Morgunblaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1981 3 Lambakjöt og lagmeti frá íslandi til Saudi-Arabíu? í miðjunni er Omar M. Shams, en honum á hægri hönd er Krlendur Gudmundsson og til vinstri handar dr. Salim. l.j<’>sni. Ku. HÓPIIR manna frá Saudi Arabíu hefur undanfarna daga verið staddur hérlcndis til að ræda við ýmsa aðila um hugsanlegan útflutning á íslensk- um matvælum, landbúnaðarvörum og lagmeti, til landa á Arabíuskagan- um. H.E. Sheikh Omar M. Shams er oddviti þeirra og er hann forseti fyrirtækisins llnion of Commerce, Engineering & Industry. Omar M. Shams er hingað kom- inn á vegum Erlendar Guðmunds- sonar, en hann rekur fyrirtækið NIGIS, sem er að hluta í eign Níg- eríumannsins Adamo, en hann hefur Flugleiðavélar til pílagríma- fiugs. Mbl. ræddi stuttlega við Omar M. Shams og innti hann eft- ir erindi hans til Islands: — Ég hafði heyrt um hina mikla og margvíslegu möguleika íslands á sviði fiskiðnaðar og við aðra matvælaframleiðslu, m.a. lamba- kjöts. Skortur á matvælum er eitt alvariegasta vandamál heims- byggðarinnar í dag og ég er hingað kominn til að ræða við Islendinga um hvort þeir vilja eiga viðskipti við okkur. Hefur verið samið við íslenska aðila um útflutning á matvælum ? — Við höfum ekki gengið frá samningum við neinn ennþá, en er- um að ræða málin og höfum skoð- að og kynnt okkur margskonar matvælaframleiðslu og kynnum okkur hvaða möguleikar eru hér á samstarfi. Ég vona að við getum átt einhver viðskipti hér, ísland er greinilega mikið kjöt- og fisk- Opnunartím- ar verzlana í desember EINS og á undanfornum árum, er hcimilt að hafa verzlanir opnar lengur í desembermánuði en í öðrum mánuðum ársins. Sam- kvæmt reglugerð um opnunar tíma verzlana og kjarasamningum við verzlunarmenn verður heimilt að hafa verzlanir opnar fram yfir daglegan opnunartíma, sem er 9—18, sem hér um getur: — Til klukkan 16.00 laugar- daginn 5. desember nk., til klukkan 18.00 laugardaginn 12. desember nk., til klukkan 22.00 laugardaginn 19. desember nk. Á Þorláksmessu er heimilt að hafa opið til klukkan 23.00 og á aðfangadag jóla og á gamlárs- dag til klukkan 12.00. Fundi BSRB og ríkisins frestað ANNAR viðræðufundur BSRB og fjármálaráðuneytisins átti að vera í gærdag, en honum var frestað með samþykki beggja aðila. Að sögn Þorsteins Geirssonar í fjármálaráðuneytinu verður vænt- anlega haldinn fundur aðila síðar í vikunni. Samkvæmt lögum fer deila ríkisins og BSRB til sátta- semjara tveimur mánuðum eftir að kjarasamningi er sagt upp, þ.e. í dag, 1. desember. „Hvad er að ger ast um helgina“ ÞEIR SEM vilja koma að frétt um í þáttinn „Hvað er að gerast um helgina", verða að skila þeim inn á ritstjórn Morgun- blaðsins eigi síðar en miðviku- dagskvöld. Ekki er hægt að tryggja birtingu á fréttum í þáttinn sem berast síðar en það. Framvegis birtist þátturinn á föstudögum. framleiðsluland, en ég hef ekki áhuga á skammtímasamningum, heldur legg ég áherslu á að koma hér upp varanlegu sambandi. Sheikh Omar.M. Shams heldur af landi brott í dag, en viðskipta- fulltrúi hans og ritari munu dvelja hér áfram og annast frekari við- ræður. Meðal þeirra sem Omar M. Shams hefur rætt við eru forráða- menn búvörudeildar Sambands ísl. samvinnufélaga. Mbl. spurði Agn- ar Tryggvason hvort semja ætti við Shams og fyrirtæki hans um útflutning á lambakjöti: - Við erum ákveðnir í að taka þátt í sýningu í Bahrain í janúar og hugsanlegt er að Sölustofnun lagmetis verði þar með, sagði Agn- ar. — Þessar sýningar eru fjölsótt- ar og þarna er kjörið tækifæri til að koma vörum okkar á framfæri og segja má að með því myndum við hugsanlega fá markað hjá flestum löndum Arabíuskagans, Saudi-Arabíu, Oman, Bahrain og Sameinuðu furstadæmunum. Við sýndum Omar M. Shams alla framleiðsluvörur okkar nú um helgina og hann segir besta lamba- kjötið vera að finna hér, enda hef- ur hann borðað mikið af því um helgina. Helsta vandamálið varð- andi útflutning er skilyrði þeirra við slátrunina, að slátra þurfi með skurði, en það getum við ekki upp- fyllt, en svo virðist sem þeir séu að linast á því. Ég held að þarna höf- um við mikla möguleika, okkar kjöt er að vísu dýrara en kjöt frá t.d. Nýja Sjálandi, en það er viður- kennt sem betri vara og þess vegna má það vera dýrara. Heimir Hannesson, fram- kvæmdastjóri Sölustofnunar lag- metis, sagði að frumviðræður hefðu staðið yfir alla helgina og viðræðum yrði haldið áfram hér- lendis næstu daga og síðan hugs- anlega í Saudi-Arabíu innan skamms. Ef samningar takast er talið liklegt að um verulegt magn verði að ræða á ári hverju. Auk fyrrnefndra fyrirtækja skoðuðu erlendu gestirnir fyrirtæki Is- bjarnarins og Osta- og smjörsöl- una. Philips örbylgjuof nar eiu fyrír þásem þurfa að fylgjast með tímanum rauninni er sama hvernig tíma þínum er varið - Philips Microwave kemur þér þægilega á óvart. Sumir nota hann vegna þess aö þeir nenna ekki aö eyöa löngum tíma í matreiöslu. Aðrir matreiöa máltíöir vikunnar á laugardögum og frysta þær til geymslu. Philips sér síðan um góöan mat á nokkrum mínútum, þegar best hentar. Þægindl: Enginn upphitunartími, fljótleg matreiösla, minni rafmagnseyðsla. Hraöl: Þíðir rúmlega 3 punda gaddferðinn kjúkling á 20 mínútum. Bakar stóra kartöflu á 5 mínútum. Nærlng: Heldur fullu næringargildi fæöunnar, sem tapar hvorki bragöi né lit. Hrelnsun: Aðeins maturinn sjóöhitnar, slettur eða bitar sjóða ekki áfram - og eldamennskan hefur ekki áhrif á eldhúshitann. heimilistæki hf Hafnarstræti 3 — Sætúni 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.