Morgunblaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1981 23 íslenska liðið náði aldrei forystunni í leiknum - töpuöu með einu marki eftir slakan leik ÞAÐ vcrður að scgjast eins og er að lcikur íslenska landsliðsins í hand- knattlcik gegn Norðmönnum á sunnudag í Laugardalshöllinni var ekki rismikill. Oft á tíðum var hreint ótrúlegt hversu ráðleysislegur varnar og sóknarleikur íslenska landsliðsins var. Landsliðið er tiltölulega nýkomið heim úr keppnisferð þar sem leiknir voru fimm landsleikir en ekki virðist uppskeran úr þeirri ferð hafa verið mikil því að þau fáu leikkerfi, sem reynd voru, gengu illa. Og fyrstu og fremst var það einstaklingsframtakið sem réði ríkjum hjá íslenska liðinu. Leikurinn gegn Norðmönnum tapaðist með einu marki, 21—20. En ís- lenska liðinu tókst aldrei að ná yfirhöndinni í leiknum. Fjórum sinnum tókst leikmönnum að jafna metin og þá fyrst á 50. mínútu leiksins. Lið Norð- manna lék rétt þokkalegan handknattleik, ekkert meira en það, en hafði baráttugleðina fram yfir íslenska liðið. Slök byrjun Þegar 12 mínútur voru liðnar af leiknum var staðan orðin 8—3 fyrir Norðmenn. Byrjun íslenska liðsins var afspyrnuslök. Send- ingar fálmkenndar og lítill kraft- ur í leikmönnum. Þá voru varnar- leikurinn og markvarslan mjög slök. Um miðbik fyrri hálfleiksins rétti íslenska liðið aðeins úr kútn- um. Og á 23. mínútu var staðan 8—10. En Norðmenn voru ákveðn- ari síðustu mínútur hálfleiksins og staðan í leikhléi var 13—9, þeim í hag. Heldur voru íslensku leikmenn- irnir harðskeyttari í síðari hálf- leiknum. En þrátt fyrir það tókst þeim aldrei að ná almennilegum tökum á leiknum. Sæmilegur kafli kom í leik þeirra um miðbik síðari hálfleiksins en þá tókst þeim að breyta stöðunni úr 12—17 í 17-17. Síðan var jafnt á öllum tölum upp í 20—20 og hart barist loka- kafla leiksins. En þegar aðeins 59 sek. voru til leiksloka skoruðu Norðmenn sigurmark leiksins. Liðin íslenska landsliðið olli miklum vonbrigðum í leiknum. Leikur liðsins var allan tímann mjög slakur. Varnarleikur var óákveð- inn og lítil samvinna sást þar. Oft á tiðum opnaðist vörnin mjög illa og þá áttu línumenn norska liðsins greiðan aðgang að íslenska mark- inu. Það sama má segja um sókn- arleikinn. Hann var ráðleysisleg- ur, allur óákveðinn og ekki var sjáanlegt að leikin væru einhver sérstök leikkerfi sem skiluðu fal- legum mörkum. Línuspil var lítið. Og stórskyttu islenska liðsins, Sigurði Sveinssyni, var lítið hjálp- að. Enda skoraði hann aðeins eitt mark utan af velli og annað með gegnumbroti. Hin mörk Sigurðar voru úr vítaköstum. Þorbergur ísland- Alj Ol NoregurfcU"“fc ■ átti sæmilegan ieik en aðrir voru slakir. Norska liðið var nokkuð ákveðið í varnarleik sínum. Lék framar- lega og börðust leikmenn vel. Sóknarleikur liðsins var hinsvegar ekki merkilegur. Þar bar mest á Tore Helland, var hann besti mað- ur liðsins og skoraði flest mörkin, flest með langskotum. Þá átti markvörður norska liðsins góðan leik. I stuttu máli: ísland—Noregur, 20—21 (9—13). Mörk Islands: Þorbergur Aðal- steinsson 7, Sigurður Sveinsson 5, Páll Ólafsson 3, Þorgils Óttar 2, Alfreð Gislason, Þorbjörn Jensson og Steindór Gunnarsson 1 mark hver. Kristján Sigmundsson, mark- vörður islenska liðsins, varði þrjú vítaköst i leiknum. Markahæstir í norska liðinu voru þeir Helland með 8 mörk, Andersen 4 og Ekberg 3. Fjórum Norðmönnum var vikið af leikvelli í 2 mínútur hverjum, en tveimur íslenskum leik- mönnum, þeim Páli Ólafssyni og Þorbergi Aðalsteinssyni. — ÞR. t < *■> • Þorbergur Aðalsteinsson skoraði sjö mörk í fyrri landsleiknum og átti einna skástan leik í íslenska liðinu. Þegar Sigurðurfór að sKora var ekki að sökum að spyrja ÍSLAND hefndi ófa.anna gegn Nor egi frá sunnudeginum, er liðin mætt- ust að nýju í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Islenskur sigur sigldi ör- ugglega í höfn, lokatölur 21 —16 eft- ir að staðan í hálfleik hafði verið 10—9 fyrir ísland. Miðað við úrslit í landsleikjum þessara þjóða síðustu árin, má segja að hér hafi verið um „eðlileg úrslit" að ræða. Þó vantaði framan af nokkuð upp á að sigur íslenska liðsins yrði sannfærandi og fékk maður á tilfinninguna að lykill- inn að góðum sigri íslenska liðsins hafi verið betra líkamlegt úthald, þ.e.a.s. að hlutirnir fóru ekki að ganga upp í alvöru hjá íslenska lið- inu fyrr en í síðari hálfleik, þegar fór að rcyna á „pústið" í þriðja erfiða leiknum á jafn mörgum dögum. Norðmenn hættu þá að ráða við hraðann og líkamlegir yfirburðir okkar drengja komu í Ijós. Stórt hlutverk spilaði einnig Sigurður Sveinsson, sem var lengst af sveltur utan vallar í fyrri hálfleik. í þeim síðari byrjaði hann inn á og skoraði stórglæsileg mörk auk þess sem kraftur hans opnaði hvað eftir annað fyrir félögum hans. Norðmenn byrjuðu leikinn á því að taka tvo íslendinga úr umferð langt frammi á vellinum. Sóknar- leikur íslenska liðsins varð fyrir vikið afar tilviljanakenndur, en engu að síður náði liðið forystu og hélt henni út hálfleikinn þó svo að Norðmenn hafi nokkrum sinnum náð að jafna. Besti kafli Norð- manna kom undir lok hálfleiksins, er liðið minnkaði muninn úr 6—9 í 9-9. lsland:Noregur 21:16 Strax í upphafi síðari hálfleiks var ljóst hvert stefndi, Sigurður Sveinsson skoraði með þrumu- skoti og Kristján Sigmundsson varði vítakast Tors Helland. ís- lendingarnir juku forystu sína hægt og rólega, þannig var staðan orðin 17—11 um miðjan hálfleik- inn og skömmu síðar mátti sjá töl- urnar 20—13. Var þá skammt til leiksloka og sýnt að Norðmenn höfðu enga burði til þess að ógna íslenskum sigri. Kæruleysi íslend- inga undir lokin gerði þeim þó kleift að minnka muninn svolítið áður en yfir lauk. Þrátt fyrir viðunandi sigur, var heildarframmistaða landsliðsins alls ekki sannfærandi. Það var aldrei verið að gera neitt sérstakt í sókninni, boltanum bara hent á milli manpa. Sóknarleikur liðsins byggðist að langmestu leyti upp á einstaklingsframtaki nokkurra manna, framtaki sem fór ekki að skila sér að gagni fyrr en þeir norsku voru að verða úrvinda. Þá nutu menn eins og Sigurður Sveinsson og Alfreð Gíslason sín betur. Eini þáttur sóknarleiksins Ljósm. Kmilia. • Þorbergur Aðalsteinsson skoraði fimm glæsileg mörk í gærkvöldi. Hér er eitt þeirra í uppsiglingu, Norðmaðurinn Egcland er of seinn að grípa í Þorberg. sem var í raun viðunandi voru hraðaupphlaupin, en íslenska liðið skoraði að minnsta kosti 6 mörk úr slíkum sóknarlotum. Þó mis- tókust að minnsta kosti jafn mörg hraðaupphlaup vegna fiádæma óðagots og gauragangs. En varn- arleikur íslenska liðsins var nokk- uð góður og markvarsla Kristjáns Sigmundssonar mjög góð allan leikinn. Auk hans voru Þorbergur og Sigurður Sveinsson bestu menn liðsins og Páll Ólafsson slapp mjög vel frá sínu hlutverki. Skrít- ið þó að sjá hann leika í vinstra horninu eins og hann gerði lang- tímum saman í síðari hálfleik. Skrítið einnig að sjá Kristján Arason leika í hægra horninu mikinn hluta fyrri hálfleiks á sama tíma og Haukur Geir- mundsson sat á bekknum og Guð- mundur Guðmundsson uppi í stúku. En Hilmar veit væntanlega hvað hann er að gera. Norska liðið virðist hvorki betra eða verra en undanfarin ár og eft- ir að hafa séð til þess í gær mátti sjá hvurslags hneisa það var að tapa fyrri leiknum. Besti maður liðsins er Tor Helland, en strákur sá er afar villtur og óyfirvegaður, þannig var fjórum sinnum dæmd- ur á hann ruðningur í sókninni. Frank Egeland var einnig góður, en hann var útilokaður undir lok leiksins fyrir síbrotamennsku. Markvarsla og vörn Noregs var slök og sóknarleikurinn stefnu- laus. Mörk Islands: Sigurður Sveins- son 5, Þorbergur Aðalsteinsson 5, Kristján Arason 4, allt víti, Páll Ólafsson 4, Alfreð Gíslason 2 og Steindór Gunnarsson 1 mark. Mörk Noregs: Thor Helland 5, Frank Egeland 5, 4 víti, Vidar Bauer 2, Kare Ohrvik 2, bæði víti, Terje Ekberg og Tor Vindheim skoruðu hvor sitt markið. Leikinn dæmdu Björn Krist- jánsson og Karl Jóhannsson og hafa þeir oft gert betur. ~ Ríí-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.