Morgunblaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1981 39 ur, sem hafði sigrazt á erfiðleik- unum og vaxið með þeim. Þannig var Aron. Hann setti sér í æsku strangar reglur. Hann gætti allra hluta vel. Var hófsam- ur í daglegu lífi. Ráðdeild var hon- um að skapi. Aron átti friðsælt heimili með konu sinni, Asrúnu Einarsdóttur. Það var ánægjulegt að heimsækja þau að Grenimel 32, þar sem allir hlutir báru myndarskap og snyrti- mennsku fagurt vitni. A sumrin litu kunningjar Arons oft til hans í sumarbústaðinn, en hann er uppi í Kollafirði við rætur Esju. Svo var enn síðastliðið sumar. Aron sat við stofugluggann og lof- aði hið fagra útsýni vestur yfir Kollafjörðinn og út á flóann. Aron var þá hress að vanda, en örlítið fölur og þreytulegur. Ekki datt mér í hug, þegar við sátum og spjölluðum þarna við gluggann, að svo stutt væri þar til kvatt væri síðustu kveðju. Að leiðarlokum viljum við hjón- in þakka Aroni Guðbrandssyni margar góðar stundir. Einstakur og sérstæður sem Aron var, mun hann seint gleymast þeim, sem hann þekktu. Blessuð sé minning hans. Megi hann hvíla í friði. Lúðvík Gizurarson í dag er til moldar borinn Aron Guðbrandsson forstjóri. Eg var aðeins fjögurra ára gömul þegar Aron giftist elstu systur minni, Asrúnu, og því finnst mér að ég hafi alla mína ævi þekkt Aron. Það er í raun og veru erfitt að setja í stutta minningargrein það sem í huga manns býr þegar um jafn stórbrotinn persónuleika og Aron Guðbrandsson er að ræða. Það sem fyrst og fremst einkenndi Aron var skapfesta, samviskusemi og heiðarleiki. Hann var þannig gerður að það sem hann sagði stóð eins og stafur á bók og hann ætl- aðist til hins sama af öðrum. Hann var mjög tilfinningaríkur og næmur á fólk. Það var aldrei um neinn milliveg að ræða, annað hvort geðjaðist honum að viðkom- andi eða ekki og ég tel að yfirleitt hafi dómur hans um menn staðist. Þessi næma tilfinning hans fyrir fólki kom sér 'oft vel í starfi hans og væri hægt að segja af því marg- ar sögur til staðfestingar en ég læt það ógert hér. Aron var alinn upp af elskulegum foreldrum sem hann mat mikils. Sem barn að aldri kynntist hann mikilli fátækt og nauð. Hann gleymdi aldrei hungrinu og þeim nagandi sárs- auka og eymd sem fátæktinni var samfara. Þessi ár voru greypt í huga hans og fylgdu honum alla tíð. Mér er ekki grunlaust um að minningar bernskuáranna hafi mótað skapgerð hans og haft var- anleg áhrif á allt hans líf. Aron byrjaði sem ungur drengur að vinna fyrir sér og þegar sem barn setti hann sér það markmið að ávaxta sitt pund. Ég sé í anda lít- inn dreng með launin sín í hönd- unum. Hann horfir á þessa pen- inga sem honum hefur tekist að nurla saman og hann er ekki í vafa um hvað hann ætlar að gera við þá. Hann kaupir kú sem hann færir móður sinni. Mörgum þótti þetta tiltæki skrítið hjá svo ung- um dreng en hann svaraði því til að ef þau ættu kú þá fengju þau mjólk og þá þyrftu þau ekki að svelta. Hann heyjaði síðan sjálfur ásamt föður sínum og bróður fyrir kúna. Þetta atvik lýsir í raun og veru Aroni eins og hann var alla tíð. Bestu ár ævi sinnar varð hann að berjast við alvarlegan sjúkdóm og þá kom vel í Ijós styrkur hans og æðruleysi. í stað þess að brotna niður háði hann harða baráttu og sigraði. Hann sagði sjálfur síðar að þessi ár hefðu verið sér strang- ur skóli. Aron var ekki maður sem sló um sig eða bildi láta bera á sér. Mér er kunnugt um að hann gerði mörgum greiða og lét mikið af hendi rakna til þeirra sem þess þurftu en um slíka hluti talaði hann aldrei. Það sem hann gerði var ávallt gert af einlægni og það sem hann sagði var sagt af hreinskilni. Mér hefur alltaf fund- ist að Aron hafi verið einn af þeim mönnum sem gróðursetti trén sem ávextirnir vaxa á og aðrir njóta góðs af. Aron giftist eftirlifandi konu sinni Ásrúnu Einarsdóttur 24. sept. 1943. Hjónaband þeirra var einstaklega hamingjusamt, byggt á ást og vináttu og gagnkvæmri virðingu. Það er óhætt að segja það að Aron bar Ásrúnu á höndum sér öll þessi ár og aldrei bar neinn skugga á sambúð þeirra. Söknuður Ásrúnar er því mikill nú á þessari stundu en ég veit að trú hennar um endurfundi er henni styrkur. Aron var mikill trúmaður og alla tíð mjög draumspakur. Þegar hann stóð frammi fyrir þeirri staðreynd að sjá sitt eigið stunda- glas vera að renna út tók hann því með æðruleysi og hetjulund eins og hverju öðru sem ekki verður umflúið. Þetta sama æðruleysi einkennir nú Ásrúnu og ég bið góðan guð að gefa henni áfram styrk og kraft. Bænir hennar, vina og skyldmenna munu nú fylgja Aroni yfir fljótið mikla að strönd- inni hinum megin, þar sem ríkir eilíft vor, birta og friður. Margrét S. Einarsdóttir Mvcrfur sól vid himinbrún hylja skug^ar móa. Hlómin fólna hlikna (ún, brcgóur hausLsins reigðarrún bk-ikum lit á byggðir, fjöll og skóga. A.(J. Þetta fallega érindi eftir frænda minn, Aron Guðbrandsson, kom mér í hug, þegar ég settist niður til að minnast hans. Ég var tvö sumur hjá þeim hjónum Ásrúnu og Aroni í sumar- bústað þeirra upp við Kollafjörð og á margar góðar endurminn- ingar þaðan. Þau fluttu snemma á vorin úr bænum og voru fram á haust. Þarna leið þeim sérlega vel í kyrrðinni og nutu hverrar stund- ar. , Aron var mikill náttúruunn- andi. Sumarbústaður þeirra stendur í skjóli Esjunnar á fögr- um stað. Rétt við bústaðinn eru fallegar klappir og lítill lækur með fossi rennur rétt við lóða- mörkin. Aron ræktaði þarna stórt tún, sem þau hirtu vel og nutu úti- verunnar við heyskapinn að sumr- inu. Allt landið, sem ekki er tún, er vafið fögrum íslenzkum gróðri, sannkallaður unaðsreitur. Við húsið þeirra á Grenimel komu þau fljótt upp fögrum skrúðgarði, sem fékk verðlaun. Aroni þótti einnig gaman að rækta kartöflur, og hafði smáblett í garðinum fyrir þær, hann naut þess að setja niður á vorin og taka upp vel sprottnar kartöflur. að hausti. Aron fór til vinnu sinnar í bæ- inn alla virka daga, og strax og hann hafði lokið störfum, hraðaði hann sér heim, og er mér minn- isstætt hversu Ásrún fagnaði manni sínum innilega, þegar hann kom. Hjónaband þeirra var alla tíð hið ástúðlegasta og fór þar saman virðing og væntumþykja. Mjög var gestkvæmt þessi sum- ur, sem ég dvaldi hjá þeim, og var þá oft glatt á hjalla, því Áron kunni manna bezt að segja frá og þá oft í gamansömum tón, en einnig var talað um stjórnmái og þjóðmál, og hafði hann ætíð ákveðnar skoðanir og var óhrædd- ur að láta þær í Ijós. — Ég minnist fagurra kvölda, þegar gestirnir voru að kveðja, og kvöldsólin sendi sína síðustu geisla yfir Kollafjörð- inn. Aron átti marga og trausta vini, og var hann sérlega tryggur þeim. Faðir minn og hann voru bræðra- synir, þeir höfðu verið vinir frá barnæsku, og er mér ljúft og skylt að minnast þess hversu Aron veitti honum margar ánægju- stundir í langvarandi veikindum með heimsóknum sínum. Eitt var það, sem var áberandi í fari Arons, en það var sérstök reglusemi, snyrtimennska og hirðusemi, enda hafði hann alist upp við það að fara vel með og nýta, og sagði stundum við mig: „Lauga mín, staður fyrir hvern hlut, og hver hlutur á sínum stað.“ Aron unni fögrum ljóðum og öllu fögru, hann hefur víst tekið undir með Jónasi: Kaöir vinur alls, scm er, annastu þcnnan gra'na reit. Hlessaóu faóir blómin hér, blessaóu þau í hverri sveií. \ esalings sóley séróu mig? Sofóu nú værl og byrgóu þij», — ha'gur er dúr á daggarnótl, — dreymi þig Ijósió, sofóu róu. J.ll. Aron trúði á framhaldslíf eftir jarðvistina og vona ég að honum hafi orðið að trú sinni og ástvinir og vinir hafi verið í varpa að taka á móti honum. Ég óska honum góðrar ferðar og blessunar í nýjum heimi. Sigurlaug SveinbjörnsdóUir ngar þig í ítölsk © ó Þú færð þau hjá okkur. 5* PREMFO LINEA D’QRO Dcsípti& r Stylc 4 Gullverðlaun fyrir hönnun og stíl KM -HIISGOGN Langholtsvegi 111 R. símar 37010 — 37144.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.