Morgunblaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1981 13 Lífæðin Laugavegur Eftir Hjört Jónsson Síðastliðin 10 ár hefur hvað eftir annað komið fram krafa frá stjórn Strætisvagna Reykjavíkur, um að almenn bifreiðaumferð á Laugavegi, frá Hlemmtorgi að Lækjargötu væri takmörkuð meir og meir, og að bifreiðastöður væru bannaðar við götuna, svo vagnar SR ættu greiðari leið þennan spöl. Sumar þessara tak- markana hafa náð fram að ganga. Þessi krafa SR byggist á því að á einstökum umferðar-„toppum“ — tiltölulega fáum umferðar- „toppum“ — tekur það vagnana lengri tíma, að aka þessa vega- lengd, en áætlað er í tímaáætlun strætisvagnanna. í timaáætlun- inni eru vögnunum ætlaðar 5—6 mínútur að aka þessa leið, sem er of lítið á mestu annatímunum, en langoftast nægilegt. Sennilega hefur sérstaða þessarar mestu verzlunar-, umferðar- og göngu- götu borgarinnar ekki verið tekin nógu vel til greina í áætlanakerfi SR í upphafi. Það er mjög skiljanalegt að SR gefi vögnunum ekki í öllum ferð- um það rúman tíma að nægði fyrir fáar ferðir mesta annatím- ann. Slíkt væri óeðlilegt, þar sem mesti umferðarþunginn stendur aðeins yfir lítinn hluta dagsins. Það verður því að fara meðalveg, sem þýðir máske nokkuð rúman tíma fyrir vagnana í langflestum ferðunum og knappan tíma í þeim tiltölulega fáu ferðum, sem umferðin er í hámarki. Auðvitað eru aðrar leiðir, sem SR getur farið, til þess að leysa þetta af- markaða tilfelli á Laugavegi og síðar máské víðar. En eins og það er fráleitt að gefa strætisvögnunum hámarks- tíma í öllum ferðum, þegar þeir þurfa hann ekki nema í örfáum ferðum, eins er það alveg fráleitt og óhugsandi, að ryðja umferð af götunni einungis til þess að strætisvagnarnir geti ekið hana með fullum hraða, þann stutta tíma, sem umferðin er mest. Lausnina er því ekki þar að finna. Ekki liggur fyrir hve umferðar- „topparnir" á Laugavegi, frá Helmmtorgi að Lækjartorgi, er mikill hluti af allri umferðinni. SR halda því fram, að á mesta annatímanum geti það tekið vagnana 10—15 mínútur, jafnvel 20 mínútur að aka þessa leið, en samkvæmt könnun Kaupmanna- samtaka Islands, getur þetta ferðalag tekið mest 10 mínútur á annatíma. Hér skakkar æði miklu, og engum er til gagns, og síður góðrar lausnar að vænta, ef menn halda sig langt frá hinu sanna. Þetta með umferðar- „toppana“ og aksturstímann þarf að kanna alveg hlutlaust. Nýjar gamlar tillögur Nú nýverið hafa komið fram, enn á ný, tillögur um umferðar- hömlur á Laugavegi og tillögur um sérstaka akgrein fyrir strætisvagna, eitir Laugavegi, alla leið frá Hlemmtorgi niður á Lækjartorg. Tilgangurinn með þessum tillögum er sá einn, eins og fyrr segir, að strætisvagnarnir geti ekið hratt þennan spöl, og náð þannig gamla tímaplaninu á þessari leið. Tillagan um umferðarhömlur, gerir ráð fyrir því, að öll umferð vestur Laugaveg frá Snorrabraut verði stöðvuð við Barónsstíg, og bifreiðum beint upp eða niður Barónsstíg. Aftur verði Lauga- vegi lokað við Frakkastíg og um- ferð beint niður á Hverfisgötu, svo þægilegt sem það er að kom- ast inn á þá götu, eða yfir hana. Enn verði lokað við Klapparstíg, og allri umferð mokað upp Klapparstíg. Sjá menn ekki hve gaman yrði þá á gatnamótum Njálsgötu, Klapparstígs og Skólavörðustígs? Og loks yrði ennþá lokað við Þingholtsstræti og öllum bifreiðum troðið inn í Þingholtsstræti til suðurs. Auð- vitað eiga strætisvagnarnir að aka Laugaveg alveg hömlulaust samkvæmt tillögu þessari. Svona tillaga hefur verið lögð fram í Umferðarnefnd, að því er virðist í fullri alvöru. Sem betur fer glampar stundum á mikla hug- kvæmni og töluverða snilld hjá einstöku mönnum. Hin tillagan er frá stjórn SR að strætisvagnar fái sér akrein alla leið frá Hlemmtorgi niður á Lækjartorg. Þessi tillaga þýðir að leggja verður niður 100 bílastæði við Laugaveg. Svo sem allir borgarbúar vita, er tilfinnanlegur skortur á bif- reiðastæðum við Laugaveg, í nágrenni hans og í allri miðborg- inni. Þetta hefur verið mikið vandamál í mörg ár, og fer auð- vitað hraðversnandi. Segja má að ekkert átak hafi verið gert til þess að leysa þennan vanda, þrátt fyrir ýmsar tillögur, óskir og að- varanir. Það kemur því úr hörð- ustu átt sú tillaga, sem stefnir að því að loka 100 bifreiðastæðum á Laugavegi, og ætla mætti að mik- ið lægi við. Þessi tillaga ætlast einnig til þess, að hvergi megi stöðva bifreið, á þessari leið niður Laugaveg, án þess að öll umferð, önnur er strætisvagna stöðvist að baki. Gatan yrði sennilega að hraðbraut, án þess að þjóna um- hverfi sínu, eða gjörsamlega af- kastalaus fyrir aðra umferð en strætisvagna. Þetta vilja borgarbúar ekki. Það er ekki í verkahring stjórnar SR að breyta lífsviðhorf- um manna eða háttalagi, frekar hið gagnstæða, að semja sig að lifnaðarháttum fólksins sem býr í borginni. Reykvíkingar ætlast til þess, að þjónustufyrirtæki borg- arinnar hafi góða yfirsýn, ekki aðeins yfir eigin rekstur, heldur einnig yfir hagsmuni heildarinn- ar. Umferðin um Laugaveg hefur gengið frekar vel undanfarin mörg ár, síðan stöðumælarnir voru fluttir yfir götuna, og svo er enn. Umferðin er hæg og á að vera það, því þetta er mesta göngu- og verslunargata borgar- innar. Gangstéttir eru víða mjóar og slæmar. Hraðari umferð býður slysum heim. Það eru hátt á þriðja hundruð fyrirtæki starfandi við Laugaveg, frá Rauðarárstíg að Lækjartorgi. Þessi fyrirtæki sækir fólk úr Reykjavík og af öllu landinu. Þessi starfsemi væri ekki við þessa götu, og verður ekki, ef fólkið kemst ekki í götuna eða að henni á venjulegum farartækj- um. Strætisvagnar eru nauðsynleg og ágæt tæki, það er einkabíllinn og leigubíllinn líka. Bæði farar- tækin ejga fyllsta rétt á sér. Einkabíllinn lýtur vilja eiganda síns, en strætisvagninn á að lúta vilja almenningsþarfa. Góð nýt- ing strætisvagna er að sjálfsögðu rekstrarlegt takmark, en þjón- ustan við almenning — og undir það falla líka 300 fyrirtæki við Laugaveg, og þeir sem þangað eiga erindi, — á að hafa forgang. Breidd Laugavegs er ekki talin Hjörtur Jónsson „Það eru hátt á þriðja hundrað fyrirtæki starf- andi við Laugaveg frá Rauðarárstíg að Lækj- artorgi. Þessi fyrirtæki sækir fólk úr Reykjavík og af öllu landinu. Þessi starfsemi væri ekki við þessa götu, og verður ekki, ef fólkið kemst ekki í götuna eða að henni á venjulegum far- artækjum.“ leyfa þrjár akreinar með svo stórum vögnum sem strætisvagn- arnir eru, en götuna verður að nýta til fulls. Þess vegna kemur ekki til greina að ætla helming hennar eingöngu strætisvögnum svo þeir geti ekið hratt og sparað nokkrar mínútur á mestu um- ferðar-„toppunum“. Sé góður vilji fyrir hendi, þá er auðvelt að leysa hugsanlegan vanda strætisvagn- anna á Laugavegi, án þess að þrýsta götunni niður í lág- marksnýtingu, eða eyðileggja hana með hraðakstri. Að lokinni könnun á aksturs- „toppunum" og raunverulegum töfum vagnanna á annatímum dagsins, getur stjórn SR gert sín- ar ráðstafanir, ef niðurstöður könnunarinnar gefa tilefni til. Hún getur t.d. gefið vögnunum meiri tíma á aðalumferðartímun- um, stytt viðdvöl þeirra á enda- stöðvunum, hætt við tímasetingu á hverri viðkomustöð og látið vagnana renna áfram með nokk- urn veginn jöfnu millibili, svo sem erlendis tíðkast — það eitt mundi auka nýtingu vagnanna mikið — og margar aðrar lausnir koma áreiðanlega til greina. Strætisvagnaáætlunum verður að breyta ef þröf krefur, það er miklu stærra mál að breyta göt- unum eða lífsvenjum borgarbúa. Allar borgir hafa sína mið- borgarkjarna og sínar hefbundnu verslunar- og göngugötur. Aðal- athafnagötur Reykjavíkur eru Laugavegur, Bankastræti og Austurstræti. Þessa götulínu megum við ekki skemma, hún verður að halda tilgangi sínum og svip. Eftir því sem borgin stækkar, rísa upp myndarlegar verslun- armiðstöðvar, fyrirtæki og stofn- anir í nýjum borgarhverfum. Það er sjálfsagt, eðlilegt og gott. En slíkir borgarkjarnar koma aldrei að öllu leyti í stað okkar einu gömlu og góðu miðborgar, og vissulega finnst manni að mið- borginni hafi of lítill gaumur ver- ið gefinn, og of lítill sómi sýndur lengi undanfarið. Vonandi verður þar breyting á með komandi vori. matar-og kaffistell frá Ro^pnthril ^ 1 M V% 'JL M U MVMM Lotus: Frábært matar- og kafti Suomi Suomi postulínið frá Rosenthal á sér fáa líka, enda er lögð ótrúleg vinna í framleiðslu þess. Suomi er hannað af Timo Sarpaneva. í raun og veru er ekkert postulín fullkomið. En Suomi er það pbstulín, sem listamenn Rosen- thal telja einna fullkomnast. Suomi er gljáð í handavinnu. Vélar skila ekki nægilega fínlegri vinnu. Hluti af framleiðslu Suomi er valinn til skreytingar með gulli og hvítagulli af heimsfrægum listamönnum. Komið og skoðið Suomi í Ros- enthalverzluninni. Lotus: Frábært matar- og kaffistell hannað af Björn Wiinblad. Glasasett og hnífapör í sama stíl. Lítið á gjafavöruúrvalið í Rosenthal verzl- uninni, — skoðið jólaplatta, mánaðardiska og postulín. Rosenthal vörur. Gullfallegar — gulltryggðar. Romanze Romanze — dýrindisstell frá Ros- epthal. Fágað form. Því sem næst gegnsætt postulín. Romanze er árangur margra ára þróunar í efn- isblöndun og framleiðsluaðferð- um. Þess vegna hefur Wiinblad og Wohlrab tekist að hanna svokallað meista/averk: Romanze — dýr- indisstell frá Rosenthal. .oúervÁxs studio-line A. EINARSSON & FUNK Laugavegi85 SÍMI:18400

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.