Morgunblaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1981 47 Hátíðardagskrá stúd- enta 1. desember Bifreidarnar sem skullu saman á gatnamótum Skothúsvegar og Tjarnargötu voru mikið skemmdar, jafnvel ónýtar. Mvnd. Mbl. Júlíus. Nokkrum varð hált á svellinu HARÐUR árekstur varð aðfaranótt sunnudags á gatnamótum Skothús- vegar og Tjarnargötu. Bifreið sem ekið var eftir Tjarnargötu var ekið inn í bifreið, sem kom Skothúsveg- inn. Áreksturinn varð harður og köstuðust bifreiðirnar á sinn hvorn Ijósastaurinn. Tvær stúlkur, sem voru í bif- reiðinni sem ók eftir Skothúsveg- inum, fengu taugaáfall og nef- brotnaði önnur þeirra. Ökumaður jeppabifreiðarinnar, sem ekið var Tjarnargötuna, skarst á hendi. Báðar bifreiðirnar eru mikið skemmdar. Mikil hálka myndaðist á götum Reykjavíkur aðfaranótt sunnu- dags og urðu þá nokkur umferðar- óhöpp, en hvergi urðu alvarleg slys á fólki. 1 Sætúni missti öku- maður bifreiðar stjórn á henni, er hann var að taka fram úr annarri, með þeim afleiðingum að bifreiðin VÉLBÁTURINN VoUberg fékk í gærmorgun hæsta verð sem íslenzkt skip hefur fengið fyrir ísfisk erlendis á þessu ári. Votaberg seldi 57,7 tonn í Grimsby og fékk rösklega 712 þús. kr. fyrir aflann og var meðalverð á kíló kr. 12,35. Fiskurinn sem Votaberg var lenti á ljósastaur og er hún talin ónýt. Á föstudag urðu 22 árekstrar í Reykjavík. með þótti ekki neitt afbragð, en hins vegar er nú mikill fiskskortur á brezkum ferskfiskmarkaði, bæði hafa verið miklar brælur í Norð- ursjó og eins er nú búið að leggja miklum hluta brezka smábátaflot- ans og fer hann ekki aftur af stað til veiða fyrr en eftir áramót. 1. DESEMBER halda stúdentar við Háskóla íslands að vanda hátíðar dagskrá í tilefni af fullveldisdegin- um. Tvö síðastliðin ár hefur hátíðin verin haldin í Félagsstofnun stúd- enta en nú í ár verður hún haldin í Háskólabíó og hefst hún kl. 14.00. Dagskránni verður útvarpað beint Húsavík: Fjölmenni við útför sr. Friðriks Húsavík, 30. nóvember. ÚTFÖR séra Friðriks A. Friðriks- sonar fyrrverandi prófasts á Húsa- vík fór fram frá Húsavíkurkirkju sl. laugardag að viðstöddu miklu fjölmenni, þrátt fyrir erRða færð um héraðið. Meðal annarra var for seti íslands Vigdís Finnbogadóttir viðstödd útforina. Athöfnin hófst með því að leik- ið var forspil sem séra Friðrik hafði samið og síðar í athöfninni voru sungnir tveir sálmar eftir hinn látna og annar þeirra við lag sem hann hafði samið við sálminn. Þrír prestar önnuðust prestverkin, séra Pétur Þórar- insson Hálsi, séra Sigurður Guð- mundsson vígslubiskup, sem flutti minningarræðuna, og séra Björn H. Jónsson, sem jarðsöng. Kirkjukór Húsavíkur annaðist sönginn undir stjórn Sigurðar Schiöt. Fréttaritarar eins og venja var þangað til fyrir tveimur árum. Vinstri menn í Háskóla íslands unnu kosningarnar til 1. des. nú í haust. Lögðu þeir fram efnið Kjarnorkuvígbúnaður: Helstefna eða lífsstefna. Helgast dagskráin af þessu efni. Aðalræðu heldur séra Gunnar Kristjánsson að Reynivöllum í Kjós. Vísnaflokkurinn Hrím tekur lagið. Félagar úr Alþýðuleikhús- inu verða með leikþátt. Bubbi Morthens syngur nokkur lög. Les- ið verður upp úr ljóðum. Stúdent heldur ræðu. Barnagæsla verður í anddyri Háskólabíós. Sýning Hauks Clausen: 3000 gestir fyrstu tvo dagana — 47 málverk þegar seld MIKIL aðsókn var að málverkasýn- ingti Hauks ('lausen, sem opnuð var að Kjarvalsstöðum á laugardaginn. Tvö þúsund manns komu á sýning- una fyrsta daginn, og á sunnudag komu um 1000 gestir. Alls voru 105 málverk á sýning- unni, sem er fyrsta sýning lista- mannsins, og í gær höfðu 47 mál- verk selst, en það er meira en helmingur þeirra mynda sem eru til sölu, en allmargar eru í einka- eign. Grimsby: Votaberg fékk 12,35 kr. fyrir kflóið af fiskinum Sjómannsævi SJÓMANNSÆVI nefnist nýútkomin bók sem hefur að geyma æviminningar Karvels Ögmundssonar skip- stjóra í Njarðvíkum. Karvel er löngu lands- þekktur maður — sem aflasæll skipstjóri og dugmikill maður. Hann er einn þeirra manna sem hefur markað spor sín í sögu íslensks sjávarútvegs, og átt þátt í þeirri miklu þróun sem orðið hefur í þeirri atvinnu- grein á einum manns- aldri. En Karvel Ög- mundssyni er það einn- ig til lista lagt að segja skemmtilega og skipu- lega frá og hann hefur líka frá mörgu merki- legu að greina frá langri ævi. Hann er einn þeirra íslendinga sem man tímana tvenna, — hefur með dugnaði og áræði brot- ist frá sárri fátækt til allsnægta. Fyrsta bindi endur- minninga Karvels Ög- mundssonar fjalla um uppvaxtarár hans á Snæ- fellsnesi, og þótt hann sé fæddur eftir aldamót er sá heimur og umhverfi sem hann lýsir svo gjör- ólíkur því sem gerist nú á dögum, að í raun má segja að það heyri fornöldinni til. Lífsbaráttan var geysilega hörð. — Hver dagur barátta fyrir brauðinu — því að hafa í sig og á, og stundum vissi fólk ekki að kvöldi hvern- ig unnt yrði að hafa mál- ungi matar að morgni. Ungir sem eldri tóku þátt í baráttunni Lífsbaráttan var ekki aðeins háð af fullorðna Siómannsævi Kápa bókarinnar Sjómannsævi. Ný bók eftir Karvel Ögmundsson — stórkostlegar heimildir um liöinn tíma Karvel Ögmundsson skipstjóri og útgerðarmaður. fólkinu. Allir sem vettl- ingi gátu valdið tóku þátt í henni. Karvel segir frá því í bók sinni hvernig hann sem drengur gekk til daglegra starfa, og börnin reyndu að leggja sitt af mörkum. Hann var korn- ungur þegar hann fór í fyrsta skipti á ^jó og kynntist því snemma bar- áttu sjómannanna við Ægi konung, sem oft var upp á líf og dauða. Fleyt- an var smá, hafnir engar og lendingar vandasamar. AUGLÝSING. Var það ekki fátítt að menn biðu lægri hlut í þessari baráttu, en far- sæld og heppni fylgdi jafnan Karvel og bátsfé- lögum hans, þótt stundum kæmust þeir í krappan dans. Sagnasjóður En þótt lífsbaráttan væri hörð blómgaðist sér- stæð menning. Hún var ekki síst í því fólgin að hinir eldri miðluðu hinum yngri af reynslu sinni og þekkingu, sögðu sögur um liðinn tíma, og það fólk Lendingin í Beruvík. sem á undan var gengið. Karvel Ögmundsson hlustaði með opnum huga og minni hans bregst ekki er hann rifjar þessar gömlu sagnir upp. Þær eru fjársjóður sem vert var að varðveita og eiga erindi til allra, jafnt nú- tímakynslóðarinnar sem hinna eldri, auk þess sem sagt er frá á lifandi og skemmtilegan máta. Stórkostleg heimild um atvinnuhætti Saga Karvels Ögmunds- sonar er stórkostleg heim- ild um atvinnu- og lifnað- arhætti fólks á fyrstu ára- tugum aldarinnar. Sagt er frá búskaparháttum, sjó- sókn, eldiviðaröflun, skóla- og fermingarnámi o.s.frv. Þetta er frásögn af fólki sem í fátækt sinni undi við sitt, og var þakk- látt fyrir það sem það hafði. En oft voru erfið sporin sem fólkið þurfti að ganga, og baráttan óvægin og jafnvel misk- unnarlaus. Óvænt atvik gátu orðið til þess að fjöl- skyldan sundraðist og þótt oft væri erfitt í föð- urgarði, þá var stundum enn erfiðara að vera hjá vandalausum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.