Morgunblaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1981 30 Ný þingmál — þingfréttir í stuttu máli Lagasetning um verðlagningu orku: Húshitun með olíu frádráttar- bær til skatts — Tekjusköttun færð yfir til sveitarfélaga? SVIPMYND FRA ALÞINGI: Árni Gunnarsson, Olafur G. Einarsson, Salome Þorkelsdóttir, Kjartan Jóhannsson og Stefán Jónsson. Verðlagning á raforku Birgir ísl Gunnarsson (S) hefur flutt svohljóðandi tiilögu til þings- ályktunar: „Alþingi ályktar aö fela ríkis- stjórninni aö láta semja lagafrum- varp, sem lagt verði fyrir Alþingi, um almennar reglur, sem fylgja skuli við verðlagningu á orku frá orkufyrirtækjum í landinu. Þar sé m.a. kveðið á um arðgjöf og afskrift- ir til að tryggja eðlilega eiginfjár- myndun og sjóðstreymi. Stjórnir orkufyrirtækja ákveði sjálfar orku- verð innan lagarammans, en að öðru leyti sé hann bindandi fyrir orkufyr- irtækin svo og yfirvöld verðlags- mála. Hafa skal samráð við Sam- hand ísl. rafveitna og Samband ísi. hitaveitna um samningu ofan- greinds frumvarps." í greinargerð kemur m.a. fram: „Sem dæmi um þróun þessara mála hjá orkufyrirtækjum má nefna að hjá Landsvirkjun var orkuverð í árslok 1980 70% af því sem það var 1970, þrátt fyrir gífurlegar fram- kvæmdir á þessum tíma. Mikill halli verður á rekstri fyrirtækisins á þessu ári og að óbreyttu stefnir einn- ig i verulegan halla á næsta ári. Arðgjöf er langt undir því marki sem Landsvirkjun sjálf telur eðlilegt og eldri lánasamningar kveða á um. Bilið er brúað með erlendum lántök- um. Á sama tíma tala menn í fullri alvöru um nauðsyn nýrra stórátaka í byggingu raforkuvera. Rafmagnsveita Reykjavíkur þurfti á þessu ári að taka 17 milij. kr. að láni erlendis og líklegt er að fyrir- tækið þurfi 20 millj. kr. til viðbótar á næsta ári. Raforkuverð án skatta er nú rúmlega 75% af því sem það var árið 1970. Fjárfesting dreifiveitu eins og Rafmagnsveitu Reykjavíkur er nokkuð jöfn frá ári til árs og fylg- ir fyrst og fremst útþenslu byggðar- innar. Mjög er óeðlilegt að fjár- magna slíkar framkvæmdir með er- lendum lántökum. Á tveggja ára tímabili (október 1979 — október 1981) hefur gjaldskrá Rafmagns- veitu Reykjavíkur hækkað um 94%, en á sama tíma hefur verðbólga numið 110—120%. Orkuverð hjá Hitaveitu Reykja- víkur var í árslok 1980 60% af því sem það var 1970. Á sama tíma hefur HR staðið í miklum framkvæmdum, bæði í virkjunarmálum og dreifingu. Hefur fyrirtækið m.a. iagt heitt vatn í öll ný byggðahverfi Reykjavíkur og ennfremur um Kópavog, Garðabæ og Hafnarfjörð. Vegna verðlagn- ingarstefnunnar hefur fyrirtækið þurft að skera niður ýmsar grund- vallarframkvæmdir, eins og borun á nýjum holum, og vatnsskortur vofir yfir ef ekki verður út bætt. Mælt var fyrir tveimur frum- vörpum til breytinga á tekju- skatLslögum í gær á fundi nedri deildar Alþingis: 1) Alcxander Stefánsson (F) mælti fyrir frumvarpi sem ætl- að er að taka af allan vafa um að félagsheimili séu undanþegin skattskyldu samkvæmt viðkom- andi lögum. Miklar umræður urðu um máiið. Friðrik Sophuss- on (S) vék m.a. að því að félags- heimilasjóður væri nánast Þóknun fyrir lög- boðna innheimtu gjalda Friðrik Sophusson og Albert Guð- mundsson, þingmenn Sjálfstæðis- flokks, hafa flutt frumvarp til laga um þóknun fyrir lögboðna inn- heimtu gjalda, svohljóðandi: „Hvarvetna þar sem atvinnurek- endum er með lagaboði gert skylt að innheimta opinber gjöld eða aðrar greiðslur hjá starfsfólki sínu eða kaupendum vöru þeirra eða þjónustu skal greiða þeim þóknun fyrir inn- heimtuna er nemi 3% — þremur af hundraði — af upphæðum inn- heimtra gjalda. Þóknunin greiðist um leið og innheimtufénu er skilað til réttra aðila, enda sé það gert inn- an þeirra tímamarka sem lögboðið er.“ Lög um Orkubú Suðurnesja? Allir þingmenn Reykja- neskjördæmis (Jóhann Einvarðsson, Ólafur G. Einarsson, Matthías Á. Mathiesen, Salome Þorkelsdóttir, Geir Gunnarsson og Kjartan Jó- hannsson), hafa lagt fram svohljóð- andi tillögu til þingsályktunar? „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að skipa fimm manna nefnd til að semja frumvarp til laga um Orkubú Suðurnesja. Nefndin skal þannig skipuð: Tveir fulltrúar tilnefndir af stjórn Hita- veitu Suðurnesja, tveir fulltrúar til- nefndir af stjórn Sambands sveitar- félaga á Suðurnesjum og einn full- trúi tilnefndur af iðnaðarráðuneyt- inu. Iðnaðarráðherra skipar for- mann úr hópi nefndarmanna. Nefndin hraði svo stöfum að frum- varp verði lagt fyrir næsta reglulegt Alþingi." I greinargerð segir: „Með lögum nr. 100 31. des. 1974 var ákveðið að stofna Hitaveitu Suð- gjaldþrota, enda færi nú skemmtanaskattur, sem upp- haflega átti að renna til sjóðs- ins, beint í ríkishítina. 2) Magnús H. Magnússon (A) mælti fyrir frumvarpi um svæð- isbundna framfærsluvísitölu, sem taki tillit til mismunandi kostnaðar heimila í landinu, m.a. vegna húshitunar með olíu, og jafna á aðstöðumun af slíku tagi með hækkun persónufrá- dráttar til skatts og barnabóta. urnesja, sem hafa skyldi það markmið að leysa húshitunarmál á Suðurnesjum. Eignaraðild að félag- inu var ákveðin á þann veg, að sveit- arfélögin sjö á Suðurnesjum skyldu hafa 60% eignaraðild en ríkið 40%. í byrjun febrúar 1975 var stjórn fé- lagsins skipuð og tók hún strax til starfa við uppbyggingu fyrirtækis- ins. Jafnframt því meginmarkmiði að hita upp hús á svæðinu hefur HS framleitt raforku til eigin nota og fyrir almennan markað. Afkastaget- an er nú 8 MW í þremur gufuhver- flum (2x1 MW + 1x6 MW). Möguleik- ar eru nú á aukinni rafmagnsfram- leiðslu í Svartsengi án frekari bor- ana um allt að 8—10 MW. Þá væri uppsett afl í Svartsengi komið í 16—18 MW og framleiðslugetan væri milli 80—90 Gwh á ári. Af með- Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S) mælti í Sameinuðu þingi fyrir þingsályktunartillögu, sem hann flytur ásamt fleiri þing- mönnum Sjálfstæðisflokks, sem miðar að því að gera bændum auðveldara að taka upp votheys- verkun, m.a. með lána- fyrirgreiðslu, sem muni stórlega auka á öryggi í landbúnaði varð- andi öflun heyja. Vothey hafi verið 8,6% af heyfeng lands- manna á si. ári, eða nær hið fylgjandi töflu um raforkunotkun á Suðurnesjum árin 1978 til 1981 má sjá hve framleiðslugetan í Svarts- engi gæti orðið stór hluti af raforku- þörfinni ef ráðist yrði í uppsetningu fjórða gufuhverfilsins." Sjálfsforræði sveitarfélaga Magnús H. Magnússon og fleiri þingmenn Alþýðuflokks hafa lagt fram svohljóðandi þingsályktunar- tillögu: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að undirbúa frumvörp til laga um breytingu á lögum nr. 73/1981, um tekjustofna sveitarfé- laga, lögum nr. 75/1981, um tekju- og eignarskatt, og þeim lögum, sem ákveða afskipti ríkisvaldsins af gjaldskrám sveitarfélaga fyrir veitta þjónustu. Markmið breytinganna verði: 1) Að skattlagning tekna einstakl- inga verði einvörðungu á vegum sveitarfélaga, en tekjuskattur einstaklinga til ríkissjóðs falli niður. Innan rúmra marka, sem m.a. tryggi tekjujöfnunarhlut- verk skattsins, ákveði sveitar- stjórnir álagningarhlutföllin án afskipta ríkisvaldsins. 2) Að skattar af eignum og veltu verði alfarið á vegum ríkissjóðs, en aðstöðugjald til sveitarfélaga falli niður. 3) Að því leyti sem jöfnuði þarf að sama og 1975, þann veg, að ekk- ert hafi í raun miðað áfram í þessu stóra hagsmunamáli. Hélt þingmaðurinn því fram að röng lánafjárpólitík stjórnvalda, sem m.a. kæmi fram í mun á fyrir- greiðslu til byggingar vot- heyshlöðu en þurrheyshlöðu, væri hemill á æskilega þróun í þessu máli. Nánar verður gerð grein fyrir máli Þorvaldar Garðars um votheysverkun síðar. ná í skiptum skatttekna milli ríkis og sveitarfélaga eftir þessa breytingu, verði það einkum gert með þvi að draga úr sérgreindum tilfærslum frá ríki til sveitarfé- laga og með þvi að sveitarfélögin yfirtaki verkefni frá ríkinu. 4) Að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga þjóni fyrst og fremst því hlut- verki að jafna þann aðstöðumun sveitarfélaga, sem stafar af mis- munandi tekjuöflunarmöguleik- um þeirra vegna ólíkra atvinnu- hátta, aldursskiptingar o.þ.h., og að jafna kostnað milli landshluta, en fellt verði niður eða dregið verulega úr því hlutverki hans að vera viðbót við fasta tekjustofna sveitarfélaga. 5) Að sveitarfélögin fái óskorað vald til að ákveða gjaldskrár fyrir veitta þjónustu, án afskipta ríkis- valdsins." Húshitun með olíu skattafrádráttur Sex þingmenn Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks, (Sighvatur Björg- vinsson, Karvel l’álmason, Sverrir Hermannsson, Magnús H. Magnús- son, Árni Gunnarsson og Matthfas Bjamason) flytja frumvarp til breyt- inga á lögum um tekjuskatt, þess efnis, að einstaklingum, sem kynda hús sín með olíu, sé heimilt að draga frá skattskyldum tekjum, noti þeir ekki 10% frádráttarregluna, allan orkukostnað vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota, að olíustyrk frádregn- um. I greinargerð kemur fram að fjölskylda á Isafirði greiði sem svari 15,29 vinnuvikum fyrir ársnotkun olíu til húshitunar, að frádregum olíustyrk, en fjölskylda í Reykjavík greiði sem svari 2,11 vinnuvikum til kaupa á hliðstæðu orkumagni af heitu vatni til húshitunar. Hér sé því þörf að jafna metin að nokkru. Framkvæmd greiðslu orlofsfjár Karvel Pálmason (A), Pétur Sig- urðsson (S), Árni Gunnarsson (A), Ólafur Þ. Þórðarson (F), Eggert Hauk- dal (S) og Halldór Blöndal (S) flytja frumvarp til breytinga á orlofslög- um, sem fela það m.a. í sér, að „ein- stök verkalýðsfélög hafi óskoraðan rétt til að semja við viðsemjendur sina um annað fyrirkomulag en reglugerð gerir ráð fyrir“ um greiðslufyrirkomulag orlofsfjár. Þó skal tryggt í siíku samkomulagi að sá aðili, sem tekur að sér innheimtu og ávöxtun fjárins, beri sömu ábyrgð og Póstgíróstofan. Gróðurhúsaframleiðsla Kridrik Sophusson, Steinþór Gests- son og Albert Guðmundsson, þing- menn Sjálfstæðisflokks, flytja frum- varp til laga, sem felur í sér afnám einokunarákvæða um sölu matjurta- og gróðurhúsaframleiðslu. Ekki er lögð til önnur breyting á starfsemi Grænmetisverzlunar landbúnaðar- ins en felst í afnámi einokunar. Nýr þingmaður Sigurður Óskarsson, formað- ur verkalýðsmálaráðs Sjálf- stæðisflokksins, tók í gær sæti á Alþingi í veikindaforföllum Steinþórs Gestssonar (S), þing- manns Sunnlendinga. Þingstörf í gær: Tekjuskattslög og yotheysverkun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.