Morgunblaðið - 01.12.1981, Page 5

Morgunblaðið - 01.12.1981, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1981 5 Miklar rafmagnstrufl- anir á Austurlandi MIKLAR rafmagnstruflanir urðu víða á Austur og Norðausturlandi um helgina. Rafmagnslínur slitnuðu og staurar ýmist brotnuðu eða féllu niður. Erling Garðar Kristjánsson, rafmagnsstjóri Austurlands, sagði í samtali við Mbl., að átta staurar hefðu brotnað í (Íræfalínu. — Síðan urðu skemmdir á lín- unni í Lóni, en þar brotnuðu tveir staurar. Þá urðu miklar skemmdir á línunni frá Stöð í Stöðvarfirði út í þéttbýlið og þar var rafmagns- laust í rúman sólarhring. Þessar skemmdir hafa þegar verið lag- færðar. Kolfreyjustaðalína fór svo í annað sinn í þessum mánuði, og þar brotnuðu fimmtán staurar. Lína slitnaði að Hafnanesi við Fáskrúðsfjörð, en þar er fjar- skiptastöð. í Helgustaðahreppi fóru svo einir fjörutíu staurar niður. Slit urðu á línum á Héraði, Jök- ulsárhlíð og Hjaltastaðaþinghá. Þá slitnaði Vopnafjarðarlína yfir Lagarfljóti, sagði Erling Garðar ennfremur. í síðustu óveðurshrinu fyrr í þessum mánuði brotnuðu liðlega eitt hundrað staurar og sagði Er- ling Garðar, að það væri mjög óvenjulegt, að svona áhlaup kæmu hvert á fætur öðru. — Ástæðan fyrir þessu er fyrst og fremst sú, að jörð er þýð sam- hliða óhemjumikilli ísingu og mjög slæmu veðri. Það hafa farið línur í þessum áhlaupum sem aldrei hafa farið áður, sagði Er- ling Garðar. Hann sagði ennfrem- ur, að búið væri að gera við mest- an hluta skemmdanna en viðgerð- um myndi ljúka á morgun. Klúbbur NEFS lagður niður? NÚ ERU miklar líkur á því að klúbbur NEFS, nýrrar og efldar Félagsstofnun- ar stúdenta, verði lagður niður. Mun það stafa af ágreiningi um leiguverð á sal Félagsstofnunar. Síðasti dansleikur á vegum klúbbsins var haldinn síðast- liðinn laugardag, en horfur eru á að einn verði haldinn til viðbótar. Rekstur klúbbsins hefur verið með þeim hætti að Jassvakning, Satt og Þursaflokkurinn hafa leigt sal Fé- lagsstofnunar stúdenta við Hring- braut og greitt fyrir hann 1.000 krónur í leigu fyrir hvert kvöld. Þá hefur FS séð um áfengissölu á staðn- um, en leigutakar hafa fengið að- gangseyri. Þessu fyrirkomulagi hafa þeir ekki viljað una, vilja fá leiguna fellda niður og bjóða þess í stað 5% af aðgangseyri. Um þessi mál er ágreiningur milli stjórnar FS og leigutaka og því líkur á því að klúbb- urinn verði lagður niður. Þá hefur þessi leiga salsins gert deildafélög- um innan Háskólans erfitt að fá sal- inn leigðan og því uppi raddir um að leigu hans til NEFS verði hætt. Ekki hefur enn verið tekin endanleg af- staða til málsins, en það verður að öllum líkindum í næstu viku. Sigurður Magnússon framkvæmdastjóri Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra i rædustól á Hótel Borg við opnun menningarvikunnar „Líf og list fatlaðra“. list íatlaðra Líf og HÁSKÓLABÍÓ sýndi í gær og sýnir í dag, þriðjudag, dönsku kvikmyndina „Tómas“ í tilefni af ári fatlaðra, en myndin fjailar um einhverfan dreng og hefur fegið lof þar sem hún hefur verið sýnd. Myndin er einn dagskrárliður í vikulangri menningarvöku í tilefni árs fatlaðra, sem ber nafnið „Líf og list fatlaðra". Um helgina var sýnt nýtt brúðu- leikrit, sem kynnti líf fatlaðra banra en sl. sunnudagur og föstudagur voru sérstaklega til- Danska myndin Tómas í Háskólabíói Opið hús á Hótel Borg og nýtt leikrit einkaðir öllum börnum. í gærkvöldi var frumsýnt nýtt ís- lenskt leikrit eftir Gunnar Gunnarsson rithöfund, „Upp- gjörið", en önnur sýning verður á fimmtudagskvöld í félags- heimilinu á Seltjarnarnesi, en þá verða einnig þroskaþjálfa- nemar með skemmtidagskrá. „Opið hús“ verður síðdegis í dag á Hótel Borg, eins og und- anfarna daga, þar sem leikin verður létt kaffihúsamúsik. Leiksvæði eru þar fyrir börn og listamenn koma fram en einnig verður sýning á listaverkum og almenn kynning á starfsemi hinna ýmsu samtaka og stofn- ana sem tengjast fötluðum. ar^vorur Laugavegi 66 - Glæsibæ - Austurstræti 22 Sími frá skiptiboröi 85055 OG UMBOÐSMENN UM LAND ALLT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.