Morgunblaðið - 29.11.1981, Page 33

Morgunblaðið - 29.11.1981, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1981 33 Sjötugur: Þorsteinn Einarsson fv. íþróttafulltrúi Sá maður, sem öðrum fremur hefur lagt grunn að uppbyggirigu íþróttalegrar aðstöðu og mótun hennar, varð 70 ára 23. nóvember, en það er hinn framtakssami íþróttaleiðtogi Þorsteinn Einars- son, fyrrverandi íþróttafulltrúi ríkisins, og heiðursfélagi íþrótta- sambands Islands. I rúma fjóra áratugi hefur hann átt þátt í aö móta og skapa hin glæsilegu íþróttamannvirki og fé- lagsheimili, sem á síðustu áratug- um hafa risið um land allt. Með samþykkt íþróttalaganna á Alþingi 1940, var ákveðið að skipaður skyldi íþróttafulltrúi ríkisins, er skyldi vera til aðstoðar fræðslumálastjórn (síðar mennta- málaráðuneytinu) um stjórn og framkvæmd íþróttamála. Til þessa starfa valdist Þorsteinn Einarsson. Þegar Þorsteinn Einarsson var skipaður íþróttafulltrúi ríkisins, var hér heldur bágborin aðstaða til íþróttaiðkana, en þó fundu menn hjá sér hvöt til að iðka íþróttir við þær aðstæður sem fyrir hendi voru. Það voru því heillaspor fyrir íþróttahreyfinguna, þegar Þor- steinn tók að sér störf íþrótta- fulltrúa ríkisins, enda hafði hann þá þegar unnið sér nafn í íþrótta- hreyfingunni sem framúrskarandi íþróttamaður og dugmikill for- ustumaður. í íþróttalögum 1940 er m.a. ákvæði um stofnun íþróttasjóðs, sem bæjar- og sveitarfélög, ung- menna- og íþróttafélög og samtök þeirra gátu sótt framlög úr til greiðslu á hluta af kostnaði við íþróttamannvirki og hin stærri íþróttatæki, svo og einnig til að greiða útgjöld við íþróttaæfingar. í fræðslulögum var kveðið afar lauslega á um stöðu íþrótta sem námsgreinar í skólum þjóðarinn- ar. Því varð öllum þeim, sem kunnug var íþróttaaðstaða þjóðar- innar, samþykkt þessara íþrótta- laga gleðiefni. Þegar Þorsteinn Einarsson tók við störfum, var fjöldi íþróttasala 11, sá stærsti var 11x24 m, sund- laugar um 60 talsins, og af þeim 17 torflaugar, enginn knattspyrnu- grasvöllur, tvær hlaupabrautir, 11 skíðaskálar, en engin lyfta. I tíð Þorsteins hafa risið um land allt hundruð félags- og íþróttamannvirkja af öllum stærðum og gerðum, sem munu í framtíðinni skápa æskufólki full- komnari aðstöðu til félags- og íþróttalegrar iðkunar en áður hafði þekkst hér á landi. Þessi þróun er sérstakt fagnað- arerindi þeim þúsundum lands- manna, sem njóta hinna margvís- legu íþróttamannvirkja, en bygg- ing íþróttahúsa, sundlauga, íþróttavalla og annarra mann- virkja víðsvegar um landið grund- vallast ekki síst á fjárframlögum íþróttasjóðs og viðkomandi sveit- arstjórnum, auk hins margvíslega framlags, er forystumenn íþrótta- hreyfingarinnar leggja sjálfir af mörkum, ýmist í formi beinnar vinnu eða með annarri fyrir- greiðslu. Glæsilegar íþróttabyggingar og íþróttaleg aðstaða hefur fært íþróttalífið til vegsemdar og skap- að því veglegan sess í þjóðlífinu. Það hefur ávallt verið mikið áhyggjuefni Þorsteins Einarsson- ar, að við gerð fjárlaga ár hvert, hefur ríkisvaldið á engan hátt get- að staðið við þær skuldbindingar, sem höfðu verið samþykktar, og þar af leiðandi íþróttafulltrúi ríkisins ekki heldur. Þorsteinn Einarsson hefur unn- ið og starfað í þágu íslenskrar íþróttahreyfingar í rúma hálfa öld, hann hefur verið mikilhæfur forustumaður, gæddur mikium mannkostum, unnið starf sitt af samviskusemi, óeigingirni og fórnfýsi. Hann er einhver sá mesti vinnu- hestur, sem til þekkist, skiptir ekki máli hvort unnið er að verk- efninu á nóttu eða degi, það er unnið þar til því er lokið. Þeir, sem íþróttum unna, fagna því að hafa átt svo dugmikinn íþróttaleiðtoga og íþróttafulltrúa, sem með ötulleika hefur átt sinn drjúga þátt í að efla líkamlega og andlega hreysti landsmanna. Þegar Þorsteinn hóf starf sitt innan íþróttahreyfingarinnar, var hér frekar daufur áhugi fyrir öll- um íþróttum. Þó voru þá til menn eins og hann, tápmiklir menn, sem löngun báru í brjósti til íþrótta- iðkana og báru gæfu til skipulagn- ingar, sem hefur dafnað og eflst ár frá ári og er nú íþróttahreyfingin stærsta og ein öflugasta hreyfing þessa lands. Þorsteinn var glímumaður góð- ur og hefur helgað glímunni stór- an hluta starfstíma síns, íþrótt sem hefur ótal kosti drengilegrar íþróttar, er krefst drengskapar og prúðmennsku, eykur þrótt þess, er hana iðkar, enda er hann sjálfur drengskaparmaður mikill. Veit hann manna mest um glímuna og sögu hennar. Fleiri áhugamál á Þorsteinn, t.d. er hann áhugamaður mikill um fuglaskoðun og kann þar góð skil á. íþróttahreyfingin hefur oft þurft að leita til Þorsteins Ein- arssonar, enda er hann gæddur miklum skipulagshæfileikum, og hefur því verið falið að sjá um mörg og stór verkefni. Má þar m.a. nefna afmælissýningu vegna 50 ára afmælis ÍSÍ 1962, sem fór fram í Þjóðleikhúsinu og vakti mikla hrifningu, síðan 60 ára af- mæli ÍSÍ, og nú hefur hann tekið að sér afmælissýningu í janúar á næsta ári, en þá verður ÍSÍ 70 ára. Þorsteinn sá um leikstjórn og sögusýningu á hinni miklu íþróttahátíð íþróttasambands ís- lands 1970, sem þá var stærsta verkefni íþróttahreyfingarinnar og síðan á Iþróttahátíðinni 1980, þar sem þátttakendur voru um 20 þúsund, stjórnaði hann hópgöngu um 8 þúsund manns af miklum myndarskap, sem honum er einum lagið. Það er sama hvenær honum er falið verkefni, eða óundirbúið falið að leysa málefni, er tilheyra íþróttahreyfingunni, hann þakkar bara fyrir að mega gera það, gerir það fyrst og fremst af hugsjón, hann ætlast ekki til þakklætis. Samvinna okkar Þorsteins hef- ur varað í áraraðir. Það hefur ver- ið ánægjulegt að vinna með hon- um, af honum hefi ég mikið lært, enda er hann ósérhlífinn og fróður mjög um alla mögulega hluti. Hann hefur ferðast um landið þvert og endilangt til eflingar íþróttalegri uppbyggingu, og hafa þá atorka og dugnaður setið í fyrirrúmi. Góð orðabók Hann hefur setið flest öll þing og fundi íþróttahreyfingarinnar og lagt sig fram í að leysa þau verkefni sem fyrir þingum og fundum hafa legið. Þorsteinn er gæfumaður í sínu einkalífi. Asdís kona hans og far- sælt barnalán eru hans hamingju- sól og Guðs blessun. Þeir sem ekki hafa kynnst hæfi- leikum Þorsteins hafa farið mikils á mis. Hann sést þó ekki alltaf fyrir, bíður ekki alltaf eftir því að aðrir geri hlutina, gerir þá bara sjálfur, og því hafa sumir misskil- ið hann. Hann kýs að bíða ekki með til morguns, það sem hægt er að gera í dag. íþróttahreyfingin þakkar Þor- steini áhugastörfin, sem hann hef- ur unnið að af atorku og dreng- skap. Hann hefur staðið í fylk- ingarbrjósti við að auka hróður íþróttahreyfingarinnar, og með störfum sínum hefur hann skapað viðunandi aðstæður til handa æskufólki þessa lands. Honum hefur lánast að sjá mörg verk sín um uppbyggingu íþróttalegrar að- stöðu landsmanna verða að veru- leika og hefði trúlega áfram viljað vinna að þessu verkefni. Ég vil þakka Þorsteini áratuga langa vináttu og trygga samvinnu og flyt honum, Ásdísi konu hans og fjölskyldu alúðar hamingjuósk- ir með afmælisdaginn. Sveinn Björnsson Bókmenntir Jenna Jensdóttir Stóra Disnev ordabókin mín Kúna (•isladóttir oj» l»órir S. CuóÍKTgsson onnudust úlgáfuna. Setberg — Keykjavík. 19X1. I þessari Stóru Disney orða- bók eru um þúsund myndir og mörg þúsund orð á þrem tungu- málum, íslensku, dönsku og ensku við hverja mynd. Þekkt andlit úr Disneyheiminum eru á mörgum myndanna. Að morgni, er fyrsti mynda- kaflinn, ef svo má að orði kom- ast, því að engin kaflaskipti eru merkt í bókinni, sem byrjar þannig: „Snoðinn er nývaknað- ur. í dag er bjart og fallegt veð- ur.“ Helstu morgunverk litla Snoða eru síðan rakin í mynd- um, með þrem tungumála- textum við hverja mynd — þar til „Snoðinn hjálpar mömmu sinni við uppþvottinn". Olík form og litir eru kynnt á næstu síðum á sama hátt og áð- ur greinir. Lengi mætti telja ef kynna ætti alla svonefnda kafla bókar- innar, sem mér telst til að séu 37 að tölu. Hljóð. „Hér teljum við upp margvísleg hljóð." Upptaka hjá sjónvarpinu, Á bifreiðaverkstæðinu, íþróttir og leikir, Tónlistarkennsla, o.fl. o.fl. mætti nefna. Áþekkar bækur þessari hafa komið hér út á undanförnum ár- um. En þessi er að því leyti nýstárleg að börnin eiga þess kost að nema stutta erlenda texta með hverri mynd og ætti það að auðvelda þeim nám í við- komandi tungumálum síðar meir. Síðasti kaflinn í bókinni heitir Háttatími: „Er ekki gott að komast í rúmið? Sum börn vilja ekki hátta fyrr en mamma þeirra skipar þeim það.“ Stóra Disney orðabókin mín er 76 bls. í stóru broti. Rithöf- undarnir Rúna og Þórir önnuð- ust þýðingu og undirbúning til útgáfu. Sýnist mér þeim hafa farist það ágætlega úr hendi. Þetta er eiguleg bók, sem hef- ur ótvírætt notagildi fyrir unga lesendur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.