Morgunblaðið - 29.11.1981, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1981
41
leitum uppi auðar byggingar eins
og verksmiðjur, vöruhús, gamlar
kirkjur eða skipasmíðastöðvar.
Við fáum síðan leyfi hjá þeim sem
eiga þetta húsnæði, til að setja
upp sýningar. Síðan notum við um
tvo mánuði til uppbyggingar á
sýningum og sýnum síðan í 4—5
vikur á hverjum stað. Það er engin
leikmynd notuð við sýningarnar
heldur er húsnæðið sjálft bak-
grunnurinn. Það eina sem við not-
um er lýsing, annars látum við þá
lýsingu, sem fyrir er oft halda sér.
Það er mjög lítið tal í verkum
okkar, sem við semjum sjálf og
byggist sýningin á hreyfingum,
ljósi, hljóði og tónlist."
Er þetta þá eins konar dans?
„Eg veit ekki hvort hægt er að
kalla þetta dans, hvað er dans? Eg
get horft á fólk niður á Laugavegi
og mér gæti virst, sem það væri að
dansa þar sem það snýst í kring-
um búðargluggana. Nei, ég mundi
ekki, kalla þetta dans heldur
hreyfingu, en það er spurning
hvar hægt er að draga mörkin
þarna á milli."
Er hér um þaulæft verlj að ræða
eða spuna?
„Það má segja að það sé hvort
tveggja. Stundum byrjum við á
spuna og ef hann tekst vei, þá
höldum við honum í næstu sýn-
ingu. Yfirleitt er þó sýningin
skipulögð og æfð fyrirfram. Við
höldum venjulega fundi eftir
hverja sýningu og reynum að
finna, hvað við getum gert betur,
þannig breytum við ýmsu sem bet-
ur mætti fara.
Er einhver þráður eða boðskap-
ur í verkunum?
„Nei, það er enginn boðskapur í
verkunum. Markmiðið með þessu
leikhúsi eins og í öðrum listum er
að hreyfa fólk til hugsunar, kom-
ast í snertingu við það, láta það
finna til, það er hinn eini, hreini
og beini boðskapur, sem til er.“
Þetta er þá ef til vill fremur eins
og myndiistarverk?
„Já, það má segja það, þetta er
líklega skyldara myndlist en
leikhúsi. Fólkið, sem starfar að
þessu hreyfileikhúsi er orðið hálf
hrætt við þetta hóflausa stofnana-
leikhús, það er verið að reyna að
minnka umsvif hlutanna í þessu
leikhúsi."
Hvernig er með áhorfendurna,
standa þeir upp á endann meðan
þeir horfa á sýninguna?
„Nei, við byggjum alltafáhorf-
endapalla á hverjum stað.“
Hverjir starfa í hreyfileikhús-
inu?
„Það er fólk úr öllum áttum, ef
svo má segja. Sumir hafa starfað í
öðrum listgreinum, aðrir hafa
komið á sýningar hjá okkur og
hrifist af því, sem við höfum verið
að gera og beðið um að fá að vera
með. Kjarni hópsins hefur þó
starfað mjög lengi saman."
Hvernig auglýsið þið sýningarn-
ar?
„Við notum veggspjöld, sem við
hengjum upp hér og þar í borginni
og í nágrenni við sýningarstaðinn.
Það er gefið út sérstakt blað um
listir í Amsterdam og þar er þess
getið hvar sýningarnar eru hverju
sinni og hvað almennt er að gerast
í listalífi Amsterdamborgar.“
Hvernig hefur þetta leikhús
verið sótt?
„Það var það vel sótt í fyrra-
haust að við vorum með 2 sýn-
ingar á kvöldi í 4 vikur og var
sýningin framlengd um eina viku.
Síðan var orðið svo kalt í húsinu,
því það var ekki upphitað, að við
urðum að hætta sýningum."
Hvernig eru sýningarnar fjár-
magnaðar?
„Það er ríkið sem fjármagnar
þær.“
Er ekki hollenska ríkið afar ör-
látt við listafólk?
„Ja, örlátt, maður þarf auðvitað
að berjast fyrir því eins og öðru að
fá styrki. Annars er það rétt að
Hollendingar eru mjög opnir fyrir
listum."
Þú sagðist hafa dvalið í Frakk-
landi í nokkra mánuði og dansað
með litlum flokki þar?
„Eg dansaði með litlum hóp,
sem staðsettur var í smáborg, sem
heitir Limoges og er aðallega
þekkt fyrir postulín. Þetta kom
þannig til, að stjórnandi flokksins
var á ferð í London að leita sér að
dönsurum og bað hann mig að
slást í hópinn. Sá heitir Kristian
Uboldi og hafði starfað með Maur-
ice Bejart, sem er með aðalballett-
inn í Brússel. Uboldi hafði fengið
boð um að starfa við þetta nýja
leikhús þarna í Limoges. Sú
reynsla, sem ég fékk með þessum
flokki var vægast sagt afar sér-
kennileg, en þegar ég lít aftur þá
finnst mér að þetta hafi verið afar
ánægjulegur kapituli í lífi mínu
þrátt fyrir allt."
Segðu mér hvað gerðist, fyrst
þetta var allt svona skrítið?
„Hér var um að ræða nýtt leik-
hús með öllum tækjum, en þarna
hafði ekkert nýtt gerst lengi og
áður hafði slátrari verið þarna
leikhússtjóri. Þetta var ekta
sveitaleikhús, því raunverulega
gerist ekkert í menningarlegu til-
liti nema í París, utan Parísar er
allt menningarlíf afar dauft í
Frakklandi, sú var mín reynsla að
minnsta kosti. Sem dæmi um
þetta þá kom hin fræga hljómsveit
Orchestre De Paris og hélt tón-
leika og mættu fjórar hræður til
að hlusta á hana. Þannig að þú
getur ímyndað þér hvernig þetta
hefur verið. Smátt og smátt flosn-
aði hópurinn upp vegna að-
stæðna."
Hvað er svo framundan?
„Ég er að fara aftur til Hollands
og verð viðstödd balletthátíð, sem
verður í Rotterdam í næstu viku.
Ég mun strax fara í það að æfa
upp ballettinn, sem ég samdi við
tónlist- Xeanikis, því hann verður
sýndur á hátíðinni auk þess verð-
ur opnuð ljósmyndasýning, þar
sem sýndar verða myndir af því
hvernig þessi ballett varð til eða
hvernig ballett verður til yfirleitt.
Ég kem svo aftur til íslands í
janúar til að hjálpa svolítið til við
ballettkennslu."
HE
Hlíf segir meðlimum íslenska dansflokksins til.
Á morgun hefst útsala hjá H. Líndal og veröur
hún í kjallaranum. Margar góöar vörur eru á
boöstólum og má þar á meöal nefna fallegar
ullarpeysur á 160 kr. og margt margt fleira.
TILVALDAR JOLAGJAFIR
Á GÓÐU VERÐI
H. Líndal,
Tízkuverzlun,
Skólavörðustíg 3.