Morgunblaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1981 Landbúnaðarvörur hækka um 9,1%-15,7% í dag: Lítri af mjólk kostar 6,65 kr. Gæruverð hækkar ekki vegna niðurgreiðslna RÍKISSTJÓRNIN staðíesti síðdeg- is tillögur sexmannanefndar og tekur nýtt verð á búvöru gildi í dag lögum samkvæmt. í smásölu hækka búvörur um 9,7-15,7%, að undanskiidum ópökkuðum kartöfl- um, sem hækka um 19,7%. Verð á Athugasemd frá Styrmi Gunnarssyni DAGBLAÐIÐ & Vísir birtir í gær „kjallaragrein Styrmis Gunnarssonar, Morgunblaðsrit- stjóra“, svo vitnað sé til kynn- ingar á forsíðu. Af þessu tilefni vil ég taka fram eftirfarandi: Ég hef ekki skrifað „kjallaragrein" í Dagblaðið & Vísi og hef ekki hugsað mér að gera það. Texti sá, sem birtist eftir mig með þessari kynningu er ræða, sem ég flutti á Við- skiptaþingi Verzlunarráðs ís- lands í haust. Ég hef ekki gef- ið Dagblaðinu & Vísi eða öðr- um heimild til þess að birta þessa ræðu og er það gert í óþökk minni. Styrmir Gunnarsson. gærum var ekki hækkað þar sem skinnaiðnaðurinn er ekki talinn geta tekið á sig hækkun á hráefni. Til að mæta þeirri hækkun, sem verða hefði átt á gærum samkvæmt hækkun á verðlagsgrundvellinum, jók ríkisstjórnin niðurgreiðslur á kjöt og er áætlað að þær nemi 210—220 þúsund krónum á mán- uði. Þessar niðurgreiðslur koma ekki á aðrar afurðir en gærur. Lítri af mjólk hækkar úr 5,85 kr. í 6,65 krónur eða um 13,7%. Lítri af rjóma hækkar úr 43 krónum í 47,60 eða um 10,7%. Hvert kíló af smjöri hækkar úr 72,25 í 80,40 krónur eða um 11,3%. Kíló af súpukjöti hækkar úr 43,45 kr. í 49,85 eða um 14,7%. Hvert kíló af kartöflum í 5 kg. pokum kostaði 5,36 kr. en kostar nú 6,20 kr. og er hækkunin 15,7%. Eins og áður sagði hækka ópakkaðar kartöflur um 19,7%. Kíló af nautakjöti í heilum og hálfum skrokkum hækkar úr 45,75 í 51,10 eða um 11,7%. Verðlagsgrundvöllur landbún- aðarvara hækkaði um 10,2% við útreikninginn og var launaliður bóndans stærsti liðurinn eða um 6,04%, en aðrir rekstrarliðir hækkuðu grundvöllinn um 4,16%. Eftir því sem vörur eru meira niðurgreiddar taka þær meiri hækkun hlutfallslega. ATVR: Hækkun áfengis og tóbaks nemur 41% á einu ári Dýrasta áfengisflaskan kostar nú 1.725 ÁFENGI og tóbak hefur nú verið hækkað um 15% og hefur því sam- tals hækkað um 41% á einu ári. Eftir þessa hækkun kostar dýrasta áfeng- isflaskan, gallon af koníaki, sem fæst hjá Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins, nú 1.725 krónur. Algengustu tegundir vindlinga hafa því hækkað í kr. 19,70 úr 17,15 krónum. Algengir vindlar kosta nú 29,50, tíu stykki og ein og hálf únsa af Half and Half pípu- tóbaki hækkar úr 171 krónu í kr. 196,80. Ódýrustu rauðvínin hækk- uðu úr 43 krónum í 49, miðlungs- vínin úr 58 krónum í 67 og þau dýrari úr 85 krónum í 98. Flestar vískítegundir kosta nú 267, hafa hækkað um 35 krónur, svo og pólskt og rússneskt vodka. Smirnoff-vodka kostar nú kr. 275 en áður 239. Gintegundir hafa hækkað í 267 úr 228 krónum, ódýr- ari tegundir af koníaki hækka úr 251 krónu í 289 og dýrasta flaskan, sem seld er í áfengisútsölum er gallonsflaska af koníaki, og kostar 1.725 krónur. Gísli Halldórsson hefur teiknað skautahöllina en hún á að rísa austan við íþróttahöllina í Laugardal í Reykjavík. Skautahöll reist í Laugardalnum BORGARRÁÐ hefur samþykkt að reist verði í Reykjavík skautahöll og mun hún standa við hlið íþrótta- hallarinnar í Laugardal. Gísli Hall- dórsson arkitekt teiknaði húsið, sem er um 4.500 fermetrar að flat- armáli eða nokkru stærra en íþróttahöllin. í skautahöllinni er ráðgert að hafa 30 x 60 m skautasvell eða löglega stærð fyrir ísknattleiki. Sæti er fyrir 1.800 áhorfendur og rými fyrir 700 til viðbótar í stæð- um. í framhluta hússins, sem er á tveimur hæðum er auk bún- ingsklefa, gert ráð fyrir keiluspili í kjallara og veitingaaðstöðu á efri hæð. Þá er gert ráð fyrir að skautahöllin tengist iþróttahöll- inni og með því myndast samfellt sýningarsvæði. í 1. áfanga er gert ráð fyrir að ljúka undirstöðum og koma sjálfu skautasvellinu í gagnið, en í 2. áfanga yrði byggt yfir það og í 3. áfanga yrði fram- hlutinn reistur. Kröfugerð BHM send fjármálaráðherra: Telja kaupmátt launa hafa rýrnað um 20% frá 1977 BANDALAG háskólamanna sendi fjármálaráðherra kröfugerð sína í gær um leið og samningum var sagt upp með þriggja mánaða fyrirvara. Þá hcfur BHM krafist endurskoðun- ar á gildandi kjarasamningum, en í lögum er ákvæði um gagnkvæman endurskoðunarrétt verði breytingar á launakjörum almennt. BHM fór þessa á leit 20. nóvember í fram- haldi af samningum ASÍ og vinnu- veitenda, en fundur hefur ekki verið haldinn með BHM og ríkinu. Að sögn Guðríðar Þorsteins- dóttur, framkvæmdastjóra BHM, telja opinberir starfsmenn í BHM að kaupmáttur launa þeirra hafi rýrnað um 20% frá því á árinu 1977 og er ein aðalkrafan um að þessi kaupmáttarskerðing verði leiðrétt. Þá er lögð áherzla á aukn- ar starfsaldurshækkanir, en Guð- ríður sagði að þær væru yfirleitt litlar hjá ríkinu og mun meiri á hinum almenna vinnumarkaði. Þá sagði hún, að kröfur væru um að iaugardagar væru ekki vinnudag- ar í orlofi, sex mánaða barnsburð- arleyfi og frí vegna veikinda barna. Guðríður Þorsteinsdóttir sagði að kröfugerð BHM væri á margan hátt sambærileg við kröfugerð BSRB, sem lögð var fram í síðustu viku. Samningstími BHM er bundinn til tveggja ára samkvæmt lögum. Flugstöðvarmálið: Utanríkisráðherra skip- ar undirbúningsnefnd Stór hjálparsend- ing til Indlands brann í Hamborg STOR sending af meðulum, fatn- aði og öðrum hjálpargögnum, sem Þóra Einarsdóttir, fyrrverandi formaður Verndar, hafði safnað handa þurfandi fólki á Indlandi og sent með Eyrarfossi, var meðal þess sem eyddist í bruna á hafnar- svæðinu í Hamborg í sl. viku. Voru þar 22 stórir kassar, ótryggðir með öllu. Þóra hefur dvalið á Indlandi í 5 mánuði á þessu ári, m.a. verið í Madras, þar sem móðir Teresa hefur starfað meðal fátækra og uppi í fjöllum hjá heilögum Benediktsreglubræðrum, sem þar vinna hjálparstarf, og því kunnug þeirri neyð sem þar rík- ir. Eftir að hún kom heim, tók hún að safna því sem mest er þörf fyrir, auk þess sem hún leggur til sjálf úr eigin búi. Var í sendingunni mikið af ullarfatn- aði, peysum, nærfötum, teppum og sængurfatnaði, því kalt er uppi í fjöllunum á nóttunni. Einnig var stór sending af með- ulum og vítamínum, sem Reykjavíkurapótek hafði lagt til, o.fl. Hafði Þóra skrifað út og til- kynnt um þessa sendingu, en ætlaði sjálf að vera komin til Madras í tæka tíð til að útdeila úr henni í hjálparstarfi móður Teresu og sjá um sendingu áfram upp í fjöllin. — Það er sárgrætilegt þegar maður veit um þörfina, að þetta skuli allt vera horfið, sagði Þóra. Þóra Kinarsdóttir Ég er að Iáta þýða bréfið frá skipafélaginu á ensku til að senda, svo að þessu einstaka óhappi verði trúað. Nú veit ég ekki hvað ég á að gera. Mig hálf- óar við að byrja á að safna aftur, enda ekki heilsuhraust. Héðan af væri fyrst og fremst um að ræða að fara með teppi og ullarfatnað og hann Armann Jóhannsson í Jasmin mundi hjálpa mér sem fyrr. Þörfin er svo gífurlega mik- il. Utanríkisráðherra skipaði 13. nóv- ember sl. þriggja manna ncfnd til að fjalla um hönnun og hugsanlega áfangaskiptingu nýrrar flugstöðvar byggingar á Keflavíkurflugvelli, og jafnframt til að ákveða hvernig lánveit- ing sem heimiluð er í fjárlagafrum- varpi fyrir árið 1982 verður nýtt. For maður nefndarinnar er Jóhann Ein- varðsson alþingismaður og kemur nefndin saman í fyrsta skipti í dag. Aðrir í nefndinni eru Edgar Guð- mundsson verkfræðingur og Ólafur Ragnar Grímsson alþingismaður. í skipunarbréfi nefndarinnar er vísað í 6. gr. frumvarps til fjárlaga fyrir árið 1982 þar sem er heimild til 10 miilj. kr. lánsfjárveitingar, en þess jafnframt getið, að 3 manna nefnd verði falið að athuga með hönnun og hugsanlega áfangaskiptingu bygg- ingarinnar, jafnframt að ákveða hvernig lánveitingin verður nýtt. Á fjárlögum Bandaríkjaþings er 20 milljónum Bandaríkjadollara varið til stöðvarinnar, en ljóst er, samkvæmt upplýsingum frá Helgá Ágústssyni hjá varnarmáladeild utanríkisráðuneytisins, að þá fjár- hæð þarf að nota, eða að hafist verði handa um ráðstöfun hennar fyrir 1. október 1982 til að fjárveitingin falli ekki niður. Einar Asmurtdsson í Sindra látinn AÐFARANÓTT laugardagsins lést hér Hann var í hópi stofnenda Meistara- í Reykjavík Einar Asmundsson, stofn- félags járniðnaðarmanna og sat í andi og forstjóri Sindrafyrirtækjanna, stjórn þess um árabil. áttrædur að aldri. Einar hafði átt við vanheilsu að stríða um langt árabil. Kona hans, Jak- obína l>órðardóttir, lifir mann sinn, ásamt sex bornum þeirra, en þeim varð alls 8 barna auðið. Einar varð áttræður 23. ágúst síð- astliðinn. Hann var fæddur á Fróðá í Fróðarárhreppi á Snæfellsnesi. Hann nam járnsmíði hér í Reykjavík og lauk iðnnámi árið 1924. Það sama ár stofnaði hann fyrirtæki sitt, Vél- smiðjuna Sindra. Rak Einar það fyrirtæki af miklum dugnaði alla tíð. Með árunum varð rekstur þess æ umfangsmeiri og var þá Sindraíyrir- tækjunum skipt upp í deildir. Einar skipaði sér þegar í raðir sjálfstæðismanna og var t.d. einn af stofnendum Heimdalls, félags ungra sjálfstæðismanna hér í bænum. Einar Ásmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.