Morgunblaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1981 3 3 Ríkið kaupir ekki hús Odda fyrir langlegudeild LJÓST er orðið að ríkissjóður mun ekki Testa kaup á húsnæði prentsmiðj- unnar Odda við Bræðraborgarstíg í Reykjavík, en hugmynd kom fram í sumar að Landakotsspítali tæki þar að sér rekstur sjúkradeildar fyrir langlegusjúklinga. Á fjárlögum næsta árs hefur ekki verið veitt fé til kaup- anna og munu eigendur hússins hafa ákveðið að selja það öðrum. Ólafur Örn Arnarson yfirlæknir Landakotsspítala tjáði Mbl. að með því að kaupa umrætt húsnæði og hefja þar rekstur 30 sjúkrarúma langlegudeildar hefði verið bætt úr brýnum vanda og létt miklu álagi af Landakotsspítala, en þar eru um þessar mundir 30 langlegusjúkl- ingar. Sagði Ólafur að jafnvel þótt þetta væri ekki besta lausnin hefði hún verið fljótvirkust og bætt úr brýnum vanda. Hugmyndin var sú að fá ríkissjóð til að fjármagna kaupin og að húsnæðið yrði síðan afhent sjálfseignarstofnuninni Landakoti og læknar og annað starfslið spítalans myndi sjá um reksturinn. Kaupverðið sagði Ólafur örn hafa verið 4 millj. króna, greitt á fjórum árum, en auk þess hefði ver- ið gert ráð fyrir annarri eins upp- hæð til endurbóta á húsinu. Þá sagði yfirlæknirinn, að Landakot væri einna verst sett af spítölum í Reykjavík varðandi rými fyrir langlegusjúklinga. Borgarspítali hefði langlegudeild í Heilsuvernd- arstöðinni og Hafnarbúðum og Landspítalinn í Hátúni. Væri því brýnt að finna aðra lausn á þessum vanda er sneri að Landakotsspitala. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar ~yyvv"-v7y,v' ryy tilkynningar• á JLx. Afmælissjóður Jóhönnu Egilsdóttur Vegna fjölda fyrirspurna og askorana hefur veriö ákveöið aö framlengja þann tíma sem tekiö veröur viö stofnframlögum i nokkra daga eöa fram á föstu- dag, 4. desember. Tekiö veröur viö framlögum á skrifstofum Al- þyöuflokksins, AlþýðuhúSinu, Hverfisgötu 8—10, simi 29244, kl. 9—5 daglega. Löggiltur skjalaþyöandi 231 Latymer Court, LONDON W6 7LB sími 01-748-4497. Víxlar og skuldabréf í umboðssölu. Fyrirgreiöslu- skrifstofan, Vesturgötu 17, sími 16223 Þorleifur Guömundsson, heima 12469. □ Edda 598112V, IOOF Rb. 4 = 1311218Vr EK-91 □ HAMAR 59811217 — 1 Félagið Anglia byrjar ensku- kennslu (talæfingar) eftir ára- mót. Kennt veröur aö Aragötu 14 Innritun fer fram aö Amt- mannsstig 2, mióvikudaginn 2. og fimmtudaginn 3. desember, frá kl. 4—7, Simi 12371. Stjórn Anglia. Aöventufundur í kvöld kl. 20.30 aö Amtmannsstíg 2b í umsjá Hólmfriöar Pétursdóttur. Kaffi. Allar konur velkomnar. Fíladelfía Almennur biblíulestur í kvöld kl. 20.30. Ræðumaöur Sam Daníel Glad. Hjálpræðisherinn Fyrsta desemberkvöld í kvöld kl. 20.30. Astrid Hannesson talar. Allir velkomnir. ISIEKII AIPAKIUBBDRIIIN ÍSAIJ' lCfLANOIC AL-PINE CLUB Opiö hús miövikud. 2. des. kl. 20.30 aö Grensásvegi 5, 2. h. Sighvatur Blöndal spjallar um skófatnaö til fjalla Aögangur ókeypis. Allir velkomnir. islenski Alpaklubburinn. Fimir fætur Dansæfing í Hreyfilshúsinu, sunnudaginn 13. desember kl. 9.00. Félagsfundur kl. 8.30. Mætum öll. Jólafundir Kvenfélags og bræörafélags Langholtssóknar veröa í safnaöarheimilinu, þriöjudaginn 1. des kl. 8.30. Efni helgaö nálægö jóla, veitingar, heitt súkkulaöi og smákökur. Takiö meö lítinn jolapakka. Stjórnirnar raðauglýsingar — radauglýsingar — raðauglýsingar fundir — mannfagnaöir : ; p;i tilkynningar JC Reykjavík ICR veröur haldinn í kvöld 1. des- ember aö Hótel Loftleiöum, Víkingasal, og hefst stundvíslega kl. 20.30. Meðal dagskráratriöa verða ávarp, Methúsa lem Þórisson skrifstofustjóri Umbúðamiö- stöövarinnar flytur jólahugvekju, barnakór Laugarnesskóla syngur auk þess sem Einar Logi Einarsson mun leika á orgel fyrir fund. Félagar og makar: Fjölmennum á jólafundinn og gerum hann ekki síöri en síðasta fund. Jólafundur FJÖLBRAUTASKÚUNN BREIÐHOLTI Frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti Enn er hægt aö bæta viö nemendum á málm- og tréiðnabrautir. Skólasmiðjan verður opin fyrir væntanlega nemendur á vorönn og aðstandendur þeirra laugardaginn 5. des. frá kl. 10—15. Stjórnin. Skóiameistari. Kaupmenn Viröiö reglur um verðmerkingar og spariö viöskiptavinum ykkar tíma og fyrirhöfn. Verðlagsstofnun. Lögtaksúrskuröur Samkvæmt beiðni Innheimtudeildar Ríkisút- varpsins úrskurðast hér með sbr. 20 gr. út- varpslaga nr. 19 frá 1971 aö lögtök fyrir ógreiddum afnotagjöldum sjónvarps- og út- varpstækja vegna seinni hluta ársins 1981 ásamt eldri gjöldum auk álags, dráttarvaxta og kostnaöar mega fara fram að átta dögum liðnum frá birtingu úrskurðar þessa. Sýslumaðurinn í Norður-Múlasýslu, Bæjarfógetinn á Seyðisfirði 27. nóvember 1981 Sigurður Helgason Jakob Jónsson: SKUGGSJÁ FRÁ SÓLARUPPRÁS TIL SÓLARLAGS Bók, sem þú lest í einni lotu! Þessi bók sameinar á sérstæóan hátt skemmtun og alvöru. Sá lesandi er vandfundinn, sem ekki les hana í einni lotu, ýmist hugsi og veltandi vöngum, eöa með bros á vör, — jafnvel kunna sumir að hlæja dátt yfir hinum stór- fyndnu sögum af samferðamönnum séra Jakobs. Stutt lýsing hans á atburði eða smámynd af persónu gefur oft betri hugmynd um lífsferil en langar lýsingar. BÓKABÚO OL/VEBS STEIHS SE Jón Auóuns: TIL HÆRRI HEIMA Fögur bók og heillandi. Bókin hefur að geyma 42 hugvekjur, úr- val úr sunnudagshugvekjum séra Jóns, sem birtust í Morgunblaðinu. Það voru ekki allir sammála honum í túlkun hans á sannindum kristindómsins, en flestir voru sammála um snilld hans í fram- setningu sjónarmiða sinna, ritleikni hans og fagurt mál. Það er mannbætandi að lesa þessar fögru hugvekjur og hugleiöa> þeirra og niðurstöður höfunc SKUGGSJÁ BÓKABÚO OUVERS STEINS SE n?3M

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.