Morgunblaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1981 flnrgiu Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 100 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 6 kr. eintakiö. Feluleikur f raforkumálum Iðnaðarráðherra Hjörleifur Guttormsson hélt enn einn blaða- mannafundinn um næstu áform í virkjanamálum á föstudaginn. Las hann þar ábúðarmikill úr möppum sínum og lét sem fyrir lægi, hvar næst verði virkjað. Þegar yfirlýsingar hans eru lesnar og skoð- aðar með hliðsjón af því, sem hann hefur áður sagt, kemur í ljós, að allt er við það sama. Hver var boðskapur iðnaðarráðherra á föstudaginn? Ef samningar nást við heimamenn um Blönduvirkjun, verður hún næsta meirihátt- ar vatnsaflsvirkjun. Ef samningar nást ekki um Blönduvirkjun kem- ur Fljótsdalsvirkjun í hennar stað. Ef samningar nást um Blöndu- virkjun munu framkvæmdir við hana skarast við framkvæmdir við Fljótsdalsvirkjun og ráðist verður í Sultartangavirkjun samhliða Fljótsdalsvirkjun „eftir því sem orkunýting gefur tilefni til“, eins og segir í samþykkt ríkisstjórnarinnar. Menn hljóta að velta því fyrir sér, hvað iðnaðarráðherra er að fela með öllum þessum „ef-um“. Enginn dregur í efa, að tæknilega hafi verið vel að rannsókn á þessum virkjunarkostum staðið, hitt er jafnljóst, að hinn pólitíski undirbúningur er í molum hjá ríkisstjórninni, og þess vegna stundar iðnaðarráðherrann feluleikinn í raforkumálunum. Það er skortur á pólitískri forystu, sem veldur því, að enn skuli ríkja vafi um það, hvort unnt sé að ná samkomulagi vegna Blöndu- virkjunar. Það er skortur á pólitískri forystu, sem veldur því, að spurningarmerki er sett við Sultartangavirkjun og sagt, að fram- kvæmdir við hana eigi að ráðast af „orkunýtingu". Boðskapur Hjör- leifs Guttormssonar er sá, að bæði um Blönduvirkjun og Sultar- tangavirkjun megi deila en Fljótsdalsvirkjun geti gengið snurðulaust fyrir sig. Þetta þorir hann þó ekki að segja beint, hann vill geta haldið feluleiknum áfram. Hann skýtur sér undan ábyrgð á öðrum virkjunum en Fljótsdalsvirkjun, en hagar máli sínu þó þannig, að hann geti sagt við kjósendur sína á Austurlandi: — Það var ekki ég, heldur bændur í Húnavatnssýslu, sem tóku lokaákvörðunina um Blönduvirkjun! Hönnun virkjana er vissulega mikilvægur þáttur í undirbúningi virkjanaframkvæmda. En til hvers á að virkja, ef ekkert er aðhafst til að koma orkunni í verð? í því efni eins og öðrum hefur iðnaðar- ráðherra og flokkshirð hans þvælst fyrir og komið í veg fyrir eða tafið fyrir töku skynsamlegra ákvarðana. Allt tal ráðherrans um orkunýtingarmál einkennist af þröngsýni og hræðslu við að gæta hagsmuna þjóðarinnar út á við með reisn. Með hliðsjón af þeim vinnubrögðum er óhætt að slá því föstu, að fyrirvari Hjörleifs Gutt- ormssonar og ríkisstjórnarinnar um Sultartangavirkjun þýðir, að framkvæmdum við hana er frestað um ófyrirsjáanlega framtíð. Iðn- aðarráðherra hefur raunar aldrei farið dult með þá skoðun sína, að honum finnst nóg komið af virkjunum á Suðurlandi og ekki þurfi frekar um Sunnlendinga að hugsa í raforkumálum. 600%-reglan Af einföldum og öllum sýnilegum framkvæmdum getur almenn- ingur best dæmt um það, hvernig kjörnir trúnaðarmenn fara með opinbert fé. Fáar framkvæmdir hafa verið jafn mikið undir smásjá Reykvíkinga undanfarna mánuði og gerð útitaflsins við Lækjargötu. Menn hafa ekki einvörðungu deilt um útlit og staðarval heldur einnig haft áhuga á að fylgjast með kostnaði við framkvæmd- ina. Eins og mönnum er í fersku minni lét vinstri meirihlutinn alla gagnrýni vegna framkvæmdarinnar sem vind um eyru þjóta, hann taldi sér síður en svo skylt að virða almenning viðlits. Nú er rækilega komið í Ijós, að vinstri meirihlutinn hefur ekki aðeins boðið áliti borgarbúa á nauðsyn þessarar framkvæmdar byrginn, hann hefur einnig seilst eins freklega í pyngju borgaranna og kostur er vegna framkvæmdarinnar. Vinstri meirihlutinn tók ákvörðun um fram- kvæmdina á þeirri forsendu, að hún mundi kosta 300 þúsund krónur, nú er kostnaðurinn orðinn 1,9 milljónir króna — eða rúmlega 600% umfram áætlun. Og hvað gerir oddviti vinstri manna, Sigurjón Pét- ursson, forseti borgarstjórnar, þegar hann er spurður um þetta mál. Hann kennir um „slakri" áætlanagerð og segist vera jafn undrandi og aðrir. Skýrara dæmi en þetta um lélega fjármálastjórn við opinberar framkvæmdir hefur ekki sést hér á landi um langan tíma og er þá mikið sagt. Annað mál vinstri mönnum kært er byggð upp til heiða á Rauðavatnssvæðinu. Samkvæmt áætlun er talið, að það kosti ekki minna en 54 milljónir króna að leggja aðalholræsi að Rauðavatni auk nauðsynlegra aðgerða til að halda svæðinu hreinu. Vinstri menn virðast ætla að keyra ákvörðun sína um Rauðavatnssvæðið áfram með sama offorsi og útitaflið. Kannski verða 54 milljónirnar orðnar að 324 milljónum, þegar vinstri menn hafa náð sínu fram með hjálp 600%-reglunnar. Raymond Aron hefur fjallað einna ítarlegast allra manna um áhrif kjarnorkuvopna á þróun alþjóðamála, hugmyndir um hernaðarátök og sam- skipti austurs og vesturs. Meðfylgj- andi grein ritaði hann í franska viku- 'ritið L' Express í tilefni af nýlegum fundi þeirra Leonid Brezhnevs og Helmut Schmidts í Bonn og viðræð- unum, sem hófust 30. nóvember milli fulltrúa Bandaríkjanna og Sov- étríkjanna um fækkun kjarnorku- vopna í Evrópu. ★ Ekki ríkir jafnræði milli þeirra Leonid Brezhnevs og Helmut Schmidts. Misvægið stafar ekki að- eins af því, að annar er fulltrúi meira herveldis en hinn, það á ekki síð-.r rætur að rekja til þess, hve ólíkt er á komið fyrir stjórnvöldum í Sovétríkjunum og Vestur-Þýska- landi. Fyrirliði Kremlverja þarf ekki að taka tillit til almennings- álitsins, þýski kanslarinn þarf að sannfæra kjósendur sína og hlú að sambandi sínu við forseta Banda- ríkjanna. Imyndum okkur, að kanslarinn geti lagað sig hernaðarstöðunni eins og hún er, án þess að taka mið af viðbrögðum almennings. Þá væri ekki erfitt fyrir hann að réttlæta endurnýjun meðaldræga kjarn- orkuheraflans í Vestur-Evrópu. Um það verður ekki deilt, að um langt árabil hafa Sovétríkin haft augljósa yfirburði í hefðbundnum vopnabúnaði í Mið-Evrópu. Þessir yfirburðir hafa vaxið á síðasta ára- tug. Ef allt um þrýtur, verður Vestur-Evrópa ekki varin, án þess að gripið verði til skammdrægra kjarnorkuvopna. Þegar John F. Þegar Leonid Brezhnev kom til Bonn 22. nóvembcr var efnt þar til mótmælaað- gerða meðal annars með þátttöku landflótta Afgana. Myndin er af einu spjaldanna í mótmælagöngunni. Skömmu fyrir (or Brezhnevs til Vestur-Þýskalands, sem var fyrsta utanfór hans til vestræns lands síðan herlið Sovétmanna réðist inn í Afgan- istan um jólin 1979, ályktaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna á ný um innrásina í Afganistan og krafðist þess, að allur erlendur herafli yrði þaðan á brott. Alyktunin var samþykkt með 116 atkvæðum gegn 23 en 12 sátu hjá. Síðast þegar greitt var atkvæði um þetta mál á allsherjarþinginu var tillagan um brottfór sovéska inn- rásarliðsins samþykkt með 112 atkvæðum gegn 22 en 12 sátu hjá. Máttur blekkingai eftir Raymond Aron Kennedy eða Lyndon B. Johnson sátu í Hvíta húsinu, höfðu Banda- ríkin yfirburði yfir hitt risaveldið, þegar aðstaða þeirra var metin eft- ir fjölda kjarnaodda og nákvæmni þeirra. Þá tók hugsanlegur and- stæðingur þeirra nokkurt mark á þeirri hótun, sem fólst í því, að inn- rás í Vestur-Evrópu yrði svarað með beitingu strategiskra (lang- drægra) kjarnorkuvopna. Nú er aðstaðan allt önnur. Sov- étmenn hafa innan ramma sam- komulagsins um takmörkun strat- egískra vopna (Salt) tekið í notkun ýmsar nýjar gerðir strategískra eldflauga, SS-17, 18, 19, sem eru stærri eldflaugar og öflugri en Bandaríkjamenn eiga. Hver SS-18 eldflaug ber 8 kjarnaodda, og hefur hver oddur 2 megatonna sprengju- mátt og þeim má skjóta á átta skotmörk. Með tilkomu þessara nýju eldflauga steðjar hætta að hinum strategísku landeldflaugum Bandaríkjanna, sem ekki hafa breyst að neinu marki í tuttugu ár. Jafnvægið miðað við strategísku eldflaugarnar, eða öllu heldur yfir- burðir Sovétmanna á því sviði, veikir getu Bandaríkjanna til að fæla Sovétmenn frá árás, dregur úr líkum á því, að Bandaríkjamenn beiti strategískum eldflaugum sín- um nema í sjálfsvörn. Samhliða því, sem þessi staða hefur verið að myndast í miðkerfinu á milli risa- veldanna, hafa Sovétmenn komið upp 200 meðaldrægum eldflaugum, SS-20 eldflauginni, sem kemur í stað úreltu SS-4 og SS-5 flauganna. Hver SS-20 eldflaug er búin þrem- ur kjarnaoddum, sem má miða mjög nákvæmlega (þeir falla ekki lengra en 100 til 200 metra frá skotmarkinu). Eins og málum er nú háttað eiga Bandaríkjamenn enga eldflaug, sem stenst samanburð við SS-20, en talið er, að henni sé ætlað að eyðileggja lykilstöðvar í her- stjórnarkerfi NATO án þess að gjöreyða evrópskum borgum. Fyrir tilstuðlan Bandaríkja- manna hafa Vestur-Evrópubúar samþykkt, að í löndum þeirra verði komið fyrir 108 Pershing II og 464 stýriflaugum. Þessar nýju eld- flaugar verða ekki teknar í notkun fyrr en 1983, en ákvörðunina um þær varð að taka með nokkrum fyrirvara, svo að unnt væri að hefja samningaviðræður við Sov- étríkin. Aætlun Atlantshafsbandalags- ins miðast ekki við það, að báðir aðilar ráði yfir jafnmörgum eld- flaugum og jafnöflugum kjarna- oddum, gildi hennar felst í öðru. Pershing II eldflaugarnar draga inn í vesturhluta Sovétríkjanna; Sovétmenn verða því að eyðileggja Pershing II í fyrstu atrennu, áður en gripið er til nokkurra annarra hernaðaraðgerða verða þeir því að ráðast beint á Bandaríkjamenn og kalla þar með að öllum líkindum yfir sig gagnárás frá Bandaríkjun- Trójuhesturinn á þessari mynd Tim úr L' Express ber mótmælaspjald, sem á stendur „Nei við N-sprengjunni“, en nifteindasprengjan er talin öflugasta vopnið gegn skriðdrekasveitum Varsjárbandalagsins. Atlantshafsbandalagið raéður nú yfir 14.900 skriðdrekum í Mið-Evrópu og hefur þeim fjölgað um 3,7% síðan 1970, hins vegar ræður Varsjárbandalagið yfir 54.400 skriðdrekum á sömu slóðum og hefur þeim fjölgað um 70% síðan 1970.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.