Morgunblaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 46
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1981 Fólk og fréttir í máli og myndum Ársþing SKÍ: Ríkið greiðir sömu upphæó til allrar starfsemi ÍSÍ og skíða- iðkendur greiða í toll af skíðavörum FYRIR skömmu var haldid haust- þing Skídasambands íslands. Aðal- mál þingsins var vetrarstarfið sem nú er ad hefjast. Ákveðin var niður röðun móta vetrarins og verður Skíðamót íslands haldið í Reykjavík dagana 7.—11. apríl en Unglinga- meistaramót íslands á ísafirði helg- ina 20.—21. mars. Kinnig var skýrt frá áa tlun um undirbúning æfinga- liðs SKÍ. Liðið er nú að undirbúa hálfsmánaðar æfingaferð til Noregs í byrjun desember. Lagt var fram fræðsluskipulag SKÍ sem byggist að- allega upp á A-, B-, C- og D-nám- skeiðum fyrir þjálfara og má nefna að í febrúar verður B-námskeið fyrir þjálfara í alpagreinum á ísafirði og A námskeið verða víða um land. Einnig verður fræðsla fyrir skíða- kennara og mótshaldara. Á þinginu var dreift fréttabréfi frá trimmnefnd og kemur þar fram aðSKl er fyrsta sérsambandið innan ÍSÍ sem hefur tekið trimm inn í sína starfsemi. Gefin eru út sérstök trimmmerki fyrir almenning sem eru viðurkenn- ing fyrir þátttöku í trimmmótum SKÍ. Ætlunin er að halda trimmmót sem víðast um landið. Geta má þess að nú er í athugun að halda almenn- ingstrimmgöngu í vetur með þátt- töku erlendra skíðamanna. Þá kom fram á þinginu að fjár- hagur sambandsins er mjög bág- borinn um þessar mundir. Til að reyna að bæta úr því ástandi er SKI að fara inn á nýjar brautir með fjáröflun. Haldin verður vörusýning 22.-24. janúar nk. Hún ber heitið Útivera og íþróttir og verður þar kynnt allt það nýj- asta sem á boðstólum er í dag af skíðavörum, auk margs annars. Einnig hefur SKÍ ákveðið komu svonefnds „Volvo-Team“ en það eru fjölleikamenn á skíðum og munu þeir sýna hvað í þeim býr 3.-4. apríl í vor. Tollamál voru nokkuð til umræðu. Þar kom fram að tollar þeir, sem skíðaiðkendur greiða til ríkisins, eru sömu upp- hæðar og ríkið greiðir til allrar starfsemi ÍSÍ. Dæmi um óréttláta tolla er að skíðaskór eru í 25% tolli en aðrir skór í aðeins 6% tolli. Ætla má að u.þ.b. 18% tollur sé tekinn af skíðum, skóm og bind- ingum. Á þessum málum er þörf mikilla breytinga. Lækka þarf tollana svo að skíðaiðkendur sitji við sama borð og aðrir og að það megi verða til þess að auka iðkun almennings enn meir á þessari hollu og skemmtilegu íþrótt. Skíðasambandið er nú annað stærsta sérsambandið innan ÍSÍ með um 12.000 iðkendur. Stjorn SKÍ er skipuð sem hér segir: Hreggviður Jónsson, formaður, Trausti Ríkharðsson, varaformað- ur, Sveinn Guðmundsson, gjald- keri, Skarphéðinn Guðmundsson, ritari, Haukur Viktorsson, Guð- mundur Ólafsson, Ingvar Einars- son og Árni Jónsson og þjálfari er Karl Frímannsson. Knattspyrnupunktar Ýmislegt þykir nú benda til þess, að hollenski landsjiðsmaðurinn sterki, Rud Krol, gangi til liðs við spænska stórliðið Barcelona næsta keppnistímabil, en Krol leikur með ítalska félaginu Napólí um þessar mundir. Viðræður hafa farið fram milli félaganna og Krol hefur sjálfur lýst yfir áhuga sínum á þessum nýja ráðahag. — O — Meira frá Argentínu. Þrír af HM-leikmönnum Argentínu frá 1978 hafa verið dæmdir í 7 daga fangelsi í heimalandi sínu, fyrir að efna til áfloga á götum úti í Buenos Aires. Hér er um llbaldo Fillol, Daniel Passarella og Alberto Tar antini að ræða. Teitur Þórðarson og Karl Þórðar son, íslensku leikmennirnir í frönsku deildarkeppninni í knatt- spyrnu, voru sigursælir í síðustu um- ferðinni sem fram fór í vikunni. Teitur og félagar hjá Lens unnu langþráðan og dýrmætan sigur gegn IJIIe, Laval, með Kalla Þórðar í far arbroddi, sigraði hins vegar Monako 2—1 á útivelli. Laval er enn í hópi efstu liða, Lens lyfti sér hins vegar úr fallsæti, þó staðan sé enn Ijót. — O — Þegar argentínska knattspymu- stórveldið Boca Juniors festi kaup á snillingnum Maradonna frá Argen- tinos Juniors skuldbatt liðið sig til að greiða 30.000 Bandaríkjadali á mánuði. Það þótti gríðarleg upphæð á sínum tíma, en síðan hefur verð- bólgan í landinu leikið upphæðina svo grátt, að Boca er hreinlega að fara á höfuðið undan skuldbinding- unni. Maradonna hefur slík árslaun, að félagið ræður varla við það vegna þess að aðrir leikmenn líða fyrir það, fá ekki laun sín og þvíumlíkt. Hitt stórveldið í Argentfnu, River Plate, er einnig í peningaklípu. Eftir að hafa fest kaup á Mario Kempes frá spænska liðinu Valencia, á liðið nú varla fyrir mánaðargreiðslum ... — O — Og enn meira frá Argentínu. Snill- ingurinn Diego Maradonna var á sínum tíma yngsti landsliðsmaður í knattspyrnu sein um getur. Þegar strákur lék sinn fyrsta landsleik var hann 16 ára, 8 mánaða og 16 daga gamall. Snillingurinn Pelé var 16 ára, 8 mánaða og 16 daga gamall þegar hann lék sinn fyrsta landsleik fyrir Brasilíu ... • Keppnistímabil skíðafólks er að hefjast. Margir eru kallaðir en fáir útvaldir til að standa uppi sem stór stjörnur keppnistímabilsins. Einn sem þykir líklegur til að veita hinum ókrýnda skíðakóng Ingemar Sten- mark mikla keppni í vetur, er And- reas Wenzel frá smáríkinu Licht- enstein. Wenzel er aðeins 21 árs og þykir gæddur miklum hæfileikum sem skíðamaður. Og eins og sjá má á myndinni er stíllinn á kappanum góður, og keppnisskapið skín út úr andlitinu. • Það væri synd að segja að lög- reglan í Hamborg héldi ekki vel saman. Hér má sjá hvar hópur þeirra horfir á vináttuleik í knatt- spyrnu milli Hamborg S.V. og lands- liðs Sovétríkjanna á Volkspark-vell- inum í Hamborg. Áhorfendur voru aðeins 10 þúsund og því vakti hópur lögrcglunnar á hálf tómum vellinum athygli á pöllunum. En leikvangur inn tekur 50 þúsund manns í sæti. í> • Keppni í torfæruakstri á mótorhjólum er alltaf að verða vinsælli. Keppni sú er ekki með öllu hættulaus. Keppendur fara oft flugferðir á hjólum sínum eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. • Lið Ipswich er meðal efstu liða f 1. deild í Englandi um þessar mundir. Áður en keppnistímabilið hófst að þessu sinni fjárfesti félagið í mjög glæsi- legum langferðabíl. En löng ferðalög eru á dagskrá um aðra hverja helgi hjá leikmönnum liðsins. Og til þess að leikmönnum líði sem best á ferðalögun- um var lögð mikið áhersla á að hafa í bflnum ýmis þægindi. Eins og sjónvarp, myndband, eldhús þar sem hægt er að fá sér snarl, 2 salerni, rúm til að lcggja sig í o.fl. Að sjálfsögðu er bfllinn vel merktur liðinu í bak og fyrir eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Hagnaður dönsku getraunanna FYRIR nokkru komu út ársreikningar dönsku getraunanna fyrir tímabilið 1980—1981 og nam heildarveltan D.kr. 859,7 millj. og hagnaður alls kr. 192,8 millj. Af þeirri upphæð komu kr. 60,2 millj. í hlut danska íþróttasam- bandsins, 56,1 millj. til dönsku ungmennafélaganna, 2,7 millj. til danska knattspyrnusambandsins og einnig 2,7 millj. kr. til dönsku ólympíunefndar innar. Hagnaður danska fþróttasambandsins er 100-faldur á við hagnað ÍSÍ af getraunum á sama tíma, en Danir eru 25 sinnum fleiri en íslendingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.