Morgunblaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1981 27 v/ „Leggjum ekki höfuðáherslu á að fá sem stærsta vöðva“ - segir Andreas Cahling UM SÍÐUSTU helgi fór fram í fyrsta sinn á íslandi líkamsræktarsýning. Þar sýndu bædi karlar og konur og tókst sýningin með ágætum. Gestur sýningarinnar var Svíinn Andreas ('ahling, og vakti hann mikla athygli. Andreas Cahling varð sigurvegari í kcppninni Mr. International árið 1980, og þykir hafa sýnt miklar framfarir í vaxtarrækt á skömmum tíma. Mbl. hitti Cahling að máli og innti hann eftir því hvenær hann hefði hafið æfingar og af hverju. — Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á íþróttum og líkamsrækt, æfði bæði grísk-rómverska glímu og ýudó sem strákur og varð sænskur meistari í judó 18 ára gamall. Til að standa mig vel í þessum greinum varð ég að æfa lyftingar. Og við það fór ég að hafa áhuga á vaxtarrækt. Ég fór að æfa af krafti. Ég flutti síðan frá Svíþjóð til Los Angeles í Bandaríkjunum gagngert til þess að æfa þar sem aðstaðan er best. Sex árum síðar tókst mér að vinna hinn mjög svo eftirsótta titil „Herra alheimur". Það var stór stund fyrir mig. — Ég æfi að meðaltali sex daga vikunnar. Hver æfing stendur yfir í 45 til 60 mínútur í senn. En ég æfi ekki aðeins lyftingar. Ég hleyp líka mikið og hjóla. Maður verður að þjálfa hjartað og lungun líka. Ég vil vera í góðri alhliða þjálfun. — Það eru margir sem halda að við leggjum aðaláhersluna á að fá sem stærsta vöðva í líkamsrækt. En það er ekki rétt. Við leggjum áherslu á að fá fallega og vel skap- aða vöðva. En til að ná árangri verður að leggja mikla áherslu á heilsusam- legt líferni. Vera reglusamur, fara snemma að sofa og fyrst og fremst að gæta vel að því að neyta réttra fæðutegunda. Mataræði er mjög mikilvægt í vaxtarrækt. Borða náttúrulega fæðu. Þá er það stórt atriði að gefast aldrei upp. Æfa með mikilli einbeitingu. Þeir sem fara að æfa vaxtarrækt finna fljótt hversu mikið betur þeim líð- ur þegar líkaminn fer að styrkj- ast, sagði Andreas og hnyklaði vöðvana. — 1>R. Anderlecht efst þrátt fyrir tap BÆÐI PÉTUR Pétursson og Arnór Guðjohnsen léku með félögum sínum í belgísku deildarkeppninni í knattspyrnu um helgina. Arnór lék að venju allan leikinn og stóð fyrir sínu í 1-1 jafntefli liðsins um helgina. Pétur kom hins vegar inn á sem varamaður í síðari hálfleik hjá Anderlecht, en allt kom fyrir ekki, Anderlecht tapaði 1-3. Úrslit leikja í belgísku deildarkeppninni urðu þessi: Mechelen — Standard FC Liege — Lierse Molenbeeck — Kortrijk Ghent — Lokeren Beveren — Tongeren Waregem — Anderlecht Antwerp — Waterschei FC Brugge — Beringen 3-1 3-1 0-2 1-1 3-1 3-1 3-0 2-0 HM í blaki: Sovétmenn urðu heimsmeistarar SOVÉTMENN urðu heimsmeistarar í blaki um helgina, en þá lauk í Tokyo í Japan 8-landa lokakeppni HM. Sovétmcnn höfðu mikla yfir- burði á mótinu, unnu alla leiki sína 16—14 og 15—11. Kúbumenn áttu yfirleitt í meiri brösum með mót- herja sína en Rússar, þannig töpuðu þeir alls 9 hrinum. og töpuðu aðcins tveimur hrinum. Lokastaðan varð sem hér segir: Kúbumenn töpuðu aðeins fyrir Sovétríkin 7 70 21- 2 14 Rússunum og það var því ekki fyrr Kúba 7 61 18- 9 12 en í síðasta leiknum, að þeir tryggðu Brasilía 7 52 16-11 10 sér gullið. Rússar mættu þá Japön- Pólland 7 43 14-13 8 um og sigruðu örugglega 3—0, Kína 7 34 12-14 6 15—5, 15—11 og 15—11. Japan 7 25 12-15 4 Kúbumenn sigruðu Brasilíu 3—1 í Italía 7 1 6 9-18 2 síðasta leik sínum, 5—15, 15—11, Túnis 7 07 1-21 0 Bjarni stóð sig best BJARNI Friðriksson náði bestum árangri íslensku keppendanna á opna skandinavíska meistaramótinu í judo sem háð var í Gautaborg um helgina. Bjarni keppti í - 95 kg flokki og vann alla keppinautana í sínum riðli á ippon (10 stig). f úr slitakeppninni nægði þolið honum ekki lengra en í keppnina um þriðja sætið, en þcirri viðureign tapaði hann. Eigi að síður góður árangur hjá Bjarna. Þeir Omar Sigurðsson (- 78 kg), Kolbeinn Gíslason (+ 95 kg) og Sigurbjörn Sigurðsson (-71 kg) unnu eins viðureign hver í sínum riðli. A mótinu var óvenjusterkt sam- ansafn judomanna frá fjölmörg- um löndum. M.a. sendu Austur- Þjóðverjar marga af sínum sterk- ustu mönnum og fór svo að þeir unnu sigur í fjórum þyngdarflokk- um af sjö. Pólverjar unnu í tveim- ur og ítalir í þeim léttasta. Norð- urlandabúar unnu því engan meistaratitil að þessu sinni. Elnkunnagiöfln LIÐ IR: Benedikt Ingþórsson 5 Jón Jörundsson 6 Kristinn Jörundsson 5 Hjörtur Oddsson 4 Ragnar Torfason 4 Óskar Baldursson 5 Helgi Magnússon 4 LIÐ FRAM: Símon Ólafsson 8 Þorvaldur Geirsson 5 Guðsteinn Ingimarsson 7 Björn Magnússon 6 Björn Jónsson 5 Ómar Þráinsson 5 Þorkell Sigurðsson 4 Þórir Einarsson 6 Hörður Arnarsson 4 Örn Eiösson endurkjörinn ÖRN Eiðsson var endurkjörinn formaður Frjálsíþróttasambandsins á ársþingi sambandsins á Selfossi á laugardag og verður næsta starfsár því 14. árið sem hann veitir sam- bandinu forstöðu. Þingið á Selfossi var mjög anna- samt, mörg mál þar tekin fyrir, og fram kom að frjálsíþróttamenn munu hafa í mörgu að snúast á næsta ári. Þá telst það til tíðinda, að af- gangur varð á rekstri sambands- ins á síðastliðnu starfsári, rúmar 29 þúsund krónur, og munaði þar mest um að íslendingar hættu við • Gæfan brosir ekki við hinum 32 ára gamla Leopoldo Luque, miðherja argentínska landsliðsins í knatt- spyrnu sem varð heimsmeistari í síð- ustu HM-keppni. Hann hefur ekki verið fastamaður í landsliðinu síð- ustu misseri og ofan á allt saman hefur hann verið seldur til Mexíkó. Hann hefur þó ekki gefið upp alla von og hefur lýst því yfir að hann hyggist skora svo mikið í s mexíkönsku deildinni, að Cesar Luis Menotti, landsliðseinvaldui Argentínu, geti ekki annað en valið sig í liðið fyrir loka keppnina á Spáni næsta sumar. þátttöku í Kalott-keppninni á síð- ustu stundu sökum gífurlegs kostnaðar sem þátttakan hefði haft í för með sér. í stjórn Frjálsíþróttasambands- ins fyrir næsta starfsár voru kosnir auk Arnars, þeir Sigurður Björnsson, Sveinn Sigmundsson, Finnbjörn Þorvaldsson og Magnús Jakobsson. I varastjórn voru kosn- ir þeir Agúst Asgeirsson, sem verður formaður tækninefndar, Kristinn Sigurjónsson og Hreinn Erlendsson. Formaður laganefnd- ar var kjörinn Sigfús Jónsson og formaður útbreiðslunefndar Sig- urður Helgason. Þá var Þór Jakobsson kjörinn formaður víða- vangshlaupanefndar. Þrátt fyrir tapið er Anderlecht í efsta sætinu, liðið hefur 21 stig, eða jafn mörg stig og Ghent, sem leitt hefur hjörðina síðustu vik- una. Kortrijk, Antwerp og Lierse hafa öll hlotið 20 stig, síðan kemur Standard með 19 stig. Knatlspyrna ] Úrslitaleikurinn í Evrópukeppni mcistaraliða fer fram í Rotterdam, á leikvelli Feyenoord, 26. maí næst- Jón sigraði í f jölmennu hlaupi Krá Stcindóri Tryggvasyni í Köln: JON Diðriksson frjálsíþróttamaður úr UMSB tók þátt í 10 kílómetra götuhlaupi í bænum Portz við Köln og sigraði góða hlaupara með mikl- um yfirburðum. Hljóp Jón á 31:39 mínútum, en næstur var góður þýzkur lang- hlaupari, Wasser, á 31:55 mín., og þriðji varð skólabróðir Jóns, Manfred Nellesen, á 32:12 mínút- um, en þess má geta að Nellesen hefur verið í landsliði Vestur- Þýzkalands í 1500 metra hlaupi í mörg ár og hljóp þá vegalengd á 3:38 mínútum í sumar. Hlaupið var mjög fjölmennt. hátt á annað hundrað keppendui tóku þátt. Eftir þrjá kílómetra tók Jón forystu í hlaupinu, en þeir Wasser og Nellesen fylgdu honum fast eftir. Þegar hlaupið var hálfnað hristi Jón þá af sér, náði góðu forskoti og hélt því til loka hlaupsins. Jóni hefur gengið mjög vel við æfingar nú í haust, er t.d. nýkom- inn úr æfingabúðum í Hollandi þar sem hann hljóp 160 kílómetra á viku. Jón áformar að taka þátt í alþjóðlegu hlaupi í Frankfurt í byrjun desember. komandi. Úrslitaleikurinn í Evrópu- keppni bikarhafa fer hins vegar fram í Nou Camp, leikvelli Barce- lona á Spáni, þann 12. maí. Úrslita- leikirnir í UEFA-bikarkeppninni eru hins vegar tveir, úrslitaliðin leika hcima og heiman. Jón sigraði góða hlaupara í fjöl- mennu hlaupi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.