Morgunblaðið - 29.11.1981, Side 39

Morgunblaðið - 29.11.1981, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1981 39 Minning: Sigurjón Jónsson Vestmannaeyjum Fæddur 5. marz 1898. I)áinn 8. nóvember 1981. Sigurjón var fæddur að Steinum undir Austur-Eyjafjöllum 5. marz 1898, sonur hjónanna Jóhönnu Magnúsdóttur og Jóns Einarsson- ar er þar bjuggu. Þeim hjónum varð 9 barna auðið. Þegar Sigur- jón var á fyrsta aldursári varð faðir hans alvarlega veikur af ill- kynjaðri liðagigt, sem gerði hon- um ókleift að sækja vinnu utan heimilisins eins og þá var algengt meðal bænda og ungs fólks er bjó á litlum bújörðum undir Eyjafjöll- um. Leið flestra var að fara í verið sunnanlands að vetrum og afla fanga. Þegar ljóst varð, að heimil- isföðurnum var alls varnað að afla heimilinu tekna og varð að liggja langtímum saman rúmfastur, annaðhvort heima eða á sjúkra- húsum, oft mjög þjáður, varð af illri nauðsyn að leita á náðir ætt- ingja og vina um hjálp. Var drengjunum þremur komið í fóst- ur og fór þá Sigurjón, er var þá tæplega ársgamall, að Fit í Vest- ur-Eyjafjallahreppi ti! hjónanna Vigdísar Pálsdóttur og Guðmund- ar Einarssonar, er reyndust Sigur- jóni sem væri hann þeirra eigið barn. Þau sæmdarhjón sáu svo um að Sigurjón væri í nánu sambandi við foreldra sína og systkini. Þótti með ólíkindum dugnaður móður Sigurjóns, að brjótast áfram og afla fanga á þeim erfiðu tímum, en eins og hún komst sjálf að orði síðar, „það tókst með Guðs og góðra manna hjálp". Sigurjón dvaldi að Fit þar til hann fluttist til Vestmannaeyja árið 1919, sem telur eftir árið sem fyrsta vélknúna ökutækið kom til Eyja. Þessi tímamót eru ekki síður merkileg en þegar fyrstu fiski- skipin fengu vélar í stað segla og ára. Hér í Eyjum voru þá aðal- flutningatækin í landi hest- og handvagnar og þótti þá eins nauð- synlegt að eiga góðan handvagn og ný þykir að eiga góðan heimilisbíl. Þegar Sigurjón hafði ákveðið að flytja til Vestmannaeyja, lagði hann leið sína til Reykjavíkur og kynnti sér hin nýju ökutæki og tók þar ökupróf og fékk ökuskírteini nr. 284. Þótti þetta vel gert af hin- um unga sveitapilti. Ekki stóð á því að Eyjamenn sýndu honum traust. Þá nýlega hafði verið keyptur Ford 1 tonns vörubíll er félagssamtök stóðu að að kaupa. Var nú Sigurjóni boðinn bíllinn til kaups og mætti hann greiða bílinn með vinnulaunum í þágu þeirra er áttu bílinn. Að þessu gekk Sigur- jón og varð það upphafið að al- mennum vörubílaakstri í Vest- mannaeyjum. Eftir þetta starfaði Sigurjón í mörg ár við akstur á ýmsum bifreiðum, en árið 1924 byggir hann bifreiðaverkstæði við Strandveg, sem starfrækt er enn í dag. Samhiiða því starfi hafði hann á hendi kennslu í akstri og meðferð bifreiða og urðu þeir margir Eyja- og vertíðarmennirn- ir er öðluðust ökuréttindi sín hjá honum. Einnig annaðist hann fólksflutninga og voru þá oft margir ungir menn er sóttust eftir að fá að aka fyrir hann, komust færri að en vildu. Sigurjón hafði ávallt náið sam- band við fjölskyldu sína á meðan hún hélt heimili að Steinum og tengdust böndin enn betur eftir að hann flyzt til Eyja, þar sem móðir hans og flest systkini voru þá ný- lega flutt þangað. Árið 1942 flytur Sigurjón til Reykjavíkur, þar festir hann kaup á bifreiðaverkstæði í félagi með öðrum og sem þeir starfræktu í nokkur ár. Eftir að Sigurjón hætt- ir og selur verkstæðið hóf hann störf við bifreiðastöð Steindórs við viðgerðaþjónustu og akstur. Um 1950 gerist hann svo meðlimur á bifreiðastöðinni Hreyfli og starf- aði þar til ársins 1979. Á fyrstu árum sínum í Reykjavík var hann í heimili Einars bróður síns að Laugavegi 145. Þar leið Sigurjóni vel, börn Einars hændust að hon- um, enda var hann barngóður. Síðar festi hann kaup á íbúð að Austurbrún 2 og var þar, þar til hann gerðist vistmaður á Dval- arheimilinu Hraunbúðum i Vest- mannaeyjum í maímánuði 1979. Sigurjón var að eðlisfari hlé- drægur, mikið prúðmenni, umtals- frómur um menn og málefni. í hóp ættingja, vina og hinna fjölmörgu samstarfsmanna á lángri starfs- ævi, var Sigurjón ávallt léttur og ljúfur. Hann átti því láni að fagna, að vera heilsuhraustur, sem sýnir sig best í því að hann náði því að vera orðinn rúmlega 80 ára gamall er hann lætur af störfum sem leigubifreiðastjóri. Á síðustu starfsárunum, þegar honum var ljóst að starfskraftar væru farnir að dvína, leitaði hann til systurdóttur sinnar, Jóhönnu, og manns hennar, Victors, er einn- ig hafði verið samstarfsmaður hans um margra ára skeið. Þau hjón voru ávallt boðin og búin að liðsinna honum ásamt og börn þeirra hjóna. Þegar séð var að hann gat ekki lengur verið einn í íbúð sinni vegna örrar hnignunar gengust þau í því að hann kæmist á áðurnefnt heimili. Þar fór vel um hann, húsakynni mjög þægileg og vistmenn flesta þekkti hann frá fyrri dvöl sinni í Eyjum. Síðsumars 1979 fór hann ásamt þrem systkinum sínum, er eftir lifa, austur undir Eyjafjöll, með legstein á leiði föður þeirra sem hvílir í Hólakirkjugarði. Þessi för var hans síðasta er hann leit æskustöðvarnar og á heimleiðinni kom hann við á bernskuheimili sínu, Fit, eins og hann ævinlega gerði er hann átti leið þar um. Systkini Sigurjóns voru: 1. Ein- ar, fyrrv. símaverkstjóri í Reykja- vík, 2. Steinilnn, lést á barnsaldri, 3. Bergþóra, býr í Eyjum, 4. Magn- ús, verslunarmaður, lést 1927, 5. Guðjón, skipstjóri og útgm., lést 1966, 6. Guðni, skipstjóri og útg., lést 1956, 7. Steindór, bifvélavirki í Kópavogi, 8. Guðmundur, bifreiða- stj., lést 1950. Sigurjón lést eftir rúmlega mánaðarlegu á Sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum og var jarðsett- ur 14. nóv. sl. við hlið móður sinn- ar, er hvílir í Landakirkjugarði í Vestmannaeyjum. Blessuð sé minning frænda míns, Sigurjóns Jónssonar. Magnús Guðjónsson •ýning áhugamanna um vaxtarrækt í Háskólabíó kl. 13.30 sunnudaginn 29. nóv. MIÐASALA HASKÓLABÍO, APOLLO (SÍMI 22224) ORKUBÓT (SÍMI 15888) MIÐAVERÐ KR. 50.00 gestur sýningarinnar: ANDREAS CAHLING heimsmeistar í bodybuilding 19 80 I.F.B.B.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.