Morgunblaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 36
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1981 "t«ilcnibor<éinuy sni llingur !" HCE/lAfin r Ást er... um að húdeyisverður- inn hafi brunnið við. TM Rag l)S Pat Off.-all righls reserved e 1981 Los Angeles Times Syndtcale Með morgunkafíinu Ef ég má treysta því að þetta sé þitt síðasta orð, verð ég um kyrrt hér. HÖGNI HREKKVÍSI Virðum hefðbundinn rétt sveitafólksins Valgarður L. Jónsson, fv. bóndi Eystra-Miðfelli, skrifar: „Velvakandi! Hinn 30. október sl. kveður heið- urskona sér hljóðs á þessum vett- vangi, frú Auður Sæmundsdóttir, Ási í Melasveit, þekkt gæðakona, prúð og virt af sinni samtíð. Því ber að leggja við hlustir þegar hún hefur erindi fram að færa. Síma- málin sunnan Skarðsheiðar er umræðuefnið að þessu sinni. Það er svo sannarlega ástæða til að fólk á þessu svæði taki undir orð Auðar. Mig hefur oft furðað sú þolinmæði sem þetta sveitafólk hefur sýnt í gegnum árin. í fyrsta lagi er þessi gamla símalína hreint handónýt, getur aldrei orð- ið í lagi og oft ónothæf með öllu. Það sem bætt hefur þollund fólks- ins er frábær viðgerðarmaður, Eiríkur Þorvaldsson, sem þekkir þetta drasl eins og fingurna á sér og er ólatur að tjasla við þetta, oft við hin erfiðustu skilyrði. Eg var sannarlega orðinn meira en þreyttur og leiður að búa í hátt í þrjá áratugi við þessa slæmu símaþjónustu. Á okkar línu eru ekki minna en 13 tæki og í ofan- álag Vatnaskógur, sem er öllu hinu verra, með öll forgangsvið- tölin og það á mesta annatíma sveitanna. Manni gat oft runnið í skap, þegar mikið lá við að ná sambandi, sem oft tók æði langa stund, rétt um leið og svarað var kom miðstöð inná og sagði: Afsak- ið, Landssíminn tekur línuna fyrir Vatnaskóg. Oft var ekki annað ráð en taka bílinn og aka útá Akranes, eða á staðinn, ekki þýddi að horfa í kostnað og fyrirhöfn. Það var því engin furða þó fólki - létti þegar farið var að leggja lín- una í jörð og vonir stóðu til að nú væri línan síður háð vindi og veðr- um. Síminn er vissulega mikið ör- yggis- og hjálpartæki, sem enginn getur verið án sem í einhverju vafstri stendur. Því er nauðsyn- legt að hann sé til taks hvenær sem er. Allt ætti þetta að verða öruggara eftir að hvert býli fær sitt eigið númer, miðað við þann fjölda bæja sem áður voru á einu númeri í miðstöðvarborðinu á Akranesi. Þetta var svo sannar- lega langþráður áfangi. Nú bjuggust allir við að loks mætti sveitafólkið búa við sömu skilyrði og Akurnesingar, reyndar allt Stór-Reýkjavíkursvæðið sunn- an fjarðar, þar sem meiri hluti þjóðarinnar býr, sem eru vissu- lega sjálfsögð réttindi. En á sama tíma dettur ráðamönnum í hug að gera sveitafólkið að féþúfum fyrir ríkisfyrirtæki og svipta það áunn- um rétti, sem aðrir hafa, sem sé að vera í beinu sambandi við Akranes og nágrenni án sérstaks gjalds, eins og hingað til. Akranes er þjónustumiðstöð þessara sveita, öryggi og hald, þangað verður öll neyðarþjónusta sótt, viðskipti, verslun, samskipti við embætti, vini og ættmenni. Ég spyr: Hvers á þetta blessaða Allt annað en mannúð H.Þ.I. skrifar: „Allar þjóðir sem byggja þenn- an heim hafa sérstakt þjóðarstolt eða ættjarðardramb. Þetta fyrir- brigði verður að teljast eðlilegt í heimi þar sem afbrýðisemi og mannvonska ráða ríkjum. Að sjálfsögðu erum við íslendingar engin undantekning. Við verðum meira að segja að teljast fremur slæmir hvað þetta varðar. Hitt er svo annað mál að mörgu höfum við af að státa. Meðal þess cr hið frjálsa lýðræði sem við búum við, ómengað land og geysimiklar náttúruorkulindir. Meðal þess sem við státum af en höfum ekki af að státa er e.t.v. þessi umtalaða velmegun sem svo oft er talað um, og algjör mannúð á öllum sviðum. Ég hef oft tekið eftir því að þegar talað er um mannúð, þá er oftast átt við fólk. Samtökin Amnesty International berjast fyrir auk- inni mannúð við fólk, og á móti pyntingum á fólki. Oft vill okkur gleymast að í rauninni skiptir mannfólkið litlu máli í lífkeðjunni. Það sem við gerum er að drottna í þeirri vissu að við höfum verið valin til þess. Og í þessari fullvissu um yfirburði mannskepnunnar er heimurinn á hraðri leið til tortímingar, aðal- lega vegna þess að maðurinn héfur gripið inn í lífkeðjuna án þess að gera sér grein fyrir afleiðingun- um. Ef við hugum aftur að Islandi, þá er þar margt að sjá. Til að forð- ast misskilning vil ég taka það strax fram að ég vil alls ekki halda því fram að á Islandi séu menn settir í hjól og steglu eða önnur álíka tól. Sannfæring mín er sú að slíkt tíðkist ekki lengur. En hvað með blessaðar skepnurnar? Hænsnabú. Þetta orð segir ekki mikið. Jú, við fáum eggin sem við borðum frá hænsnabúum, og einn- ig sunnudagskjúklingana. A þess- um tveimur atriðum grundvallast þekking almennings á hænsna- búum. En hvað fer í rauninni fram innan veggja þessara stofnana? Er hér um að ræða fyrirbrigði sem gæti e.t.v. kallast búskapur? Slík- um spurningum hef ég lengi velt fyrir mér, og fyrir nokkru fékk ég tækifæri til að svara hluta af þeim í heimsókn á hænsnabú nokkurt skammt fyrir utan bæinn. Ég ætla ekki að lýsa heimsókn minni á þennan stað, en hún er búin að valda mér talsverðu hugarangri. Skriflega er líka ómögulegt að koma fólki í einhvern skilning um þetta, með beinni lýsingu. Ég vil nota aðra aðferð, þ.e.a.s. saman- burð. Treblinka, Auswitz, allir þekkja þessi nöfn, og allir hafa heyrt ávæning af því sem fram fór á þessum stöðum. Og þegar ég á að finna eitthvað „sambærilegt" við staðinn sem fram fór á þessum stöðum. Og þegar ég á að finna eitthvað „sambærilegt" við stað- inn sem ég heimsótti, þá koma þessi nöfn ósjálfrátt upp í huga minn. Auswitz og Treblinka voru skipulagðar útrýmingarbúðir, þangað var fólki ekið þúsundum saman, víðs vegar að, og því mis- kunnarlaust slátrað. En hvað eru hænsnabúin annað en skipulagðar útrýmingarbúðir? Aðalmunurinn liggur í því að á hænsnabúum eru fuglar aldir upp til að deyja! Og svo auðvitað, að í öðrum staðnum er um dýr að ræða, á hinum voru það menn. Ég ætla ekki að fara út í frekari úttekt á áliti mínu á hænsna- búum, það ætti að vera alveg ljóst. Ég vil þess í stað víkja að hlut sem mér blöskraði e.t.v. meira en nokkuð annað í þessari heimsókn minni. Yfirmaður búsins tjáði mér blygðunarlaust, að „rannsóknir vísindamanna" hefðu sýnt, að fuglunum líkaði þetta hlutskipti sitt betur en að geta verið nokk- urnveginn frjálsir úti í náttúr- unni. Hvaða heilvita mannvera getur haldið því fram, að lifandi dýri líki vel að vera svipt eðli sínu? Erum við menn (sem höfum komist svo langt í „tækniþróun“ að við getum gjöreytt heimi á svipstundu) virkilega svo heimskir að sjá ekki að dýrin hafa sínar tilfinningar þó að heilabú þeirra sé ekki jafn stórt og okkar? Vissulega drepum við allt sem við höfum not af, lömb, kálfa og folöld. En þessi dýr fá þó að njóta þess að vera til um stund, reika frjáls með mæðrum sínum úti í náttúrunni. Getum við ekki gert okkur grein fyrir því, að með stofnunum eins og hænsnabúum erum við búin að taka allt frá þess- um vesalings dýrum (í þessu tilf. fuglum)? Og erum við virkilega svo óforskömmuð að afsaka okkur með því að dýrunum líki betur að verja sínum fáu ævidögum lokuð inni í búrum en úti í náttúrunni? Það er allt annað en mannúð."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.