Morgunblaðið - 28.11.1981, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1981
47
• Pétur Guðmundsson körfuknattleiksmaður úr Val og fyrrum atvinnumaður í Argentínu, hefur staðið sig mjög vel
með hinu nýja liði sínu Portland Trailblaizers, en liðið hefur enn ekki tapað leik í NBA-deildinni bandarísku. í
Morgunblaðinu á þriðjudaginn verður ítarleg grein og viðtal við kappann, þennan fyrsta íslending sem keppir sem
atvinnumaður í bandarískum körfuknattleik. A meðfylgjandi mynd gnæfir Pétur yfir nýja BMW-inn sinn, en hann
virðist vera tískubíll atvinnumanna í íþróttum.
„Undrast vinnubrögð Mbl."
- segir Viggó Sigurðsson
Á mínum 15 til 20 ára handboltaferli hef ég auðvitað oft verið gagnrýndur.
Að mínu viti bæði með réttu og röngu. Ég hef látið það framhjá mér fara. En
þegar lesin var fyrir mig grein í Mbl. í gær, föstudaginn 27. nóv. rak mig í
rogastans. Þetta kalla ég ekki gagnrýni. I»að var fýla af þessari grein og ég
ætla mér að svara fyrir mig. Ég undrast mjög vinnubrögð blaðamanns
Morgunblaðsins. Hann var sjálfur á blaðamannafundi eftir leikinn ásamt
blaðamönnum í Leverkusen sem séð hafa alla leiki liðsins hér í vetur,
undruðust mjög yfir því að ég skyldi vera látinn sitja á bekknum mest allan
tímann í leiknum móti Ditsenbach, og spurðu því þjálfarann hvers vegna.
Var víst fátt um svör.
Blaðamaður Mbl. kom til mín
eftir leikinn og spurði mig hvers
vegna ég hefði ekki spilað meira.
Ég sagði sem var að ég væri mjög
undrandi og ég hafi til þessa skor-
að þrjátíu til fjörutíu mörk í
Bundesligunni. En Mbl. fannst það
stórgott af öðrum leikmanni ís-
lenskum, Bjarna Guðmundssyni,
að hann væri búinn að skora 19, og
var með sérstaka frétt þar um.
Það skyldi þó ekki vera að barátta
Vals og Víkings nái út fyrir land-
steinana? Síðasta ár skoraði ég 96
mörk fyrir Leverkusen í Bundes-
ligunni. En engum öðrum leik-
manni íslenskum, að Axel Axels-
syni undanskildum, hefur tekist
að skora svo mikið hér í hinni
hörðu Bundesligu. Og hafa þó
margir Islendingar spreytt sig.
Ég fékk tilboð frá fimm liðum í
Bundesligunni eftir síðasta keppn-
istímabil, og hef þegar fengið tvö
það sem af er þessu keppnistíma-
bili. Ég er undrandi á fyrirsögn
Mbl. og hún segir meira en mörg
orð. Eitt blað hér í Leverkusen
sagði í umsögn sinni hér um leik-
inn „að það væri áhætta að láta
mig ekki leika“.
Þess má svo geta að allir leik-
menn liðsins hafa óskað eftir því í
tvígang að þjálfarinn hætti vegna
þess að hann sé óhæfur. Og nú
síðast eftir leikinn við Ditsenbach.
Ég hélt satt að segja að það að
hinn snjalli leikmaður Sigurður
Gunnarsson hafi ekki komist í lið-
ið hjá Leverkusen væri nóg til
þess að Mbl. væri ekki með svona
skítkast. Ég veit að þessi blaða-
maður Mbl. í Þýskalandi er Þjóð-
verji, og ég veit að það fer mjög í
taugarnar á mörgum Þjóðverjum
og ef til vill einhverjum íslending-
um að blöðin hér telji ísbjörninn,
eins og ég er víst kallaður hér,
vera hesta leikmann liðsins.
Og ég verð að segja að það er
skrýtið hve velgengnin á sér
marga öfundarmenn.
Viggó Sigurðsson
Selfosshlaup Úrvalsdeildin í körfu:
SELFOSSHLAUPIÐ, sem er götu-
hlaup í umsjá Héraðssambandsins
Skarphéðins, verður háð á Selfossi
og í nágrenni á morgun, sunnudag.
Hlaupið hefst klukkan 14 við
íþróttavöllinn á Selfossi og lýkur á
sama stað eftir að hlaupararnir hafa
lagt að baki tíu kfiómetra hring í
sveitunum suður af Selfossi. Hlaupið
er liður I víðavangshlaupakeðju FRÍ.
Fram mætir IR
EINN leikur fer fram í úrvalsdeild-
inni í körfuknattleik um helgina.
Fram leikur gegn ÍR í íþróttahúsi
Hagaskóla og hefst sá leikur klukk-
an 14.00. Allt útlit er fyrir að barátt-
an í úrvalsdeildinni í vetur standi á
milli Fram og UMFN. Þó er vel
Arsþing FRÍ
hugsanlegt að lið Vals og KR blandi
sér í þá baráttu. Staðan í 1. deild
eftir síðustu leiki er nú þessi:
Valur — Njarðvík 80-82
ÍR — Valur 73-91
Njarðvík — Fram 71-92
ÍS — Njarðvík 82-97
Njarðvík 8 7 1 648:594 14
Fram 7 6 1 597:533 12
Valur
KR
ÍR
ÍS
7 4 3 553:534 8
6 2 4 430:459 4
7 2 5 513:553 4
7 0 7 524:592 0
ÁRSÞING Frjálsíþróttasambands
íslands verður haldið í dag í gagn-
fræðaskólanum á Selfossi, en þetta
er í fyrsta skipti að þingið er háð á
sambandssvæði Héraðssambands-
ins Skarphéðins, en mikill uppgang-
ur var í frjálsíþróttum á sam-
bandssvæðinu á þessu ári. Búist er
við að Örn Eiðsson verði endurkjör
inn formaður FRÍ fyrir næsta starfs-
ár, en að einhverjar breytingar verði
þó á stjórn sambandsins.
STIGAHÆSTU MENN:
Danny Shouse, Njarðv. 241
Val Brazy, Fram 199
Bob Stanley, ÍR 191
Dennis McGuire, ÍS 189
John Ramsey, Val 159
Þrír leikir gegn Noregi
fSLAND og Noregur leika þrjá
landsleiki í handknattleik næstu
dagana. Fyrsti leikurinn er í dag og
mæta Norðmennirnir þá íslenska
liðinu sem skipað er leikmönnum 21
árs og yngri. Leikið verður á Selfossi
og hefst viðureignin klukkan 14.00.
Á morgun mætir A-landsliðið þeim
norsku í Höllinni klukkan 20.00 og
þriðji leikurinn er á mánudagskvöld-
ið klukkan 20.00. Hann fer einnig
fram í Laugardalshöllinni. Búast má
við hörkuleikjum og vonandi ís-
lenskum sigrum, en það hefur verið
reglan síðustu árin.
Viðarteg.: Eik, mahogny og fura.
Yfir 20 gerðir.
Eldhúshúsgögn
úr birki
Litir: Brúnbæsað
og ólitað.
Btdsfeo
Símar: 86080 og 86244
ar
Húsgögn
Armúli 8
Húsgagnasýning
kl. 2—5
sunnudag
Forstofukommóður
með speglum