Morgunblaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 42
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1981 • Sundkappinn Ingi Þór Jónsson frá Akranesi, broshýr eftir eitt af metsundunum. Ingi setti fimm ný íslandsmet. Ljósm. Sijfurgoir. Fimm glæsileg Islandsmet Inga - A- og B-liö Ægis strandaglópar á meginlandinu SKAGASELURINN, Inf»i Þór Jóns- son, setti fimm glæsileg Islandsmet í deildarkeppninni í sundi sem fram fór í Vcstmannaeyjum um helgina. Mestu athyglina vakti þó kannski fjarvera A- og B liða Ægis, en A-lióið hefur unnið keppni þessa reglulega síðustu árin. Liðin treystu á flug, sem féll niður. Þegar Ijóst var að ekki yrði flogið, var orðið of seint að fara með Herjólfi og því fór sem fór. Til þess að A-liðið félli ekki ofan í 2. deild, skellti þjálfarinn Axel Al- freðsson sér í 200 metra baksundið og tryggði liðinu 3 stig. Það kom því í hlut B-liðsins að falla, enda gat Axel aðeins keppt fyrir annað liðið. B-liðið féll því í 2. deild. Ingi Þór setti sem fyrr segir fimm ný íslandsmet. 50 metra flugsundið synti hann á 27,6 sek- úndum, 100 metra flugsundið á 59,4 sekúndum og 200 metra flug- sund á 2:12,5 mínútum. íslandsmet setti Ingi Þór einnig í 200 og 800 metra skriðsundi, 200 metrana synti hann á 1:58,3 mínútum og 800 metrana á 8:48,8 mínútum. Annars urðu Islandsmetin á mótinu sex talsins, það sjötta setti karlasveit HSK í 4x100 metra skriðsundi, tíminn var 3:46,2 mín- útur. Ingi Þór var ekki sá eini sem gat vel við eiginn árangur unað, ungur piltur úr ÍBV, Árni Sigurðsson gerði sér lítið fyrir og setti þrjú piltamet. Hann synti 100 metra bringusund á 1:10,6 mínútum, 200 metra bringusund á 2:32,5 mínút- um og 200 metra fjórsund á 2:21,0 mínútum. Sveit HSK sigraði í 1. deild að þessu sinni, sveitin önglaði saman 233 stigum, en sveit ÍÁ kom næst með 225 stig. ÍBV hafnaði í þriðja sætinu með 139 stig, en síðan kom • Árni Sigurðsson ÍBV setti þrjú piltamet á mótinu og stóð sig mjög vel. „A-liði Ægis“ með 3 stig og „B-lið- ið“ rak lestina, fékk ekkert stig. hkj./gg. Enska knatt- spyrnan England, 3. deild: Brentford — Chester 1—0 Bristol City — Burnley 2—3 Carlisle — Gillingham 2—0 Chesterfield — Wimbledon 2—0 Fulham — Millwall 0—0 Lincoln — Swindon 2—0 Newport — Exeter 1—1 Oxford — Preston 3—0 Plymouth — Doncaster 4—2 Portsmouth — lluddersfield 2—1 Walsall — Bristol Rovers 2—1 England, 4. deild: Aldershot — Tranmere 2—1 Bournemouth — Sheffield Utd. 0—0 Bury — Hull 0—2 Crewe — York 1 — 1 Darlington — Colchester 1—2 Halifax — Scunthorpe 1—2 Mansfield — Hereford 2—1 Peterborough — Northampton 1—0 Port Vale — Hartlepool 5—2 Rochdale — Wigan 1 — 1 Stockport — Torquay 2—1 • Sveit HSK sem setti íslandsmet í 4x100 metra skriðsundi. Ljósm. Sigurgeir. Asökun Viggós um skítkast IVIbl. vísað til föðurhúsanna VIGGÓ Sigurðsson, hand- knattleiksmaður hjá Bayer læverkusen í VesturÞýska- landi hellti sér yfir Morgun- blaðið og „furðuleg vinnu- brögð“ og „skítkast“ þess í hans garð í síðustu viku. Þar sem Viggó ber blaðið þungum sökum, er rétt að rifja upp og minna á þá frétt sem leggst svona illa í Viggó. Hún var í sjálfu sér stutt, en inntakið og kjarninn var sá, að fréttamaður blaðsins í Þýskalandi, Uwe Fibbelkorn, ræddi bæði við Viggó og þjálfara hans eftir sigurleik Leverkusen í þýsku deildar- keppninni. Viggó lék lítið með og var UF að fiska eftir hvernig hafi staðið á því. Viggó lýsti óánægju sinni með fyrirkomulagið, skildi ekki hvers vegna han.i fengi ekki meira að vera með og talaði um hugsanleg félaga- skipti ef breyting yrði ekki á. Hjá þjálfaranum var ekki „fátt um svör“ eins og Viggó segir í reiðibréfi sínu. Þjálfari liðsins sagði hreint út, að það fylgdi því áhætta að nota Viggó mikið, hann væri of bráður í sóknarleiknum og hann lærði ef til vill að hafa hemil á sér með þv{ að verma bekkinn. Kjarni fréttarinnar i Mbl. voru þessi ummæli beggja aðila og því vísar Mbl. rakleiðis til loð- urhúsanna ásökun Viggós um „skítkast" og „furðuleg vinnu- brögð". Þá er það eins ósmekklegt og hugsast getur hjá Viggó að amast yfir því að í Morgun- blaðinu hafi verið frétt með stuttu spjalli við Vaismann- inn Bjarna Guðmundsson, sem einnig leikur í þýsku „Búndeslígunni". Bjarni hef- ur staðið sig með prýði og þarf ekki að verja frétta- flutning blaðsins af honum, sem hefur verið of lítill frek- ar en hitt. Viggó talar mikið um öfundarmenn sína í bréfi sínu á föstudaginn, en hver er hér að öfundast? Og loks þetta: Öfundar- mennirnir eru á hverju strái í niðurlaginu hjá Viggó. Hann gefur meira að segja í skyn, að Uwe P'ibbelkorn eigi erfitt með að kyngja velgengni sinni hjá Leverkusen fram til skamms tíma vegna þjóðern- isins. Viggó ætti að vita betur en að vera með svona bull. Mbl. hefur og mun halda áfram, að fylgjast með hög- um þeirra mörgu íslendinga sem leika knattspyrnu og handknattleik erlendis, en Viggó máekki misskilja hlut- verk blaðanna, allar fréttir eru ekki góðar fréttir. gg/l»r- Tékkar til Spánar TÉKKAR og Rússar skildu jafnir í undankeppni HM um helgina er lið- in áttust við í Bratislava. Jafntefli nægði Tékkum til þess að hirða ann- að sætið í riðlinum úr höndum Wales-búa, sem sátu og nöguðu neglurnar meðan leikurinn fór fram. Annað sætið færir viðkomandi liði nefnilega sæti í lokakeppni HM sem fram fer á Spáni næsta sumar sem kunnugt er. Sovétmenn gerðu Tékkum þá skráveifu að ná forystunni strax á 14. mínútu leiksins, Oleg Blochin spyrnti knettinum þá í netið af 25 metra færi, þrumuskot og glæsi- legt mark. Tékkar jöfnuðu á 33. mínútu, Vojasec skallaði þá í netið eftir hornspyrnu frá Anatoli Pan- enka. Síðari hálfleikurinn var bæði harður og grófur, jafntefli var mjög í samræmi við gang leiksins. Lokastaðan í riðlinum er svo sem hér segir: Sovétríkin 8 6 2 0 20—2 14 Tékkóslóvakía 8 4 2 2 15—6 10 Wales 8 4 2 2 12-7 10 ísland 8 2 2 4 10-21 6 Tyrkland 8 0 0 8 1—22 0 Júgóslavar öruggir JÚGÓSLAVÍA sigraði Grikkland 2—1 í Aþcnu um helgina, en leikur inn var liður í 5. riðli undankeppni HM. Sigurinn innsiglaði enn frekar sæti Júgóslava í lokakeppninni. Öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik, Thomas Mavros skoraði fyrst fyrir Grikki strax á 6. mínútu og átti síð- an skot í þverslá nokkrum mínútum síðar. En síðan tóku gestirnir öll völdin á vellinum, Kurjak jafnaði á 23. mínútu eftir hrapalleg mistök gríska markvarðarins. Jarkovic skoraði síðan sigurmarkið á 39. mín- útu. Staðan er þessi: Júgóslavía 8 6 1 1 13 Ítalía 7 4 2 1 10 Danmörk 8 2 4 2 8 Grikkland 8 3 14 7 Luxemborg 7 0 0 7 0 10 mörk í Rotterdam PSV Eindhoven hefur náð nokkuð góðri forystu í hollensku deildar keppninni, en liðið sigraði Nac Breda 4—1 á heimaveili sínum um helgina. ílrslit leikja urðu annars sem hér segir: AZ’67 Alkmaar — Ajax 1—0 GAE Deventer — Sparta 0—0 PSV Eindhoven — Nac Breda 4—1 Willem 2. — Maastricht 1—2 Feyenoord — Pec Zwolle 5—5 (!) Nec Nijmegen — Twente 2—1 llaarlem — De Graffchap 3—0 Roda JC — Den Haag 3—2 FC IJtrecht — Groningen fr. Sem fyrr segir, hefur PSV nú góða forystu, liðið hefur 25 stig að 15 um- ferðum loknum, en næsta lið hefur 21 stig. Er það meistaralið síðasta tímabils, AZ’67 Alkmaar. Ajax og Sparta hafa bæði 20 stig. Knallspyrna 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.