Morgunblaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1981 19 Byltingartilraunin á Seychelles-eyjum: Útlagasamtök á bak við árásina London, 30. nóvember. AP. PAUL CHOW, seychellskur blaðamaður, sem er í útlegð í Englandi, lýsti því yfir á sunnudag, að hann hefði lagt á ráðin um tilraun málaliða til að steypa stjórn eyjanna, sem gerð var í síðustu viku. Hann neitaði einnig þeim fullyrðingum sumra Afrikuríkja, að SuðurAfríkustjórn hefði átt þátt í bylt- ingartilrauninni. __\ ,'^Fr___________________ Hermaður fylgir einu fórnarlambi byltingartilraunarinnar á Seychelles-eyjum í sjúkrahús. Öngþveiti í bíói Napólí, 30. nóvember. AP. SJÖ manns eru í lífshættu og 15 aðrir eru rúmliggjandi eftir að full- komið öngþveiti varð í kvikmynda- húsi og hundruð manna þustu á dyr. Tilefnið var það að meðan á sýningu stóð hrópaði einhver „jarðskjálfti, takið til fótanna“! en 12 klukku- stundum áður höfðu orðið jarðhrær ingar austur af borginni. Fólki á þessum slóðum er í fersku minni jarðskjálftinn mikii fyrir ári þegar hátt á þriðja þús- Cordova kjörinn forseti Honduras Tegucigalpa, 30. nóv. AP. FORSETAKOSNINGAR fóru fram í Honduras í gær, sunnudag, og er Ijóst orðið, að Roberto Suazo Cordo- va, sem er læknir að mennt, muni bera sigur úr býtum. Flokkur hans, Frjálslyndi flokkurinn, bar sigurorð af helsta andstæðingi sínum, Þjóðar flokknum, í næstum öllum kjördæm- um landsins. Þetta er í fyrsta sinn í tíu ár sem efnt er til frjálsra forseta- kosninga í landinu. Cordova, sem er 54 ára að aldri, hefur tekið mikinn þátt í stjórn- málum i landi sínu og setið þrjú kjörtímabil á þingi. Hann er mik- ill stuðningsmaður stefnu Banda- ríkjastjórnar í málefnum Mið- Ameríku, sem hann segir, að geti komið í veg fyrir upplausn og ein- ræði í þessum heimshluta. Frjálslyndi flokkurinn tekur nú aftur við valdataumunum í Hond- uras eftir 18 ára hlé, en árið 1963 tók herinn völdin í sínar hendur og hefur haldið þeim síðan að und- anskildum 18 mánuðum, 1971—72, sem einnig enduðu með valdatöku hersins. Mitterrand í Alsír Alsír, 30. nóvember. AP. MITTERRAND Frakklandsforseti er kominn í heimsókn til Alsír. Það þykir tíðindum sæta, en Mitterrand var innanríkisráðherra þegar upp- reisnarmenn í Alsír hófu fyrir alvöru bardaga gegn nýlendustjórninni í landinu, en þá hafði Alsír verið ný- lenda Frakka í eina öld. Styrjöldin í landinu tók átta ár, en þegar henni lauk lágu 250 þúsundir manna í valnum. Mitterand var sá innanríkis- ráðherra í Frakklandi sem gaf Öfgamenn sakaðir um að sprengja f Damaskus Damaskus, 30. nóvember. AP. STJÓRNIN í Sýrlandi kennir öfga- fullum múhammeðstrúarmönnum Spánn: Herforingi handtekinn Madrid, 30. nóvember. AP. HÖFUÐSMAÐUR í hernum, Na- varro að nafni, var í dag handtek- inn fyrir að siga herlögreglu á fólk sem var að mótmæla aðild Spánar að Atlantshafsbandalaginu. Atvik þetta átti sér stað í La Courna í norðvesturhluta landsins, en mót- mælendur munu hafa verið um þúsund talsins. und manns létu lífið, en Napólí- borg varð illa úti í þeim náttúru- hamförum. Leitað er nú mannsins sem olli öngþveitinu í kvikmynda- húsinu en þar voru um þúsund Chow sagðist hafa flúið til Lundúna fyrir hálfu öðru ári eftir að hafa setið í átta mánuði í fang- elsi á Seychelles-eyjum án þess að vera ieiddur fyrir rétt. Þegar til' Englands kom stofnaði hann ásamt öðrum samtök seychellskra stjórnarandstæðinga, sem kostuðu síðan aðgerðir málaliðanna, að því er hann sagði. Hann sagði einnig, að önnur tilraun yrði gerð til að steypa stjórninni, sem hann sagði, að væri marxísk. Yfirvöld á Seychelles-eyjum sögðu frá því í dag, að ókunn flugvél hefði flogið inn í lofthelgi eyjanna tvær nætur í röð og kváð- ust þau mundu skjóta hana niður ef hennar yrði aftur vart. í dag kom til Bonn í Vestur- Þýskalandi sendinefnd háttsettra embættismanna seychellsku stiórnarinnar no er prinHiö hnó aó fara fram á fjárhagsstuðning frá ríkisstjórnum í Vestur-Evrópu. Á Seychelles-eyjum búa 65.000 manns og er ferðaútvegurinn stærsti þátturinn í afkomu eyja- skeggja. Yfirvöld óttast, að at- burðirnir í síðustu viku kunni að hafa mjög alvarlegar afleiðingar fyrir þennan atvinnuveg og þar með efnahag þjóðarinnar. III ERLENT VOLESWAGEN VOLKSWAGEN hefur sannaö ágæti sitt viö íslenskar aöstæöur í meira en aldarfjóröung. Verö frá kr. 138.200 fyrstu fyrirmæli um aðgerðir til að halda aftur af uppreisnar- mönnum í Alsír. Síðan stríðinu lauk hefur forseti Frakklands að- eins einu sinni komið í heimsókn þangað, en það var Giscard sem var á ferðinni fyrir sex árum. Sambúð Frakka og Alsírmanna hefur verið stirð allar götur frá stríðslokum og virtist heimsókn Giscard litlu breyta um það. Nú gera ýmsir sér vonir um að Mitt- errand takist að vingast við nú- verandi ráðamenn í landinu. [hIhekla J Laugavegi 170-172 Sír VHF Sími 21240 um að hafa sprengt f loft upp bifreið í íbúðarhverfi í Damaskus, en sprengjan var svo öflug að hún lagði í rúst 24 íbúðarhús. 64 létu lífið í sprengingunni og 135 eru særðir. Bræðralag múhammeðstrúar- manna heitir hreyfing sú, sem stjórnin telur standa að baki þessu illvirki, en þau samtök hafa hvað eftir annað staðið fyrir hermdarverkum til þess að grafa undán Baath-flokki Assads for- seta, að því er talið er. Er ekki talið útilokað að hreyfingin hafi látið til skarar skríða nú til að sýna andstöðu sína við Assad og viðræður hans við sendiboða Bandaríkjaforseta, Philip Habib, sem væntanlegur er til landanna fyrir Miðjarðarhafsbotni innan skamms.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.