Morgunblaðið - 01.12.1981, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1981
25
hans hji Portland Trailblazers nema um 150
nskra nýkróna.
r snýr baki í Ijósmyndarann. En hann er að
m, Peter Verheufen. Til vinstri er þjálfari
Ljósm. Halldór Karlsson.
Pétur orðinn vinsæll meðal
aðdáenda í Portland
- sagt frá og spjallað við Pétur Guðmundsson
atvinnumann í körfuknattleik með Portland Trailblazers
PORTLAND Trailblazers, körfu-
boltaliðið sem Pétur Guðmundsson
leikur nú með í Bandaríkjunum, eru
núna efstir í sínum riðli. Síðan 30.
október hefur liðið leikið níu leiki
og af þeim unnið sjö.
Pétur hefur átt við meiðsli að
stríða í ökkla og hefur því ekki get-
að beitt sér að fullu. Hann er nú að
ná sér ört á strik og sýna undanfarn-
ir leikir síðustu viku þess merki, að
Pétur á hcima í körfuboltanum.
Pétri gengur betur með hverjum leik
og eru bundnar miklar vonir við
hann í framtíðinni.
Pétur er nú þegar orðinn vinsæll
meðal aðdáenda hér í Portland. Fór
ég með honum um daginn í eitt af
„Shopping Center“-unum til að
versla. Væri ég orðinn nokkuð efn-
aður ef ég hefði rukkað Pétur um
tíkall í hvert skipti sem hann fékk
að nota bakið á mér sem skrifborð
til að gefa eiginhandaráritanir til að-
dáenda.
í stuttu máli, þá er ekki annað
hægt að segja en að framtíðin
brosi við Pétri sem atvinnumanni
í körfubolta.
Þann 9. júní í sumar er Pétur
var heima á Islandi, hringdi kunn-
ingi hans frá Bandaríkjunum í
hann og sagði, að hann hefði verið
valinn til að leika „atvinnubolta"
með Blazers. Kom það Pétri mikið
á óvart, þar sem hann hafði haldið
að Detroit mundi velja hann. Blaz-
ers, sem unnu „World Champ“-tit-
ilinn 1977 (bandaríska meistara-
titilinn), höfðu ekkert við Pétur
talað eða sýnt nokkurn áhuga á að
fá hann í sínar búðir. Var það
fyrir tilstilli Bill Moores, um-
boðsmanns Péturs, að Blazers
völdu hann. Blazer-njósnarar
höfðu séð Pétur spila með Univer-
sity of Washington fyrir tveimur
árum, svo þeir fóru og töluðu við
þjálfara Péturs frá því er hann lék
með háskólanum. Gaf hann Pétri
svo góð meðmæli að þeir ákváðu
að bjóða honum í æfingabúðir sín-
ar. Tólf nýir leikmenn, þar með
talinn Pétur, voru valdir í þessar
æfingabúðir (Rookie Camp).
Nokkuð fljótlega var þremur
„rookie“-um sparkað, svo níu voru
eftir. Þessir níu leikmenn voru
sendir niður til Los Angeles til að
leika í þriggja vikna móti (5.-26.
júlí). Þurfti Pétur að standa sig
vel til þess að verða valinn í aðal-
æfingabúðirnar þar sem æfingar
áttu að hefjast í september. í Los
Angeles átti hann í höggi við ann-
an „center“, sem var að keppa um
sömu stöðu og Pétur. Sá maður,
211 sm og 150 kílóa þungur, þótti
vera of þungur. Blazers sögðu hon-
um að hann yrði að létta sig niður
í 130 kíló, ef hann ætlaði sér að
eiga eitthvert tækifæri til að
verða valinn í aðalæfingabúðirn-
ar. Tókst honum baráttan við kíló-
in ekki betur en svo að hann var of
þungur er tími var kominn til að
velja í aðalæfingabúðirnar, svo
hann var sendur heim ... bless,
bless. Leit nú allt betur út fyrir
Pétri, er hann var orðinn laus við
keppinautinn.
Þann 9. ágúst var sex leik-
mönnum frá Blazers, þar af tveim-
ur nýliðum og tveimur öðrum leik-
mönnum, boðið til Israel sem full-
trúum NBA. Var Pétur annar
þessara nýliða sem var boðið. Þyk-
ir nokkuð merkilegt að vera valinn
til að fara ferð sem þessa. Ástæð-
an fyrir því að Pétur var valinn til
að fara þessa ferð var sú, að Blaz-
ers töldu þessa ferð vera góða
reynslu fyrir Pétur, áður en að að-
alæfingabúðunum kæmi. í þessari
ferð gafst Pétri tækifæri til að
ferðast um Israel og skoða sig um.
Gekk honum mjög vel og var hinn
ánægðasti með árangurinn og
ferðina.
Frá ísrael kom liðið þann 17.
ágúst. Fór Pétur þá upp til
Seattle, 300 km norður af Port-
land, og æfði með Seattle Sonics í
mánuð. Fór Pétri mikið fram á
þessum mánuði, þar til um miðjan
september er hann sneri á sér
ökklann. Meiðslin voru það slæm,
að hann er nú fyrst að ná fullum
styrk í fótinn.
Hinn 21. september hófust síðan
æfingar í aðalbúðum Portland
Trailblazers. Leist Pétri ekkert á
blikuna, þar sem hann var óvígur
og átti enn eftir að sparka nokkr-
um nýliðum, eða þangað til fjórir
voru eftir af hinum upprunalegu
tólf. En þrátt fyrir meiðsli Péturs
þótti þjálfara Blazers, Jack Rams-
ey, honum hafa farið svo mikið
fram, að hann ákvað að halda í
Pétur. Pétur var undir læknis-
hendi og missti af æfingum í búð-
unum að mestu. Var Pétur frá að
mestu leyti í sex vikur. Frá
10.—25. október léku Blazers sjö
æfingaleiki og unnu fimm þeirra.
Pétur kom inná í nokkrum þeirra,
en gat aðeins verið nokkrar mín-
útur vegna meiðslanna. Var hann
með aðallega til að kynnast leik-
mönnum og fá að venjast því að
spila fyrir framan hundruðir þús-
unda æstra aðdáenda, í höllinni
jafnt sem sjónvarpinu.
Byrjaði svo leiktímabilið þann
30. október. Blazers eru nú þegar
búnir að leika níu leiki og vinna
sjö. Voru þeir eina ósigraða liðið í
Bandaríkjunum þangað til nú í
vikunni, er þeir töpuðu tveimur í
röð. Pétur hefur verið með í þeim
öllum og verður sterkari með
hverjum leik.
Alls leikur liðið 82 leiki á keppn-
istímabilinu, sem stendur til 18.
apríl. Þýðir það að liðið þarf að
leika annan hvern dag, svo þetta
er ekkert sældarlíf. Sem dæmi um
hversu strangt leikið er, þá þurfa
Blazers að keppa bæði á jóladag
og nýársdag. Mun ekki fara mikið
fyrir hátíðarandanum hjá NBA-
leikmönnum.
Ætla ég hér að útskýra hvernig
keppnisfyrirkomulagið í NBA
gengur fyrir sig. Skiptist NBA í
tvær deildir, Austur- og Véstur-
deild. I hvorri deild eru síðan tveir
riðlar, svo alls eru fjórir riðlar í
NBA. Þurfa Blazers að leika sex
leiki við hvert lið i sínum riðli, og
fimm leiki við hvert lið í hinum
riðlinum í sömu deild. Alls eru tólf
lið í Vesturdeildinni, þannig að
alls spila þeir 60 leiki í Vestur-
deildinni eingöngu. í Austurdeild-
inni eru 11 lið sem Blazers þurfa
að keppa við, tvo leiki hvert, það
er heima og heiman. Þegar allt er
svo komið saman, þá eru þetta 82
leikir alls.
Eftir þessa 82 leiki komast síð-
an sex efstu liðin úr hvorri deild í
deildaúrslitin. Þessi sex lið keppa
síðan í útsláttarkeppni sín á milli
uns eitt lið er eftir í hvorri deild.
Þessi tvö lið keppa síðan við hvort
annað uns annað liðið hefur sigrað
í fjórum leikjum, þannig að í
mesta lagi leika þau sjö leiki alls.
Það lið sem vinnur þessa baráttu,
hlýtur síðan titilinn „World
Champions". Eins og ég gat um
áður, þá hlutu Blazers þennan titil
árið 1977. Nú er of snemmt að spá
um úrslitin í deildinni, en eftir það
sem af er, þá eru Blazers efstir í
sinni deild og er best að vera bara
bjartsýnn á framtíðina. Þrír
fyrstu leikir Blazers á þessu
keppnistímabili voru, að flestra
mati, við sterkustu liðin á vestur-
ströndinni og sigruðu Blazers í öll-
um leikjunum.
I dag eru Blazers með fjóra ný-
liða, eins og þeir ætluðu sér að
hafa endanlega. Pétur skrifaði
undir samning í haust sem tók
gildi þann 1. nóvember. Hljóðar sá
samningur upp á fimm ár af Pét-
urs hálfu, það er, að Pétur er
bundinn hjá Blazers í fimm ár. Af
Blazers hálfu skiptist samningur-
inn niður í fimm eins árs samn-
inga, frá 1. desember til 1. des-
ember næsta árs. Þýðir það að
þeir geta sparkað Pétri, það er,
selt hann eða skipt á honum, 1.
desember á hverju ári næstu fimm
árin. Ef þeir ákveða að losa sig við
Pétur eftir 1. des., þá eru þeir
skyldugir að greiða honum laun
fyrir allt árið, það er, til 1. des.
Blazers æfa á hverjum degi, að
mestu léttar æfingar, farið í gegn-
um leikaðferðir og þessháttar.
Þurfa leikmenn að halda sér í
formi sjálfir, sjá um úthaldið,
hlaupa, lyfta og þessháttar. Hefur
Pétur verið á lyftingaprógrammi
til að styrkja sig og segist hann
aldrei hafa verið jafn vel á sig
kominn líkamlega og nú. Tek ég
undir þessi orð Péturs, þar sem ég
hef fylgst með honum í öllum
leikjum Blazers. Hann á eftir að
verða frábær. Sem dæmi um leikni
Péturs, þá léku Blazers við Los
Angeles Lakers núna í vikunni.
Fékk Pétur það erfiða hlutverk, að
flestra mati, að gæta besta mið-
herja Bandaríkjanna, Karhim
Abdul Jabbar. Lék Pétur alls 14
minútur af leiknum og stóð sig
mjög vel, hirti fráköst og skoraði
sex stig.
Má á það minnast, að leiktíminn
í NBA er lengri en hann gerist
heima á íslandi. Hér stendur leik-
urinn yfir í 48 mínútur og er hon-
um skipt niður í fjórum sinnum
tólf mínútur og er hálfleikur eftir
tvo kvartera.
Er ég spurði Pétur um hvað
honum fyndist um að vera hér og
leika sem atvinnumaður í körfu-
bolta, þá sagðist hann hafa miklar
vonir um framtíðina. Býst hann
við að vera „back-up center" í vet-
ur, á meðan hann er að komast inn
í kramið og öðlast reynslu sem er
svo mikilvæg. Sagði Pétur, að
hann væri hress með hvað þjálfar-
inn væri ánægður með hann. „Þeir
segja, að ég eigi eftir að hitta
toppinn og verða betri. Ég ætla
bara að reyna að standa mig og
gera mitt besta, svo tek ég því sem
kemur, hvað sem það verður.
Þetta er eins og hver önnur
vinna," sagði Pétur svo að lokum.
Við vonum bara að honum gangi
vel og segjum þetta gott að sinni.
Úrslit úr loknum leikjum:
30. okl. Blazers — Phoenix 104— 97
1. nóv. Blazcrs — Seattle 104— 94
3. nóv. Blazers — Los Angeles
102—100
4. nóv. Blazers — San Francisco
109—108
6. nóv. Blazers — l'tah 119—109
8. nóv. Blazers — Denver 120—116
10. nóv. Blazers — Dallas 117— 95
12. nóv. Blazers — San Diego
115—122
13. nóv. Blazers — Los Angeles
115—119
15. nóv. Blazers — San Antonio
• ..Memorial Colosseum" heitir heimavöllur Portland-liðsins. Höllin tekur 12.666 manns í sæti og er þegar uppselt
á alla leiki liðsins út apríl. A sama tíma og Portland leikur, sýnir kvikmyndahús þar í borg, „Paramount Theater“,
leikina jafn óðum á tjaldinu. Kvikmyndahúsið tekur 2000 manns og er mæting jafnan góð.