Morgunblaðið - 29.11.1981, Síða 34

Morgunblaðið - 29.11.1981, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1981 Greinin í Pravda vakti mikla athygli í Finnlandi og hér sjást nokkrir þingmenn í finnska Ríkisdeginum viröa fyrir sér finnskt dagblaö þar sem frá henni segir. í greininni var Finnum ráðlagt að velja sér Ahti Karjalainen sem forseta og minntir um leið á hvað ella gæti gerst. FINNSKU FORSETAKOSNINGARNAR ina, að nokkur einn maður fái meirihluta kjörmanna í hinum almennu kosningum. í fyrstu umferð kjörmannakosninganna. fylgja þeir sínum manni en að þeim lokn- um hefst baktjaldamakkiö milli flokk- anna. Það er einmitt á því stigi, sem hlut- irnir taka stundum dálítiö óvænta stefnu, og þá, kannski fremur en endranær, kemur þaö vel í Ijós hve mikil áhrif Rúss- ar hafa á finnsk innanlandsmál, svo mikil að stundum jaðrar viö ósjálfstæði finnsku þjóðarinnar. Á það hefur verið minnt í Finnlandi að undanförnu og sjálfir fara Rússar ekkert í launkofa með það hvaða maður sé þeim þóknanlegastur sem for- seti. um óskammfeilni, einkum þá, að þeir skuli dirfast að minna Finna á örlög „Næturfrostsríkisstjórnarinn- ar“. Meðal vestrænna diplómata í Moskvu er litið svo á, að Rússar séu með greininni beinlinis að segja Finnum hver eigi að veröa næsti forseti þeirra og sérstaka at- hygli vekja þeir á þvi, að ekki er minnst einu oröi á Mauno Koivisto, frambjóðanda jafnaðarmanna, sem er Rússum greinilega ekkl að skapi. Forsetaframbjóöandi jafnaðar- manna veröur Mauno Henrik Koi- visto, núverandi forsætisráðherra og forseti í forföllum Kekkonens. Sú ákvörðun kom engum á óvart enda er Koivisto með eindæmum vinsæll meöal þjóðarinnar. Honum er fyrst og fremst þakkaöur efna- hagsbatinn að undanförnu, sem hefur m.a. valdið því, að hvergi í Evrópu hefur verið meiri hagvöxtur en í Finnlandi siöustu tvö árin. I skoðanakönnun, sem gerð var um mánaðamótin september-október, kváöust 60% spuröra vilja, að Koi- visto yrði næsti forseti en aðrir lík- legir frambjóöendur fengu mest 3%. Af þessu mætti ætla, að einsýnt væri hver verður næsti forseti finnsku þjóðarinnar en svo er þó alls ekki. í fyrsta lagi er ekki líklegt, að Koivisto muni fá allt þetta fylgi þegar til alvörunnar kemur, enda Ijóst, aö flokkar hinna frambjóö- endanna muni aöallega berjast fyrir því, að þeirra eigiö fylgi skili sér sem best, og í öðru lagi er engin trygging fyrir því, að kjörmanna- samkundan velji þann manninn, sem vinsælastur er hjá almenningi. Á þeim vettvangi hefur þaö áöur komiö í Ijós hver hin raunverulegu itök Sovétmanna eru í finnsku þjöðlífi. Harölínumenn meðal kommúnista hafa heldur ekki látið það liggja i láginni hvers vegna Rússum er í nöp við Koivisto en það er vegna þess, að meöal stuðningsmanna hans eru menn, sem reittu Rússa til reiði árið 1958. Urho Kekkonen — meístarí í þeirri jafnvægislist, sem Finn- ar hafa orðið að stunda gagn- vart Rússum. Sumir flokksmenn Virolainens hafa reyndar borið honum það sama á brýn þótt hann segist ekki hafa annað til saka unniö en að taka þátt í ríkisstjórn, sem Kekkonen hafi skipaö. í Finnlandi eiga Jafnaöarmanna- flokkurinn og Miðflokkurinn mestu fylgi að fagna en næstur þeim kem- ur Þjóðlegi einingarflokkurinn, sem er hægriflokkur og hefur verið í sókn að undanförnu. Á þingi flokksins 15. þ.m. var ákveðið, að Harri Holkeri, bankastjóri ríkis- bankans, yrði frambjóöandi hans í forsetakosningunum. Sænski þjóð- arflokkurinn valdi Jan-Magnus Jansson, ritstjóra Hufvudstads- bladets, blaðs sænskumælandi manna, sem sinn frambjóöanda og Frjálslyndi flokkurinn, sem er hægri sinnaður, býöur fram Helvi Sipilá, Forsetakosningar verða í Finnlandi í janúar nk., eftir tvo mánuði, og er kosn- ingaskjálftinn nú þegar í algleymingi inn- an finnsku stjórnmálaflokkanna. Til þessa hefur hann einkum snúist um þaö hverjir yrðu fyrir valinu sem frambjóð- endur en sjálf úrslitaorrustan verður svo háð á kjördag og í atkvæðagreiðslu kjör- mannanna, sem þá verða kosnir, 301 að tölu. í fréttaflutningi af forsetakjörinu í Finnlandi vill það stundum gleymast hvaða hátt Finnar hafa á þegar þeir velja sér forseta. Forsetinn er ekki kosinn beínni kosningu heldur fær hver fram- bjóðandi þann kjörmannafjölda, sem fylgi hans segir til um, og enn hefur það ekki gerst og ekki líklegt að það verði í bráð- Framboðsfrestur til forsetakosn- inganna rann út 27. þ.m. og hafa nú allir stjórnmálaflokkar tilnefnt sinn frambjóðanda. Nokkuö var vitað fyrirfram hverjir þar yrðu fyrir val- inu, nema hjá Miöflokknum, þar sem baráttan stóð á milli Ahti Karj- alainens og Johannes Virolainens. Karjalainen naut stuönings þing- flokksins og flokksapparatsins og þótti því líklegri sem sigurvegari, en þaö óvænta geröist á þingi flokks- ins sl. sunnudag, að Virolainen var valinn frambjóöandi með yfirgnæf- andi meirihluta atkvæöa, eöa meö 2666 á móti 1365. Þessi úrslit eru skýrð á ýmsan hátt i finnskum blöðum og þó fyrst og fremst með því, að hér hafi veriö um uppreisn gegn flokksræðinu að ræða, þeirri ætlan ráöamanna í flokknum að ráða því sjálfir hver yrði fyrir valinu. Einnig er það taliö hafa vegið nokkuð þungt, að í ræð- um margra stuöningsmanna Karj- alainens var sífellt klifaö á því, aö hann væri í miklu uppáhaldi hjá Rússum, sem væri lífsnauösynlegt vegna efnahagslegra hagsmuna þjóöarinnar og viöskiptanna viö Sovétríkin. Nú dylst engum Finna hvernig háttaö er sambandinu milli Finnlands og Sovétrikjanna en Helstu frambjóðendurnir ekki í náðinni hjá Kremlarherrunum Mauno Koivisto, forsætisráð- herra og frambjóðandi jafnað- armanna í forsetakosningun- um. Hann er langvinsælastur frambjóöendanna og hefur fengið stuðning allt aö 60% í skoðanakönnunum. Kalevi Sorsa, formaður Jafnaðar- mannaflokksins, fullyrðír, aö ekki veröi samiö um stuðning við neinn annan mann í kosn- ingu kjörmannanna. þingfulltrúum á flokksþinginu þótti þó mörgum skörin vera farin aö færast nokkuð upp á bekkinn þeg- ar þessi röksemd var notuð fyrir stuðningi við Karjalainen. Ekki bætti heldur úr skák grein, sem birst hafði í Prövdu, málgagni sov- éska kommúnistaflokksins, nokkr- um dögum áður. I greininni í Prövdu, sem birtist þriðjudaginn 17. nóvember og var eftir fréttaritara blaösins á Norður- löndum, Jurij Kusnetsov, var fjallað um finnsku forsetakosningarnar og einkum um átökin innan Mið- flokksins, milli þeirra Karjalainens og Virolainens. Þar sagöi, að Miö- flokkurinn stæði frammi fyrir örlagaríkustu ákvörðun í sögu sinni og var berlega gefiö í skyn hver væri Sovétmönnum þóknanlegast- ur sem eftirmaður Kekkonens, nefnilega Ahti Karjalainen. I greininni var farið mörgum orð- um um glæsilegan feril Kekkonens forseta i embætti, sem í hvivetna hefði reynst verðugur arftaki fyrr- um forseta, Paasikivis, mannsins sem mótað hefði þá stefnu, sem Finnar hafa fylgt i samskiptunum við Sovétríkin eftir stríð. Sagt var, að ekki yrði auövelt að finna eftir- mann Kekkonens en jafnframt vak- in athygli á bréfi frá Samtökum iðn- aöarins i Finnlandi þar sem hvatt er til stuönings við þann mann i for- setaembætti, sem „mest hefur stuölað að auknum viöskiptum við Sovétríkin". Það er Ahti Karjalain- en. Kusnetsov minnti Finna einnig á það, sem gerðist 1958, þegar „Næturfrostsríkisstjórnin" svokall- aða var við völd, samsteypustjórn undir forsæti K.-A. Fagerholms. Rússum þótti sú stjórn andsnúin sér og neyddu hana því til aö segja af sér með því að hóta að hætta öllum viöskiptum viö Finna. í þeirri stjórn var Virolainen utanríkisráö- herra. Kusnetsov lét hins vegar ógetiö atburðanna 1962 þegar jafnaöar- menn og hægri menn hugöust koma fram með sinn eigin fram- bjóðanda gegn Kekkonen, en þá fóru Rússar skyndilega fram á her- málaviöræöur við Finna með tilvís- an til samkomulags þjóöanna frá 1948. Þegar framboöið gegn Kekk- onen var svo dregiö til baka misstu Rússar um leið allan áhuga á við- ræðunum. Viðbrögðin í Finnlandi viö þess- ari grein í Prövdu hafa verið með ýmsum hætti. Sumum finnast Rússar bara hógværir en aörir tala fyrrv. aöstoðaraðalritara SÞ og einu konuna, sem í framboði verö- ur. Fyrir Landsbyggöarflokkinn verður Veikko Vennamo, fyrrv. formaður flokksins, í framboöi og Kristilega sambandið teflir fram Raino Westerholm. Loks er það Fólkdemókrataflokkurinn eða kommúnistar öðru nafni. í þeim flokki er raunar uppi klofningur milli harðlínukommúnista og þeirra, sem frjálslyndari þykja á þeirra vísu, og því hafði jafnvel verið spáð, að meirihlutinn mundi halla sér að Koivisto í kosningunum. Af því varð þó ekki og fyrr í þessum mánuði var ákveðið að Kalevi Koi- visto, menntamálaráöherra í núver- andi stjórn, yrði fulltrúi flokksins. Frambjóðendum þessara síð- asttöldu flokka eru ekki gerð mikil skil hér enda engum þelrra spáð fylgi, sem einhverju nemur. Hvort einhver þeirra kunni að koma við sögu í baktjaldamakki kjörmann- anna er önnur saga, sem bíður síns tíma. 27. janúar nk. tekur nýr maður við forsetaembættinu í Finnlandi og finnsku þjóðinni er ekki rótt. Frá þvi aö síöari heimsstyrjöldinni lauk hafa Finnar orðið að feta það ein- stigi, sem felst í því aö halda risan- um i austri góðum, og gjalda fyrir það með sjálfstæöi sínu að nokkru, og á 25 ára valdaferli sínum reynd- ist Kekkonen sannkallaður galdra- meistari í þeirri grein. Á þessum tíma hefur Finnum leyfst að gerast aðilar að EFTA, fríverslunarbanda- lagi Evrópu, og gera viöskipta- samning við Efnahagsbandalagiö og margir líta á þennan árangur sem réttlætingu á þeirri stefnu, sem kennd er við þá forsetana Paasikivi og Kekkonen. Væntan- legum forseta mun heldur ekki haldast það uppi að bregöa veru- lega út af þessari braut en þrátt fyrir það er sú staöa nú uppi, að þeir frambjóðendur, sem koma helst til greina, eru ekki í neinu af- haldi hjá nágrönnunum í austri. Af þessum sökum er ógjörningur að spá um endanleg úrslit i finnsku forsetakosningunum. Áriö 1956 róðu kjörmenn kommúnista því, að Kekkonen varö forseti, en hvernig þeir munu bregðast viö nú veit enginn enn. Ahti Karjalainen yfirgefur ræöustólinn é flokksþingi Miðflokks- ins en álengdar bíöur Johannes Virolainen. Virolainen sigraöi með yfirburðum á flokksþinginu þrátt fyrir aö þingflokkurinn og ráðamennirnir í flokknum heföu valiö Karjalainen.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.