Morgunblaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1981 37 Guðiijundur H. Jens- son Olafsvík - Minning Fæddur 19. ágúst 1911. Dáinn 10. nóvember 1981. Þeim Ólafsvíkingum fer nú óðum að fækka, sem í bernsku sinni hófu brauðstrit sitt fyrir 50—60 árum á áraskipum, sem frá landnámstíð höfðu verið aðalfar- kostur til sjósókna og veiða. Einn af þeim, sem hóf þannig starf sjtt, var Guðmundur Jens- son, útgerðarmaður, Ólafsbraut 28, Ólafsvík, en hann lézt 10. nóv- ember síðastliðinn, og var jarð- settur að viðstöddu miklu fjöl- menni frá Ólafsvíkurkirkju hinn 17. sama mánaðar. Guðmundur var fæddur í Páls- húsi í Ólafsvík 19. ágúst 1911. For- eldrar hans voru hjónin Metta Kristjánsdóttir og Jens Pétur Guðmundsson, sjómaður, búsett á sama stað. Systkini Guðmundar voru átta, fjögur frá fyrra hjónabandi móður hans, þrír bræður af seinna hjóna- bandi hennar og einn bróðir, sem faðir hans hafði eignazt fyrir hjónaband. Móðir hans hafði misst fyrri mann sinn í sjóslysi og þrjá syni hafði hún misst í frumbernsku. Hún stóð því uppi með dóttur sína, þegar hún kynntist seinni manni sínum átta árum síðar. Eins og áður er getið eignaðist hún með honum fjóra syni, og lézt einn þeirra tveggja ára. Auk þess ól hún upp Eggert Guðmundsson, sem kom til hennar á unga aldri. Þegar Guðmundur var 9 ára gamall dó faðir þeirra bræðra af slysförum, og stóð þá móðirin uppi með börnin sín fjögur. Fljótt hófst þátttaka Guðmund- ar til hjálpar framfærslu heimilis- ins, og beygðist þá krókurinn til þess sem verða vildi, því sjórinn Birting afmœlis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðst- ætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendi- bréfsformi. Þess skal einnig get- ið, af marggefnu tilefni, að frum- ort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. heillaði hug hans allan. Strax eftir fermingu klæddist hann hinum forna búningi sjófar- enda, brókinni og stakknum, og hóf sitt lífsstarf. Hann þótti ötull, laginn og aðgætinn, þó hann gengi ekki alltaf heill til skógar. Inn á litlu víkina, við engin hafnarskilyrði, ruddist vélaöldin, þó í smáum stíl væri, með opnum vélbúnum bátum, og má segja, að innan við tvítugsaldur væri Guð- mundur orðinn bæði vélstjóri og formaður að miklum hluta. Árið 1939 eignaðist Guðmundur, ásamt tveimur öðrum, lítinn þilj- aðan vélbát, og eftir það var hann samfleytt skipstjóri á smáum og stórum bátum í rúm 30 ár. Snemma trúði Guðmundur því, að litla þorpið hans ætti eftir að stækka og verða eitt með meiri athafnastöðum þessa lands. Þenn- an draum sá hann rætast í ríkum mæli og átti ekki hvað minnstan þátt í því sjálfur. Félagsmálamaður var hann mikill í eðli sínu og lagði öllum slíkum málum lið sitt, því að hann vissi, að án þeirra mála gat ekkert þjóðlíf þróazt. Á langri samleið okkar átti ég því láni að fagna að vera skipverji hjá honum margar vertíðir. Varð mér þá strax ljóst hvílíkur af- burða stjórnandi og sjómaður hann var, því það má segja með sanni, að þegar veður gerðust vá- lynd og aðgæzlu þurfti sem mesta, fann maður að bátur og maður urðu sem eitt og aldrei urðu þar slys né mannskaðar. Á mínum sjó- mannsferli kynntist ég aðeins tveimur mönnum, sem áttu þetta sameiginlegt, Guðmundi og Sig- urði heitnum Guðbrandssyni, skipstjóra á togaranum „Snorra goða“, þótt þar væru farkostir ólíkir. Eitt atvik er mér minnisstætt frá þessum tíma, þegar hörmulegt sjóslys átti sér stað í Ólafsvíkur- höfn. Þar bjargaði Guðmundur, ásamt skipshöfn sinni, tveimur mannslífum, sem nú eru báðir orðnir fulltíða menn. Margoft var Guðmundur öðrum til hjálpar og bjargar, en lét lítt yfir því. Að eðl- isfari var hann dulur og flíkaði ekki tilfinningum sínum. Hann aflaði sér ekki vinsælda með smjaðri eða fláttskap. En hógværð hans og látleysi urðu til þess, að hann var hverjum manni vinsælli. Hann vildi leysa vanda allra þeirra, sem til hans leituðu, þá á þann hátt, að sem hljóðlegast færi, svo yfirlætislaus var hann. Eftir þrotlaust starf við sjó- mennsku varð hann að láta af þeim störfum, en það var síður en svo, að hann vildi gefast upp. Og eftir að hafa stundað ýmis störf í landi byrjaði hann, ásamt mágum sínum tveimur, Oliver og Magnúsi Kristjánssonum, fiskverkun í smáum stíl, sem síðar varð að fjöl- skyldufyrirtækinu „Bakka sf.“, sem smátt og smátt reis upp með reisn og myndarskap, og sem stendur nú sem minnisvarði yfir óbrotlegri minningu hans. Nú skyldi margur ætla, að hann hefði verið þarna einn á ferð, en svo var ekki. Þann 20. desember 1941 gekk hann að eiga eftirlifandi konu sína, Jóhönnu Kristjánsdótt- ur, sem komin er af Ytri-Skógar- nessætt, og er hún gædd mörgum beztu eiginleikum þeirrar ættar, auk þess sem hún erfði beztu eig- inleika móður sinnar. Efnin voru smá og húsakynnin lág. En saman héldust þau hönd í hönd, og með hagsýni og sparsemi eignuðust þau sitt eigið hús, og þar bjó Jóhanna manni sínum fal- legt og friðsælt heimili, sem varð síðan samkomustaður barna og barnabarna. Hugtakið — heima er bezt — var Guðmundi avo einlægt, að hvergi fannst honum hann geta stoppað að óþörfu. Eignuðust þau hjón fjórar dætur, sem eru Jenný, gift Jónasi Gunnarssyni, Bára, gift Óttari Guðlaugssyni, Kristín, gift Pétri F. Karlssyni og Metta, gift Sigurði P. Jónssyni. Ollu þessu fólki hjálpuðu þau hjón til þess að verða sjálfstæð í lífsbaráttunni. Eftir andlát móður okkar átti Eggert ætíð athvarf hjá Jóhönnu og Guðmundi. Það er margs að minnast frá langri samleið, sem þó verður ekki rakin hér. Ég vil þó þakka honum fyrir hönd okkar systkina alla um- hyggju og samúð, en sérstaklega vil ég þakka þeim hjónum báðum, hve vel þau reyndust hálfsystur okkar, Sigríði, í hennar miklu raunum. Og að lokum vil ég þakka bróður mínum og vini samfylgdina, vin- áttuna og kærleikann, og taka mér í munn orð skáldsins D. St. „Ini skalt Tarmanna kufli klæðast, knerri þínum hrinda á flot. Kkki skaltu hrannir hræðast, hríðarél né ísahrot. Sé við ekkert illt að stríða er ekki sigur neinn að fá. Kögur lönd í fjarska bíða falin bak við úfinn sjá.“ I guðs friði. Kr. Jensson STAÐA 0G H0RFUR í IÐNAÐI Félag íslenskra iönrekenda boöar til almenns félagsfundar um ástand og horfur í íslenskum iönaöi. Dagsetning: Föstudagur 4. sesember kl. 13:30—17:00. Staður: Hótel Loftleiöir, ráöstefnusalur. Dagskrá: Kl. 13.30 1. Ávarp — Daviö Sch. Thorsteinsson, formaöur Ffl. 2. Almennt yflrllt um þröun á þessu árl — Valur Valsson, framkv.stjórl Fll. 3. Stutt yfirlit um ástand og horfur í __ Matvælaiönaöi — Siguröur Björnsson. framkv.stjóri, Islensk mat- vssli hf. — Drykkjavöruiönaöi — Örn Hjaltalín, framkv.stjóri, Ólgeröin Egill Skallagri'msson hf. __ Fataiönaöi — Bjarni Björnsson. forstjóri, Dúkur hf. __ Prjónaiönaöi — Práinn Þorvaldsson, framkvstjóri, Hilda hf. __ Húsgagnaiönaöi — Reimar Charlesson, framkv.stjóri, Víöir hf. __ Hreinlætisvöruiönaöi — Gunnar J. Friöriksson. forstjóri, Sápu- geröin Frlgg. __ Einingahúsaiönaöi — Guömundur Sigurösson, framkv.stjóri, Trésm. Sig. Guömundssonar hf. — Raftaekjaiönaöi — Ingvi Ingason, framkv.stjórl, RAFHA hf. — Plastiönaöi — Haukur Eggertsson, framkv.stjóri, Plastprent hf. 4. Umræöur og fyrirspurnir. Félag islenskra lönrekenda Gísli Kristjánsson: SEXTÁN KONUR Benedikt Gröndal: RIT I Hér er rakinn ferill og framtak sextán kvenna í nútímahlutverkum. Starfsvett- vangur kvenna er alltaf aö stækka. Á æ fleiri sviðum, sem áöur voru talin sér- sviö karla, hafa konur haslað sér völl. Hér segja frá menntun sinni og störfum: Veöurfræöingur, rithöfundur, læknir, loftskeytamaöur, deildarstjóri í ráöu- neyti, safnvöröur, alþingismaöur, fiski- fræðingur, Ijósmóöir, jaröfræðingur, íþróttakennari, oddviti, garöyrkjukandi- dat, félagsráögjafi og arkitekt. Frásagn- ir þeirra geisla af starfsáhuga og lifs- gleði og fjölbreytni efnis er einstök. Sígilt og skemmtilegt safnrit. Benedikt Gröndal er meöal afkasta- mestu rithöfunda íslenskra að fomu og nýju og einna fjölhæfastur og fyndnast- ur þeirra allra. Þetta fyrsta bindi rita hans hefur að geyma kvæöi, leikrit og sögur, m.a. er hér „Sagan af Heljarslóö- arorrustu“ og „Þóröar saga Geirmunds- sonar“, báðar bráöfyndnar og stór- skemmtilegar. f síðari bindum þessa safns veröa blaöagreinar hans og rit- gerðirog sjálfsævisagan Dægradvöl. SKUGGSJÁ BÓKABÚÐ OUVERS STEINS SE SKUGGSJA BÓKABÚO OUVERS STEIMS SE

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.