Morgunblaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1981 15 Arndís Björnsdóttir skrifar frá Freiburg Helmut Schmidth Hans Axel Mikil spenna í þýskum stjórnmálum Allir stjórnmálamenn lifa við mikið álag. Einn þeirra, sem álag- ið hefur leikið grátt, er Helmut Schmidt, kanzlari Vestur-Þýzka- lands. Schmidt hafði fundið til óþæginda fyrir hjarta en veiktist hastarlega í fyrri hluta október- mánaðar og hékk líf hans á blá- þræði. Hann gekkst undir mikla skurðaðgerð og var settur í hann hjartagangráður. Þótt kanzlarinn og ráðgjafar hans reyndu eftir megni að breiða yfir hversu al- varlegt ástandið var, komust fréttamenn þó að hinu rétta. Fjór- um sinnum missti kanzlarinn meðvitund og féll í dá frá 32 og allt að 43 sekúndum. Menn voru í alvöru farnir að hugleiða hver yrði eftirmaður Schmidts. Helzt voru nefndir Jo- hannes Rau, sem nú gegnir for- sætisráðherrastörfum í Nord- rhein-Westfalen, Hans Apel, fyrr- um fjármálaráðherra í sambands- stjórninni, og Hans Matthöfer. Matthöfer er nú fjármálaráðherra í ríkisstjórn Helmut Schmidts. Hann er mjög hæfur maður og var afar vinsæll, en hið óvinsæla starf fjármálaráðherra hefur dregið nokkuð úr vinsældum hans. Schmidt hefur vísað á bug öllum orðrómi um að hann sé að hætta. Hann vinnur nú meira en nokkru sinni áður, en spurning er, hvort þjóðin kunni honum sérstakar þakkir fyrir að fórna heilsu sinni á altari stjórnmálabaráttunnar. I þýzkum stjórnmálum ríkir nú meiri spenna en oft áður. Verð- bólga mun á þessu ári verða um 7%, en það telja Þjóðverjar alltof mikið. Ennfremur er hallinn á fjárlögum talinn verða um 10 milljarðar marka og hin sparsama og hugsandi þýzka þjóð telur slíkt vita á illt. En verst er ástandið í atvinnumálum. Atvinnulausum fer fjölgandi og er áætlað, að tala þeirra muni nema 1,7—1,8 millj- ónum árið 1982. Ástandið í efna- hagsmálum er því heldur ískyggi- legt, þótt samsteypustjórn jafnað- armanna og frjálsra demókrata beri sig vel. Raunar má segja, að frjálsir demókratar (FDP) hafi lykilaðstöðu. Þeir hafa völd, sem eru í engu samræmi við kjörfylgi (innan við 10%). Þess vegna er rætt í vaxandi mæli um þann möguleika, að þeir fari í stjórn með hinum íhaldssömu, kristilegu demókrötum (CDU/CSU). Stjórn- arandstaðan (CDU/CSU) gerist sífellt háværari á þingi og bendir m.a. á misnotkun fjármuna í ríkis- kerfinu. Gagnrýni á fjárlögin, halla ríkissjóðs og verðbólguna fær einnig góðan hljómgrunn. I þessum sviptingum þarf kanzlar- inn að vera ímynd stöðugleika. Það er því ekkert undarlegt þótt stjórnarandstaðan hafi gripið tækifærið í veikindum Schmidts og víst er, að stjórnin stendur heldur verr en áður. Verðhækkan ir dynja yfir í hverjum mánuði og spáð er jafnvel 1% samdrætti þjóðarframleiðslu á næsta ári. Vinsældir jafnaðarmanna- flokksins byggjast að miklu leyti á persónulegum vinsældum Schmidts. Franz Josef Strauss, formaður kristilegra (CSU) í Bay- ern, þykir hins vegar bolalegur, lítt aðlaðandi og heldur ofstækis- fullur í ræðum sínum. Átti það áreiðanlega mikinn þátt í ósigri flokksins í síðustu kosningum. Menn bíða spenntir eftir fram- vindu mála. Á öllum vígstöðvum eru menn í biðstöðu og munu vera viðbúnir að tefla fram kandídöt- um sínum, þegar þar að kemur. VDLECSWAGEN Þýskur bíll sem allir þekkja Framhjóladrif - Halogen höfuðljós - Aflhemlar - Höfuópúóar Þynnuöryggisgler í framrúóu - Rúlluöryggisbelti Rafmagns- og fjöörunarkerfi eru sérstaklega útbúin fyrir íslenskt veöurfar og vegi. Rúöuþurrka á afturrúóu A/erð frá kr. 104.800 rHlHEKLA I Laugavegi 170-172 Sír VHF Sími 212 40 HEIMILISTÆKI BARNAFÖT HÚSGÖGN MATVÖRUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.