saman við Sam nokkurn Habatoida, og fylgir sögunni
aö sambandiö sé orðiö svo náið, að það endi kannski með
bruðkaupi. John Lennon, siðasti maður Yoko, var myrtur
sem kunnugt er fyrir tæpu ári siöan — og finnst sumum
ekki óeðlilegt að Yoko sé farin að hugsa sér til hreyfings.
Ljósmyndari nokkur náði ágætum myndum af parinu, sem
við höfum því miöur ekki undir höndum, en Ijósmyndarinn
sagði:
„Svei mér þá, þau tóku ekkert eftir ,mér, létu eins og þau
sæju mig ekki. Þau virtust svo upptekin hvort af ööru og
sýndust mjög hamingjusöm og geislaöi af þeim gleðin. Þaö
fylgdu þeim, sem betur fer, engir stórir og svakalegir lif-
verðir, eins og venjulega, og ég gat því athafnað mig
nokkurn veginn rólegur um líf mitt.“
Pariö sást á þessari innilegri göngu í garði einum i New
York sem Strawberry Fields heitir, en þar gengu Yoko og
John Lennon gjarnan meðan Lennon lifði. En fulltrúi einn á
skrifstofu Yokos brást reiöur við þegar blaðamenn færöu
þetta í tal, hvort Sam Habatoida og Yoko myndu bráöum
giftast:
„Sam Habatoida," sagði hann: „er einungis einn af fjöl-
mörgum aðstoðarmönnum Yokos. Þaö er ekkert til i þess-
um orðrómi, ég get lofaö ykkur því, strákar minir. Þau eru
aðeins góðir vinir . . .“
ABBA
+ Nú í desember er væntanleg
ný hljómplata frá hljómsveit-
inni vinsælu, Abba. Hljóm-
sveitarmeðlimir hafa nýlega
veitt viðtöku konunglegum
tónlistarverðlaunum fyrir
bestu hljómplötu ársins
1980—1981, en það er platan
„Super Trouper“ — sem
kannski einhverjir kannast
við. Agnetha Fáltskog tók við
verðlaununum ásamt stöllu
sinni Annifrid Lyngstad, sem
vakti athygli viðstaddra með
nýklipptu og stuttu hári
sínu ...
Einstœðar
œvi
minningar
HORFT
TIL LIÐINNA
STUNDA
Eftir Þórarinn Þórarinsson fyrrverandi skólastjóra á Eiöum.
Þaö er alþjóð löngu kunnugt aö Þórarinn er mikill fræöaþuiur
en jafnframt glettinn og spaugsamur. í bók sinni segir hann frá
kynnum sínum af margskonar fólki sem hann hefur hitt á
lífsleiöinni, meistara Kjarval jafnt sem kotbændum og sannar
Þórarinn í bók sinni aö hann hefur haft næmt auga fyrir því sem
var að gerast í kringum hann og frásagnarlistin bregst honum
ekki. Bókin er prýdd fjölda mynda og teikninga.
BÆNDUR
SEGJA
ALLT GOTT
Eftir Jón Bjarnason frá Garðsvík. Tvær fyrri æviminningabæk-
ur Jóns: Bændablóö og Hvaö segja bændur gott? hlutu mjög
góöar viötökur bæöi gagnrýnenda og almennings, enda hefur
fyrrum Garösvíkurbóndi einkar lipran penna og létta lund og
kann aö segja þannig frá ævikjörum íslenskra bænda og
bændamenningu aö bækur hans geymast en gleymast ekki. í
hinni nýju bók sinni heldur Jón áfram þar sem frá var horfiö aö
segja frá lífshlaupi sínu og sveitunga sinna Þingeyjarsýslumeg-
in í Eyjafirði og fatast honum hvergi flugiö í frásögn sinni.
Endurminningar Karvels Ögmundssonar skipstjóra og útgerð-
armanns, skráöar af honum sjálfum. Karvel Ögmundsson er
löngu landsþekktur aflaskipstjóri og dugmikill útgerðarmaöur,
en hann man sannarlega tírnana tvenna. í 1. bindi æviminninga
sinna segir Karvel frá uppvaxtarárum sínum á Snæfellsnesi, og
hinum kröppu kjörum sem öll alþýða bjó viö — hver dagur var
barátta fyrir brauðinu, og i þeirri baráttu tóku ungir jafnt sem
eldri þátt. En jafnframt þróaðist einstæö menning, sem fólst
ekki síst í því að hinir yngri námu af vörum hinna eldri og
lífsreyndari. Karvel Ögmundsson hefur frá mörgu að segja, og
saga hans er jafnframt spegill af baráttu íslendinga frá erfiöi og
örbyrgð til velsældar. Brugöiö er upp skýrri mynd af at-
vinnuháttum þess tíma er Karvel var aö alast upp, og raktar
fjölmargar merkar frásagnir, er Karvel nam í æsku sinni.
ÖRN&ÖRLYCUR
Síðumúlan, simi 84866