Morgunblaðið - 28.11.1981, Qupperneq 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1981
Hallur Hallsson:
Á landsliðið alltaf
að hafa forgang?
JÚLÍIIS Hafstein, formadur HSÍ, setti fram það stefnumið sambandsins í
grein í Mbl. þann 14. nóvember að íslenzka landsliðið „á og verður alltaf að
hafa forgang í verkefnum sínum“. I*á sagði hann að vitað hefði verið með
hálfs árs fvrirvara um ferðir landsliðsins til Tékkósióvakíu og að oft hefði
verið naumari tími til undirbúnings Evrópuleikja en ekki verið kvartað.
Vegna verkfalls prentara hefur eftirfarandi greinarstúfur orðið að bíða.
Þar með hefur Júlíus Hafstein
boðað stefnu HSÍ — eða öllu held-
ur stefnuleysi og í raun ráðleysi.
Handknattleikur á íslandi er
miklu meira en bara íslenzka
landsliðið, þó auðvitað sé það and-
lit handknattleiks út á við. Það er
nefnilega svo, að einstakir þættir
handknattleiksins verða að hald-
ast í hendur. Það er til nokkuð
sem heitir íslandsmót og ber að
skipa veglegan sess og einnig
þátttaka íslenzkra liða í Evrópu-
keppni; og þau eru einnig andlit
íslenzks handknattleiks út á við.
Og því ber að leggja mismunandi
áherzlu á hvern þessara þátta eft-
ir hvernig á stendur hverju sinni.
Júlíus sagði í grein sinni, að oft
hefði verið naumari tími til undir-
búnings Evrópuleikja og ekki
hefði verið kvartað. I grein, sem
Jón H. Karlsson, fyrrum fyrirliði
íslenzka landsliðsins, skrifaði í
Mbl. kom fram að fimm lands-
liðsmenn Vals hefðu farið beint úr
æfingabúðum í Póllandi undir
stjórn Janusz Czerwinskis í Evr-
ópuleik í Ungverjalandi. „Leikur-
inn tapaðist auðvitað," skrifaði
Jón í Mbl., en sagði ekki, að
Valsmenn hefðu tapað með ellefu
marka mun og bætti við að ekki
hefðu Valsmenn séð ástæðu til að
væla.
En hvenær voru Valsmenn í æf-
ingabúðum í Póllandi með ís-
lenzka landsliðinu? Það var í upp-
hafi undirbúnings íslenzka lands-
liðsins fyrir HM-keppnina í
Danmörku. Þá voru allir sammála
um að láta íslenzka landsliðið
hafa forgang, enda voru úrslit HM
framundan og lítill tími til stefnu.
Menn voru sammála um að láta
íslandsmótið sitja á hakanum og
einnig Evrópukeppni, enda árang-
ur í samræmi við það. Þá töpuðu
íslenzk félagslið oft illa fyrir er-
lendum í Evrópukeppni og aðsókn
að Islandsmótinu datt niður úr
öllu valdi. Þrátt fyrir þetta voru
menn sammála um að rétt væri að
láta landsliðið hafa forgang, þó
vissulega megi draga í efa í dag að
rétt hafi verið að leggja slíkt
ofurkapp á landsliðið.
Sá lærdómur sem draga má af
þessu er, að auðvitað verða allir
þættir að haldast í hendur; Is-
landsmótið verður að skipa veg-
legan sess, gefa verður íslenzkum
félögum tækifæri til þess að und-
irbúa sig sem bezt undir Evrópu-
keppni, enda hefur sjálfstraust ís-
lenzkra félaga vaxið eftir góðan
árangur fyrst og fremst Vals þeg-
ar liðið komst í úrslit Evrópu-
keppni meistaraliða, en einnig
ágæta frammistöðu Víkings.
Við verðum að meta hvenær
áherzluna ber að leggja á landslið-
ið. Það er ekki bara sjálfsagður
hlutur. Og hvers vegna áttu fé-
lagslið að hafa forgang núna?
Vegna þess, að næsta B-keppni fer
fram 1983. Okkur tókst ekki að
komast í A-keppnina í Þýzkalandi
ÁSKORUN
til allra vina og kunningja í Reykjavík
svo og allra annara Reykvíkinga, sem
setja viröinguna fyrir einstaklingnum
og frelsi hans og sjálfsákvöröunarrétti
ofar öllu ööru í mannlegum samskipt-
um og fyrirlíta stjórnlyndi og múg-
hyggju:
TAKIÐ ÞÁTT í PRÓFKJÖRI
SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS NÚ
OG KJÓSIÐ RÉTTA FÓLKIÐ
Því til áréttingar leyfi ég mér aö benda
á eftirfarandi fjóra frjálslynda fram-
bjóöendur, sem líklega til þess aö
viröa ætíö í starfi sínu hamingju og
frelsi einstaklings, en þeir eru:
Davíð Oddsson
Ingibjörg Rafnar
Markús Órn Antonsson
Skafti Haróarson
Oddur C.S. Thorarensen
apótekari.
í vor, því miður, og er það enn ein
sorgarsaga. Landslið okkar fór
fullt bjartsýni til Frakklands og
takmarkið var auðvitað að komast
í A-keppnina. Aðalkeppinautur
okkar var mældur út: Það er að við
þyrftum að sigra Svía, það yrði
stóri leikurinn. Frakkar voru
álitnir tiltölulega auðveldir við-
fangs. Við töpuðum fyrir Svíum
með eins marks mun og síðan kom
leikurinn við Frakka. Fullir
vonbrigða eftir ósigurinn gegn
Svíum mættu íslendingar til leiks
gegn Frökkum og töpuðu stórt.
Þetta sýnir okkur að í fyrsta lagi
voru ekki sett rétt markmið og í
öðru lagi var undirbúningur undir
Frakklandsförina rangur.
Auðvitað voru aðalandstæð-
ingar okkar í Frakklandi Frakkar
sjálfir. Allt annað var óraunsæi,
en hefði tekist að sigra Svía þá var
það betri frammistaða en menn
áttu von á; bónus. Ekki að heimur-
inn hefði hrunið eftir ósigur gegn
Svíum. Frakkar sjálfir sögðu eftir
leikinn við íslendinga, að sá leikur
hefði verið þeirra úrslitaleikur.
Þessi málalok í Frakklandi eru
nánast endurtekning á „fimm
svörtum dögum í Danmörku". Þá
vorum við í riðli með Rússum,
Dönum og Spánverjum. Það yrði
ekkert tiltökumál að sigra Spán-
verja, það höfðum við gert í Aust-
urríki í B-keppninni, eða svo
ályktuðu menn. Við skyldum sigra
annað hvort Dani eða Rússa! Við
töpuðum fyrir Rússum. Við töpuð-
um fyrir Dönum, þjóðum sem síð-
ar urðu í 2. og 4. sæti og væng-
brotnir vegna vonbrigða mættum
við til leiks gegn Spánverjum. Og
við töpuðum. Spánverjar mættu
til leiks í Danmörku með það
markmið að vinna íslendinga, allt
annað væri óraunsæi. Og þeir
sigruðu vegna þess að leikurinn
við Islendinga var þeirra úrslita-
leikur. Og Spánverjar hafa
markvisst unnið að uppbyggingu
með þeim árangri, að á Ólympíu-
leikunum í Moskvu urðu þeir í 5.
sæti. Spánverjar settu sér raunsæ
markmið hverju sinni. Við ætlum
okkur í hvert sinn að sigra heim-
inn; það er ekki markvisst byggt
upp hér, eins og annars staðar.
Islenzka landsliðið vann góða
sigra fyrir B-keppnina í Frakk-
landi. Ölympíumeistarar A-Þjóð-
verja voru að velli lagðir í Reykja-
vík og heimsmeistarar V-Þýzka-
lands voru sigraðir ytra. En það
sem vantaði inn í undirbúning var
að taka þátt í túrneringum. Þenn-
an stóralærdóm dró Hilmar
Björnsson Iandsliðsþjálfari af
óförunum í Frakklandi. Hann
sagði, að íslendingar yrðu að taka
þátt í túrneringum.
Rétt einu sinni settu menn und-
ir sig hausinn, og íslenzka lands-
liðið var sent í fyrstu túrneringu
sem bauðst; i Tékkóslóvakíu. En
stöldrum aðeins við. Hvaða þjóðir
tóku þátt í mótinu í Tékkóslóv-
akíu? Jú, Ungverjar, Sovétmenn,
Rúmenar og Tékkar. Þjóðir sem
nú vinna af kappi að undirbúningi
landsliða sinna fyrir keppnina í
V-Þýzkalandi eftir nokkra mán-
uði. Um Evrópu hafa A-þjóðir ver-
ið að taka þátt í túrneringum, til
að vanda undirbúning fyrir þol-
raunina í Þýzkalandi.
Það er tímaskekkja nú að vera
að senda íslenzka landsliðið í
túrneringu. B-keppnin næsta fer
fram 1983 og í ljósi bágs fjárhags
HSÍ, þá þarf að velja vel þær túrn-
eringar, sem íslenzkt landslið tek-
ur þátt í, ekki sízt hvað tímasetn-
ingu varðar. Það sem HSÍ á að
gera, er að safna kröftum til þess
að undirbúa íslenzka landsliðið
sem bezt næsta vetur. í vetur eiga
félögin að hafa forgang.
Það kom fram, að Víkingar
höfðu ekki leikið einn einasta
keppnisleik í þrjár vikur fyrir við-
ureignina við Atletico Madrid í
Reykjavík. Þar vó þyngst tíma-
skekkjuferð landsliðsins til Tékkó-
slóvakiu. Keppnin í 1. deild var
slitin í sundur. Víkingar urðu að
Ieika fyrri leikinn í Reykjavík,
vegna þess hve lítill tími var til
stefnu, en Víkingur dróst fyrst
ytra, sem yfirleitt þykir hagstæð-
ara. Víkingur tapaði í Reykjavík.
Sýndi afleitan leik, fyrst og fremst
sóknarleik. Þorbergur Aðal-
steinsson hafði ekki getað æft sem
skyldi vikuna fyrir leikinn vegna
meiðsla sem hann hlaut í Tékkó-
slóvakíu, og var aðeins skugginn
af sjálfum sér, sem og liðið í heild.
Eftir frammistöðuna í Madrid, þá
er ljóst að Víkingur tapaði viður-
eigninni við Atletico fyrst og
fremst hér heima; liðið mætti illa
undirbúið til leiks.
Það er ekki sjálfgefinn hlutur
að landsliðið eigi að hafa forgang,
alltaf. Það verður að vega og meta
hverju sinni. Stjórn HSÍ má ekki
gleyma því, að hún er kosin af fé-
lögunum til að hlúa að íþróttinni í
landinu, að félögunum. Ekki
leggja stein í götu þeirra. Við
verðum að vinna skipulega, setja
okkur markmið og vinna eftir
þeim. Handknattleikur er ekki
bara landsliðið; félagsliðin eru
„mjólkurkýrin" og að þeim verður
að hlúa. Menn verða að gera upp
við sig, hvenær félögin og Is-
landsmótið eigi að hafa forgang og
hvenær landsliðið. Ekki setja und-
ir sig haus, þegar menn hafa fund-
ið út þann stórasannleik, að ís-
lenzka landsliðið þurfi að taka
þátt í túrneringum. Það er ein-
faldlega ekki sama hvenær farið
er í slík mót. Vegna sífelldra fjár-
hagsvandræða HSÍ verður að
velja vandlega, og ekki sízt tíma-
setninguna. Með öðrum orðum;
það þarf að móta heilsteypta
stefnu, þar sem tekið er fullt tillit
til islenzka landsliðsins, til félag-
anna og til íslandsmótsins. Hver
þessara þátta styður annan.
'i